Morgunblaðið - 17.06.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.06.1999, Qupperneq 22
£<? ooor fT/rji vt q,rr)i(TTi'rT/WI'í 22 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 fflUAISrHUDflOM MORGUNB LAÐIÐ NEYTENDUR Bréf og blöð eiga ekki að standa út úr lúgunni SÚ ALMENNA vinnuregla er í gildi hjá fyrirtækjum að starfsfólk sem sinnir útburði hjá þeim sjái til þess að póstur og blöð fari alla leið inn um lúguna en standi ekki í henni miðri. Stundum hefur það þá komið fyrir að blöðum er stolið eða það gerst í rigningu og slagveðri að fólk er að fá póstinn sinn eða blöðin blaut ogsundurtætt. „Hjá Islandspósti er sú almenna vinnuregla í gildi að póstburðarfólk setji allan póst inn um lúguna en skilji hann ekki eftir fastan í lúg- unni,“ segir Örn Skúlason fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölu- sviðs Islandspósts. Örn segir að fólk fari á sérstök byrjendanám- skeið þegar það taki að sér útburð póstsins og þar segir hann að þessi mál séu tekin fyrir. Þá er tekið við ábendingum og kvörtunum á stöðvunum og reynt að koma mál- unum í lag ef kvartanir koma upp. Öm bendir á að stundum sé ástæðan líka sú að bréfalúgur séu mjög þröngar og litlar. „Viðmiðun- arreglumar era að lúgumar séu 25x260 mm að stærð og margar lúgur uppfylla ekki þessar kröfur." Þá bendir hann á að í fjölbýlishús- um séu póstkassar oft mjög litlir og þegar búið er að setja blað eins og Morgunblaðið í kassann er lítið pláss fyrir annan póst. Strangar reglur í gildi Við vinnum samkvæmt reglum frá árinu 1994 og í 7. grein þeirra kemur íram að setja eigi póst í póstkassa eða inn um póstlúgu," segir Ingigerður Heiðarsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg dreifingarstjóri hjá Póstdreifingu. „Ef engin lúga er á húsinu á að sleppa því og ef póstkassinn er troðfullur á sömuleiðis að sleppa honum.“ Ingigerður segir að starfsfólki fyrirtækisins sé óheimilt að setja póst á gólf húsa eða ofan á póstkassa. Hann á í öllum tilfellum að fara ofan í lúgu eða kassa. Sé orðsending á póstkassa eða lúgu þess efnis að auglýsingaefnis sé ekki óskað er orðið við þeirri bón. „Þessar starfsreglur fær starfs- fólk okkar afhentar þegar það hef- ur störf hjá okkur og við leggjum ríka áherslu á að unnið sé eftir þeim. Til að minna starfsfólkið á reglumar sendum við því með reglulegu millibili orðsendingar þar að lútandi." Ingigerður segir það heyra til undantekninga að starfsfólk fari ekki eftir þessum reglum og hún bendir á að ef svo sé fái það viðvöran. Sjaldan kvartað Á Morgunblaðinu fá blaðberar í hendur starfsreglur þegar þeir hefja störf hjá blaðinu. Öm Þóris- son áskriftarstjóri Morgunblaðsins segir að þar sé tekið fram að Morg- unblaðið skuli sett tryggilega inn um bréfalúgu þannig að hún lokist. „Þetta er gert til að hverfult veður- far og óprúttnir nágrannar komi ekki í veg fyrir ánægjulega morg- unstund við blaðalestur. Það er sem betur fer sjaldgæft að kvartað sé yfir blautu eða skemmdu blaði. Algengara er að því sé stolið, sérstaklega í fjölbýlis- húsum þar sem gamlir póstkassar era.“ Öm segir að í eldri húsum hafi lúgur og póstkassar oft verið hannaðar fyrir allt aðra stærð af blöðum og minna magn af pósti en dreift er í dag. Hann segir að færst hafí í vöxt að fólk snúi sér til áskriftardeildar blaðsins þegar húsfélög endumýja póstkassa í sameign. „Það er nauð- synlegt að hafa í huga að blöð era stærri en áður og ómerktur póstur fyrirferðarmeiri. Smiðir, verktakar og sérhæfð fyrirtæki eins og Akron smíða póstkassa eins og fólk vill hafa þá og breyta lúgum þannig að allur póstur eigi greiða leið til fólks.“ Morgunblaðið/Jim Smart í KRYDDKOFANUM fást m.a. austurlensk matvæli og krydd. Kryddkofinn opnaður á ný VERSLUNIN Kryddkofinn hefur nú verið opnuð á ný á Njálsgötu 112, en hún var áður til húsa að Skeifunni 8. I fréttatilkynningu frá Kryddkofanum kemur fram að þar sé hægt að fá úrval af austurlensku kryddi og ýmis matvæli og einnig verður boðið upp á heitan mat í há- deginu. Þá hefur vöraúrvalið aldrei verið meira en nú. Hættuleg ferðarúm NÝVERIÐ lést 11 mánaða gamalt bam í Hollandi er ferðarúm sem það svaf í féll saman. Orsök slyss- ins er talin vera sú að rúmið var ekki rétt fest saman. Samkvæmt upplýsingum frá markaðsgæslu- deild Löggildingarstofu er þessi ákveðna tegund ferðarúma ekki á markaði hérlendis en svo virðist vera sem mörg þeirra ferðarúma Bjóðum nú næstu daga hitakúta, rafmagnsofna, eldavélar, kæliskápa, ryksugur, matvinnsluvélar, sjónvörp, hljómflutningstæki og margt fleira í sumarbústaðinn á sérstöku tilboðsverði. I erncns eídovél HN 26023 Sannköllud gæðaeldavél með óvenju-rúmgóðum ofni. H x b x d = 85 x 50 x 60 sm. 39.900kr. stgr. Fínn hiti og heitt vatn« sumarbústaðinn. Traustir og margreyndir rafmagnsofnar og hitakútar frá Siemens, Dimplex og Nibe. I I I Vandaðar vörur, gott verð og góð þjónusta. Gríptu gæsina meðan hún gefst. Króm og hvítt Árviridnn Grindavík Rafborg Garður: Raft.ekjav. Síq Ingvars*. Keflavik: Ljósboginn Hafnarfjórdur: Rafbúft Skúlo, Áriaskeiðí SMITH & NORLAND I Nóatúni 4 105 Reykjavík Simi 520 3000 www.sminor.is Gott á pizzur! Dreifing Heilsa ehf • sími 533 3232 sem til sölu eru hér á landi séu sett upp á sambærilegan hátt. Algengt er að ferðarúm séu sett upp á þann hátt að fyrst eru hlið- amar reistar við þar til þær era beinar og oft heyrist smellur þegar hliðarnar festast og uppsetningu þeirra lýkur. Því næst er botninum ýtt niður og þá er rúmið tilbúið. Ef hins vegar hliðamar ná ekki að festast í beinni stöðu getur rúmið fallið saman með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hjá markaðsgæsludeild Lög- gildingarstofu fengust ennfremur þær upplýsingar að dæmi væru um að eldri ferðarúm sem algeng era, t.d. í sumarbústöðum, hefðu orsakað slys. Þau slys er fyrst og fremst hægt að rekja til þess að ferðarúmin vora orðin gömul og/eða slitin og héldu því ekki þunga bamsins. Ferðarúm era auðveld í upp- setningu en mikilvægi þess að kaupendur fari eftir leiðbeiningum um notkun vöra er aldrei of oft ít- rekað. Markaðsgæsludeild Lög- gildingarstofu vill hvetja kaupend- ur ferðarúma að kynna sér upp- setningu og aðrar ráðstafanir er tryggja öryggi vörannar áður en notkun þeirra hefst. Kryddlegin þistilhjörtu MONDVNINI Hámarks gœði, einstakt hragð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.