Morgunblaðið - 17.06.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.06.1999, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður Ibúasamtakanna á Þingeyri bungoröur: Hátt í hundrað manns á förum „ÞAÐ eru víðar hreinsanir en í Kosovo, Mr. Solana. Það er líka verið að hrekja okkur að heiman.“ Mokveiði í Þórisvatni VEIÐI hófst í Þórisvatni um síðustu helgi, sex stangir voru þar á ferð og án nokkurs vafa fór þar fram mesta mokveiðin á þeirri stangaveiðivertíð sem nú er nýlega hafin. „Þeir fengu 225 urriða á einum og hálfum sólar- hring og sögðust varla hafa lent í öðru eins. Þetta var allt vænn fiskur, mest 3 til 5 pund og þeir stærstu 7 punda. Þetta veiddu menn jöfnum höndum á makríl og spón,“ sagði Ey- mundur Gunnarsson í hálendismið- stöðinni Hrauneyjum í samtali við Morgunblaðið. Miklar seiðaslepping- ar í Þórisvatn síðustu árin hafa aug- ljóslega borið árangur. Eymundur er með veiðileyfi í Þóris- vatni á sinni könnu og enn fremur Köldukvísl sem rennur skammt frá Hrauneyjum og sameinast Tungná. „Hér eru þrjátíu karlar í fæði og þeir eru stundum að skreppa í Köldukvísl á kvöldin eftir vinnu. Taka þá oft 2-3 bleikjur. Þetta eru fjallableikjur og mjög vænar. Sú stærsta sem ég hef séð í sumar var tæplega 8 punda. Þeir hafa verið að nota makríl og spón á bleikjuna ekki síður en á ur- riðann,“ sagði Eymundur. Nú eru komnir milli 150 og 160 laxar úr Norðurá. Veiðin er mjög sveiflukennd og fer eftir ástandi ár- innar, sem hefur verið óstöðugt. Síð- asta holl fékk 30 laxa og gat þó ekki veitt í heilan dag vegna vatnavaxta. Hollið sem nú er við veiðar hafði að- eins 5 laxa eftir fyrsta daginn og á dögunum var holl í ánni sem fékk að- eins 12 laxa á þremur dögum. ÆlasCopcc Upplýsingatækni og umhverfismál Markáætlun styrkir þverfag- legar rannsóknir Vilhjálmur Lúðvíksson MORGUN, fóstu- daginn 18. júní, verður fyrstu styrkveitingum úthlutað samkvæmt markáætlun Rannsóknarráðs Islands um upplýsingatækni og umhverfismál. Vilhjálmur Lúðvíksson er fram- kvæmdastjóri RANNÍS. „Markáætlunin var undirbúin í samráði við menntamálaráðherra til að tengja betur stefnu vísinda og tækni við stefnu ríkisstjórnarinnar á sviði upplýsingatækni og umhverfismála. Veita átti fé í verkefni sem sameinuðu krafta opin- berra stofnana og fyrir- tækja í verkefnum þar sem stefnt er að fyrir- fram ákveðnum markmiðum.“ Vilhjálmur segir að með þessu sé verið að auka fé til rannsókna og gerð tilraun til að auka skil- virkni rannsókna. -Til hve langs tíma gildir áætlunin og hversu miklir fjár- munir verða lagðir íhana? „Aætlunin er til sex ára en byrjað er með hana til tveggja ára. Tvö hundruð milljónir fara í hana þessi fyrstu tvö ár og síðan 380 milljónir í fjögur ár þar á eftir.“ - Er úthlutun markáætlunar- innar frábrugðin úthlutun úr reglulegum sjóðum Rannsókn- arráðs, þ.e. Tæknisjóði og Vís- indasjóði? „Já, að ýmsu leyti. I fyrsta lagi eru markmiðin ákveðin fyr- irfram og á hvaða sviðum verk- efnin eigi að vera. Þá er fjár- hagsrammi settur um hvert svið en það hefur ekki verið gert hingað til. Markáætlunin setur líka ákveðnari skilyrði um hvemig skuli staðið að verki og hún er byggð meira á þverfag- legri samvinnu en almennt ger- ist við úthlutanir úr Tæknisjóði og Vísindasjóði. Þá er í marká- ætluninni sérstök áhersla lögð á að veita nokkra stóra styrki, stærri en fjórar milljónir króna, til sérlega áhugaverðra verk- efna.“ - Hversu margar umsóknir bárust íáætlunina? „Ferlið var í tveimur hlutum. Við buðum umsækjendum fyrst upp á að skila forumsókn, mán- uði fyrir endanlegan umsóknar- fi"est. Þá fengum við alls 235 um- sóknir. Við mátum þær og gáf- um síðan umsækjendum um- sagnir og áttum fundi með þeim. Margar umsóknir voru í kjöl- farið sameinaðar og endanlega bárust okk- ur um 140 umsóknir.“ Vilhjálmur segist bú- ast við að styrkimir verði að meðaltali hærri en þeir styrkir sem veittir hafa verið úr Tæknisjóði og Vís- indasjóði. - Komu fram ný verkefni eða er um að ræða sömu verkefni og hafa sótt um styrki hjá Tækni- sjóði og Vísindasjóði? „Þetta er ný samsetning og margir nýir sem sækja um styrk, bæði stofnanir og fyrir- tæki. Það er einnig meira um samvinnu milli stofnana og fyrir- tækja.“ Vilhjálmur segir hugmyndirn- ►Vilhjálmur Lúðvíksson er fæddur 4. apríl árið 1940. Hann lauk prófi í efnaverk- fræði frá Háskólanum í Kansas árið 1964 og doktors- gráðu í efnaverkfræði frá Wisconsin-háskóla árið 1968. Villyálmur var verkefnis- sljóri hjá Rannsóknarráði rík- isins frá 1968-1972, ráðgjafi hjá iðnaðarráðuneytinu frá 1972-1976 og sjálfstæður ráð- gjafi frá 1976-1978. Hann var framkvæmda- sljóri Rannsóknarráðs ríkis- ins frá árinu 1978 til 1994 er stofnunni var breytt í Rann- sóknarráð íslands. Vilhjálmur hefur verið framkvæmda- stjóri RANNIS síðan. Eiginkona hans er Áslaug Sverrisdóttir safnvörður á Árbæjarsafni og eiga þau tvær dætur. ar líka vera stærri en áður og verkefnin framsækin. „Við feng- um til dæmis fjölda hugmynda um öfluga gagnabanka, um ís- lenska menningu og íslenska náttúru. Markáætlunin býður upp á þann möguleika að setja í heild- arsamhengi dreifðar rannsóknir sem unnið hefur verið að yfir lengri tíma. Með þeim hætti má fá heildstæðari svör við ýmsum spurningum sem einstakar og afmarkaðar rannsóknir hafa ekki svarað.“ Mun RANNÍS beita sér fyrir markáætlunum á öðrum svið- um? „Við erum að leggja drög að því að geta sett kraft í langtímarannsóknir á afmörkuðum sviðum og munum leggja til- lögur fyrir ríkis- stjórnina á komandi misserum um það.“ Þá segir Vilhjálmur að verið sé að gera út- tekt á stöðu grunnrannsókna á íslandi og gert er ráð fyrir að úttektinni ljúki í haust. Hvernig standa íslendingar sig miðað við aðrar þjóðir í að fjár- magna rannsóknir og þróun? „Við stöndum okkur mjög vel. Eg sé æ fleiri merki þess að ís- lenskt vísindasamfélag hefur eflst á undanfórnum árum og ís- lenskir vísindamenn þykja eftir- sóknarverðir samstarfsaðilar í alþjóðlegum samstarfsverkefn- um.“ íslenskir vísindamenn þykja eftir- sóknarverðir samstarfs- aðilar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.