Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 72
> 72 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ # * r HASKOLABIO HASKOLABIO Hagatorgi, sími 530 1919 Hank Azaria * Kcnncth Branagh * Judy Davis * Leonardo DiCaprio Mdanic Grifiith * Famke Janssen * MichaeJ Lerner * Joe Mantcgna Bebe Neuwirth * Winona Ryder * Charlizc Theron www.haskoIabio.is Robert Carlyle Jonny Lee Miller Liv Tyler fkðfat keiiinsar, tfoodir g«ejar, sðeins áwi jéjar 09 slMstot aksíéss msð Sei&a. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. B.i. 16. — ,'r'anf;:t" ------------------------------------------ Sýnd kl. 5 og 7. jraj Qt'wuÉSII Kl. 9og 11.15. Sýnd kl. 5 og 7. Síð. sýn. B. i. 16. )Qíiv AHeri Þotuliðio Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15. B.i. 12.Bamninmi Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. aHDIGITAL www.samfilm.is UTGAFUTONLEIKAR Sig- ur Rósar voru á laugardag- inn fyrir fullu húsi í Óper- * unni og voru lög af nýju plötunni hennar Agætis byrjun leikin af miklu listfengi enda hefur platan hlotið einróma lof þeirra er á hafa hlýtt. Ekki leit þó út fyrir á föstu- dagsmorgun að platan kæmist áfallalaust til landsins þar sem hún hafði verið í vinnslu í Þýskalandi. Haukur Vagnsson, sem rekur fyrirtækið Vagnsson Multimedia í þýsku borginni Hannover, segir að hann hafi vart sofið dúr í nokkra daga vegna vinnslunnar við plötu- J umslagið. „Þjóðverjar eru svo staðlaðir að þeim leist ekkert á að vinna umslag plötunnar sem fellur ekki inn í neina kantaða staðla. Það tók því rúma viku að finna prent- smiðju sem treysti sér í verkið. All- ir í prentsmiðjunni lögðust á eitt og unnu sveittir fram á nótt, en öll vinnan við umslagið er handunnin, og sjálfur prentsmiðjustjórinn var á heftivélinni alla aðfaranótt föstu- dagsins svo þetta gæti gengið upp.“ Árekstur við lestarstöðina -Ekki vinnulag sem er alvana- legt í Pýskalandi? -v „Nei,“ segir Haukur hlæjandi. ,;Þjóðverjarnir skilja ekki hvemig Islendingar ætla sér stundum að hespa hlutunum af á engum tíma.“ Á sama tíma og verið var að vinna við plötuumslagið þurfti Haukur að vera í stöðugu sambandi við flug- völlinn enda átti pakkinn að vera tilbúinn á flugvelli í Frankfurt klukkan 11 á föstudagsmorgninum. Þegar ljóst varð að vinnslan á plötuumslaginu yrði á síðustu stundu var Haukur í stöðugu sam- bandi við Kristin Sæmundsson í Hljómalind sem hafði samband við bjargvættinn Signýju Sig. hjá út- flutningsþjónustunni TVG-Zimsen sem hringdi út um allt til að gera Ævintýralegt ferðalag nýjustu plötu Sigur Rósar I kapphlaupi við tímann Hauki kleift að koma pakkanum til Islands. „Við settum upp áætlun A, B og C og allar hrundu þær vegna þess að vinnslunni á plötunni seinkaði svo mikið. Upphaflega átti að vera búið að hefta plötuumslagið klukk- an sjö á fostudagsmorguninn og þá átti umslagið að fara í „stönsun" og átti að vera tilbúið um níuleytið um morguninn, en vegna bilunar í tækjabúnaði seinkaði vinnslunni en prentsmiðjustjórinn sagðist koma með pakkann út á lestarstöð um tíuleytið svo ég gæti náð seinni lest- inni til Frankfurt. Þegar tíulestin rennur inn á stöðina bólar ekkert á prentsmiðjustjóranum og ég horfi á lestina renna af stað og get ekkert gert. Stuttu síðar sé ég bíl koma í loftköstum að lestarstöðinni og hann fer yfir á rauðu Ijósi og lendir auðvitað í árekstri. Samið var við bflstjórann á nokkrum sekúndum um að ganga frá því máli síðar, en lestin var farin og nú voru góð ráð dýr.“ í loftköstum á flugvöllinn Haukur segist hafa hringt í vin sinn sem á ferðaskrifstofu og sagt að hann þyrfti að vera kominn til Frankfurt í síðasta lagi klukkan hálfeitt. Vinurinn segir honum að fara í einum hvelli út á flugvöll í Hannover og taka vél sem var á leið í loftið fimmtán mínútum síðar. „Mér leist illa á það því það tekur tuttugu mínútur að keyra þangað frá lestarstöðinni. En ég hleyp samt af stað og næ í leigubíl og eftir að hafa boðið bílstjóranum fjórfalda greiðslu fyrir að koma mér á völlinn Kiddi “ tí!að að ÍI von “« 'tækatú) P a" kæmist tU lau. • . v <t lns 1 teka tíð. á tilsettum tíma lagði hann af stað og keyrði eins og óður maður á flug- völlinn. Þegar ég kom hlaupandi inn í flugstöðvarbygginguna og setti farmiðann minn inn í miðavélina gleypti vélin miðann og ég sat uppi miðalaus, en mér var samt hleypt í vélina,“ segir Haukur hlæjandi en segir að á því augnablild hafi honum verið öllum lokið því það var eins og hrakfallasögunni með plötuna væru engin takmörk sett. Ekki var hamagangurinn úti þótt Haukur væri kominn til Frankfurt þvi um leið og hann hringir í flug- völlinn er honum sagt að of seint sé að koma pakkanum í vélina. „Eg hringdi því í ferðaskrifstofuna og segi að ég þurfi annan miða til Is- lands á stundinni. Það gekk eftir en ég hafði samt aðeins hálftíma til að koma mér í gegnum þennan stóra flugvöll sem venjulegast tekur hátt á annan tima vegna tollskoðunar og fleiri formsatriða. Þegar ég kem að hliðinu eru tvær manneskjur þar hlaðnar pappírum og spyrja mig hvort ég sé mr. Vagnsson. Fyrst leist mér ekkert á blikuna en fólkið var þarna vegna þess að Signý var búin að gera ráðstafanir til að ég væri skráður í vélina og með alla pappíra viðvíkjandi pakkanum. Þá loksins komst ég í vélina og gat slappað af og lenti í Keflavík um fjögurleytið.“ Pakkans með plötunni var beðið með eftirvæntingu á Keflavíkur- flugvelli og Kiddi í Hljómlind beið Hauks þar og brunað var í bæinn. Útgáfuteiti Sigur Rósar var haldið í gamla húsnæði Grand Rokk við Klapparstíg og þar unnu sveitar- menn með öðru góðu fólki hörðum höndum við að líma saman umslög- in og ganga frá plötunni. Platan var því seld heit í nýlímdum umslögum á fóstudaginn í versluninni Hljóma- lind og útgáfutónleikamir fóru fram í Operunni á laugardagskvöld- ið með pomp og prakt. Skilafrestur auglýsingapantana í næsta blað er til kl. 16 miðvikudaginn 16. júní. Sfmi: 569 1111 * Bréfasfmi: 569 1110* Netfang: augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.