Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ . 44 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 KRISTÍN KRIS TJÁNSDÓTTIR + Kristín Krist- jánsdóttir fædd- ist á Minna-Mosfelli í Mosfellshreppi í Kjós 10. apríl 1904. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 6. júní siðastliðinn. For- eldrar hennar voru Kristján Jónsson, f. 6. ágúst 1866 í Unn- arholti í Hruna- mannahreppi, d. 9. nóvember 1949 í Forsæti í Viljinga- holtshreppi í Árnes- sýslu, og kona hans María Einarsdóttir, f. 13. ágúst 1872 í Hellisholtum í Hruna- mannahreppi, d. 13. júni 1964 i Forsæti. María og Kristján bjuggu lengst af á Minna-Mos- felli, síðar í Forsæti. Systkini Kristínar eru: 1) Oddný, f. 20. júní 1897 á Kluftum, d. 9. júlí 1907 á Minna-Mosfelli. 2) Mar- grét, f. 12. febrúar 1899 á Minna-Mosfelli, d. 15. október 1968 í Keflavík, húsfreyja í Keflavík. 3) Einar Víglundur, f. 25. ágúst 1901 á Minna-Mosfelli, d. 21. febrúar 1991 á Selfossi, bóndi í Vatnsholti. 4) Siguijón, f. 25. janúar 1908 á Minna-Mos- felli, d. 11. september 1990, bóndi og smiður í Forsæti. 5) Oddný, f. 3. september 1911 á Minna-Mosfelli, húsfreyja í Feijunesi, Villingaholtshreppi. 6) Vigdís, f. 23. júní 1913 á Minna-Mosfelli, húsfreyja á Sel- fossi. 7) Gestur Mos- dal, f. 27. ápist 1919 í Hafnarfirði, bóndi og smiður í Forsæti II. Árið 1927 giftist Kristín Óskari Lárusi Steinssyni, kennara í Hafnarfírði, f. 21. maí 1903 í Vestmannaeyj- um. Börn þeirra eru: Trausti Ó., f. 26. maí 1929 í Hafnarfirði, húsgagnasmíðameist- ari og fyrrverandi framkvæmdastjóri, kvæntur Elinu Sig- urðardóttur, f. 19. mars 1931 í Reykjavík. Böm þeirra eru: A) Auður, f. 5. nóvem- ber 1955 í Reykjavík, sölumaður lyá Flugleiðum, maki Guðmundur Asvaldur Tryggvason, f. 19. júlí 1956 í Vestmannaeyjum, fram- kvæmdastjóri í Hafnarfirði. Börn þeirra em: aa) Elín Ósk, f. 1. febr- úar 1977 í Reykjavík, maki Alex- ander Magnússon, f. 15. maí 1972 í Hafnarfírði, dóttir þeirra Ag- atha, f. 2. júlí 1998 í Reykjavík. ab) Trausti, f. 10. júní 1978 í Reykjavík, nemi ac) Svava Dís, f. 3. febrúar 1985 í Reykjavík, nemi. ad) Bjarni, f. 30. desember 1992 í Reykjavík. B) Anna Kristín, f. 17. júní 1958 í Reykjavík, viðskipta- fræðingur og löggiltur endur- skoðandi. C) Sigrún, f. 25. sept- ember 1962 i Reykjavfk, við- skiptafræðingur. D) Óskar Láms, f. 29. ágúst 1965 í Hafnarfirði, framkvæmdastjóri. 2) Steinunn, Komið er að kveðjustund. í dag verður til moldar borin tengdamóð- ir mín Kristín Kristjánsdóttir. Kristínu kynntist ég fljótlega eftir að leiðir okkar Trausta lágu saman. Þá var hún fimmtug, nýlega orðin ekkja en heima voru auk Trausta systur hans Svala níu ára og Stein- unn 19 ára. Kristín kom mér fyrir sjónir sem glæsileg, áræðin og sjálf- stæð kona. Margs er að minnast eftir rúm- Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. * lega 45 ára viðkynningu. Kristínu var margt til lista lagt og allt lék í höndunum á henni. Mér er minnis- stætt er við vorum stödd á heimili hennar um bænadagana með frum- burð okkar og farið var að ræða um skím. Jafnvel á annan í páskum, en enginn var skímarkjóllinn til. Krist- ín kallaði út kaupmanninn í verslun- inni Álfafelli til að fá efni og blúnd- ur. Kjóllinn var sniðinn og saumað- ur heima hjá henni samdægurs og okkur var ekkert að vanbúnaði að láta skíra barnið. Kjóllinn hefur æ síðan fylgt fjölskyldunni. Við áttum saman yndislegar stundir á heimili hennar á Öldugötu 18 sérhvert aðfangadagskvöld í yfir tuttugu ár. Eða þangað til hún var komin á áttræðisaldur og afkom- endurnir rúmuðust varla í stofun- um. Mér þótti þetta mikill lúxus, nóg var að klæða krakkana og mæta á réttum tíma. Eg kveið því H H H H H H H H H H H H Erfísdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 Hmixixiimi 111 £ LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. Íi S.HELGASON HF STEINSMIDJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410 MINNINGAR f. 18. maí 1935 í Reykjavík, lyfjafræðingur. Maki, Halldór Steinsen, f. 5. nóvember 1931 í Ólafsvík, læknir. Börn þeirra eru: A) Kristín Lilja, f. 25. maí 1957 í Reykjavík, viðskipta- fræðingur í Munchen, maki dr. Helmut Schiihlen, f. 15. febrúar 1958 í Þýskalandi, _ læknir í Miinchen. B) Vera Ósk, f. 14. október 1961 í Reykjavík, hönn- uður. C) Halldór Steinn, f. 16. janúar 1969 í Reykjavík, hag- fræðingur. D) Rut, f. 14. maí 1977 í Reykjavík, nemi í París, unnusti Ingvar Guðmundsson, f. 3. desember 1968 í Reykjavík, verkfræðingur í París. 3) Svala, f. 21. janúar 1945 í Hafnarfirði, maki David L.C. Pitt, f. 15. febr- úar 1946 í Englandi, stórkaup- maður. Börn þeirra eru: A) Frank Óskar, f. 27. desember 1967 í Reykjavík, viðskipta- fræðingur, kvæntur Eh'nu Klöru Grétarsdóttur, f. 18. maí 1973 í Reykjavík, ættfræðingi. Þeirra dóttir er Jasmín Dúfa, f. 27. janúar 1997 í Reykjavík. B) Davíð Kristján, f. 10. október 1969 í Reykjavík, nemi í arki- tektúr í Oxford, kvæntur Guð- rúnu Eddu Þórhannesdóttir, f. 14. ágúst 1969 í Ósló, bók- mennta- og sagnfræðingi í Ox- ford. Þeirra dóttir Melkorka, f. 18. desember 1997 í Reykjavík. C) Anna María, f. 20. desember 1972 í Hafnarfirði, rekstrar- fræðingur, maki Elfar Aðal- steinsson, f. 1. júní 1971 í Reykjavík, framkvæmdastjóri. Sonur þeirra Hrafnkell Uggi, f. 13. apríl 1999 í Reykjavík. Kristín verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. að þurfa að taka við þessu hlutverki eftir hennar góða viðurgjöming því ekkert var betra í huga bóndans og krakkanna en skinkan hennar ömmu. Aíltaf var Kristín reiðubúin að létta undir með okkur ef með þurfti. Af ótal mörgu er að taka en mér er minnisstætt er við Trausti fórum í frí til Evrópu og vorum að skipu- leggja hvar við gætum komið dætr- unum þremur fyrir, vildi hún endi- lega að þær yrðu allar hjá henni og Svölu, sem þá var unglingur. Aldrei hljóp snurða á þráðinn í samskiptum okkar og á ég ekki eitt styggðaryrði frá þér, elsku tengda- mamma, þótt eflaust hafi þér ekki allt líkað sem við gerðum. Mikill var vinskapur Trausta og móður hans, en þau störfuðu saman hjá Dverg hf. eftir að Trausti tók þar við framkvæmdastjóm. Á hverjum vinnudegi í yfir 20 ár unnu þau saman og báru alla tíð mikla virðingu hvort fyrir öðm. Þú varst svo gæfusöm að geta haldið heimili með sóma fram að 90 ára aldri, því alltaf fannstu þér nóg að starfa bæði utanhúss og innan. Heimilið þitt var glæsilegt og bar þess merki að þar byggi natin og hugmyndarík kona. Heklaðar gard- ínur, dúkar og útsaumur margs konar. Allt, sama hvað það var, treystir þú þér til að gera sjálf. Garðinn þinn ræktaðir þú vel bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Síðustu fimm árin bjóst þú á Sól- vangi. Þetta var þér eflaust erfiður tími, þar sem þú varst alla tíð svo sjálfstæð og vorkunnsemi í þinn garð þoldir þú ekki. Starfsfólki Sól- vangs viljum við fjölskyldan þakka frábæra umönnun og hjúkmn þenn- an tíma. Elsku tengdamamma, ég vil þakka fyrir vináttuna, af þér lærði ég margt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvíem stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn siðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elín Sigurðardóttir. Kallið er komið. Að morgni sunnudagsins 6. júni fór Kristín Kristjánsdóttir, tengdamóðir mín, í sína hinstu för umvafín kærleika barna sinna. Hún var ferðbúin. Sú tápmikla og skemmtilega atorku- kona sem kom svo sterkt inn í líf mitt fyrir rúmlega þrjátíu og þrem árum hefur hægt og hægt verið að ganga okkur úr greipum síðastliðin fimm ár. Með þessum línum langar mig að þakka henni samfylgdina - þau gæfuspor sem við höfum gengið saman. Hún tók mér strax opnum örmum þegar Svala dóttir hennar bauð mér fyi-st heim á æskuheimili sitt og hún varð bandamaður minn í einu og öllu upp frá því. Mara- þonsímtöl okkar urðu legio á þess- um fyrstu árum, þegar Svala var flugfreyja og var oft í burtu nokkra daga í senn. Þá var ekkert undir sólinni okkur óviðkomandi og oftar en ekki klykkti hún út með ljóði sem höndlaði hugsanir okkar og það sem við vorum að tala um. Hún þreyttist ekki á að leggja mér lið þegar ég, svo til mállaus á íslenska tungu, settist í Verzlunarskóla ís- lands. Hún þýddi fyrir mig yfir á ensku úr íslensku og dönsku. Þegar reikningsdæmin urðu strembin lyfti hún augunum yfir gleraugun, hall- aði sér yfir borðstofuborðið og benti með bandprjóni eða einhverju öðru tiltæku á blaðið og sagði: „Er ekki eitthvað bogið við þetta?“ og það var segin saga, lausnin var ekki langt undan. Kristín sleit barnsskónum á Minna-Mosfelli, ólst þar upp í stór- um systkinahópi hjá ástríkum for- eldrum. Á Minna-Mosfelli var lengi farskóli og söngur og upplestur í hávegum hafður. Þar var lagður grunnur að þeim nægtabrunni sálma, ljóða og kvæðabálka sem hún bjó yfir og jós úr af örlæti allt framundir það síðasta. Kristín var góðum gáfum gædd og sóttist námið vel. Hún var því send til Hafnarfjarðar til föðursyst- ur sinnar Marínar og Sigurgeirs Gíslasonar eiginmanns hennar til frekara náms. Hjá þeim sæmdar- hjónum bjó hún meðan hún gekk á Flensborg, en þaðan lauk hún gagn- fræðaprófi með sóma 1921. Kristín var um tvítugt þegar hún hóf störf á símstöðinni í Hafnarfirði og gegndi því starfi þar til hún gift- ist Oskari Lárusi Steinssyni kenn- ara 1927. Óskar var einkasonur Steins Sigurðssonar skólastjóra úr Vestmannaeyjum, sem jafnan var kenndur við Dverg, og Agöthu konu hans. Þeir feðgar byggðu saman húsið á Öldugötu 18 í Hafnarfirði árið 1933 og þar hefur heimili Krist- ínar staðið fram til þessa síðasta vors. Þar ól hún upp börnin sín þrjú og ræktaði sinn garð. Þar lifði hún einnig sína sárustu sorg, þegar hún missti eiginmann sinn langt um ald- ur fram árið 1954. En það var ekki líkt Kristínu, tengdamóður minni, að láta deigan síga. Eftir að hún varð ekkja hófst nýr kapítuli í lífi hennar. Æðrulaus tók hún við starfi eiginmanns síns, sem jafnframt kennslu hafði sinnt bókhalds- og gjaldkerastörfum í Dverg. Og hún naut sín í sínu nýja starfi. Timbur, spónn og saumur og auðvitað rekst- ur fyrirtækisins áttu hug hennar allan. Á þessum árum tók hún þó einnig virkan þátt í starfi Kvenfé- lagsins Hringsins, sat í stjóm þess um margra ára skeið og var formað- ur frá 1958-64. Árin í Dverg urðu rúmlega þrjá- tíu. Tvo síðustu áratugina var hún við hlið Trausta sonar síns, sem tók við forstjórastarfi þar 1964. Það var skemmtilegt að sjá þau mæðginin saman á skrifstofunni í Dverg og þegar menn komu til að greiða reikningana sína þar var engin hætta á, að það væri neitt bogið við þá, því hún Kristín, tengdamóðir mín, fékk nefnilega alltaf rétt út úr dæminu. Hvíl þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Við fjölskyldan þökkum hjúkrun- arfólki á Sólvangi þá yndislegu að- hlynningu sem Kristín naut meðan hún dvaldi þar. David Pitt. Að lifa svo til heila öld fá því mið- ur ekki allir, en þú fékkst það. Amma, þú varst einstök kona, fædd upp úr aldamótum, tókst próf frá Flensborg, talaðir ensku, last dönsku blöðin og varst langt á und- an þinni samtíð. Þú ólst upp á stóru heimili á Minna-Mosfelli í Mosfellsdal, þar sem var lesið, sungið og hög var hver hönd. Þú varst dugleg að læra. Þú sagðir einhvern tímann að far- andkennarinn hefði sagt við þig þegar hann var að hlýða barnaskar- anum yfir heimalesninguna: „Þeg- iðu, Stína, ég veit þú veist það.“ Þú varst fljót að tileinka þér hlutina. Lífið lék náttúrlega ekki alltaf við þig. Um fimmtugt kvaddi Óskar Lárus afi eftir erfiða sjúkdómslegu og þú varðst ekkja með Svölu níu ára gamla, Unnu í menntó og pabbi kominn út á vinnumarkaðinn. En þú vílaðir ekkert fyrir þér. Um miðja öldina fórstu í vinnuna hans afa, á „kontorinn" í Dverg þar sem þú starfaðir fram á níræðisaldur. Próf- ið úr Flensborg og hæfileikar þínir gerðu þér kleift að taka við auka- starfi hans þar. Þó við fengjum ekki að kynnast afa nutum við orðstírs hans í Hafnarfirði því margir hafa haft á orði við okkur að hann hafi verið frábær kennari. Við minnumst þeirra ára þegar við áttum ömmu sem var í senn bók- ari, innheimtufulltrúi, símamær, af- greiðslumaður og fulltrúi fram- kvæmdastjóra og fannst börnin ekki eiga að vera að trufla pabba í vinnunni. Á þessum tíma voru flest- ar ömmur heimavinnandi og jafnvel í peysufötum. Amma vildi alltaf vera í því sem var hámóðins og þeg- ar smekkgallabuxur voru í tísku fannst henni þetta upplagt í garð- inn. Það voru engin nema við barna- börn hennar sem áttu svona ömmu. Við minnumst þess er við vorum að sendast fyrir ömmu, þá hringdi hún gjarnan í búðina og bað af- greiðslufólkið að sérvelja fyrir sig og sagðist síðan senda litla stúlku eða lítinn dreng að sækja vörurnar. Við verðum að viðurkenna það nú að það kom fyrir að við færum í aðr- ar verslanir en hún hafði hringt í. Þá vorum við að nálgast fermingu og töldum okkur ekki lengur lítil böm. Við minnumst aðfangadagskvölda heima hjá þér á Öldugötunni. Þá hafðir þú alltaf svínalæri sem legið hafði í pækli í tvær vikur og möndlugraut. Við getum ekki hugs- að okkur jólaundirbúninginn án þess að meðhöndla lærið á þinn hátt. Löng var stundum biðin eftir pökkunum að máltíð lokinni því engin uppþvottavél var á þessum tíma. Við vorum þá dugleg með viskustykkið þennan eina dag árs- ins. Dularfullur fannst okkur líka skápurinn í stiganum þar sem þú geymdir epli og ýmislegt góðgæti. Herbergin hétu líka ýmsum nöfnum eftir áttum, sem við skildum ekki þá, svo sem norðurherbergið, suð- urherbergið og miðherbergið. í senn varstu húsmóðir, hönnuð- ur, arkitekt, bókbindari, smiður, málari, veggfóðrari, rafvirki, garð- yrkjumaður, prjónaðir, saumaðir og heklaðir í fristundum. Allt lék í höndunum á þér. Enda bar hús þitt, garður, heimili og útlit þess merki. Hún amma gat allt. Á gleðistundum naustu þín og viðhafðir þá gjarnan: „Svona ætti að vera hvert einasta kvöld.“ Við mun- um halda þessari fleygu setningu á lofti. Að syngja og fara með ljóð með þér var frábært, þú slóst manni alltaf við, kunnir sautján erindi þeg- ar við þóttumst góð með þrjú. Þú kunnir allt. Elsku amma, það eru nokkur ár síðan þú lagðir af stað í þessa ferð til himna. Allt hefur þurft að undir- búa og nú ertu loks aftur með afa. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér og biðjum Guð að breiða faðm sinn á móti þér. Auður, Anna Kristín, Sigrún og Óskar Lárus Traustaböm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.