Morgunblaðið - 15.06.1999, Page 63

Morgunblaðið - 15.06.1999, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kvöldgangan í Viðey í VIÐEY verður farið í tveggja tíma göngu um norðaustureyna í kvöld, þriðjudag. Farið verður með Viðeyjarferjunni úr Sundahöfn kl. 19.30. Lagt verður upp frá kirkj- unni og gengið þaðan austur fyrir | gamla túngarðinn og meðfram hon- um yfir á norðurströndina, um norðurklettana, framhjá Háanefi og 1 þar niður á Sundbakkann. Þar verð- ur sýndur gamli vatnstankurinn, sem Viðeyingafélagið hefur breytt í lítið félagsheimili. Ljósmyndasýn- ingin í Viðeyjarskóla um lífið í þorp- inu á Sundbakkanum, eða „Stöð- inni“, á fyrri hluta þessarar aldar verður skoðuð, einnig rústir byggð- arinnar. Þaðan verður svo gengið heim að Stofu aftur. Göngurnar í Viðey eru raðgöngur í fimm áföngum. Göngufólk er beðið að búa sig eftir veðri og áhersla er lögð á góðan skófatnað. Gjald er ferjutollurinn, kr. 400 fyrir fuli- orðna og kr. 200 fyrir börn. Veitingahúsið í Viðeyjarstofu og hestaleigan eru opin daglega. Einnig er hægt að fá reiðhjól að láni endurgjaldslaust. Loks er hægt að fá leyfi til að tjalda í Viðey. . Knatt- j spyrnuskóli Islands KNATTSPYRNUDEILD Tinda- stóls á Sauðárkróki hyggst í sumar stofna knattspyrnuskóla. „Skólinn verður starfræktur eina helgi á ári og hefur verslunarmannahelgin orð- 4 ið fyrir valinu. Skólinn verður starf- ræktur á Sauðárkróki. Knatt- Íspymuskóli íslands, eins og skólinn heitir, mun verða settur fimmtudag- inn 29. júlí og verður honum slitið mánudaginn 2. ágúst. Skólinn er bæði bóklegur og verklegur og fyrir aldursflokkana 4. og 3. karla og kvenna. Skólinn er öllum opinn á þessum aldri upp að ákveðnum fjölda þátttakenda. Það er UMF Tindastóll sem rekur skólann en g Guðmundur Torfason hefur verið ráðinn skólastjóri hans. Knatt- 1 spyrnusamband íslands viðurkenn- | ir skólann og mun vinna með fram- kvæmdaaðilum að skipulagningu hans. Einnig mun Tóbaksvarnar- nefnd koma að skólanum. Skólinn verður frá morgni til kvölds og full dagskrá þann tíma. A skólann munu koma fjölmargir kunnir knatt- spyrnumenn og þjálfarar sem munu aðstoða við kennslu. Sjúkraþjálfar- m ar og læknar munu halda fyrirlestra um ýmis málefni og einnig fulltrúi Tóbaksvarnarnefndar. Unnið er að 1 því að fá til skólans erlendan knatt- spyrnumann. Öll aðstaða til skóla- haldsins á Sauðárkróki er hin besta. Þátttakendur gista í skólum sem eru við hlið íþróttasvæðisins og knattspyrnuvellir eru nægir. Glæsi- legt íþróttahús er einnig á staðnum og aðstaða til fyrirlestra er góð,“ segir í fréttatilkynningu frá Tinda- gj stóli. Starfræksla öryggisþj ónustu í atvinnuskyni MORGUNBLAÐINU hefm- borist eftirfarandi frá dóms- og kirkju- málaráðuneytinu: „Að gefnu tilefni vekur dóms- og i kirkjumálaráðuneytið athygli lög- §8 reglustjóra og fjölmiðla á eftirfar- 4 andi: Samkvæmt 1. gr. laga um örygg- isþjónustu nr. 58 22. maí 1997 þarf leyfi ráðherra til að annast öryggis- þjónustu í atvinnuskyni. Samkvæmt lögunum og reglugerð um öryggis- þjónustu, nr. 340 6. júní 1997, getur öryggisþjónusta falist í a) eftirliti með lokuðum svæðum og svæðum opnum almenningi, hvort heldur sem er með eftirlitsferðum vakt- manna eða myndavélum, b) flutn- ingi verðmæta, c) taka við og sinna boðum frá einstaklingum um að- stoð, d) taka við og sinna boðum frá viðvörunarkerfum vegna eldsvoða, vatnsleka, innbrots, hitastigs, raf- magnsleysis eða dæluvii'kni og e) vernda einstaklinga með lífvörðum. Skilyrði fyrir útgáfu leyfis og gögn sem þurfa að fylgja umsókn um starfsleyfi koma fram í áður- nefndum lögum og reglugerð, sem fylgja hjálagðar. Lögin öðluðust gildi 1. júh' 1997.“ Nýr kirkju- vörður í Hall- grímskirkju 1. MARS síðastliðinn tók til starfa nýr kirkjuvörður í Hallgrímskirkju, Sigurbjörg Flosadóttir. Sigurbjörg hefur síðustu ár verið kirkjuvörður og meðhjálpari í Egilsstaðakirkju auk þess að vinna hjá Svæðisút- varpi Austurlands. Þá hefur Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson, kennari og húsasmiður, verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Hallgrímskirkju frá og með 15. maí, en Jóhann hafði áður verið æskulýðsfulltrúi kirkj- unnar til tveggja ára. Einnig hefur verið ráðin Magnea Sverrisdóttir, kennari, í stöðu æskulýðsfulltrúa Hallgrímskirkju frá og með 1. ágúst næstkomandi. Magnea útskrifaðist frá KHÍ vorið ‘97 og hefur hún verið við kennslu síðan. Auk þess hefur Magnea mikla reynslu af barna- og æskulýðsstarfi bæði innan kirkj- unnar og KFUK,“ segir í fréttatil- kynningu frá Hallgrímskirkju. boltar - pöddubox - hljóðfæri- | feykírSfa | Skólavördustíg 1a 7 - jrpæds -jnujoþs ipuBSÁniBfs Einkaskólar og aðrir sem bjóða upp á nám og/eða námskeið Dagur símenntunar verður haldinn 28. ágúst 1999. Dagskrá verður víða um landið. Markmiö dagsins er aö vekja athygli á gildi símenntunar og þeim fjölbreyttu möguleikum sem fólki standa til boða, ásamt því aö hvetja fólk til að taka þátt ( námi og námskeiöum til aö efla þekkingu sína og færni í atvinnulífinu og/eða til að auka persónulegan þroska og lífshamingju. Vilt þó vera með? Staðfesta þarf þátttöku fyrir 20. júní Skráning og nánari upplýsingar eru hjá MENNT - samstarfsvettvangi atvinnulífs og skóla, Laugavegi 51, 101 Reykjavík, sími 511 2660, bréfsími 511 2661, netfang: mennt@mennt.is 4 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 ecco Miklð úrval afEcco skóm fyrlr alla fjölskylduna 63 Teg. Cíty Walker. Verð 8.995. Stærðir: 40-48. Litur: Svartir Teg. Cosmo. Verð trá 6.995. Stærðír: 36-46. Litur: Koníaksbrúnn D0MUS MEDICA við Snorrabraut - Reykjavík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Sími 568 9212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Stakir hlutir og eða samstæður. Nokkrar gerðir úr járni og áli. Ávallt í leiðinni ogferðarvirði Garðverkfæri með tréskafti og úr ryðfríu stáli MRbúöin Lynghálsi 3 Sími: 5401125 *Fax: 5401120 Klippur, margar gerðir Úrval hefðbundinna handverkfæra 5 Hagstætt verð • Mikið úrval Garðverkfæri > < r j Veður og færð á Netinu ýg>mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.