Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Morgunblaðið/Jim Smart Lýðveldisdagar á Laugavegi Trúðar og tilboð DAGANA 14.-16. júní efna kaup- menn við Laugaveg til svokallaðra lýðveldisdaga. í fréttatilkynningu frá kaupmönnum við Laugaveg kemur fram að ýmsar uppákomur verði þessa daga og verðtilboð í flestum verslunum. Félag harmonikkuleikara ætlar að bregða á leik og bjóða gestum upp í dans og í versluninni Rrílinu tekur trúður á móti bömum og gef- ur þeim blöðrur. íslenskir karlmenn og Vinnufatabúðin bjóða viðskipta- vinum sínum upp á fría skóburstun og í versluninni Monsoon verður barnatískusýning klukkan 16.30. Þá verður börnum einnig boðið upp á íspinna milli kl. 16 og 18 þessa daga. I Galleríi Listakoti sýna Þóra Sigurgeirsdóttir og Herborg Eð- valdsdóttir leirlistamenn ásamt Þórdísi Aðalsteinsdóttur grafík- listamanni en þær útskrifuðust allar frá MHÍ nú í vor. Koma á heilsugæslustöð kostar 700 krónur Apótekin mæla bloðþrýst- ing endurgjaldslaust SUMIR þurfa reglulega að láta mæla hjá sér blóðþrýstinginn. Komugjald á heilsugæslustöð fyrir fullorðna er 700 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins skipt- ir erindið ekki máli, t.d. hvort hjúkrunai-fræðingur tekur blóð- þrýstinginn eða heimilislæknir skoðar komumann. Neytendur geta hinsvegar látið mæla blóð- þrýstinginn í flestum apótekum sér að kostnaðarlausu og nú er einnig hægt að kaupa sér blóð- þrýstingsmæli, en þeir kosta frá rúmum 5.000 krónum. Fá litla bók til að skrá í „Við mælum blóðþrýsting fólki að kostnaðarlausu og höld- um skrá fyrir þá sem vilja,“ seg- ir Guðríður Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Lyfju. Hún segir að viðskiptavinir fái einnig gefins litla bók sem gefin er út af Farmasíu og heitir Holl ráð við blóðþrýstingi. Aftast í þeirri bók er skráningarblað og þar getur fólk skráð blóðþrýstinginn hjá sér. Guðríður segir algengt að fólk að læknar vísi fólki á að láta mæla blóðþrýstinginn í apóteki en sumir þurfa að koma reglu- lega ef þeir eru t.d. að byrja á nýjum lyfjum eða breyta lyfja- skammti.“ Guðríður segir að mörgum finnist þægilegt að geta gengið inn af götunni þegar þeim hentar og látið mæla blóð- þrýstinginn í stað þess að þurfa að panta tíma á heiisugæslustöð. Hún bendir á að einnig sé hægt að fá mældan blóðsykur- inn, en það kostar 200 krónur. Halda skrá og bjóða línurit Hjá Apótekinu á Suðurströnd getur fólk látið mæla blóðþrýst- inginn reglulega og fengið nið- urstöðuna prentaða út. Eftir nokkur skipti fær það síðan línu- rit sem sýnir þróunina og hvern- ig blóðþrýstingurinn er yfir lengri tíma. Svavar Jóhannes- son lyfjafræðingur hjá Apótek- inu á Suðurströnd segir að þá komi og láti mæla blóðþrýstinginn, standi fyrir dyrum að bjóða upp á forvitni reki suma til þess en aðrir blóðsykursmælingar sem yrði þá þurfi að fylgjast með honum af með svipuðu formi og blóðþrýst- heilsufarsástæðum. „Það er algengt ingsmælingarnar. Garðúðarar þurfa að hafa leyfi Veljið garðúðara með réttindi og þekkingu Leyfðuhjartanu aflráfla! 81.5% í Sólblóma er hátt hlutfall fjölómett- aðrar fitu og lítið af mettaðri. Með því að velja Sólblóma á brauðið dregur þú úr hættu á aukinni blóðfitu (kólesteróli). Fita í 100 g NOKKUÐ hefur borið á því að verið sé að bjóða garðúð- un án þess að viðkomandi hafi tilskilin leyfi til verksins. Að sögn Sigurðar V. Halls- sonar hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur brýtur í bága við reglugerð að taka að sér að úða garða gegn greiðslu án þess að hafa tilskilin leyfi eða ráða til sín aðstoðarfólk sem ekki hefur skírteini. Brot á þessari reglugerð varða sekt- um. Sigurður segir að leyfis- skírteini séu veitt af Hollustu- vernd ríkisins að loknu eitur- efnanámskeiði og háð því að Vinnueftirlit ríkisins hafí við- urkennt úðunarbúnaðinn. Þann búnað þarf að skoða ár hvert og einnig eftir að breytingar hafa verið gerðar á búnaði. Leyfisskírteinið þarf að endurnýja á þriggja ára fresti en garðyrkjumeistarar á fimm ára fresti. Sigurður varar neytendur eindregið við að láta menn úða sem ekki eru með gilt skírteini. Hann segir að kvartað hafi verið undan óvandvirkni sumra garðúðara og offorsi. Skemmdarverk Alvarlegasta kvörtunin segir hann að hafi komið upp í fyrra en hún var vegna skaða af völdum úðunar með vökva sem í hafði verið sett örgresisefni. Efnagreiningar á sködduðum plöntum benda til að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Sigurður segir að Heilbrigðiseftirlitið vilji beina þeim tilmælum til garð- eigenda að þeir gangi úr skugga um að úðarinn hafi réttindi og þekkingu áður en hann er fenginn til verksins. Morgunblaðið/Ásdís KVARTAÐ hefur verið undan óvand- virkni sumra garðúðara og offorsi. Sumar happdrætti Stuðningur þinn setur æskufólk íöndvegi með íslenska þjóðfánanum. Flöggum á góðum degi SKÁTAHREYFINGIN Skattfrjálsir vinningar Glæsilegir eöalvagnar, hlaðnir búnaði. — Hverað verðmæti kr. 1.600.000,- Glæsileg amerísk Palomino fellihýsi. — Hvert að verðmæti kr. 585.000,- Vöruúttektir Vöruúttektirí Kringlunni. Hverað verðmæti kr. 100.000, KRINGMN Ferðir fyrirtvo til Dóminíkana á fimm stjörnu hóteli, allt innifalið. — Hver að verðmæti kr. 220.000,- Greiða má með greiðslukorti íslenska fánann í öndvegi Ferðirfyrir tvo til Malasíu / Thailands í tvær vikur með fararstjóra. — Hver að verðmæti kr. 250.000,- fsíma 562 1390 - dregið ÍJ~jjÍMfl999 csxs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.