Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Jarðskjálftinn sem reið yfír suðurhluta Mexíkó á þriðjudagskvöld
Óttast að á þriðja tug
manna hafi farist
Mexfkdborg, Puebla. Reuters.
TALA látinna eftir jarðskjálftann
sem reið yfir suðurhluta Mexíkó á
þriðjudagskvöld var í gær á reiki,
en óttast var að á þriðja tug
manna hefði farist, og ljóst var að
um 300 manns höfðu slasast. Að
sögn stjómvalda höfðu ýmsar
sögufrægar byggingar og fomar
minjar einnig eyðilagst í skjálftan-
um, sem mældist 6,7 á
Richterskvarða.
Héraðið Puebla varð verst úti,
en þar fómst að minnsta kosti 18
manns. Þar af vora tvö böm sem
urðu undir vegg er hrandi. Tvö lík
fundust í opinni námu í héraðinu,
en menn úr björgunarsveit hersins
björguðu þaðan 33 verkamönnum
sem höfðu verið tepptir undir leðju
og grjótmulningi. Yfir 200 manns
slösuðust í Puebla-héraði og
nokkrir tugir þurftu á læknishjálp
að halda í héraðunum Morelos,
Oaxaca og Veracraz.
Jarðskjálftinn í Mexíkó
Öngþveiti í Mexíkóborg
Upptök skjálftans vora á strjál-
býlu svæði nálægt Huajapan de
Leon í Oaxaca-héraði, um tvö
hundrað kílómetra suðaustur af
Mexíkóborg og hundrað kílómetra
frá borginni Puebla, héraðshöfuð-
borg Puebla-héraðs. í Mexíkóborg
fórast tveir menn, en litlar
skemmdir urðu. Talsvert öngþveiti
skapaðist meðal íbúa borgarinnar,
sem era um 20 milljónir, er skjálft-
inn reið yfir.
Jarðskjálftinn, sem stóð yfir í
um 40 sekúndur, vakti þó mestan
ugg í brjóstum íbúa nærri upptök-
unum, sem margir hverjir þustu
úr húsum sínum, af ótta við að þau
hryndu, og leituðu skjóls í görðum.
Að sögn hjálparstarfsmanna féllu
sumir á kné í bæn og aðrir grétu
eða öskraðu af skelfingu. Starfs-
menn Rauða krossins telja að
hundraðir manna muni þurfa á
áfallahjálp að halda.
Lítið mannljón miðað við
styrkleika skjálftans
Tala látinna þykir lág miðað
við hve öflugur skjálftinn var, en
sérfræðingar telja styrkleika
S U M A R F
Sunnudaginn 4. júlí nk. mun
Morgunblaðið gefa út 52 síðna
ferðahandbók í þægilegu og
handhægu broti, smáformi.
I handbókinni er að finna áhugaverð-
ar upplýsingar fyrir íslenska ferðalanga
og til nánari glöggvunar verður birt
stórt Islandskort þar sem vísað er á
upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar
á landsbyggðinni. Einnig verður fjallað
um ýmsar skemmtanir og menningar-
viðburði sem eiga sér stað um land
allt í sumar.
Meðal efnís:
• Ferðir • Gisting • Siglingar • Hestaferðir • Jöklaferðir • Bátaferðir • Gönguferðir • Tjaldsvæði
• Sundstaðir • Fuglaskoðun • Hvalaskoðun • Krossgátur • O.fl.
Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 fimmtudaginn 24. júní
Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild
í síma 569 1111.
fHorgnnblabib
AUGLÝSINGADEILD
Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
Dreifing í rúmlega 60.000 þúsund eintökum.
Áskrifendur Morgunblaðsins fá ferðahandbókina með Morgunblaðinu en auk þess verður henni dreift á
helstu lausasölustaði og upplýsingamiðstöðvar um land allt þar sem hún mun liggja frammi.
E R ÐI R '99
Reuters
STARFSMAÐUR Rauða krossins virðir fyrir sér rústir byggingar sem
hrundi í jarðskjálftanum, í Puebla-borg í gær.
hans um sjö sinnum meiri en
atómsprengjunnar, sem varpað
var á japönsku borgina Hiros-
hima árið 1945. Nokkrir eftir-
skjálftar fylgdu í kjölfarið, en
enginn þeirra mældist öflugri en
2 á Richerskvarða. Öflugasti jarð-
skjálfti sem orðið hefur í Mexíkó
reið yfir í september árið 1985, en
hann mældist 8,1 á
Richterskvarða og varð yfir 6
þúsund mönnum að bana.
Ernesto Zedillo, forseti
Mexíkós, heimsótti Puebla-borg í
gær, en þar búa um 1,2 milljónir
manna. Borgin var byggð á ný-
lendutímanum og þar er margt
sögulegra minja. „Miðað við hvað
jarðskjálftinn var öflugur, held
ég að við höfum verið heppinn",
sagði forsetinn eftir að hafa virt
fyrir sér eyðilegginguna.
Stj órnarmy ndun
innanseilingar
í Israel
Jerúsalem. Reuters.
MYND virtist loks vera
að komast á stjómar-
myndunarviðræður í
Israel í gær eftir að
Aryeh Deri, leiðtogi
Shas-bókstafstrúar-
flokksins, vai’ð við
þrýstingi frá Ehud
Barak, leiðtoga Verka-
mannaflokksins og ný-
kjömum forsætisráð-
herra, á þriðjudag og
sagði af sér for-
mennsku í Shas, en
Deri var sakfelldur fyr-
ir mútuþægni og spill-
ingu fyrr á þessu ári. Aryeh
Sagði ónefndur aðstoð- Deri
armaður Baraks að afsögnin skap-
aði forsendur fyrir viðræðum um
stjómarmyndun við Shas-flokkinn,
sem er þriðji stærsti flokkurinn á
ísraelska þinginu.
Deri sagði sig frá þingmennsku
skömmu eftir þingkosningamar í
síðasta mánuði en hélt áfram að
gegna leiðtogahlut-
verki í flokki sínum.
Barak útilokaði hins
vegar samstarf við
Shas á meðan Deri
væri þar í forsvari og
steig Deri því skrefið
til fulls á þriðjudag.
„Ég segi af mér frekar
en að vera þröskuldur í
vegi þjóðarsáttar,"
sagði Deri í yfirlýsingu
sinni.
Er Barak nú kleift
að bjóða Shas-flokkn-
um aðild að stjóm
sinni og þykir líklegt
að aðrir flokkar bók-
stafstrúarmanna gangi einnig til
liðs við stjómina, sem myndi
tryggja meirihluta hennar, og þar
með stöðugleika í ísraelskum
stjómmálum. A hinn bóginn myndi
það einnig þýða að öllu meiri hægri
slagsíða yrði á stjóminni en annars
hefði orðið.