Morgunblaðið - 15.06.1999, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 15.06.1999, Qupperneq 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLANI, 103 REYKJAVIK. SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTII ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Árni Sæberg MILLI 150 og 160 blóðgjafar svöruðu kalli Blóðbankans f gær og gáfu blóð. A annað hundrað svör- uðu kalli Bldðbankans Ennþá vantar blóð UM 150-160 blóðgjafar svöruðu áskorun frá Blóðbankanum um að koma og gefa blóð í gær. „Von- andi verða þeir ekki færri sem koma á hverjum degi út vikuna og daglega í næstu viku,“ sagði Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans. Þörf er á um 600 blóðgjöfum vegna blóðskorts. „Það er gaman að geta sagt að viðbrögð hafi verið góð og í dag komu á annað hundrað manns og gáfu blóð. Blóðgjafar streymdu að um leið og kallið barst en við þurfúm áfram á hjálp að halda. Venjulega söfnum við um 300 ein- ingum í hverri viku og við áætlum að við þurfum um 600 blóðgjafa í þessari viku. Við leysum þetta ekki á einum degi þrátt fyrir frá- bærar undirtektir." Hann sagði að eins og venju- lega kæmi mikill fjöldi gamalla blóðgjafa um leið og kall kæmi, auk þess sem nýir bættust í hóp- inn. Hann benti á að ef menn væru að koma í fyrsta sinn væri einungis tekin prufa til blóðflokk- unar og skimunar en að tveimur vikum liðnum kæmi fólk aftur og gæfí blóð. „Við höfum líka heyrt frá gömlu blóðgjöfunum okkar, sem hafa hringt og viljað gefa blóð, þannig að það er alveg stór- kostlegt að finna þessi viðbrögð.“ Norðmenn samþykkja Smugusamninginn 17. júní Gjöf Norðmanna til Islend- inga á þjóðhátíðardaginn PETER Angelsen, sjávarútvegsráðherra Nor- egs, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að norska Stórþingið myndi samþykkja samning ís- lands og Noregs um þorskveiðar íslendinga í Barentshafí á fímmtudag, 17. júní. Aðspurður sagði hann að ákveðið hefði verið að taka málið fyrir og samþykkja á þessum degi þar sem um þjóðhátíðardag íslendinga væri að ræða. Sjávarútvegsráðherrarnir Peter Angelsen og Arni Mathiesen ræddu saman á tveggja tíma fundi í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í gær. Umræðuefnin voru útfærsla á Smugusamningn- ^.■*um, staða íslendinga og Norðmanna varðandi sjávarspendýr og sameiginleg samskipti þjóð- anna tveggja í sjávarútvegsmálum við Evrópu- sambandið. Rætt um frekari samvinnu Angelsen, sem var hér á samstarfsráðherra- fundi, óskaði eftir þessum fundi en ráðherrarnir hittust einnig á norrænum ráðherrafundi í Ala- sundi í Noregi fyrir helgi. Arni sagði að rætt hefði verið um frekari samvinnu í framhaldi af Smugu- samningnum, einkum um stjórn veiða á alþjóðleg- um hafsvæðum og þá sérstaklega varðandi skip sem sigla undir hentifána og fara ekki að gerðum samningum. Hugmyndum hefði verið varpað fram en embættismenn héldu svo viðræðunum áfram. Talsmenn sjómanna og útgerðarmanna í Noregi hafa gagnrýnt Smugusamninginn og þingmaður- inn Steinar Bastesen hefur hvatt til þess að hann verði felldur í þinginu. Angelsen sagði að vissulega myndu menn skiptast á skoðunum um málið í þinginu umræddan dag en samningurinn væri þjóðunum mikilvægur og hann yrði samþykktur á fimmtudag. Framfaraflokkurinn hefði 25 þing- menn af 165, en þótt hann legðist gegn samningn- um væru aðrir flokkar hlynntir honum og því ijóst hvert stefndi á þjóðhátíðardag Islendinga, 17. júní. „Samþykktin verður gjöf Norðmanna til Islend- inga á þjóðhátíðardaginn en líka gjöf til Norð- manna,“ sagði hann við Morgunblaðið. Skemmtiferðaskipið MS Delphin leggst að bryggju í Reykjavfk Anægðir w farþegar þrátt fyrir veðrið SKEMMTIFERÐASKIPIN fara nú að tínast til fslands eitt af öðru. Eitt af þeim sem venja komur sínar hingað til lands er MS Delphin, þýskt skip sem tekur um 500 farþega. Að sögn Hildar Jónsdóttur hjá Gesta- ^móttökunni, sem sá um að skipuleggja ferðir skipveija hér á landi, er þetta fimmtánda árið sem Delphin leggst að bryggju hér á landi. Gríðarstórt skip Skipið er gríðarstórt og vegur yfír 16.000 tonn. Það kemur frá Þýskalandi og með því eru ein- ungis þýskir farþegar. í skipinu eru 400 farþegaklefar og allur sá munaður er prýða má skip af þessu tagi, s.s. kvikmyndasalir, sundlaugar og knattspyrnuvöll- ur svo eitthvað sé nefnt. Að sögn Guðrúnar var fólkið mjög ánægt með íslandsdvölina ,"rþrátt fyrir hryssingslegt veður í morgunsárið. Hún segir að það sýni að fólkið komi ekki hingað í leit að góðu veðri, heldur til að upplifa andstæður í náttúr- unni og njóta hennar. Meðal þess sem boðið er upp á er jeppaferð á Langjökul, ferð að Gullfossi og Geysi, að Bláa lón- inu og svo keyra sumir land- leiðina til Akureyrar, en þang- að siglir skipið eftir sólar- hringsviðveru í Reykjavíkur- ■^’.öfn. Þaðan eru svo farnar Tí'erðir til Grímseyjar og Mý- vatns. Guðrún segir að skipið komi alls þrisvar til Islands í sumar og sumarið í ár slái öll fyrri að- sóknarmet að þessum ferðum, svo von er á mörgum farþegum il landsins á vegum þýska skipafélagsins. Morgunblaðic^Kristmn Ingvarsson Farþegar ganga regnbarðir en ánægðir um borð í MS Delphin eftir stuttan stans á íslandi. Umhverfísnefnd Alþingis fjallar um tillögu um umhverfísmat vegna Fljótsdalsvirkjunar Sjálfstæðismenn í nefndinni ekki einhuga Sjálfstæðismenn í umhverfis- nefnd Alþingis eru ekki einhuga í afstöðu sinni til þingsaályktunartil- ' lögu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um að fram fari umhverf- ismat á Fljótsdalsvirkjun þrátt fyrir að virkjanaleyfi hafí verið gefið út. Við umræður á Alþingi í gær lýsti Katrín Fjeldsted, þingmaður sjálf- stæðismanna og nefndarmaður í umhverfisnefnd, því yfir að hún styddi tillöguna. Össur Skarphéð- insson, þingmaður Samfylkingar- innar, sagði að þar með væri kom- inn nýr meirihluti í nefndinni, hlynntur tillögunni. Kristján Pálsson, þingmaður sjálfstæðismanna og varaformaður umhverfisnefndar, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi ekki eiga von á að þingsályktunartil- laga Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hlyti samþykM meirihluta umhverfisnefndar Alþingis þrátt fyrir afstöðu Katrínar Fjeldsted. Kristján segist sjálfur ekki hlynntur umhverfismati en vilji hins vegar að Eyjabakkasvæðinu verði þyrmt. Kristján sagði að umhverfis- mat virtist trúarlegt atriði sumra, „en aðalatriðið er að hægt sé að þyrma þessu svæði að hluta til eða alveg“, sagði hann. Hvort túlka mætti þessi sjónar- mið hans svo að hann væri andstæð- ingur virkjanaáformanna vegna Fljótsdalsvirkjunar sagði Kristján: „Eg er alls ekM endilega andstæð- ingur virkjunar. Ég vil reyna að þyrma þessu svæði. Það gæti þýtt að virkjunin gæti ekki orðið á sama hátt og hún er hugsuð. Ég hef sagst vilja vinna þessu fylgi innan míns flokks. En ég er enginn fanatískur hugsjónamaður að því leyti til að ég telji nauðsynlegt að friða allt há- lendið fyrir allri notkun. En ég vil ganga varlega um þessar nátt- úruperlur sem þama eru.“ Hann sagðist hafa rætt tillöguna við Ólaf Örn Haraldsson, formann umhverfisnefndar. „Ég geri ráð fyr- ir að við Ólafur reynum að vinna að þessu saman. Ef til eru leiðir til að þyrma Eyjabökkum en halda opn- um möguleikum á að tryggja bætt mannlíf á Austfjörðum þá er það mín ósk.“ Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi og nefndarmaður í umhverfisnefnd, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær styðja þá ákvörðun ríkisstjóm- arinnar að veita virkjunarleyfi án umhverfismats vegna Fljótsdals- virkjunar. ■ Meirihluti umhverfísnefndar/10 Sækja ætt- ingja til Albaníu SENDINEFND á vegum ís- lenskra stjómvalda hélt til Alb- aníu í gær til að sækja allt að tíu ættingja Kosovo-Albana sem búsettir hafa verið hér- lendis og uppfylla þau skilyrði sem sett hafa verið um skyld- leika til þess að fá að koma hingað til lands. Að sögn Sigríðar Guðmunds- dóttur, skrifstofustjóra Al- þjóðaskrifstofu Rauða kross ís- lands, er reiknað með að nefnd- in og ættingjarnir komi til landsins á sunnudag. Að sögn Sigríðar er unnið að því að fá annan tíu manna hóp ættingja Kosovo-Albana sem staddir em í Svartfjallalandi hingað til lands. Þó hefur ný- verið komið upp vandamál, að sögn Sigríðar, þar sem settar hafa verið þær reglur að engir karlmenn 15-65 ára fái að fara út úr landinu. ■Vilja búa/11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.