Morgunblaðið - 17.06.1999, Side 11

Morgunblaðið - 17.06.1999, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 11 FRÉTTIR Islensk erfðagreining í frönsku sjdnvarpi Hoffmann- La Roche afneitar gagnagrunni Strassborg. Morgunblaðið. I SJONVARPSÞÆTTI sem sýndur var í Frakklandi í fyrrakvöld um ís- lenska erfðagreiningu og gagna- grunninn á heilbrigðissviði lagði talsmaður svissneska lyfjafyrirtæk- isins Hoffmann-La Roche áherslu á að það tengdist gagnagrunninum ekki með nokkrum hætti. Þátturinn, sem var 35 mínútna langur, var sýndur á sjónvarpsstöðinni Arte sem er samstarfsfyrirtæki Þjóð- verja og Frakka. Þar var rætt við fjölmarga íslendinga, bæði fylgis- menn og andstæðinga gagna- grunnsins. Ennfremur var því hald- ið fram í þættinum að andstaða væri í alþjóðlegu vísindasamfélagi við þá einokunaraðstöðu sem gagna- grunnslögin veita einu fyrirtæki. Sagt var að svissneska fyrirtækið skynjaði þessa andstöðu og yrði meðal annars vart við hana á Net- inu. í þættinum sagði að svissneska lyfjafyrirtækið sem gert hefur samning við Islenska erfðagrein- ingu um samstarf við að finna or- sakir nokkurra tiltekinna sjúkdóma reyndi nú að bregðast við gagnrýni og hótunum um samskiptabann með því að útskýra nánar hvernig tengslum þess við Island væri hátt- að. „Það er grundvallaratriði að rannsóknarverkefni okkar og Is- lenskrar erfðagreiningar séu aðskil- in frá þessum gagnagrunni," sagði Peter Herrmann, talsmaður fyrir- tækisins, í þættinum. „Rannsóknir okkar munu byggjast á gögnum sem koma úr öðrum áttum.“ Þegar hann var spurður hvers vegna fyrirtækið væri andvígt því að rannsóknir þess færu fram fyrir tilstilli gagnagrunnsins svaraði hann eftir nokkurt hik: „Gagna- grunnurinn var ekki inni í samn- ingnum." Islendingar staðfesta Smugusamninginn ALÞINGI ályktaði í gær að heimila ríkisstjóm Islands að staðfesta samning milli ríkisstjórna Islands, Noregs og Rússneska sambandsrík- isins um þorskveiðar Islendinga í Barentshafi og lausn á Smugudeil- unni svokölluðu. Samningurinn gild- ir út 2002 og framlengist um fjögur ár í senn sé ekki ekki sagt upp. Rússar hafa þegar staðfest samning- inn en búist er við að Norðmenn samþykki hann í dag. A Alþingi í gær var ályktunin sam- þykkt með fjörutíu atkvæðum gegn einu. Fjórh- þingmenn sátu hjá. Átján voru fjarstaddir. Vinstrihreyfíngin - grænt framboð Heræfíngum mótmælt ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing- arinnar-græns framboðs mótmælir heræfingum NATO hér á landi sem fyrirhugað er að hefjist 19. júní nk. í ályktun þingflokksins segir m.a. að stríðsleikir í náttúru Islands með til- heyrandi ónæði séu í hrópandi ósam- ræmi við þá mynd af landi og þjóð, „sem við Islendingar eigum að sýna umheiminum". I ályktuninni segir: „Þá mótmælir þingflokkurinn því sérstaklega að um- hverfismál séu dregin inn í væntan- legar heræfingar með þeim ósmekk- lega hætti sem raun ber vitni. Þing- flokkur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs krefst friðlýsingar Islands og íslenskrar lögsögu íyrir umferð kjamorkuknúinna farartækja, kjam- orkuvopnum og öðrum vopnum sem geta verið skaðleg umhverfinu og hvers kyns hemaðarbrölti." Morgunblaðið/Arnaldur URIM skoðar ljúffengt og nýbakað brauð hjá móður sinni Zymrie. Hún bakar slíkt brauð á hverjum degi. Fjölskyldurnar frá Kosovo koma sér fyrir í Fjarðabyggð Lífið í FJÖLSKYLDURNAR frá Kosovo úr síðari flóttamannahópnum sem kom hingað til lands hafa nú komið sér fyrir í íbúðum í Fjarðabyggð og eru óðum að venjast lífinu á ís- landi. Morgunblaðsmenn litu í heimsókn til Gani Beciri, Zymrie eiginkonu hans og barna þeirra Ki- mete, Burim og Urim. Þegar blaða- menn bar að garði var Zymrie að baka brauð að sið Albana. Flestar konur þaðan baka á hverjum morgni. Brauðið var ljúffengt og skildu blaðamenn mætavel hvers vegna Zymrie bakar það daglega. Fjölskyldan hefúr náð ótrúlega góðum tökum á fslensku miðað við þann stutta tíma sem hún hefur verið hér. Samræðurnar fóru fram á íslensku og gengu bærilega en lengi framan af var enginn túlkur viðstaddur. Gani dró þó fram glós- umar til að styðjast við og með þær við höndina var eftirleikurinn auðveldur. Allur hópurinn stundar íslenskunám á hverjum morgni. Fjölskyldunum hefur verið vel tekið af íbúum Fjarðabyggðar og aðstoða stuðningsfjölskyldur þær við það nauðsynlegasta, eins og innkaup og annað í þeim dúr. Nokkrir úr hópnum hefja vinnu í næstu viku og um helgina munu konurnar selja brauð á hæðinni fyrir ofan kaupfélagið, þar sem jafnframt er starfrækt nokkurs konar félagsmiðstöð hópsins. fastar skorður FJÖLSKYLDUFAÐIRINN Gani blaðar í glósunum sínum og leitar að ákveðnu orði á íslensku. Dóttir hans Kimete fylgist með. ILIR, sem á íslensku þýðir friður, er bróðursonur Gani. Hann kom í heimsókn til fjölskyldunnar og æfði sig að skrifa. Samgönguráðherra um álit samkeppnisráðs vegna málefna Landssíma fslands hf. Segir ráðið ganga lengra en efni eru til STURLA Böðvarsson samgönguráð- herra sagði við utandagskrárum- ræðu á Alþingi í gær að samkeppnis- ráð gengi lengra en efni stæðu til í álitsgerð sinni um málefni Lands- síma íslands hf. Gagnrýndi hann jafnframt mörg atriði álitsgerðarinn- ar. Meðal þess sem fram kemur í áliti samkeppnisráðs er að eignir Pósts og síma hafi verið vanmetnar þegar fyrirtækinu var breytt í hlutafélag, að viðskiptavild þess hafi ekki verið metin og að 7,5 milljarða króna skuld þess við lífeyrissjóð starfsmanna rík- isins hafi verið lækkuð um 1,5 millj- arða króna. Telur samkeppnisráð að í þessu felist ríkisstuðningur sem brýtur í bága við ákvæði samkeppn- islaga og raskai’ samkeppnisstöðu keppinauta Landssímans. Fer sam- keppnisstofnun því fram á að sam- gönguráðherra gangist fyrir endur- mati á eignum Landssímans, mati á viðskiptavild hans og afturköllun á lækkun skuldar hans við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þá leggur sam- keppnisstofnun til að stofnað verði nýtt hlutafélag um GSM-þjónustu Landssímans. Viðbrögð samgönguráðherra Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra vildi ekki kveða upp úr um hvort mat á eignum Landssímans væri rétt. Sagði hann þrjú ár liðin frá því að matið var gert og að nauð- synlegt væri að fara aftur yfir stöðu mála. Hann gagnrýndi hins vegar samkeppnisráð fyrir að hafa ekki gert sjálfstæða úttekt á eignum Landssímans og kvað það aðeins hafa sagt að um vanmat væri að ræða án þess að birta fyrir því frek- ari rökstuðning. Hann sagði það einnig rangt að ekki hefði farið fram neitt mat á viðskiptavild Pósts og síma og taldi það vafasamt að segja ríkisaðstoð felast í því að losa fyrir- tæki í ríkiseign undan hluta lífeyris- skuldbindinga sem eru umfram skuldbindingar sem almennt gilda. Sturla gagnrýndi einnig sam- keppnisráð fyrir að miða umfjöllun sína um of við reglur EES-samn- ingsins um bann við ríkisaðstoð. „Það er ekki í verkahring Sam- keppnisstofnunar að fjalla um þær reglur, heldur er það Eftirlitsstofn- un EFTA sem á að fjalla um þær. í samkeppnislögum er ekki að finna sambærileg ákvæði um bann við rík- isaðstoð. Það orkar því tvímælis að ráðið skuli fjalla um þetta,“ sagði St- urla. Þá kvað hann málsmeðferð samkeppnisráðs ekki samræmast reglum stjórnsýsluréttar þar sem fulltrúum samgönguráðuneytisins og Landssímans hefði ekki verið gefinn kostur á að tjá sig um meinta ólög- mæta ríkisaðstoð frammi fyrir ráð- inu. Hvað varðar þau tilmæli Sam- keppnisstofnunar að stofnað verði nýtt hlutafélag um GSM-þjónustu Landssímans sagðist Sturla telja stofnunina þar komna út á mjög hálan ís með því að ætla að skipu- leggja atvinnustarfsemi í landinu. Kvaðst Sturla ekki viija brjóta Landssímann upp þar sem það veikti stöðu fyrirtækisins og minnkaði verðgildi þess. Sagði hann það aðal- atriði að tryggja með eftirliti aðfarið væri eftir reglum um að ekki væri verið að millifæra og nota styrk einnar deildar til þess að klekkja á samkeppnisaðilum. Afstaða stjórnarandstöðunnar Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi utandagskrárumræð- unnar. Sagði hann athugasemdir samkeppnisráðs kalla á að þingmenn glöggvuðu sig á því hvort samkeppn- islög, fjarskiptalög, lög um hlutafé- lagavæðingu Landssímans og ákvæði EES-samningsins færu sam- an og hvort ákvarðanir af hálfu markaðsráðandi fyrirtækja gengju þvert á lagafyrirmæli. Þá sagði hann nauðsynlegt að fá fram viðhorf sam- gönguráðherra og ríkisstjórnarinnar varðandi ákveðin grundvallaratriði og að þar dygði ekki að vera með pólitískan útúrsnúning og einfóldun, auk þess sem ekki væri rétt að hengja boðbera slæmra tíðinda, þ.e. Samkeppnisstofnun „Samkeppnisstofnun vinnur sam- kvæmt lögum og er gert að tryggja það í okkar litla landi að virk sam- keppni eigi sér stað og að markaðs- ráðandi fyrirtæki geti ekki farið sínu fram og til dæmis drepið keppinauta sína með því að lækka verð óhóflega tímabundið eða þar til samkeppnis- aðilinn hefur gefist upp,“ sagði Guð- mundur Árni. Aðrir þingmenn stjórnarandstöð- unnar sem stigu í ræðustól voru á svipaðri skoðun og Guðmundur Ámi. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinsti-i hreyfingarinnai’-græns fram- boðs, sagði athugasemdir samkeppn- isráðs vera alvarlega aðvörun til rík- isstjórnai-innar um að vanda til verks- ins við hlutafélagavæðingu ríkisfyrir- tælq'a, ekki síst þeirra sem hafa búið við einokunar- eða fákeppnisumhverfi eða sinnt mikilvægri þjónustu fyrir almenning. Svaníríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnai', beindi spjótum sínum að eignarhaldi Landssímans á gru nnfj arskiptakerfinu og sagði það leiða til þess að keppinautar fyrirtæk- isins kæmust ekki hjá því að eiga við það viðskipti. Því væri nauðsynlegt að stjómvöld huguðu vandlega að sam- keppnisstöðu þeiira fyrirtækja er hefðu verið eða væru að hasla sér völl á fjarskiptamarkaðnum. Ogmundur Jónasson, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar-græns fram- boðs, sagðist ekki telja víst að tryggt væri að góð þjónusta og lágt verð til neytenda hlytist með sölu Landssím- ans og mæltist til þess að staldrað yrði við og öllum söluáformum frestað. Þá spurði Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hversu langt menn væm tilbúnir að ganga í þeirri viðleitni að tryggja samkeppnisstöðu Islendinga gagn- vart útlendingum. Spurði hún einnig hvort ríkisstjórnin væri tilbúin að vernda samkeppnisstöðu Landssím- ans á sama hátt og hún gerir með veitingu einkaréttar til gerðar gagna- grunns á heilbrigðissviði, eða hvort hún teldi samkeppni aðeins af hinu góða á ákveðnum sviðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.