Morgunblaðið - 17.06.1999, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 17.06.1999, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 MORGUNB LAÐIÐ LISTIR Náttúrulegt ljos- nám í Galleríi Ingólfsstræti 8 í DAG verður opnuð sýning á verkum Hreins Friðfínnssonar í Galleríi Ingólfsstræti 8. Hreinn sem er búsettur í Amsterdam var einn af stofnendum SÚM-hópsins. Verk hans eru að því er segir í fréttatilkynningu fjölbreytt en þó sprottin hvert af öðru. I senn fá- brotin, en samt margbrotin og ein- kennast af ljóðrænu og látlausu hugmyndaverki úr ólíkum efnivið. Hreinn segir verkin á sýning- unni öll ný, en margar hugmynd- anna hafi hann þó unnið með áður og segir hann þá um að ræða nýjar myndbyggingar á eldri hugmynd- um. Eitt verka hans ber heitið Mynd og er leikur með sama munsturform og Hreinn hafði unn- ið með áður úr öðru efni. I Galleríi Ingólfsstræti 8 er það úr lituðu harðplasti. „Þetta er loftkenndara" segir Hreinn og bendir á mikilvægi lýsingar fyrir áhrif verksins. Þó Hreinn segi enga beina teng- ingu á milli allra verkanna á sýn- ingunni, tengir leikur með ljós engu að síður nokkur þeirra sam- an. A sýningunni er m.a. ljósmynd- in Sólarleikur, þar sem Hreinn leikur sér að því að grípa litróf prisma í lófana og segir hann ákveðna tengingu milli þess verks og annars, þar sem að glerplötur litaðar fingraförum eiga í samræð- um sín á milli. Um ljósmyndina segir Hreinn að þar haldi hann í raun á hreinum ht sem sé liturinn í Ijósinu. „Þetta er náttúrulegt ljós- nám,“ bætir hann við og segir það sýna hvemig ljós hagi sér í litróf- inu. A sýningu Hreins eru einnig tvö verk sem tengjast vinnustofu hans. Annað nefnist Drög úr vinnustofu. „Þetta er bara svona skúm af veggjum vinnustofu minnar,“ segir Hreinn og bætir við að slík verk verði óneitanlega tilviljanakennd þar sem það fari alltaf eftir hvemig takist að veiða skúmið milli tveggja glerja. „Eg bý þetta faktískt ekki til heldur veiði það bara milli glerj- anna,“ segir hann. Sýningin er fjölbreytt og þær hugmyndir sem Hreinn vinnur með em um margt ólíkar og tengj- ast nokkrar þeirri íslenskri menn- ingu. Gull, verk sem sýnir skel og legg, er meðal þeirra. „Þetta er ís- lensk klassísk,“ segir Hreinn. „Þetta er síðasti þjóðhátíðardagur aldarinnar og þessir hlutir fara nú alveg að ganga úr sér. Menn kann- ast ekkert við þetta lengur,“ bætir hann við og brosir. Önnur slík tilvitnun í íslenska menningu er Tuttugu vindur blár sem er tilvitnun í Gerplu. „En það- an er títill verksins kominn," segir Hreinn og veltir því fyrir sér um leið hversu margir munu nú kann- ast við söguna. Sýningunni lýkur 18. júlí. Morgunblaðið/Jim Smart HREINN Friðfinnsson við Drög úr vinnustofu. Litbrigði tdnanna TOIVLIST Salnr FÍH KAMMERTÓNLEIKAR Caput-hópurinn flutti verk eftir Snorra Sigfús Birgisson, John Wool- rich og Hróðmar Inga Sigurbjörns- son. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Þriðjudaginn 15. júnf 1999 kl. 20.30. TÓNLEIKAR Caput-hópsins að þessu sinni vom haldnir fyrir til- stuðlan NOMUS, norræna tónlist- arráðsins. Þeir vom hður í menn- ingarsamstarfi Stóra-Bretlands og Norðurlanda, sem ber heitið Nor- dic Season. Markmið þessa tónlist- arsamstarfs er að flytja tónverk ungra tónskálda í sex ólíkum lönd- um af jafti mörgum kammerhóp- um. Með þessu kynnast tónlistar- menn nýjum verkum og tónskáld- um gefst færi á að hlýða á verk sín í ólíkum útgáfum. Caput-hópurinn flutti tvö þess- ara verka á tónleikunum á þriðju- dagskvöld: Envoi eftir enska tón- skáldið John Woolrich og í segul- sviði eftir Snorra Sigfús Birgisson. Að auki var frumfluttur septett eft- ir Hróðmar Inga Sigurbjömsson. Envoi var samið árið 1997 fyrir fiðlu, víólu, selló, flautu, bassaklar- inett, píanó og slagverk. Verkið er í fjórum hlutum: í upphafi er inn- gangur en síðan hefst einskonar Dragtir, buxur, bolir, peysur frá K.S. Selection ÍTÍLL Skólavörðustíg 4a, s. 551 3069. harmljóð víólunnar; hún leikur langdregna laglínu sína á efra tónsviði og hin hljóðfærin taka undir með mjúkum hljómum. I þriðja hluta ber meira á ásláttar- hljóðfæmnum, marimbu og hljóm- kössum (riffluðum kössum sem gefa frá sér mismunandi tóna eftir því hvar á þá er slegið) og píanói. Veikir hljómar em skyndhega rofnir með snöggum áslætti. Ekki var alveg laust við að hljómskipt- unum svipaði til tónhstar Jóns Leifs. I niðurlagi verksins er horfið aftur til sorgaróðs víólunnar. Envoi er ómblítt verk og skýrt í formi og það sama mætti í raun segja um verk Snorra Sigfúsar Birgissonar, I segulsviði. Það er samið fyrir samskonar hljóðfæra- skipan nema hvað leikið er á klar- inettu í stað bassaklarinettu. Hljómaheimur beggja verkanna er vandlega hugsaður en gjörólíkur. I upphafi verks Snorra Birgis er lit- um hljóðfæranna haldið aðskildum: píanóið og marimban mynda and- stæðu á móti hinum hljóðfæmnum. Þessum tveimur heimum er síðan smátt og smátt blandað saman. Annar hluti hefst hægt og veikt en hraðinn er aukinn smátt og smátt með samstiga hljómum; í þriðja hluta er líkt og verið að skima hljómbrotin. Þar skín á ólíka áferð hljóðfæranna líkt og í gegn um ljósbrot. Úr þessu er spunninn nýr þráður: hann hefst með trihu flaut- unnar, klarinettan tekur við og þannig gengur efniviðurinn frá einu hljóðfæri til annars. Honum lyktar með langri úrvinnslu og loks er stutt niðurlag. I segulsviði hefði allt eins mátt heita í Ijósbroti því verkið er mjög gagnsætt og tón- skáldið leikur sér með ólík htbrigði hljóðfæranna. Það er ágætlega samið; form þess er skýrt og efni- viðurinn lifandi. Erfiðlegast gekk að átta sig á efni úrvinnsluhlutans og miðað við lengd hans var niður- lagið ef til vill í styttra lagi. Lokaverkið á tónleikunum var nýr septett eftir Hróðmar Inga Sig- urbjömsson. Hljóðfæraskipanin var sú sama og áður. Verkið er ein sam- felld heild en skiptist þó greinilega í fjóra kafla. Upphafskafhnn hefst á hægum inngangi klarinettunnai- og píanóið og marimban taka undir með stöku, hnígandi tvíundum. Brátt taka strengimir við undir- leiknum og flautan við laghmmni. Skyndilega hljómar nýr stfll í eyr- um: sellóið tekur af skarið með sér- kennilegum tónstigum og fiðlan tek- ur undir. Engu er líkara en sígauna- hljómsveit sé stigin á pah: óregluleg hrynjandi, skreyttar laglínur og smástígir tónstigar minna á þjóð- lagatónhst frá Transylvaníu. Annar þátturinn er hægur. Flautan leikur ein skreytta laglínu sína, píanóið tekur síðan undir með hæverskum hljómum og kallar síðan á hvert ein- leikshljóðfærið á fætur öðm. Þætt- inum lýkur með einleik flautunnar líkt og í upphafi. Þriðji þáttur er bráðsmelhð seherzó þar sem andi Bartóks svífur yfir vötnunum. Loka- þátturinn er undir greinilegum áhrifum frá jiddískri tónlist: tónstig- amir minna á þessa lífsglöðu tónlist gyðinga á meginlandinu. Fjögurra tóna stefbrot ganga mihi hljóðfæra, þau henda laglínur hvers annars á lofti og undir niðri kraumar fjörmik- fl hrynjandi. Tónleikar Caput-hópsins voru stuttir en fjölbreyttir. Verkin vom öll prýðilega flutt enda vandfund- inn samhentari flokkur við flutning nútímatónlistar hér á landi. Guð- mundur Óli Gunnarsson mótaði verkin skýrt með stjómun sinni og dró mjög vel fram þau litbrigði sem við áttu hverju sinni. Guð- mundur Kristmundsson lék mjög fallegan einleik í Envoi eftir Wool- rich sem og Kolbeinn Bjamason í Septett Hróðmars. Vonandi verður þess ekki langt að bíða fleiri verk á dagskrá Nordic Season hljómi hér á landi. Gunnsteinn Ólafsson Finnskur lista- maður í Galleríi Nema hvað TEA Jáaskelainen opnar sýningu í Galleríi Nema hvað, Skólavörðustíg 22c, í dag, fimmtudag, kl. 20. Tea Jaáskeláinen kemur frá Finnlandi og hefur unnið með mis- munandi efni, s.s. fínan textíl, myndlist sem og hráan leir. Hún reynir að skapa tálsýnir eða hylling- ar með list sinni og að þessu sinni gerði hún 12 trommur er hún vann í leir hér á íslandi og notar í þær vandað hreindýraskinn frá Lapp- landi, segir í fréttatilkynningu. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18 og lýkur 27. júní. Um 60 höfundar á Bjorn- sonhátíð ALÞJÓÐLEGA bókmenntahá- tíðin í Molde í Noregi, kennd við Bjornstjerne Bjornson, er nú í undir- búningi og mun hún standa dag- ana 7.-13. ágúst. For- seti hátíð- arinnar er Knut skáld^'d Knut 0desárd Um sextíu rithöfundar era þátttakendur, en mikll fjöldi gesta fylgist jafnan með hátíð- inni. I ávarpi forseta hátíðar- innar kemur fram að frá upp- hafi, eða 1992, hafi verið fylgt stefnu sem eigi rætur sínar að rekja til Bjornsons og lýsi sér í samhug með fólki sem orðið hafi fyrir barðinu á hugmynda- fræði, siðferðiskenningum, trú- arkreddum eða hvers konar gjörræði. Augum hefur einkum verið beint að Kosovo, en það er ekki síður Kúrdar, Tyrkir og ástandið í Mið-Austurlöndum sem menn hafa áhyggjur af í Molde. Allt þetta kemur fram í vali fulltrúa á hátíðinni. Frá Tyrk- landi kemur Ahmet Altan, Nedim Dagdeviren er frá kúrdískum hluta Tyrklands, Izzat Ghazzawi er formaður palestínska rithöfundasam- bandsins, Amos Oz er meðal kunnustu rithöfunda Israels, Rafik Sabir er Kúrdi frá írak, Ben Okri er frá Nígeríu. Einum íslenskum rithöfundi hefur löngum verið boðið til hátíðarinnar. Að þessu sinni er það Þórarinn Eldjám. Meðal annrarra kunnra rit- höfunda má nefna Marilyn French, Thorvald Steen, Lars Roar Langslet, 0ystein Rottem, Claes Andersson, Thorkild Bjprnvig, Piu Tafdr- up, Tomas Tranströmer og Ketil Bjornstad. Fyrirlesarar verða margir og verður boðið upp á ýmis önnur atriði, t.d. leiklist, djass, ferðir og sælkerakvöld. Gagnrýnandi Svenska Dagbladet s „Islendingar hylla Jón Leifs“ UNDIR fyrirsögninni „íslendingar hylla Jón Leifs“ skrifar Carl Gunnar Áhlén, tónlistargagnrýnandi Svenska Dagbladet í Stokkhólmi, í blað sitt 5. maí og lýsir endurmati á tón- skáldinu. Hann byrj- ar á því að vitna í orð úr bréfi konu Jóns, Annie Leifs: „íslend- ingar vita ekki hvað þeir eiga í þér, snill- ing og þjóðernisvin - það snertir þá ekki. Stund þín á íslandi er enn ekki runnin upp!“ Áhlén segir að Annie hafi tæp- lega grunað að það þyrftu að minnsta kosti tvær kynslóðir að ganga þjá til þess að andúð fs- lendinga og áhugaleysi á Jóni Leifs ljaraði út. Hann rekur hátíðarhöld í til- JÓN Leifs efni aldarafmælis tónskáldsins 1. maí og útgáfur á verkum þess. Einnig fjallar hann um hátíðartón- leika Kammersveitar Reykjavíkur og fer afar lofsamlegum orðum um þá. Hann hælir stjórnandun- um, Svíanum Johan Arnell, og segir hann kunna eftir reynslu sína hjá Deutsche Oper að láta níu unga söngvara gera betur en þeim sé í raun unnt, en enginn geri það með jafn mikilli innlif- un og Guðrún Edda Gunnars- dóttir. Meðan tónskáldið lifði var flutningur verka þess álíka strjáll og fslenskir sveitabæir, en nú rekur hver annan, skrifar Áhlén og er greinilega sáttur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.