Morgunblaðið - 15.06.1999, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 15.06.1999, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 29 ERLENT Lítill áhugi kjósenda einkenndi nýafstaðnar Evrópuþingkosningar Vinstríflokkum víða veitt ráðning Úrslit Evrópukosninganna , : Milf V Finnland BLéJI : , Svfþjóö ’.ý? K. ' irland Oanmörk . -•* p ^ Bretland 'i'Sr ÍU V- j* - < Hollanð r " Belgfa Þýskland i Lúx. j Frakkiand Austurr(k) , ftalla Wj/.- ' Portúgal : : Spánn GrikkTánd IV írland Bretland Svíþjóö Fianna Fáil 38,6 Ihaldsmenn 37,2 Jafnaðarmenn 26,1 Fine Gael 24,6 Verkamannafl. 28,6 Hægrimenn 20,6 Sinn Féin 6,6 Frjálslyndir 13,8 Vinstri flokkurinn15,8 Aðrir 30,2 Aðrir 20,4 Aðrir* 36,9 'f*'' Finnland Danmörk SHHm Holland Hægrimenn 25,3 Frjálslyndir 23,4 Hægrimenn j?6,9 Miðflokkurinn 21,3 Jafnaðarmenn 16,5 Jafnaðarmenn 20,1 Jafnaðarmenn 17,8 Júní-fylkingin** 16,1 Frjálslyndir 19,7 Aðrir 31,7 Aðrir 37,9 Aðrir 31,4 II Belgía Lúxemborg Þýskaland Hægrimenn 13,9 Hægrimenn 31,9 Kristil. demókr. 48,7 Frjálslyndir 13,5 Sósíalistar 23,3 Jafnaöarmenn 30,7 Sósíalistar 9,7 Lýðræðisfl. 20,8 Græningjar 6,4 Aðrir 62,9 Aðrir 24,1 Aðrir*** 8,8 Frakkland m Austurrfki Portúgal Sósíalistar 22,0 Jafnaðarmenn 31,7 Sósfalistar 43,1 RPF-hægrifl. 13,1 Hægrimenn 30,6 Hægrimenn 31,1 RPR-hægrifl. 12,7 Frjálslyndir 23,5 Kommúnistar 10,3 Aðrir 46,7 Aðrir 14,2 Aðrir 8,2 Spánn II Ítalía Grikkiand Þjóðarflokkur 39,7 Forza Italia 25,2 Hægrimenn 36,0 Sósíalistar 35,3 Vinstra lýðræði 17,5 Sósíalistar 32,8 Kommúnistar 5,8 Samfylking 10,3 Kommúnistar 8,6 Aðrir 15,0 Aðrir 45,3 Aðrir 22,2 'Frjálstyndir 13,B%**Andsnúin ESB *** Frjálslyndir 3,0%; PDS 5,8% HEIMILD: EvrópuþingiS KJÓSENDUR í Evrópusambands- ríkjunum veittu vinstri og jafnaðar- mannaflokkum, sem fara með völd í flestum aðildarlöndum ESB, ráðn- ingu í kosningum til Evrópuþingins sem fram fóru á fimmtudag, fóstu- dag og sunnudag en á sama tíma bættu mið- og hægriflokkar mjög stöðu sína. I fyrsta skipti síðan beinar kosningar til Evrópuþings- ins voru teknar upp árið 1979 verð- ur Evrópski alþýðuflokkurinn (EPP), þverþjóðleg samtök mið- og hægrimanna, stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu í stað sósíalista sem verða að sætta sig við afar hraklega útkomu í Bretlandi, Þýskalandi og Grikklandi. Jafnaðarmenn í Frakk- landi, Portúgal og Svíþjóð héldu hins vegar uppi merkjum fýrir vinstri menn í Evrópu. Niðurstöður kosninganna þýddu að EPP, sem rúmar innanborðs bæði íhaldsflokka og kristilega demókrata frá ESB ríkjunum, myndi fara úr 201 þingsæti í 224, en 626 fulltrúar sitja á Evr- ópuþinginu. Allt benti hins vegar til að sósíalist- ar myndu tapa allt að þrjátíu og fjórum sætum, fá 180 þingmenn í stað 214 áður. Jafnframt bættu frjáls- lyndir demókratar nokk- uð stöðu sína, og eru þriðja stærsta aflið á Evrópuþinginu, fengu 44 þingmenn í stað 42 áður. Græningjar styrktu einnig stöðu sína veru- lega og bættu við sig níu þingmönnum, hafa nú 36. En þrátt fyrir breyt- ingar á stöðu tveggja stærstu hópanna er ólík- legt að úrslitin hafi mikil áhrif á störf þingsins í Strassborg eða fram- kvæmdastjómar ESB í Brussel. Munu stóru hóparnir tveir eftir sem áður þurfa að leita liðsinn- is smærri aflanna til að tryggja meirihlutastuðning við tiltekin mál. Almennt talað setti Kosovo-deil- an mjög svip sinn á Evrópukosning- arnar en mesta athygli vekur þó af- ar lítill áhugi kjósenda, en í flestum ESB-löndunum sat meira en helm- ingur þeirra heima á kjördag. Hef- ur kosningaþáttaka ekki verið jafn dræm fram að þessu og þykir það benda til að Evrópuþingið sé ekki hátt skrifað í hugum Evrópubúa. Áfall fyrir breska Verkamannaflokkinn Niðurstaða Evrópukosninganna í Bretlandi er túlkuð sem áfall fyrir Tony Blair forsætisráðherra og Verkamannaflokk hans. Jafnframt fagnaði William Hague, leiðtogi íhaldsmanna, góðum sigri sem lík- legur er til að tryggja stöðu Hagues um fyrirsjáanlega framtíð, en Hague hefur fram að þessu þótt heldur veikur leiðtogi flokksins. Verkamannaflokkurinn tapaði meira en helmingi fulltrúa sinna á Evrópuþinginu í kosningunum, hef- ur nú einungis tuttugu og níu en hafði sextíu og tvo áður. A meðan bættu íhaldsmenn stöðu sína veru- lega, fengu þrjátíu og fjóra þing- menn en höfðu átján áður. Mesta athygli vekur hins vegar afar dræm kosningaþátttaka, einungis 23% kjósenda mættu á kjörstað og er það mun minna en víðast hvar ann- ars staðar. Er þessi dræma þátt- taka túlkuð sem enn frekari áfellis- dómur yfir Verkamannaflokknum sem tókst ekki að nýta sér fáheyrð- ar vinsældir Blairs til sigurs. íhaldsflokknum tókst loksins að slá striki yfir hrakfarimar sem hann mátti þola í bresku þingkosn- Samtök hægrimanna verða stærsti þing- flokkurinn á Evrópu- þinginu í fyrsta sinn eftir að kjósendur í ESB-ríkjunum ákváðu að veita vinstri flokkum og jafnaðarmönnum ráðningu, en þeir eru við stjórnvölinn í flest- um aðildarlöndum ESB. Davfð Logi Sigurðsson kynnti sér niðurstöður Evrópu- kosninganna. ingunum árið 1997. Hermt var að leiðtogar Verkamannaflokksins hefðu á hinn bóginn boðað ítarlega rannsókn á slökum árangri flokks- ins, sem verið hefur hlynntari Evr- ópusamstarfinu en íhaldsmenn sem vilja útiloka aðild að Efnahags- og myntbandalaginu (EMU) næstu tíu árin eða svo. Athygli vekur að Verkamanna- flokkurinn getur ekki einu sinni kennt hinu nýja hlutfallskosninga- kerfi þar í landi um laka niðurstöðu sína því skv. útreikningum BBC hefði Verkamannaflokkurinn aðeins fengið fimmtán þingmenn en Ihaldsflokkurinn sextíu og sjö ef notast hefði verið við hið hefð- bundna breska einmenningskjör- dæmafyrirkomulag. Schröder féll á prófinu Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, viðurkenndi í gær að ekki væri hægt að túlka úrslit kosn- inganna í Þýskalandi öðruvísi en sem ósigur fyrir Jafnaðarmanna- flokkinn (SPD), og fyrir ríkisstjóm jafnaðarmanna og Græningja. Hann kenndi afar lítilli kosninga- þátttöku um úrslitin, en einungis rúmlega 45% kjósenda mættu á kjörstað núna í stað 60% í Evrópu- kosningunum árið 1994, og sagði hann að ljóst væri að ríkisstjórn sín hefði ekki staðið jafn vel að málum í efnahagsmálum eins og í utanríkis- málunum. Lofaði hann að bæta úr því. Schröder féll því á sínu fyrsta prófi eftir kosningasigur jafnaðar- manna í fyrrahaust en að sama skapi bættu Kristilegir demókratar (CDU) stöðu sína að nýju, fengu tíu prósentustigum meira en í síðustu Evrópukosningum. CDU fékk 48,7% en hafði 38,8% árið 1994 en Schröder og SPD fengu ekki nema 30,7% atkvæða í þessum kosningum, sem er nokkru minna en flokkurinn fékk í síðustu Evrópukosningum og tíu prósentu- stigum minna en í þingkosningun- um í fyrra. Græningjar töpuðu einnig fylgi frá í síðustu Evrópu- kosningum, hafa nú 6,4% en höfðu 10,1% seinast. Þótti líklegt í gær að hart yrði nú deilt innan SPD um orsakir kosn- ingaósigursins. Munu þingmenn á vinstri vængnum telja niðurstöðuna til marks um að Schröder hafi leitt flokkinn of langt til hægri en frétta- skýrendur segja að sjálfur muni Schröder túlka niðurstöðuna sem skilaboð um að hann hafi ekki geng- ið nægilega hratt til verks, og að hann verði nú að „nútímavæða" flokkinn. Ólíkt því sem Tony Blair gerði við Verkamannaflokk sinn í Bretlandi hefúr Sehröder nefnilega ekki staðið fyrir breytingum á stjómskipulagi SPD og þykir Jíklegt að hann muni nú beita sér fyrir því að dregið verði úr áhrifum verkalýðshreyf- ingarinnar þýsku í stjóm flokksins, og að enn meira verði gert til að höfða til fyrirtækja og millistéttarinnar. Jospin hélt súiu en hægrimenn sundruðust Úrslitin í Frakklandi vom talsvert á skjön við það sem gerðist í Bret- landi og Frakklandi því þar er ekki annað hægt en telja Lionel Jospin og Sósíalistaflokk hans sig- urvegara kosninganna. Jospin hefur nú verið for- sætisráðherra Frakk- lands í tvö ár en staða hans styrktist frekar en hitt í Evr- ópukosningunum, á meðan hægri- flokkur Jacques Chiracs Frakk- landsforseta galt afhroð. Sósíalistar fengu um 22% at- kvæða í kosningunum en RPR, flokkur nýgaullista og Jacques Chiracs forseta, einungis 12,7%. Telst það meiriháttar áfall fyrir RPR, ekki síst í ljósi þess að RPF- flokkur Charles Pasqua, þungavikt- armanns úr RPR sem m.a. hefur verið ráðherra á vegum flokksins, og bauð fram sérstakan lista í þess- um kosningum sem efasemdarmað- ur um frekari Evrópusammna, fékk fleiri atkvæði en RPR, eða rúmlega 13%. Getur Chirac því ekki einu sinni huggað sig við að flokkur hans sé stærstur stjómarandstöðuflokk- anna. Tilkynnti Nicolas Sarkozy, sem fór fyrir RPR í kosningunum, og hefur verið leiðtogi RPR frá því Phillipe Seguin sagði af sér í apríl, þegar í gær afsögn sína. Það flækir að vísu stöðuna fyrir Jospin að Græningjar, undir forystu fyrrverandi leiðtoga námsmanna- uppreisnanna í Frakklandi árið 1968, Daniels Cohns-Bendits, fengu næstum 10% í kosningunum og bættu þannig stöðu sína vemlega. Þykir ekki ólíklegt að Græningjar, sem eiga einn ráðherra í sam- steypustjóm sósíalista, kommúnista og græningja, muni fara fram á aukin áhrif í stjóminni. Menn en ekki málefni í Finnlandi og Svíþjóð Sænski Jafnaðarmannaflokkur- inn vann eins konar varnarsigur í Evrópukosningunum og fékk öllu meira fylgi en reiknað hafði verið með, þótt hann tapaði engu að síður einum fulltrúa á Evrópuþinginu og hafi nú sex í stað sjö áður. Jafnaðar- mannaflokkur Görans Perssons for- sætisráðherra fékk 26,1% í kosning- unum en sænskir hægrimenn fengu rúmlega 20%. Frjálslyndi flokkur- inn var hins vegar sigurvegari kosn- inganna í Svíþjóð, jók fylgi sitt úr 4,8% í síðustu Evrópukosningum í 13,8% núna. Fréttaskýrendur þökkuðu Marit Paulsen, vinsælum stjórnmála- manni og tíu barna móður, sigur frjálslyndra og sögðu kosningarnar til marks um að kjósendur hefðu látið menn en ekki málefni ráða at- kvæði sínu. Hið sama var uppi á teningunum í Finnlandi þar sem Ari Vatanen, sem áður gerði garðinn frægan í akstursíþróttum, var þakk- aður góður árangur hægrimanna sem fengu 26,1% atkvæða og héldu fjórum sætum sínum á Evrópuþing- inu. Jafnaðarmannaflokkur Paavos Lipponens forsætisráðherra fékk 17,8% og tapaði einu þingsæti, hef- ur nú einungis þrjú. Kosningaþátttaka í Danmörku var minni en í síðustu kosningum, einungis 49,9% kjósenda mættu nú á kjörstað í stað 52,9% seinast. Virt- ist sem Frjálslyndi flokkurinn hefði unnið sigur í kosningunum og var því spáð að hann fengi sex af 16 Evrópuþingsætum Dana. Jafnaðar- menn fengu fjóra þingmenn, eins og Júní-fylkingin, sem andvíg er frek- ari Evrópusamruna. Dana og Jacques Santer meðal þeirra sem náðu kjöri Á Spáni styrkti Þjóðarflokkurinn, miðhægriflokkur Jose Maria Azn- ars forsætisráðherra, stöðu sína, fékk tæplega 40% atkvæða en spænskir sósíalistar rúmlega 35%. Fær flokkur Aznars 27 þingsæti fyrir vikið en sósíalistar 24. Þátttaka var góð á Spáni, eða 62,6% en þó ekki nándar nærri eins mikil og á Italíu. Þar flykktust kjós- endur á kjörstaði og var kosninga- þátttakan 70,8%, sem er það mesta í löndum þar sem ekki er skylda að mæta á kjörstað. Hægri flokkur auðkýfingins Silvios Berlusconis, Forza Italia, bar sigur úr býtum í kosningunum og fékk rúmlega 25,2% atkvæða en næstur kom Vinstri demókrataflokkur Massi- mos D’Alemas forsætisráðherra með 17,5%. D’Alema neitaði þó í gær að þessi niðurstaða kallaði á uppstokkun samsteypustjórnar hans. Hið sama gerði Costas Simitis, forsætisráðherra Grikklands, en PASOK-jafnaðarmannaflokkur hans laut í lægra haldi fyrir íhaldsflokkn- um Nýtt lýðræði, sem verið hefur stærstur stjórnarandstöðuflokk- anna. Vinstri menn töpuðu þó ekki alls staðar, og auk góðrar útkomu Lion- els Jospin í Frakklandi og varnar- sigurs sænskra jafnaðarmanna juku portúgalskir sósíalistar fylgi sitt um næstum 10% í kosningunum. Mario Soares, fyrrverandi forseti Portú- gals, var efstur á lista sósíalista og tryggði þeim 43,1%, en þeir höfðu 34,7% í síðustu Evrópukosningum. Litlar breytingar urðu á stöðu flokka í Austurríki og Hollandi en í Lúxemborg bar það til tíðinda að Jacques Santer, fyrrverandi forseti framkvæmdastjómar ESB, var kjörinn á Evrópuþingið en það vom einmitt fulltrúar þar sem þrýstu á um afsögn framkvæmdastjómar- innar í mars. Ennfremur tókst söngkonunni Dönu, sem sigraði í Evrópusöngvakeppninni árið 1970, að ná kjöri á Irlandi. AP SPÆNSKIR stuðningsmenn Þjóðarflokks Jose Maria Aznars forsætisráðherra fagna góðri útkomu flokks- ins í Evrópuþingkosningunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.