Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 UR VERINU ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Faxi RE langt kominn með sfldarkvóta sinn Páfi framleng- ir dvöl sína VEIÐI úr norsk-íslenska síldar- stofninum hefur gengið vel og gengur ört á kvótann. Faxi RE kom til Reykjavíkur í gærmorgun með um 1.100 tonn og væri nær bú- inn með kvótann, 4.005 tonn, ef til endurúthlutunar hefði ekki komið en næsti túr verður væntanlega sá síðasti í síldinni að þessu sinni. Faxi var rúmlega tvo sólar- hringa frá miðunum til Reykjavík- ur. „Þetta voru rúmlega 600 mflur enda vorum við alveg við Jan Ma- yen, 17 til 20 mílur frá þegar næst var,“ sagði Haukur Hauksson há- seti við Morgunblaðið meðan á löndun stóð. Hann sagði að bræla hefði gert mönnum erfítt fyrir en samt hefði gengið vel og aflinn fengist í 12 köstum. „Við erum Rólegi var á mið- unum við Jan Mayen í gær búnir með kvótann en eigum við- bótina eftir,“ sagði Haukur og taldi að hún yrði 600 til 700 tonn. Um 20 bátar voru á sfldarmiðun- um skammt frá Jan Mayen í gær. „Við vorum að koma og höfum ekki enn orðið varir við sfld að þessu sinni,“ sagði Gísli Runólfsson, skip- stjóri á Bjarna Olafssyni AK, við Morgunblaðið um hádegisbil. Góð veiði var á miðunum í liðinni viku og landaði Bjami Olafsson 1.000 tonnum á Siglufirði á laugar- dag. „Þá fengum við 1.000 tonn í einu kasti en nú er svartaþoka og ekkert að sjá,“ sagði Gísli en Bjami Olafsson hefur landað sam- tals tæplega 3.500 tonnum á vertíð- inni. Jón Kjartansson SU fékk nótina í skrúfuna og kom inn til Eskifjarð- ar í gærmorgun til að láta gera við það sem þurfti. „Við lentum í stöð- ugu brasi og fengum í skrúfuna í fyrsta kasti," sagði Grétar Rögn- varsson skipstjóri. Hann sagði að veiðin hefði verið góð þegar skipin komu á miðin eftir sjómannadag- inn en bræla hefði verið þegar hann fór þaðan á laugardag. Síðan hefði hann ekkert frétt. „Þegar maður fer í land vegna óhappa er maður ekki að hugsa um veiði,“ sagði hann. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson SR. SIGURÐUR Grétar blessar björgunarbátinn á bryggjunni á Hvammstanga, aðrir f.v. Hjálmar Sigur- björnsson, Bjarney Valdemarsdóttir, Daníel Geir Sigurðsson og Helgi S. Ólafsson. Nýr björgunarbatur 1 notkun Hvammstanga. Morgunblaðið. NÝR og glæsilegur björgunarbátur var tekinn formlega í notkun á Hvammstanga á sjómannadaginn. Það er björgunarsveitin Káraborg sem hefur staðið fyrir kaupum á bátnum, með verulegri þátttöku einstaklinga, félaga og fyrirtækja í Húnaþingi vestra. Sóknarpresturinn, Sigurður Grétar Sigurðsson, blessaði bátinn í sjómannaguðsþjónustu við Hvammstangahöfn og formaður slysavamadeildarinnar, Guðmund- ur Jóhannesson, sagði frá undirbún- ingi kaupanna og árangursríkri fjársöfnun. Bjamey Valdemarsdótt- ir, gjaldkeri sveitarinnar, gaf síðan bátnum nafn og hlaut hann nafnið Káraborg, eftir björgunarsveitinni, sem heitir eftir sérstæðri kletta- borg í Vatnsnesfjalli, ofan Hvamms- tanga. Báturinn er af gerðinni Atlantic 21, sjö metra langur, búinn tveim 50 ha Evinrade utanborðsmótoram. Hann er með dýptarmæli og GPS staðsetningartæki. Leyfður há- marksfjöldi um borð er sautján manns, þar af þriggja manna áhöfn. Björgunarbáturinn mun veita byggðunum við Húnaflóa mun meira öryggi en áður var unnt að veita. Morgunblaðið/RS SÉRA Björn Sveinn Björnsson við leiði óþekkta sjómannsins. Minnisvarði um drukknaða sjómenn í Sandgerði Sandgerði. Morgunblaðið. HÁTÍÐAHOLD sjómannadagsins í Sandgerði voru haldin með hefð- bundnum hætti við höfnina. Farið var í siglingu með björgunarskip- inu Hannesi Þ. Hafstein. Aldraður sjómaður, Svavar Sæbjörnsson, og Oddný Sigurós Sigurðardóttir sjó- mannskona voru heiðruð. Á sunnudeginum var haldin sjó- mannamessa í Hvalsneskirkju þar sem sjómenn lásu ritningarlestur. Sigurður H. Guðjónsson fyrrum formaður Björgunarsveitarinnar Sigurvonar predikaði. Að lokinni athöfn í kirkju var gengið með blómsveig að leiði óþekkta sjómannsins sem er í elsta hluta kirkjugarðsins, síðan var gengið yfir í nýjasta hluta garðsins og lagður blómsveigur að minnisvarða um drakknaða sjó- menn, séra Bjöm Sveinn Bjöms- son flutti minningarorð og kirkjukórinn söng. Axel Vilhjálmsson formaður sjó- mannadagsráðs hafði forgöngu um að reisa minnisvarðann, en faðir Axels fórst með mb. Rafnkeli árið 1960. Minnisvarðinn er hannaður af systkininum Þorsteini Jónssyni og Irisi Jónsdóttur. Nöfn drukkn- aðra era letruð á steina sem lagðir era að minnisvarðanum. Lowicz í Póllandi. Reuters. JÓHANNES Páll páfi framlengdi í gær heimsókn sína til Póllands um einn dag, og sögðu aðstoðarmenn hans að hann myndi halda beina leið til Armeníu til þess að heim- sækja patríarka landsins, sem er veikur. Þetta er í fyrsta sinn sem páfi, sem er 79 ára, lengir for sína, en hann hefur farið í 87 ferðir í páfatíð sinni. Akvörðunin virðist hafa gert að engu vangaveltur um bága heilsu páfans, er vöknuðu er hann datt á laugardaginn og sauma þurfti þijú spor í skurð á enni hans. í stað þess að fara frá Póllandi á fimmtudag mun páfi þá halda til Czestochowa, helgasta staðar Pól- lands. Á föstudag heldur hann til Armeníu til fundar við Garegin I., patríarka, sem er með krabbamein. Páfi heldur til Vatíkansins sama dag. Reuters Býður Mbeki sæti NELSON Mandela, fráfarandi forseti Suður-Afríku, bauð ný- kjörnum forseta, Thabo Mbeki, sæti sitt eftir síðasta dag Mandelas á þinginu, en hann lætur formlega af embætti á morgun. Þingið kaus Mbeki forseta samhljóða í gær, eftir að 400 þingmenn höfðu svarið embætt- iseiða sína, en kosið var til þings í S-Afríku í byijun mán- aðarins, í annað sinn frá því að- skilnaðarstefna var afnumin f landinu. Flokkur Mandelas og Mbekis, Afríska þjóðarráðið, vann hátt í tvo þriðju allra þingsæta. Síðasti opinberi gesturinn, sem Mandela tók á móti sem forseti, var Muammar Gaddafi, forseti Líbýu. Ferðalang'ur myrtur í Taflandi Bangkok. Reuters, AFP. LÖGREGLA í Taílandi skýrði frá því í gær að l£k vestræns ferða- manns hefði fundist í Mae Klong- ánni vestur af Bangkok á sunnudag. Hefur fundurinn komist í hámæli, ekki síst vegna þrýstings evrópskra sendiráða í Taflandi sl. misseri á þarlend stjómvöld að auka öryggis- ráðstafanir, eftir að raðmorð höfðu verið framin á sex erlendum ferða- mönnum frá því í ágúst 1998 til 6. aprfl sl. Lík karlmanns, á aldrinum 45 til 50 ára, fannst fljótandi í stórri tösku og var talið að hann hefði verið látinn í þijá sólarhringa áður en hann fannst. Ekki var vitað hvort dauði hans tengdist morðun- um á hinum ferðamönnunum, en talið er að hinn látni hafi verið Evr- ópubúi. Fyrir viku var egypskur karl- maður handtekinn í Bangkok vegna gransemda um að hafa verið valdur að dauða ferðamannanna sex í Bangkok. Ferðamennimir sex komu frá Frakklandi, Austurríki, íran, Þýskalandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Arangurslausar viðræður um Kasmír Nýju Delhí, Karachi. Reuters. INDVERSKAR herþotur gerðu í gær árásir á meintar bækistöðvar skæraliða í Kasmírhéraði, nærri markalínunnis sem skiptir héraðinu á milli Indlands og Pakistans. Ind- verjar segja skæraliðana njóta stuðnings Pakistana. Indverjar hófu herferð sína gegn skæraliðum í maí, en Pakistanar neita því að þeir veiti skæraliðun- um hernaðarlegan stuðning, og segjast einungis veita þeim siðferð- islegan og pólitískan stuðning. Átökin era hin hörðustu á milli þessara ríjjja í þrjátíu ár. Viðræður utanríkisráðherra ríkj- anna fóru út um þúfur á laugardag og stóðu báðir fast á sínu. Indversk blöð sögðu í gær að við Pakistana væri að sakast að viðræðumar hefðu orðið árangurslausar, en sögðu jafnframt að Indverjar yrðu að hugsa sinn gang og koma í veg fyrir að Pakistanar gætu ýtt undir frekari hemaðarátök. Forsætisráðherra Pakistans sagði í gær að leysa yrði deiluna með samningaviðræðum, en bætti því við, að Pakistanar væra reiðu- búnir að verja hagsmuni sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.