Morgunblaðið - 15.06.1999, Page 35

Morgunblaðið - 15.06.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 35 BÆKUR Fræöirit SOURCES OF ECONOMIC GROWTH eftir Tryggva Þór Herbertsson. Reykjavík, Háskólaútgáfan. 134 bls. 1999. RANNSÓKNIR á hagvexti hafa verið fyrirferðarmiklar innan hag- fræði undanfarin ár og skilað tals- verðu til skilnings á honum. Áhugi hagfræðinga og annarra á hagvexti er auðskilinn, hagvöxtur hefur bein áhrif á lífskjör allra og er nauðsyn- legur ferðafélagi á leiðinni frá ör- birgð til allsnægta. Einn þeirra hag- fræðinga sem rannsakað hafa hag- vöxt er Tryggvi Þór Herbertsson, dósent við viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla Islands og forstöðu- maður Hagfræðistofnunar. Afrakst- urinn er nú kominn út í bókinni So- urces of Economic Growth eða Ræt- ur hagvaxtar. I ritinu er að finna greinargott yfírlit um helstu kenn- ingar annarra fræðimanna um hag- vöxt og enn fremur fjórar greinar sem Tryggvi Þór hefur ritað, ýmist einn eða í samstarfi við aðra, sem varpa ljósi á einstaka hhðar hagvaxt- ar. Ritið er byggt á doktorsritgerð Tryggva Þórs við Arósaháskóla. Það er því skrifað fyrir sérfræðinga á sviðinu og lítt árennilegt til lestrar fyrir aðra en þá sem þjálfun hafa í aðferðafræði hagfræði. Fyrir þá er fengur af því að hafa aðgengilegt yf- irlit sem þetta og safn greina á ein- um stað. Ritið er ágætis inngangur að hagvaxtarfræðum fyrn hagfræð- Nemendadansflokkur Listdans- skóla Islands. Arrrg... danssýning í Tjarnarbíói NEMENDADANSFLOKKUR List- dansskóla íslands heldur danssýn- ingu í Tjarnarbíói í dag, þriðjudag og á morgun, miðvikudag, kl. 20.30. Flutt verða fjögur verk auk tveggja sólódansa. Eitt verkanna er samið af dönsurum flokksins en hin þijú eru samin af kennurum Listdansskóla Islands. Sólódans- arnir koma úr smiðju August Bo- urnonville. Ásamt nemendadans- flokknum munu dansarar úr 5. og 6. flokki skólans dansa tvö dans- verk. Nemendadansflokkurinn er til- raunaverkefni Lisdansskóla ís- lands og þetta er fyrsta árið sem hann er starfræktur. Flokkinn _ skipa elstu nemendur skólans. í ár hafa meðlimir flokksins verið átta. ---------------- Guðmundur R. Lúðvíksson sýn- ir í Austurríki NÚ stendur yfir sýning á verkum Guðmundar R. Lúðvíkssonar, ásamt Beate Rathmayr og Verena Gfader, í Gallery Maerr, sem er í hjarta borg- arinnar Linz í Austurríki. Þar sýnir Guðmundur 22 veður- teikningar ásamt gólfverki unnið úr A-4 pappír sem myndar Island og gert er úr 250 örkum. Sýningin stendur til 7. júlí. Rætur hagvaxtar inga og í því er vísað á fjölda annarra rita til frekari fróðleiks. Niður- stöðumar eru þó áhuga- verðar fyrir mun fleiri og vonandi mun Tryggvi Þór eða aðrir íslenskir hagfræðingar setja þær fram síðar á aðgengilegan hátt fyrir leikmenn. Þótt skrifað sé á ensku og fjallað um efni sem skiptir máli um heim allan ber ritið þess merki að höfundurinn er alinn upp á íslandi. Hagvöxtur á Islandi er þó ekki sérstaklega til Tryggvi Þór Herbertsson skoðunar en litið er á hliðar hagvaxtar sem eru sérstaklega áhuga- verðar fyrir Islendinga og jafnt notuð íslensk sem erlend gögn. Þannig er litið á tengsl hagvaxtar annars veg- ar og náttúruauðlinda, mannauðs og verðbólgu hins vegar. Tryggvi Þór kemst að þeirri niðurstöðu að um fimmtung hagvaxt- ar á íslandi á árunum 1970 til 1992 megi rekja til betri menntunar landsmanna, fjárfest- ingar í mannauði. Þetta er tæpur helmingur þess sem skýra má með öðrum fjárfestingum lands- manna en þær voru miklar á þessu tímabili, bæði vegna stækkunar fiskiskipaflotans og virkjanafram- kvæmda. Um fimmtung hagvaxtar virðist ekki unnt að skýra með töl- fræðilegum aðferðum en sennilega má rekja stóran hluta þess til bættr- ar starfsþjálfunar landsmanna. Þá skoðar Tryggvi Þór í samvinnu við Þorvald Gylfason hvort hugsan- legt sé að gjöfular náttúruauðlindir dragi úr hagvexti vegna þess að of mikil áhersla á nýtingu þeirra hamli uppbyggingu annarra atvinnuvega. Þessi tilgáta er ekki ný af nálinni en greinin rennir frekari stoðum undir hana. I annarri grein, ritaðri í sam- vinnu við Anders Sorensen, er litið á áhrif þess á hagvöxt ef eignarréttur á náttúruauðlindum er óljós. Myndin sem Tryggvi Þór dregur upp af áhrifum verðbólgu er dökk. Sá kafli er ritaður í samvinnu við Þorvald Gylfason og Gylfa Zoéga. Þeir komast að þeirri niðurstöðu að ótvírætt sé að verðbólga dragi úr hagvexti, að stöðugt verðlag sé for- senda örs vaxtar. Ekki er lagt mat á það hve miklu minni þjóðarfram- leiðsla Islendinga er nú en hún hefði orðið ef okkur hefði tekist betur upp í baráttunni við verðbólguna. Það virðist þó ljóst að talsverðu munar. Það gefur auga leið að doktorsrit- gerð er vandað rit sem lagt hefur verið í dóm sérfræðinga á sviðinu og staðist ýtrustu kröfur. Þetta á tví- mælalaust við um bók Tryggva Þórs og hún er höfundi sínum til sóma. Gylfi Magnússon Alvöru Suzuki jeppi á verði smábílsl Jimny er alvöru ieppi by sjálfstæðri grind og mei hátt og lágt drif. feliSS. Bj f jjjfiá \ A Wk ST \ t Flottur í bæ, seigur á fjöllum Suzuki Jimny er sterkbyggður og öflugur sportjeppi, byggður á sjálfstæðri grind og með hátt og lágt drif. Það er sama hvort þú ætlar með vinina í fjallaferð eða á rúntinn niður i bæ, Jimny er rétti bíllinn! 1.399.000,- beinskiptur 1.519.000,- sjálfskiptur $ SUZUKI —m*.... — SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: ólafur G. ólafsson. Garðabraut 2, sfmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sfmi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elfasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður Bílagarður ehf., Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, sfmi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 2617. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.