Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður Félags fasteignasala gagnrýnir Ibúðalánasjóð Afgreiðslutími um- sókna 5-6 vikur FIMM til sex vikur líða frá því að fasteignakaupendur senda mál til af- greiðslu hjá viðskiptabanka uns meðferð máls lýkur hjá Ibúðalána- sjóði, að sögn Guðrúnar Arnadóttur, formanns Félags fasteignasala. Ein- staka sinnum tekur afgreiðslan átta vikur. Hún segir að aldrei hafi tekist að standa við þau fyrirheit, sem gef- in voru þegar Ibúðalánasjóður tók til stai-fa, að afgreiðslutími yrði nokkrir dagar. ,Ástandið núna er jafnslæmt og það var í janúar og febníar,“ seg- ir Guðrún. Úr 10-14 dögum í 5-6 vikur Guðrún segir að tafir á afgreiðslu stafi sumpart af því að bankarnir séu lengi að vinna úr gögnum kaupenda en fyrst og fremst hafi skipulagning bnigðist við kerfisbreytinguna. Fyrir kerfisbreytingu úr hús- bréfakerfmu fóru fasteignasalar með gögn frá kaupendum í Húsnæðis- stofnun og þar lauk meðferð um- sókna á 10-14 dögum, að sögn Guð- rúnar. Nú gegna fasteignasalar ekki lengur hlutverki í ferlinu og Guðrún segir erfitt fyrir þá og kaupendur að fá upplýsingar um stöðu mála og af- greiðslu umsókna. Gangur mála er þannig nú að eftir að gert er tilboð með fyrirvara um samþykki Ibúðalánasjóðs fer vænt- anlegur kaupandi fasteignar í við- skiptabanka sinn með gögn um fjár- hag sinn og efnahag og upplýsingar frá fasteignasölunni er varða eign- ina. Að sögn Guðnínar var meiningin við kerfisbreytinguna sú að þjónustu- fulltrúar bankanna yfirfæru gögnin og sendu Ibúðalánasjóði nánast sam- dægurs þannig að skuldabréf gæti verið tilbúið daginn eftir eða innan örfárra daga. Raunin hefur orðið sú að bankamir hafa tekið upp miðlæga vinnslu, þ.e. tekið er við gögnum í úti- búi en þeim síðan safnað saman á einn stað innan bankans til úrvinnslu. Stundum vantar gögn frá kaupendum en þá getur liðið langur tími án þess að kallað sé eftir þeim, segir hún. Venjulega líða svo 2-3 vikur, segir Guðrún, áður en afgreiðslu bankanna lýkur ogþá líða um það bil 3 vikur áð- ur en Ibúðalánasjóður hefur lokið sinni meðferð á málinu. Hún segir að það hafi m.a. valdið töfum í samskipt> um bankanna og íbúðalánasjóðs að vandræði hafi komið upp í sambandi við hugbúnað. Eftir að stofnunin tók til starfa kom í ljós að tölvukerfi hennar annaði ekki afgi’eiðslu um- sókna en ný móðurtölva var tekin í notkun fyrir nokkrum dögum. Guðrún segir að einstaka sinnum hafi tekist að koma málum í gegn á skemmri tíma og þá hafi klíkuskapur valdið því. Það dugi þó ekki til að fiýta afgreiðslunni því að við sölu sé oftast um að ræða keðju þar sem af- greiðsla fjölmargra atriða þurfi að liggja fyrir samtímis. Seljendur setja stólinn fyrir dyrnar Mikil sala hefur verið á fasteigna- markaði undanfarna mánuði og Guð- rún segir að borið hafi á því að ástandið hjá íbúðalánasjóði hafi haft þau áhrif, þegar um eftirsóttustu eignirnar er að ræða, að seljandi setji kaupanda stólinn fyrir dyrnar; veiti tveggja til þriggja daga frest til að taka lán annars staðar, t.d. hjá Landsbankanum, með 0,5% hærri vöxtum, annars fái hann ekki eign- ina. Það kalli einnig á það að kaup- andi taki viðbótarlán til að gi-eiða seljanda það yfirverð sem hann hefði að öðrum kosti fengið með sölu hús- bréfa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Krakkar úr Haga- og Hlíðaskóla hvfla sig í Oskjuhlíðinni. Vinnuskólinn tekur til í Öskjuhlíðinni TVEIR hópar á vegum Vinnu- skóla Reykjavíkurborgar vinna nú hörðum höndum að því að hreinsa út úr skógarreitum í Oskjuhlíðinni. Að sögn Bjöms Júlíussonar, umsjónarmanns hjá garðyrkjudeild, eru krakk- arnir að hreinsa burt það sem grisjað var í vetur. Ekki hefur verið grisjað á þessu svæði í tvö eða þrjú ár og telur Björn að um hálfs mánaðar verk verði að ræða hjá krökkunum. Að sögn Bjarna er borginni skipt upp í svæði og eitthvað grisjað á hveiju ári. Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir spænskan sjómann Kallið barst eftir ýmsum krókaleiðum Héraðsdómur um kirkjujörðina Kálfaljörn á Vatnsleysuströnd Kröfu um erfðaábúð eða lífstíðarábúð var hafnað ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, fór í fyrrakvöld í 510 sjómflna sjúkraflug er hún sótti spænskan skipverja, sem þjáðist af innvortis blæðingum, í togarann Moradina, sem staddur var suður af Islandi. Að sögn Landhelgisgæslunnar barst henni kallið um skipverjann eftir ýmsum krókaleiðum. Moradina mun fyrst hafa sett sig í samband við björgunarmiðstöð í Madrid, sem aft- ur ræddi við björgunarstöðina Kin- loss í Skotlandi, enda skipið statt á svæði þar sem Bretar sjá venjulega um björgun. Þar á bæ munu menn hins vegar ekki hafa treyst sér til að taka að sér verkefnið þar sem um of langt flug var að ræða fyrir þyrlur þeirra. Var því leitað til varnarliðsins í Keflavík, en ekki Landhelgisgæsl- unnar eins og mun vera venjan þeg- ar mál sem þetta kemur upp. Varn- arliðið gat þó ekki sinnt kallinu þar sem eldsneytisvél þess er ekki til taks og gerði því Landhelgisgæsl- unni viðvart. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni fór TF-LÍF í loftið kl 18.57. Naut hún aðstoðar breskrar Nimrod-flugvélar sem send var frá björgunarstöðinni í Kinloss. Gekk flugið að óskum og sjúklingur- inn mun hafa verið kominn um borð í þyrluna kl. 21.50 og komist undir læknishendur á Islandi um tveimur klukkustundum síðar. Hafði TF-LÍF þá verið á lofti í um fimm klukku- stundir og lagt að baki um 510 sjó- mflur, svo sem fyrr segir. Að lokum má geta þess að sigmað- urinn í þessu sjúkraflugi er spænsku- mælandi og greiddi það, að sögn Landhelgisgæslunnar, mjög fyrir samskiptum við skipverja á vettvangi. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur sýknað íslenska ríkið og Vatns- leysustrandarhrepp af kröfum Her- dísar Erlendsdóttur á Kálfatjöm í Vatnleysustrandarhreppi, en hún höfðaði málið til að fá viðurkenndan rétt sinn til erfðaábúðar á jörðinni, eða til lífstíðarábúðar þar. Herdís, sem er á 82. aldursári, vísaði m.a. til þess að hún hefði búið á kirkjujörðinni Kálfatjörn frá þriggja ára aldri, verið þar bústýra föður síns frá 1955 til 1971 og bú- stýra Gunnars bróður síns frá 1971 til andláts hans 1995. Hún kvaðst hafa verið blekkt til að skrifa undir leigusamning um lífstíðarábúð, í framhaldi af því að Golfklúbbur Vatnsleysu óskaði eftir að leigja jörðina. Landbúnaðarráðuneytið gerði leigusamning til lífstíðar við Herdísi í maí 1997, með fyrirvara um sam- þykki hreppsnefndar og jarða- nefndar. Jarðanefnd samþykkti hann, en hreppsnefndin ekki, og vís- aði hún m.a. til þess að hafist hefði uppbygging golfvallar á jörðinni. Þegar afstaða hreppsnefndar lá fyrir útbjó ráðuneytið viðauka við leigusamninginn. Þar segir að jörð- FRÁ og með deginum í dag geta ein- ungis áskrifendur lesið greinai- í heild sinni innan Gagnasafnsins og Blaðs dagsins á Netinu. Öllum er hins vegar heimilt að leita eftir efni eða skoða greinar. Þeir hafa þó ein- ungis aðgang að upphafi þeirra. Nú- verandi áskrifendum, sem greiða fyrir þjónustuna, nægir að skrá sig inn með nafni og lykilorði. Að öðru leyti gengur skráning fyrir sig með eftirfarandi hætti: Notendur sem skráðu sig inn meðan á kynningu stóð geta áfram notað það nafn og lykilorð sem þeir völdu í upphafi. Þegar þeir smella á hnappinn Meira verður þeim boðin áskrift. Hægt er að velja á milli áskriftar að gagna- in sé leigð Herdísi á meðan hún hafi búsetu þar meginhluta ársins, en hún skuldbindi sig til að heimila golfklúbbnum afnot af svokölluðu norðurtúni Kálfatjamar, sam- kvæmt samkomulagi. Þennan við- auka undirritaði Herdís í byrjun október 1997 og landbúnaðarráð- herra 15. október 1997. Hrepps- nefndin samþykkti samninginn ekki þannig breyttan. Herdís taldi undirritun ráðherra á samninginn jafngilda úrskurði um ábúðarrétt hennar, en af hálfu ráðu- neytis og hrepps var litið svo á að samningurinn hefði ekki tekið gildi. Ráðuneytið leigði hreppnum hluta Kólfatjarnar í maí 1998. í júní á síðasta ári afturkallaði Herdís undirskrift sína á leigu- samninginn og krafðist erfðaábúð- ar. í dómsmálinu laut varakrafa hennar að lífstíðarábúð. Ráðuneytið hafnaði því að Herdís ætti kröfu á erfðaábúð samkvæmt ábúðarlögum og kröfu um lífstíðará- búð hafnaði ráðuneytið með vísan til þeirra ákvæða laganna sem ná til erfðaréttar milli hjóna og ábúðar- tíma á jörð. Loks sagði ríkið þrauta- kröfu Herdísar, um lífstíðarábúð safni, Blaði dagsins eða að kaupa greinar í smósölu. Nýir áskrifendur geta smellt á hnappinn Viltu kaupa aðgang? sem er til hægri á síðunni. Þar er einnig hægt að kaupa greinar í lausasölu. Þeir sem þegar hafa keypt greinar í lausasölu og vilja kaupa fleiri smella á hnappinn Kaupa fleiri greinar í lausasölu. Allar frekari upplýsingar um verð og virkni má lesa með því að smella á hnappinn Spurt og svarað. Allar greiðslur eru inntar af hendi með greiðslukortum. Morgunblaðið ábyrgist örugg viðskipti með kortum á Netinu. Fréttavefurinn mbl.is er eftir sem áður öllum opinn án endur- gjalds. samkvæmt leigusamningum frá því í maí 1997, vægt sagt illskiljanlega, þar sem krafa væri byggð á samn- ingi sem stefnandi lýsti sig jafn- framt óbundna af. Ekki erfðaábúðarréttur í niðurstöðu héraðsdómara, Gunnars Aðalsteinssonar, segir að Kálfatjöm sé kirkjujörð og íslenska ríkið þinglýstur eigandi jarðarinn- ar. „Samkvæmt 1.-9. tl. 37. gr. ábúð- arlaga erfist ábúðarréttur eingöngu milli hjóna og til barna þeirra og kjörbarna í beinan legg. Erfðaábúð- arréttur getur því aðeins gengið til systkina eða annarra erfingja ef erfingi ábúðarréttar deyr barnlaus innan 10 ára frá því að hann tók við ábýli sínu, sbr. 8. tl. 37. gr. laganna. Svo var ekki í tilviki stefnanda. Verður því talið að stefnandi eigi ekki rétt til erfðaábúðar á jörðinni,“ segir í niðurstöðum. Dómarinn segir, að ákvæði laga um ábúðarerfðarétt milli hjóna geti ekki átt við um tilvik Herdísar og dómari felst ekki heldur á að undir- skrift ráðherra hafí verið ígildi stjórnsýsluúrskurðar. Rigning 17. júní? MIKLAR líkur em á rigningu víðast hvar um landið á þjóðhá- tíðardaginn 17. júní, en þó einna minnstai- suðaustanlands, sam- kvæmt upplýsingum frá Veður- stofu. Ibúar þar gætu átt von á skaplegu veðri með allt að 10-12 stiga hita. Annars liti út fyrir minnkandi norðaustanátt. Framan af deginum yrði rign- ing á Norður- og Austurlandi en síðan stytti upp. Það myndi síðan snúast til sunnanáttar með rigningú sunnan- og vest- anlands einhvern tímann þegar liði á daginn. Búist er við 6-12 stiga hita og að hlýjast verði sunnanlands. Þjónusta númer eitt! Til sölu BMW 5251, árgerð 1992, ekinn 77.000 km. 4 dyra, álfelgur, topplúga, 200 hestöfl, sjálfskiptur. Ásett verð kr. 1.730.000. Nánari upplýs. hjá Bílaþingi Heklu í síma 569 5500. Opnunartimi: Mánud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. I2-I6 BÍLAÞINGÍEKLU A/wwc-r e-ifi í noiv^vryi Mwmf Laugavegi 174,105 Reykjavík. simi 569-5500 v/wv/.bilathing.is • www.bilsifhing.is ■ www.bilathing.is Gagnasafnið og Blað dagsins í áskrift
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.