Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 35 BÆKUR Fræöirit SOURCES OF ECONOMIC GROWTH eftir Tryggva Þór Herbertsson. Reykjavík, Háskólaútgáfan. 134 bls. 1999. RANNSÓKNIR á hagvexti hafa verið fyrirferðarmiklar innan hag- fræði undanfarin ár og skilað tals- verðu til skilnings á honum. Áhugi hagfræðinga og annarra á hagvexti er auðskilinn, hagvöxtur hefur bein áhrif á lífskjör allra og er nauðsyn- legur ferðafélagi á leiðinni frá ör- birgð til allsnægta. Einn þeirra hag- fræðinga sem rannsakað hafa hag- vöxt er Tryggvi Þór Herbertsson, dósent við viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla Islands og forstöðu- maður Hagfræðistofnunar. Afrakst- urinn er nú kominn út í bókinni So- urces of Economic Growth eða Ræt- ur hagvaxtar. I ritinu er að finna greinargott yfírlit um helstu kenn- ingar annarra fræðimanna um hag- vöxt og enn fremur fjórar greinar sem Tryggvi Þór hefur ritað, ýmist einn eða í samstarfi við aðra, sem varpa ljósi á einstaka hhðar hagvaxt- ar. Ritið er byggt á doktorsritgerð Tryggva Þórs við Arósaháskóla. Það er því skrifað fyrir sérfræðinga á sviðinu og lítt árennilegt til lestrar fyrir aðra en þá sem þjálfun hafa í aðferðafræði hagfræði. Fyrir þá er fengur af því að hafa aðgengilegt yf- irlit sem þetta og safn greina á ein- um stað. Ritið er ágætis inngangur að hagvaxtarfræðum fyrn hagfræð- Nemendadansflokkur Listdans- skóla Islands. Arrrg... danssýning í Tjarnarbíói NEMENDADANSFLOKKUR List- dansskóla íslands heldur danssýn- ingu í Tjarnarbíói í dag, þriðjudag og á morgun, miðvikudag, kl. 20.30. Flutt verða fjögur verk auk tveggja sólódansa. Eitt verkanna er samið af dönsurum flokksins en hin þijú eru samin af kennurum Listdansskóla Islands. Sólódans- arnir koma úr smiðju August Bo- urnonville. Ásamt nemendadans- flokknum munu dansarar úr 5. og 6. flokki skólans dansa tvö dans- verk. Nemendadansflokkurinn er til- raunaverkefni Lisdansskóla ís- lands og þetta er fyrsta árið sem hann er starfræktur. Flokkinn _ skipa elstu nemendur skólans. í ár hafa meðlimir flokksins verið átta. ---------------- Guðmundur R. Lúðvíksson sýn- ir í Austurríki NÚ stendur yfir sýning á verkum Guðmundar R. Lúðvíkssonar, ásamt Beate Rathmayr og Verena Gfader, í Gallery Maerr, sem er í hjarta borg- arinnar Linz í Austurríki. Þar sýnir Guðmundur 22 veður- teikningar ásamt gólfverki unnið úr A-4 pappír sem myndar Island og gert er úr 250 örkum. Sýningin stendur til 7. júlí. Rætur hagvaxtar inga og í því er vísað á fjölda annarra rita til frekari fróðleiks. Niður- stöðumar eru þó áhuga- verðar fyrir mun fleiri og vonandi mun Tryggvi Þór eða aðrir íslenskir hagfræðingar setja þær fram síðar á aðgengilegan hátt fyrir leikmenn. Þótt skrifað sé á ensku og fjallað um efni sem skiptir máli um heim allan ber ritið þess merki að höfundurinn er alinn upp á íslandi. Hagvöxtur á Islandi er þó ekki sérstaklega til Tryggvi Þór Herbertsson skoðunar en litið er á hliðar hagvaxtar sem eru sérstaklega áhuga- verðar fyrir Islendinga og jafnt notuð íslensk sem erlend gögn. Þannig er litið á tengsl hagvaxtar annars veg- ar og náttúruauðlinda, mannauðs og verðbólgu hins vegar. Tryggvi Þór kemst að þeirri niðurstöðu að um fimmtung hagvaxt- ar á íslandi á árunum 1970 til 1992 megi rekja til betri menntunar landsmanna, fjárfest- ingar í mannauði. Þetta er tæpur helmingur þess sem skýra má með öðrum fjárfestingum lands- manna en þær voru miklar á þessu tímabili, bæði vegna stækkunar fiskiskipaflotans og virkjanafram- kvæmda. Um fimmtung hagvaxtar virðist ekki unnt að skýra með töl- fræðilegum aðferðum en sennilega má rekja stóran hluta þess til bættr- ar starfsþjálfunar landsmanna. Þá skoðar Tryggvi Þór í samvinnu við Þorvald Gylfason hvort hugsan- legt sé að gjöfular náttúruauðlindir dragi úr hagvexti vegna þess að of mikil áhersla á nýtingu þeirra hamli uppbyggingu annarra atvinnuvega. Þessi tilgáta er ekki ný af nálinni en greinin rennir frekari stoðum undir hana. I annarri grein, ritaðri í sam- vinnu við Anders Sorensen, er litið á áhrif þess á hagvöxt ef eignarréttur á náttúruauðlindum er óljós. Myndin sem Tryggvi Þór dregur upp af áhrifum verðbólgu er dökk. Sá kafli er ritaður í samvinnu við Þorvald Gylfason og Gylfa Zoéga. Þeir komast að þeirri niðurstöðu að ótvírætt sé að verðbólga dragi úr hagvexti, að stöðugt verðlag sé for- senda örs vaxtar. Ekki er lagt mat á það hve miklu minni þjóðarfram- leiðsla Islendinga er nú en hún hefði orðið ef okkur hefði tekist betur upp í baráttunni við verðbólguna. Það virðist þó ljóst að talsverðu munar. Það gefur auga leið að doktorsrit- gerð er vandað rit sem lagt hefur verið í dóm sérfræðinga á sviðinu og staðist ýtrustu kröfur. Þetta á tví- mælalaust við um bók Tryggva Þórs og hún er höfundi sínum til sóma. Gylfi Magnússon Alvöru Suzuki jeppi á verði smábílsl Jimny er alvöru ieppi by sjálfstæðri grind og mei hátt og lágt drif. feliSS. Bj f jjjfiá \ A Wk ST \ t Flottur í bæ, seigur á fjöllum Suzuki Jimny er sterkbyggður og öflugur sportjeppi, byggður á sjálfstæðri grind og með hátt og lágt drif. Það er sama hvort þú ætlar með vinina í fjallaferð eða á rúntinn niður i bæ, Jimny er rétti bíllinn! 1.399.000,- beinskiptur 1.519.000,- sjálfskiptur $ SUZUKI —m*.... — SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: ólafur G. ólafsson. Garðabraut 2, sfmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sfmi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elfasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður Bílagarður ehf., Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, sfmi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 2617. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.