Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mat á umhverfísáhrifum Fljótsdalsvirkjunar Meirihluti umhverfisnefndar fylgjandi umhverfismati KATRÍN Fjeldsted, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kvaðst á Alþingi í gær fylgjandi þingsályktunartil- lögu þingmanna Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs um að láta fara fram mat á umhverfísáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar, þrátt fyrir að virkjunarleyfi hafi verið veitt. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, benti í kjölfarið á að með því hefði myndast meirihluti innan um- hverfisnefndar Alþingis um að slíkt umhverfismat færi fram. Það væri mikill sigur fyrir umhverfis- verndarsinna innan þings sem ut- an. Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstrihreyfmgarinn- ar-græns framboðs, mælti fyrir þingsályktunartillögu flokkssystk- ina sinna um umhverfismat á Fljótsdalsvirkjun og þakkaði mættu Club Lannung frá Kaup- mannahöfn í úrslitum á sunnu- dag. Sif Konráðsdóttir lögmaður, sem vann að skipulagningu keppninnar, sagði hana hafa gengið mjög vel. „Það var troð- fullt út úr dyrum í dómssal Hæstaréttar þegar úrslitin fóru fram,“ sagði Sif. Hún taldi lfldegt að hátt í 200 manns hefði þá fylgst með. Islenska liðið komst ekki í und- Katrínu sérstaklega fyrir stuðn- inginn. „Akvörðun um að fara í þetta um- hverfismat, jafnvel þótt lög kveði ekki á um það, tel ég að yrði rós í hnappagat nýkjörinnar ríkisstjórn- ar,“ sagði Katrín m.a. og benti auk þess á að slík ákvörðun myndi einnig undirstrika vilja ríkisstjóm- arinnar til þess að hafa umhverfís- sjónarmið að leiðarljósi. „Þess vegna tek ég undir þessa þingsá- lyktunartillögu," sagði hún enn- fremur. Kolbrún Halldórsdóttir, þakkaði stuðninginn, og benti á að greini- lega ríkti ekki sátt um þessi mál í herbúðum ríkisstjómarinnar. „í þeim töluðum orðum gengur fram hjá mér fonnaður umhverfisnefnd- ar, háttvirtur þingmaður Ólafur Öm Haraldsson, sem hefur nýverið anúrslit í keppninni en stóð sig þó með miklum sóma. Vörn liðs- ins, sem skipuð var Jóhönnu Bryndísi Bjarnadóttur og Telmu Halldórsdóttur, mætti sænska sigurliðinu í fyrstu umferð og hafði betur í málflutningnum. í fjölmiðlum gefið yfirlýsingar um að hann telji að Fljótsdalsvirkjun eigi að fara í lögformlegt umhverfis- mat.“ Sigur fyrir umhverfis- verndarsinna Össur Skarphéðinsson, tók fram eins og fyrr var getið, að meirihluti hefði myndast innan umhverfis- nefndar Alþingis, með því að fram fari lögformlegt umhverfismat á Fljótsdalsvirkjun. „Það liggur fyrir að háttvirtur þingmaður Olafur Órn Haraldsson formaður nefndarinnar hefur gefið yfirlýsingu um það í fjöl- miðlum að hann styðji slíkt mat. Sá sem hér stendur gerir það líka og einnig háttvirtur þingmaður Þór- unn Sveinbjarnardóttir, sem er þingmaður Samfylkingarinnnar í nefndinni. Og nú hefur komið fram Svíarnir höfðu hins vegar skilað betri greinargerð og náðu betri samanlögðum árangri. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir var ánægð með skipulagningu keppninnar og sagðist sátt við úrslitin í samtali við Morgunblað- að háttvirtur þingmaður Katrín Fjeldsted styður þetta einnig og liggur auðvitað fyrir að háttvirtur þingmaður Kolbrún Halldórsdóttir, sem er flutningsmaður hér, er þessu líka sammála. Þar með er það Ijóst að allar forsendur eru fyrir því að afgreiða á þessu þingi frá um- hverfisnefnd tillöguna um að ekki verði ráðist í Fljótsdalsvirkjun nema að undangengnu lögformlegu umhverfismati. Þetta er mikill sigur fyrir umhverfisvemdarsinna innan þings sem utan.“ Fyrir utan þá sem hér hafa verið nefndir eru í umhverfisnefnd Al- þingis Kristján Pálsson, Sjálfstæð- isflokki, Drífa Hjartardóttir, Sjálf- stæðisflokki, Ásta Möller, Sjálf- stæðisflokki og ísólfur Gylfi Pálma- son, Framsóknarflokki. Hvar standa þau. ið. „Þetta var rosalega skemmti- legt og lærdómsríkt,“ sagði Jó- hanna. Hún sagði nokkurt tóma- rúm skapast nú að lokinni keppni enda hefði allur frítími farið í undirbúning fyrir hana að und- anförnu. Jón Baldvin Hannibalsson maður mánað- arins í Wash- ington Times JÓN Baldvin Hannibalsson, sendi- herra Islands í Bandaríkjunum, var valinn maður maímánaðar í blaðinu Washington Times. I fréttatOkynn- ingu frá sendiráði Islands í Washing- ton segir að blaðið hafi það fyrir sið að velja mann mánaðarins úr hópi þeirra sem láta eitthvað að sér kveða í höfuðborginni og birta af viðkom- andi mynd ásamt stuttum texta. I fréttatilkynningunni er haft eftir James Morrison, starfsmanni rit- stjórnar Washington Times, að tvennt ráði mestu um valið á Jóni Baldvini. Sendiherrann hafi með virkri þátttöku og málflutningi á ráð- stefnum vakið athygli á landi sínu og þjóð og . sendiherrafrúin hafi sem gestgjafi vakið áhuga menningar- sinnaðs fólks á Islandi. I svipmyndinni af Jóni Baldvini kemur ýmislegt fram. Hann segist meðal annars mest langa til að hitta Leif heppna, sem hafi komið til Am- eríku þúsund árum á undan honum. Helstu fyrirmynd sína segir Jón Baldvin vera Nelson Mandela. Eftir- lætis bækur sendiherrans eru Biblí- an og Sjálfstætt fólk. Tóm- stundagaman sitt segir Jón Baldvin vera skriftir og draumur hans sé að skrifa eitt ljóð sem lifði að eilífu. Jón Baldvin lýsir sjálfum sér sem lang- hlaupara, grönnum útlits og með hóflegt skopskyn fyrir sjálfum sér. Um kosti og galla segir Jón að hans helsti kostur sé að hafa kvænst Bryn- dísi en lösturinn sé hins vegar að sofa á leiðinlegum fundum. Hann segir að eftirlætis sumarleyfisstaðurinn séu Homstrandir og eftirlætis drykkur- inn sé ískalt staup af brennivíni með hákarli. Alþingi ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál verða á dagskrá: 1. Verkaskipting hins opinbera og einkaaðila. Frh. fyrri umr. 2. Mat á umhverfisáhrifum fyrir- hugaðrar Fljótsdalsvirkjunar. Frh. fyrri umr. 3. Stjórnarskipunarlög. 2. umr. 4. Vörugjald af ökutækjum, elds- neyti og fl. 1. umr. Sænskt lið bar sigur úr býtum í Norrænu málflutningskeppninni Sómi að ís- lensku kepp- endunum CLUB Brinnen-Bodström frá Stokkhólmi bar sigur úr býtum í Norrænu málflutningskeppninni sem fram fór í húsakynnum Hér- aðsdóms Reykjavíkur og Hæsta- réttar um helgina. 12 lið laga- nema frá öllum Norðurlöndunum Dómarar fylgdust grannt með málflutningnum. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Staða vinnslu á landi og sjó verði skoðuð ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði í utandagskrárum- ræðum á Alþingi í gær að hann teldi eðlilegt að samkeppnisstaða land- vinnslu og sjóvinnslu yrði skoðuð í þeim tilgangi að athuga hvort þar væri „eitthvað sem þyrfti að laga“, eins og hann orðaði það. Utandag- skrárumræðan snerist um stöðu fisk- vinnslunnar og kom m.a. fram í máli margra þingmanna, bæði stjórnar- þingmanna og stjórnarandstæðinga, að samkeppnisskilyrði milli vinnslu aflans í landi og vinnslu hans á sjó væru mjög mismunandi, sjóvinnsl- unni í hag. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, benti til að mynda á að landvinnslan greiddi fasteignaskatta en ekki vinnslan á sjó. Þá væri hráefnisverð fyrir vinnslu á sjó allt annað og lægra en fyrir vinnslu í landi. Eftir rúmlega hálftíma umræðu um þessi mál og önnur sagði sjávarútvegsráðherra eftirfarandi: „Ég tel miðað við það sem fram hefur komið eðlilegt að skoða samkeppnisstöðu vinnslunnar í landi og í vinnsluskipunum og sjá hvort þar er eitthvað sem þarf að laga til að staðan verði ekki ójöfn.“ Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna í gær og benti m.a. á að vinnsla aflans hefði í stórauknum mæli færst út á sjó og þar með um leið minnkað á landi. „Þegar þessi mál koma til um- ræðu verður ekki hjá því vikist að spyrja, hvort ekki sé tími til þess kominn að fiskverkafólkið taki þátt í stjórnun og stefnumótun fvrirtækj- anna sem það vinnur hjá,“ sagði hann. „Ég er sannfærður um að fisk- vinnslan á íslandi væri mun öflugri í fullvinnslu hráefnis ef fólkið við færi- bandið og á gólfinu hefði haft eitt- hvað um framleiðsluna og þróun hennar að segja síðustu áratugina. Þegar grannt er skoðað er réttur fiskverkafólks á íslandi mjög lítill; launin lág og atvinnuöryggið fer þverrandi, samt er þetta sú stétt fólks sem hefur ásamt sjómönnum skapað hvað mestan auð og velsæld fyrir íslenska þjóð og ríki.“ í lok framsögu sinnar spurði Karl sjávarútvegsráðherra að því hvaða nýjar leiðir hann teldi færar til að styrkja byggðirnar í landinu, hvern- ig velja bæri þá aðila sem ættu að fá úthlutun úr þeim 1.500 tonna kvóta sem tekinn hefði verið frá fyrir byggðir í bráðum vanda og að lokum hvort ráðherra myndi beita sér fyrir því að meiri aflaheimildir yrðu til ráðstöfunar í þessu sama skyni á næsta fiskveiðiári. Ekki við hæfi að setja nefndinni verkefni Sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen, benti á að eins og fram hefði komið í fjölmiðlum yrði á næsG unni skipuð nefnd til að endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið. „Og eins og fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjómarinnar verður það m.a. gert út frá sjónarmiðum byggðanna," sagði ráðherra og bætti við að hann teldi ekki við hæfi að setja nefndinni verk- efni í umræðum á Alþingi. „Ég hef [hins vegar] sagt að þessi nefnd verð- ur að nálgast málið með opnum huga en ég vil ekki leggja neitt fram í um- ræðunni sem hugsanlega gæti þvælst fyrir henni.“ Ráðherra sagði því næst, varðandi úthlutun 1.500 tonna fiskveiðikvótans, sem áður var getið um, að úthlutunin væri í höndum stjómar Byggðastofnunar. „Ég ætla mér ekki að fara að segja stjóm Byggðastofnunar fyrir verkum um það hvemig henni beri að úthluta þessum heimildum," sagði hann. Að síðustu tók ráðhema fram að hann teldi ólíklegt að umræddar fiskveiðiheimildir yrðu auknar á næsta fiskveiðiári. „Ekki er gert ráð fyrir að breyting verði á stjórn fisk- veiða fyrir nýtt fiskveiðiár þannig að ég tel mjög ólíklegt að heimildirnar verði auknar á næsta fiskveiðiári. Endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða verður þó vonandi lokið áð- ur en þarnæsta fiskveiðiár tekur gildi og er auðvitað hugsanlegt að út úr þeirri vinnu [...] komi tillögur um að þetta magn af kvóta sem Byggða- stofnun hefur til ráðstöfunar verði aukið. Ég skal ekkert segja til um það fyrirfram.“ Nefndin hafi hagsmuni fólksins að leiðarljósi „Ég held það liggi fyrir okkur hér í þinginu að skoða alvarlega stöðu landsbyggðarinnar og þar með vandamál fiskvinnslufólks,“ sagði Ami Steinar Jóhannsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, meðal annars í umræðun- um í gær og beindi auk þess þeim orðum til sjávarútvegsráðherra að hagsmunir fólksins í byggðunum yrðu hafðir að leiðarljósi við endur- skoðun fiskveiðistjómunarlaganna. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók m.a. fram að mikilvægt væri að rekstrarskilyrði fiskvinnslunnar væru sem tryggust og öruggust. „Þess vegna er auðvit- að mjög sérkennilegt til þess að vita að jafnvel hér á Alþingi em til full- trúar stjórnmálaflokka sem hafa verið að tala fyrir því að auka ennþá álögurnar á íslenskan sjávarútveg, sem auðvitað myndi hafa það í för með sér að íslenskur sjávarútvegur ætti verra með að keppa á alþjóðleg- um mörkuðum og verra með að skila þeirri rekstrarafkomu sem hann þarf að gera til þess nákvæmlega að treysta rekstrargundvöllinn og treysta stöðu fískvinnslufólksins úti um landið,“ sagði hann. Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi hins vegar fiskveiðiráðgjöfína í ræðu sinni og fullyrti að firðir og flóar þar sem hann þekkti best til, allt frá Húnaflóa til Breiðafjarðar, væru yf- irfullir af fiski. „Þessi fiskur er mjög holdgrannur og hold hans fer versn- andi, nýting aflans versnar. Samt er það þannig að Hafrannsóknastofnun, sem er okkar ráðgjafi, er algjörlega fyrirmunað að gera sér grein fyrir því í hvaða stöðu þetta er. Þessu verður að linna, því við verðum að veiða meiri fisk, miklu meiri fisk, og við verðum að snúa okkur að því strax að leiðrétta þessa villu.“ Margir þingmenn sem til máls tóku virtust áhyggjufullir yfir stöðu land- vinnslunnar og töldu m.a. rétt <ið tengja kvótann við byggðarlögin. „Ég held að stjómvöld hljóti nú að fara að skilja að það verður að gera róttækar breytingar í kvótamálum, þannig að kvótinn verði tengdur byggðarlögum að hluta, og að sá kvóti verði ekki fluttur á brott nema þá með stjóm- valdsaðgerðum,“ sagði Sigríður Jó- hannesdóttir, þingmaður Samfylking- arinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.