Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 21 Austur-Asíufélagið vekur vonir Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. AUSTUR-ASÍUFÉLAGIÐ virðist nú hafa sigrast á langvarandi erfið- leikum. Hlutabréf þess hafa næst- um tvöfaldast í verði og á næsta ári stefnir í hagnað í fyrsta skipti í mörg ár. Arangurinn hefur náðst með róttækri uppstokkun, sem hinn breski Mark Wilson hefur far- ið fyrir frá því í fyrra. Höfuðstöðv- arnar eru ekki lengur í Kaup- mannahöfn, heldur Singapúr, enda viðskiptaþungamiðja samsteypunn- ar í Asíu. Saga Austur-Asíufélagsins er samofin danskri verslunarsögu, því frá því fyrirtækið hóf starfsemi sína 1897 hefur það stundað verslun við Austurlönd, en einnig skiparekstur og margvíslega framleiðslu. Við nýjar aðstæður á síðasta áratug og fram á þennan megnaði fyrirtækið ekki að aðlaga sig breyttum tímum og skýin hrönnuðust upp yfir höf- uðstöðvunum í glæsihúsakynnun- um skammt frá Kóngsins nýja torgi. Mannabreytingar megnuðu ekki að hnika afkomunni upp á við. Niðurskurður og uppstokkun Þegar höfuðstöðvarnar fluttu til Singapúr fór danskur fram- kvæmdastjóri með, en hann vék fljótt fyrir Mark Wilson, sem hefur starfað þar eystra um árabil og býr yfir mikilli viðskiptareynslu. Með hana að veganesti hóf hann að skera frá hin mörgu fyrirtæki, sem voru fjármagnsfrek, án þess að skila hagnaði og önnur voru skipu- lögð upp á nýtt. Niðurskurðurinn er viðvarandi ástand að því leyti að augun eru höfð á afkomu einstakra fyrirtækja og þau seld, ef tækifæri býðst, en annars er mesta hrinan gengin yfir. Það var ekki síst flutningaskipaút- gerð, sem fór hrikalega með félag- ið. Hún hefur verið lögð niður og félagið er að selja síðustu skip sín. Hluti af uppstokkuninni hefur verið að fækka stjómendum og ein- falda stjórnina. Stjórnunarkostnað- ur hefur því lækkað stórlega og mun enn lækka. Útkoman er að fé- lagið, sem nú heitir „East Asiatic Company“ upp á ensku, stefnir í að verða eignarhaldsfélag fyrir dóttur- fyrirtæki, rekin sem sjálfstæðar einingar af framkvæmdastjórum sínum og eiga að skila hagnaði. Frá því að skulda 3,5 milljarða danskra króna fyrir um ári er skuld- in nú aðeins um hálfrn’ milljarður. Allt bendir til að hún verði að fullu greidd um áramótin og að næsta ár gæti félagið skilað hagnaði. Félagið starfar á sviði verslunar og dreifingar, bæði á eigin vörum þróuiTL þessum löndum? bls. 20 Erlend hlutabréf - eitthvað íyrir þig? Vilborg Lofts leiðbeinir um kaup á erlendum hlutabréfum. bls. 23 Hvað segja sér- fræðingamir um innlendan hlutabréfa- markað? Þrír þeirra sátu fyrir svörum í panel- umræðum. Bis.24 ttígmSsSiéi Æk y M ■ III ! i \ Æ fengið blaðið VERÐBREFAMARKAÐURISLANDSBANKA HF. Kirkjusandi • 155 Reykjavík • Sími: 560 8900 Myndsendir: 560 8910 • Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is og annarra, en er einnig fram- leiðslufyrirtæki. Kjarnasviðin tvö eru neysluvara annars vegar, verslun og iðnaður hins vegar. Neysluvörusvið felur í sér fram- leiðslu og dreifingu matvara og efna til matvælaiðnaðar. Síðara sviðið felur í sér efna- og tækniiðn- að og trjáiðnað. Hafa tvöfaldast í verði á árinu Umsvifin í Asíu námu í fyrra 65 prósent veltunnar, 15 prósent í Suður-Ameríku, tólf í Evrópu og átta í Bandaríkjunum, Afríku og Astralíu. Hlutabréfin í félaginu hafa næstum tvöfaldast á árinu og gætu haldið áfram að stíga. Sér- fræðingar benda á að hlutabréf fé- lagsins verði þó ekki traust fjár- festing fyrr en samsteypan hafi skilað hagnaði um hríð, auk þess sem Asíuþréf séu enn óstöðug. ---------------------- EMI gerir samning við netfyrirtæki ÞRIÐJA stærsta hljómplötufyrir- tæki heims, EMI-útgáfan, hefur gert fimm ára samning við musicmaker.com, að því er segir á vef BBC. Tónlistarfyrirtækið musicmaker.com starfar eingöngu á Netinu. Með samningnum eignast EMI 50% hlut í musicmaker.com og hægt verður að nálgast tónlist EMI-útgáfunnar á Netinu. Musicmaker.com rekur safn með 150.000 lögum á vefnum og með viðbót frá EMI-útgáfunni stækkar það enn frekar. Setja saman sína eigin geisladiska Viðskiptavinir geta sett saman sína eigin geisladiska með lögum úr safninu og geta nú einnig valið úr lögum með Spice Girls, George Michael og Bítlunum, svo einhverj- ir séu nefndir. Forstjóri musicmaker.com, Bob Bernardi, sagði viðskipti með tón- list á Netinu mjög örugg og auð- veld. Forstjóri EMI, Ken Berry, sagði Netið veita mörg tækifæri sem fyr- irtækið væri nú tilbúið að nýta sér. „Þetta eru fyrstu skref okkar inn á nýtt svæði,“ sagði hann ennfremur. Veik staða EMI-útgáfunnar undanfarið hefur vakið upp spum- ingar um hugsanlega yfirtöku og verð hlutabréfa í fyrirtækinu hefur hækkað vegna frétta af áhuga fjöl- miðlamannsins Ruperts Murdoch. ------♦“♦“♦----- Boeing selur upplýsinga- deild Vín, Reuters. TILKYNNT hefur verið um sölu Boeing á upplýsingadeild fyrirtæk- isins til Science Applications International Corp. (SAIC). Kaup- verð er ekki gefið upp. Salan gefur Boeing möguleika á að leggja áherslu á aðalverksvið fyrirtækis- ins, sem forstjóri þess, Phil Condit, segir mikilvægt. Upplýsingadeild Boeing fyrir- tækisins hefur skilað 300 milljóna dollara tekjum það sem af er árinu, en SAIC kaupir alla starfsemi deildarinnar. Upplýsingadeild Boeing hefur veitt yfirvöldum um allan heim þjónustu á sviði upplýsingatækni og starfa um 1.200 manns hjá deildinni. Arstekjur SAIC eru um 4,7 milljarðar dollara, en fyrirtækið leggur einnig áherslu á upplýsinga- tækni. Að sögn talsmanns fyrir- tækisins er ekki stefnt að því að fækka starfsfólki og munu eig- endaskiptin ganga rólega fyrir sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.