Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 43 . MINNINGAR ' af annarri. Ég fimm ára fékk að vera hjá þér í Bólstaðarhlíðinni meðan mamma fór í söngskólann. Ég fékk að leika mér að öllum hlut- unum þínum og fannst mér dúkkan í peysufötunum skemmtilegust. Pönnukökur og mjólk, síðan spjall, alltaf einhver að koma og allir fengu kaffi og kökur. Þú að koma í sveitina, horfir út að Læk, segir mér hvað nesið sé fallegt, ég sé það blikar tár í augum þér. Við mamma komum til þín á Höfða í desember, ég fæ að þvo glerdótið þitt og við fmnum með þér jólastemninguna. Þó svo að þú hafið verið langamma mín varst þú mér náin eins og þú værir amma mín, amma Friðbjörg. Enginn fagnaði mér eins og þú, enginn kvaddi mig og þakk- aði mér fyrir komuna eins og þú. Minningin um þig mun lifa. Þín ömmustelpa, Málmfríður Einarsdóttir. Ungum er það allra bezt að óttast guð, sinn herra þeim mun vizkan veitast mest og virðing aldrei þverra. Vertu dyggui', trúr og tryggm- tungu geymdu þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína. Víst ávallt þeim vana halt: vinna, lesa, iðja, umfram allt þó ætíð skalt elska guð og biðja. (Hallgrímur Pétursson.) í dag kveðjum við elskulega ömmu mína, Friðbjörgu Friðbjarn- ardóttur. Á nítugasta og fyrsta ald- ursái-i sínu sofnaði hún svefninum langa og var hvíldinni sjálfsagt feg- in. Þegar ég var barn átti ég því láni að fagna að njóta mikilla sam- vista við ömmu. Þær stundir sem ég dvaldi með henni veittu mér dýr- mætt veganesti sem endast mun mér alla tíð. Ófá voru þau skiptin sem við sátum og töluðum saman um heima og geima. Amma hafði ætíð nægan tíma til þess að segja frá og deila af ríkulegri reynslu sinni. Hún var mjög barngóð og hlý kona sem svo gott var að vera ná- lægt. Með því að kynnast lífsskoð- unum svo heillyndrar konu komst ég í tengsl við uppruna minn og lærði um hin sönnu gildi lífsins. Amma kærði sig ekki um að óþarflegt veður væri gert út af hlut- unum. Hún var af þehri kynslóð sem leit gjarnan svo á, að ekki skyldi gortað af verkum sínum fremur en að barma sér ef þannig bar undir. Iðju- og vinnusemi, spar- semi, nýtni og æðruleysi voru í þá tíð ekki talin til sérstakra dyggða heldur aðeins skylda hverrai- ær- legrar og kristinnar manneskju. Þess vegna kaus amma síður að þiggja hrós, þótt hún kæmi mjög miklu í verk og ynni vel úr lífi sínu þótt stundum blési ekki byrlega. Amma vann hörðum höndum allt frá unga aldri, innan sem utan heimilis- ins. Hún kom börnunum sínum átta vel til manns og hélt myndarlegt heimili þrátt fyrir margs konar erf- iðleika. Þetta leit hún ekki á sem neina sérstaka hetjudáð, heldur að- eins sitt hlutskipti í lífinu. Henni var það lagið að þakka allt sem vel gekk og sýta ekki það sem miður fór. Friðbjörg amma var þannig gerð að öllum leið vel í návist hennar. Hún var réttlát í garð manna og málefna og fór ekki í manngreinará- lit. Af henni var sannarlega mikið hægt að læra. Hún var heil og sönn íslensk alþýðukona af þeirri kynslóð sem lifað hafði stórbrotnar breyt- ingar á lífsháttum þjóðarinnar. Innra með mér lifir ævilangt minn- ingin um þessa fallegu og góðu konu sem hafði svo mikið að gefa. Fyrir mína hönd, fjölskyldu minnai' og systkina vil ég þakka allar þínar gjafír elsku amma. Vertu blessuð amma mín, og guð geymi þig. Friðbjörg Sif Grjetarsddttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Amma okkar hefur fengið hvíld- ina. Hún var einstök kona, með stórt hjarta og enn stærri faðm, og þar var pláss fyrir okkur allar. Amma laðaði að sér fólk úr öllum áttum og allir voru velkomnir inn á heimilið hennar. Hún var hlý og hæversk og gerði ekki kröfur til annarra, hún þurfti ekkert fyrir sig, en glöð var hún ef eitthvað var fyrir hana gert. Aldrei komum við til hennar meðan hún hélt heimili öðruvísi en eitthvað nýbakað kæmi úr eldhús- inu. Alltaf var hún jafn þakklát því að maður liti inn til hennar, þótt stutt væri stoppað, og hélst það fram á síðustu daga ævinnar. Amma var ein af hetjum gær- dagsins. Hún fékk ekkert upp í hendurnar, fyrir sínu vann hún. Hún varð móðir níu barna og bjó í sveit, bæ og borg. Hún kynntist gleðinni og sorginni, en mótlætið ræddi hún ekki. Við þökkum þér amma allar góðu stundirnar, hlýju faðmlögin, ein- lægu samtölin og síðast en ekki síst umhyggjuna fyrir börnunum okkar. Þínar ömmustelpur, Ragna Björg, Rósa, Friðbjörg og Anna. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Þessi orð koma upp í hugann nú þegar við hugsum til ömmu okkar. Amma var einstaklega hlý og góð kona, sem ekkert aumt mátti sjá. Við minnumst nú góðra stunda í æsku þegar við heimsóttum „ömmu í Reykjavík“, eins og við kölluðum hana oft, og eins þegar hún heim- sótti okkur. Hæst ber árlegt fjöl- skylduboð ömmu á jóladag, þar sem hún stóð hnarreist með svuntu við rauða súkkulaðipottinn. Enn í dag skipa heitt súkkulaði og hveiti- kökur með hangikjöti, að hætti ömmu, stóran sess í okkar jóla- haldi. Barngæska ömmu var ein- stök. Sáum við það best þegar við heimsóttum hana með börn okkar og áttu þau þá hug hennar allan. Hennar er nú sárt saknað. Nú síðustu árin fór heilsu ömmu að hraka, en sem fyrr gaf hún frá sér þessa einstöku hlýju. Alltaf var kveðja hennar jafn notaleg þegar hún kyssti mann og strauk um kinnar. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allar okkar samverustundir. Minning þín mun ávallt lifa í hjört- um okkar. Hvíl í friði. Eydís og Ólafur. Það er auðvelt að skrifa fallega um ömmu mína Friðbjörgu Frið- bjarnardóttur. Ljúfar minningarn- ar streyma fram og þótt ég sé stödd í New York finnst mér ég sjái hana Ijóslifandi fyrir mér. Sem barn naut ég þess að gista hjá henni. Hún setti upp hatt og við fórum í gönguferðir um hverfið og á heimleiðinni komum við við í búð- inni og hún keypti appelsín handa mér og allt var þetta á sinn einfalda hátt svo hátíðlegt og spennandi. Við fórum í strætó í bæinn og drukkum kaffi á veitingastað þar sem var málverk af fossi og vatnið rann í bunu út úr veggnum. Ég man hvað okkur þótti þetta báðum mikið und- ur. Mér fannst amma alltaf vera eins og ömmur ættu að vera. Hún hafði þetta faOega hár sem hún fléttaði og setti í körfu uppá höfuð- ið, hafði hendur sem alltaf voru hlýjar og struku yfir sængurfötin r eftir að ég var komin uppí og svo lét hún alveg vera að siða mig til eða leggja mér lífsreglurnar. Þegar ég stækkaði og fór í skóla í Reykjavík átti ég hjá henni öruggt skjól. Hún var alltaf heima, heitt á könnunni og svo friðsælt undir tif- inu í klukkunni. Osjaldan sat hún hjá mér og prjónaði á meðan ég lúrði í sófanum, þá kom hún stund- um með marglita bútateppið og breiddi það yfir mig og bíaði á mig eins og ég væri lítið barn. Hún var alltaf að vinna, sat aldrei aðgerðar- laus. Hún prjónaði og saumaði og hvergi hef ég séð fallegri sængurfót en hjá henni, hvít með hekluðu milliverki svo fínleg og mjúk. Amma eignaðist níu börn en eina telpu missti hún unga. Ég reyndi oft að fá hana til að segja mér hvernig lífið gekk til þegar hún var ung og eins þegar mamma mín var að alast upp, en oftast var fátt um svör. Lífið snerist um að standa sig, vinna og sjá til þess að vera ekki upp á aðra kominn. Hún gladdist yfir fjölskyldunni sinni sem sífellt verður fjölmennari og með okkur lifir minning hennar. Eitt kenndi amma mín mér og þ_að er að rétta öðrum hjálparhönd. Ég hef ófáa hitt sem bera Friðbjörgu ömmu minni góða söguna og minn- ast atvika þar sem hún kom fær- andi hendi, tilbúin að leggja á sig vinnu til að öðrum mætti líða vel. Ég veit að nú lifir þú á himnum; elsku amma mín svo falleg og fín. 1 hjarta mínu geymi ég minninguna um þig og hugsa til þín þegar ég breiði sængina yfir stelpurnar mín- ar. Guð blessi þig. Þín Ásdís. ÍVAR NÍELSSON sinn eins og sín eigin böm. Hann sem þurfti vegna erfiðra að- stæðna að hverfa úr foreldrahúsum á við- kvæmum aldri og þarfnaðist hlýju og nærgætni ekki síður en við systkinin. Hún lagði sig fram við að hjálpa honum við heimanámið og stuðl- aði þannig að því að hann yrði ekki eftir- bátur jafnaldra sinna í skólanum. En sérstak- lega er mér minnisstætt þegar hún + Sveinn ívar Ní- eisson fæddist í Þingeyraseli 29. desember 1912. Hann lést á heimili sínu 23. apríl sfðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hvammstanga- kirkju 30. aprfl. Þegar ég sest niður til þess að festa á blað nokkur síðbúin kveðjuorð um ívar frænda minn vakna í huga mínum margar minningar því að samvinna okkar og samfylgd var orðin löng, eða allt frá bernskuárum okkar beggja. ívar kom á heimili foreldra minna að Hvammi í Vatnsdal árið 1922. Halldóra Guðrún móðir hans og Ingibjörg Rósa móðir mín voru systur. Á þessum árum byrjaði lögboðin skólaskylda við tíu ára aldur. Svo- kallaður farskóli var í sveitinni sem skipti kennslutímanum í tvennt, eða um það bil þrjá mánuði á hvor- um stað í fjóra vetur, og var þar með lokið því námi sem allur al- menningur fékk á þessum tíma. Ég held að mér sé óhætt að segja að margir hafi nýtt sér reynsluskóla lífsins betur þá en nú og komist þó vel í gegnum lífið og náð góðum árangri. Ivar var áreið- anlega gott dæmi um það. Þetta er ekki sagt til þess að gera lítið úr nútíma bóknámi. Þegar ívar kom til foreldra minna vorum við eldri systkinin fjögur fædd og öll yngri en hann og ekki farin að ganga í bamaskóla. Hann var á þessum aldri fremur lítill og lengi að taka út vöxt, en með aldrinum varð hann fullkom- lega meðalmaður á hæð, karlmann- legur og hraustmenni. Móðir mín hugsaði um þennan litla frænda var að hlýða honum yfir kverið og sálmana við fermingarundirbún- inginn. Þessi stutti skólatími var vel nýttur, alltaf kennt á laugar- dögum og mikið heimanám. Það gat því verið mikil vinna hjá for- eldrum, sem áttu mörg böm á skólaaldri á sama tíma, að hjálpa þeim við námsefnið. Kröfur vora gerðar til barnanna um að þau kynnu námsefnið utan bókar. Snemma bar á dugnaði Ivars. Hann var fljótur að tileinka sér öll störf sem krafist var af unglingum í sveit á þeim tíma. Fljótur í sendi- ferðum, ósérhlífinn og ábyggilegur. Faðir minn var á þessum áram oddviti í syeitinni og gangnastjóri. Hann lét ívar ungan að áram fara með sér í göngurnar og það líkaði honum vel. Hann var náttúrabam að eðlisfari og hreifst af frelsi ör- æfanna og þeim gæðum sem af- réttarlöndin gefa af sér, hvort sem •það era kjarngóð beitilönd, veiði- vötn eða fuglalíf. Seinna á ævinni naut ívar góðs af þessum gangnaferðum með fóð- ur mínum. Hann tók vel eftir því sem honum var sagt, fljótur að þekkja og muna örnefni og varð með árunum traustur og eftirsótt- ur gangnamaður. ívar eignaðist marga góða félaga í göngum og átti margar glaðar stundir með þeim. Sumir þeirra urðu meðal hans bestu vina. ívar fór frá Hvammi árið 1929 í vinnumennsku að Flögu til sæmd- arhjónanna Magnúsar Stefáns- sonar og Helgu Helgadóttur. For- eldrar hans bjuggu þá í fjallabýl- inu Þingeyrarseli. Þar varð sá eft- irminnilegi atburður um vetur- nætur haustið 1930, að faðir hans fórst í stórhríðarveðri við leit að kindum. Af þessu er mikil örlaga- saga og um leið hetjusaga Hall- dóru móður Ivars er beið milli vonar og ótta eftir manni sínum með fimm dætur þeirra hjóna. Sú elsta fjórtán ára en sú yngsta að- eins nokkurra mánaða gömul. Þegar Halldóra var orðin vonlaus um að maður hennar skilaði sér heim í Selið hafði hún ekki önnur ráð en að senda elstu stúlkuna til byggða og láta vita hvernig komið væri. Það var mikil þrekraun fyrir fjórtán ára barn að brjótast í mik- illi ófærð þá löngu leið sem er frá Þingeyrarseli að Hnjúki í Sveins- staðahreppi. Ég rek ekki þessa sögu frekar hér, það yrði alltof langt mál. En þess skal getið að Ivar fæddist í Þingeyrarseli 18 ár- um áður en þessi atburður gerð- ist. ívar var í vinnumennsku á þess- um bæjum í Vatnsdal og fór orð af dugnaði hans og karlmennsku. Hann var t.d. á Hnjúki hjá Jóni Hallgrímssyni og Steinunni Jósefs- dóttur. Þar fékk hann mikla æf- ingu í að spila Lomber, en Lomberspil var þá nokkurs konar þjóðaríþrótt í Vatnsdal. Ivar náði slíkri leikni í spilamennsku að hann var talinn jafnoki snillinga á borð við Jón á Hnjúki og Magnús á Flögu. Ivar fór til sjós nokkrar vertíðir á Suðurnes, en annars vann hann alla sína starfsævi við hefðbundin svejtastörf. Ég tel að Ivar hafi verið gæfu- maður þrátt fyrir áfóll sem hann þurfti að ganga í gegnum, en fáir komast hjá því í lífinu. Mesta gæfu- sporið steig hann þegar hann gift- ist eftirlifandi eiginkonu sinni Guð- rúnu Sigfúsdóttur. Gagnkvæm ást ríkti milli þeirra. Hún var klettur- inn sem aldrei bifaðist. Þau eignuð- ust níu börn, átta náðu fullorðins- aldri. 011 era þau mikið myndarfólk sem bera foreldram sínum gptt vitni. Fyrir hjónaband eignaðist ív- ar einn son. Ivar og Guðrún bjuggu fyrst saman í Sunnuhlíð en íluttust það- an að Forsæludal. Þar var þá fyrir stór fjölskylda og olnbogarými því lítið. Fyrstu búskaparár Ivars urðu honum erfið fjárhagslega. Hann lenti í því erfiða hlutskipti að verða heylaus og mæðiveikin hafði geng- ið mjög nærri fjárstofni hans. ívar var á þessum árum ákveðinn í að hasla sér völl við sveitabúskap. Hann hafði mikinn metnað til þess að geta staðið á eigin fótum og þurfa ekki að knékrjúpa öðrum. Árið 1948 var ég sem þessar línur rita einhleypur bóndi í Hvammi. ívar var þar öllum staðháttum kunnugur og vissi að ég notaði ekki alla þá möguleika sem þar vora til heyöflunar, þar sem bú mitt var þá mjög lítið. Snemma í maímánuði þetta ár kom Ivar á minn fund og lýsti áhuga sínum á að flytja til mín. Ivar hafði tekið föður minn með sér í leiðinni, hann gaf til kynna að hann væri hlynntur því að samningar tækjust með okkur en ætlaði ekki að skipta sér frekar af því, sem hann og gerði. Nokkrum dögum seinna flutti Ivar til mín að Hvammi með fjölskyldu sína og sitt litla bú. Við bjuggum saman í þrjú ár. Aldrei var stafur settur á blað um þessi viðskipti okkar og aldrei örlaði á ágreiningi á milli okkar um þau. Mér finnst að samvinna okkar Ivars sé gott dæmi um hvað tveir aðilar geta náð góð- um árangri þegar gagnkvæmt traust og tillitssemi er höfð að leið- arljósi. Þau hjónin lögðu á sig gíf- urlega mikla vinnu á þessum áram, en aldrei brást drengskapur þeirra. Það verður mér alltaf gleði- efni hvað þeim búnaðist vel í Hvammi og að þau áttu gott skuld- laust bú þegar þau fóra þaðan. Árið 1951 fluttu þau Guðrán og ívar að Undirfelli og síðar að Nautabúi en lengst bjuggu þau á Flögu, eða frá árinu 1962-1989. Þegar ívar átti heima á Flögu komungur maður, um það bil 30 áram áður, hefur hann áreiðanlega ekki dreymt um að hann ætti eftir að verða sjálfseignarbóndi á þess- ari fallegu jörð. En slík var gæfa hans. Fyrri eigendur og ábúendur á Flögu skildu þannig við búskap sinn að þrifnaður og snyrti- mennska blasti hvarvetna við. Ut- tektarmenn sveitarinnar komust þannig að orði að „ekki hefði verið slakur strengur í girðingu". Meðfædd samviskusemi og snyrtimennska Ivars naut sín vel í búskap hans á Flögu. Hann hélt þar öllu vel í horfinu og kom sér upp stóra búi að ógleymdum stóra bamahópnum, sem þau hjón ólu þar upp. Á Flögu áttu þau sín bestu ár. Þáttur Guðránar í búskap þeirra og bai-nauppeldi var mikill og verður seint metinn til fulls. Oft var margt fólk og gestkvæmt á Flögu. þau hjón tóku glaðlega á móti gestum sínum og vora höfð- ingjar heim að sækja. Nú þegar leiðir okkar fvars hafa skilið minnist ég margra gleði- stunda á heimili þeirra. Eg og kona mín sendum Guðránu hlýjar kveðj- ur og biðjum henni og öllum niðj- um þeirra hjóna blessunnar á ókomnum áram. Hallgrímur Guðjónsson frá Hvammi. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.