Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Kristnihátíð Vestfjarða á Patreksfírði Frumflutt voru tvö vest- firsk tónverk Patreksfirði - í Landnámu segir frá því er Örlygur kom til Örlygshafnar í Patreksfirði með kirkjuviði og helga gripi. Má telja víst að fyrsta íslenska messan hafi verið sungin á sandinum þar sem hann tók land. Á vorfundi Prestafélags Vestfjarða árið 1998 var ákveðið að minnast þessa sögulega atburðar með sam- eiginlegri messu og hátíðarhöldum Vestfirðinga vegna 1.000 ára afmæl- is kristnitöku íslendinga. Hátíðin var sl. sunnudag í Félagsheimili Patreksfjarðar og hófst hún með messu. Messan er „gamla messan" með Gregor-tónlagi, sem notað hefur verið frá upphafi íslenskrar kristni. Sálmar voru vestfirskir og frumflutt voru tvö verk sem samin voru af til- efninu. Prestar Vestfjarða önnuðust messuna en 70 manna sameiginleg- ur kirkjukór af Vestfjörðum söng undir stjórn Helgu Gísladóttur. Biskup íslands prédikaði, Haraldur Bragason og Hulda Bragadóttir léku á orgel. Sérstakir heiðursgest- ir Vestfirðinga á þessum degi voru biskup Islands, herra Karl Sigur- bjömsson, og forseti Islands, herra Olafur Ragnar Grímsson, sem flutti hátíðarræðu. Formaður kristnihátíðarnefndar Vestfjarða sr. Hannes Bjömsson og Haukur Már Siguðrsson, formaður Fjórðungssambands Vestfjarða, fluttu ávarp. Guðrún Jónsdóttir sópransöngkonasöng einsöng, Unn- ur Tara Jónsdóttir og Jónína Birg- isdóttir nemendur í 4. bekk Pat- reksskóla fluttu ljóð frá Vestfjörð- um og leikþáttur var fluttur af leik- húsinu frá Isafirði. Eldri borgarar sem þjónað hafa kirkju sinni af sérstakri alúð vom heiðraðir og síðan vora veitingar bomar fram. Þar má nefna harð- fisk, reyktan rauðmaga, hangiket, bjargfulgsegg, hveitikökur, rúgkök- ur og annað vestfirskt góðgæti. Há- tíðin var vel sótt og þótti takast vel í alla staði. Morgunblaðið/Ingibjörg Guðmundsdóttir ANNAR heiðursgesturinn á hátíðinni var biskup íslands, herra Karl Sigurbjömsson, sem er hér ásamt for- manni kristnihátíðarnefndar Vestfjarða, sr. Hannesi Bjömssyni og í baksýn er 70 manna kór af Vestfjörðuin. UNNUR Tara Jónsdóttir flutti yóð frá Vestíjörðum fyrir gesti. HERRA Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, var heiðursgestur á hátíðinni. Hann situr hér við hlið Þórólfs Halldórssonar sýslumanns. Girt frá Laxárbrú að Skjálf- andafljóti Húsavík - Vegagerð ríkisins girðir á þessu sumri meðfram veginum frá Laxárbrú, suður Að- aldalshraun og allt vestur að Skjálfandafljótsbrú. Nú eru staurarnir ekki úr rekaviði held- ur úr stáli og ekki fimm strengja gaddavírsgirðing eins og áður tíðkaðist. Vírinn er sléttur en á girðingunni er rafstraumur sem Morgunblaðið/Silli skepnur forðast mjög. ÞAÐ er þægilegra að reka niður þessa staura en gömlu tréstaurana. ÚTSKRIFTARNEMAR 10. bekkjar. Morgunblaðið/RS Grunnskóli Sandgerðis 60 ára Sandgerði - Við skólaslit sem að þessu sinni fóru fram í Safnaðar- heimilinu í Sandgerði kom fram í ræðu skólastjóra Guðjóns Krist- jánssonar að 60 ár eru síðan skóla- hald hófst í núverandi húsnæði skól- ans við Skólastræti. Áður voru tveir skólar í Miðneshreppi að Hvalsnesi og við Skólatjörn. Á þeim sex ára- tugum sem liðnir eru hafa orðið miklar breytingar í öllu skólastarfi frá því að tveir kennarar í rúmlega 100 fermetra húsnæðis sinntu allri kennslu sem á sínum tíma þótti gott. I dag er skólinn f um 3.200 fer- metra húsnæði og kennarar 32. Á síðasta skólaári vora 294 nemendur við skólann. Að loknum skólasiitum í Safnaðarheimilinu bauð bæjar- stjórn Sandgerðis ásamt foreldrafé- lagi skólans nemendum og gestum í afmælisveislu í sal grunnskólans. Nemendur níunda og tíunda bekkjar eru nýkomnir úr skóla- ferðalagi til Danmerkur og tókst sú ferð mjög vel. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson HINIR heppnu Húnvetningar í Búnaðarhankanum á Blönduósi: Frá vinstri Ragnar Albertsson, Hjálmar Þór Aadnegaard, Hulda Hákonar- dóttir sem tók við styrknum f.h. Þóru Margrétar Lúthersdóttur og úti- biísstjórinn Svanborg Þ. Frostadóttir. Þrjú hlutu styrki Blönduósi - Austur-húnvetnsk ung- menni vora heldur betur heppin þegar dregið var síðast um hverjir hlytu annarsvegar bflprófsstyrk og hinsvegar vaxtalínustyrk Búnaðar- bankans. Ragnar Aibertsson á Blönduósi og Þóra Margrét Lúthersdóttir úr Vatnsdal hlutu bílprófsstyrk að upphæð 10.000 kr. og auk þess 75.000 kr. uppígreiðslu á bfl ef þau kaupa hann hjá Bflaþingi Heklu. Hjálmar Þór Aadnegaard datt í lukkupottinn og fékk dágott inn- legg á vaxtalínureikning sinn í Búnaðarbankanum. Það var Svan- borg Þ. Frostadóttir útibússtjóri sem afhenti hinum stálheppnu við- skiptavinum Búnaðarbankans styrkina. Morgunblaðið/Áki Handverk á Bakkafirði Bakkafirði - Við skólalok grunn- skóla Bakkafjarðar var opnuð sýning á handverki nemenda grunnskólans. Á sýningunni voru skúlptúrar úr rekavið, dagatöl á timbri, skálar úr gleri og heima- sfður á netinu svo eitthvað sé nefnt. Það var samdóma álit þeirra sem Morgunblaðið talaði við að aldrei hefði verið jafn mikið af fallegum hlutum til sýnis og nú eftir þetta vetrarstarf. Að sögn skólasjórans, Sigríðar Hlöðvers- dóttur, má þakka það menntuð- um handverksmenntakennara og því að aukið var við kennslu í handmennt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.