Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 40

Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 41 iltaðtiitlffiifetfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRUMKVÆÐI, SKÖPUN, ÞEKKING IDAG eru 55 ár liðin frá því að stofnun íslenska lýðveldisins var formlega lýst yfir á fundi Alþingis að Lögbergi á Pingvöllum 17. júní 1944. A þessu ári eru og liðin 95 ár frá því Islendingar unnu heimastjórn úr höndum Dana en þá vannst sigur í baráttunni fyrir innlendu framkvæmdavaldi og efnt var til íslensks ráðuneytis í Reykjavík. Þetta eru tveir af stærstu sigrunum í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar auk fullveldisársins 1918 þegar sambandslögin öðluðust gildi, með þeim var ísland viðurkennt frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku. Nú þegar öldin er í fjörbrotunum er merkilegt að horfa yfir farinn veg og sjá að þjóðin hefur lifað ótrúlegar breytingar, umbyltingar sem hafa í flestu styrkt menningarlega, efnahagslega og pólitíska stöðu hennar í alþjóðlegu samhengi. I kjölfar fullveldis og lýðveldisstofnunar unnust mikilvægir sigrar í baráttunni um útfærslu fiskveiðilögsögunnar, síðast 1975 í tvö hundruð mílur en með því var styrkum stoðum skotið undir efnahagslegar framfarir í landinu sem aftur hafa verið meginforsendan fyrir eflingu þeirrar þríeinu heildar sem á nýrri öld mun, ef að líkum lætur, standa undir velferð þjóðarinnar, - blómlegs atvinnulífs, menningarlífs og menntakerfis. Tengslin milli þessara þriggja þátta þjóðlífsins hafa verið að styrkjast mjög á allra síðustu árum. íslendingar hafa kannski á sama tíma verið að venjast þeirri hugsun að fi-amfarir og velferð byggjast ekki einungis á nýtingu náttúruauðlindanna; þó að þær séu landinu vissulega ríkulega skammtaðar þá eru þær í eðli sínu takmarkaðar ólíkt þeim auðlindum sem felast í frumkvæðinu, sköpunarkraftinum og þekkingunni. Mannauðurinn er ótakmörkuð auðlind og hana munum við þurfa að virkja enn betur en við höfum gert hingað til ef við ætlum að vera samkeppnishæf á alþjóðlegan mælikvarða á nýrri öld. Þar er ekki um annað að velja en að efla rannsóknir og þróunarstarf til að styrkja undirstöður atvinnu- og menningarlífsins og stuðla að nýsköpun. í sama tilgangi þarf að byggja upp enn sterkara og frjórra menntakerfi sem skilar okkur þeirri þekkingu sem þarf. Og síðast en ekki síst þarf að gefa íslenskri menningu, íslenskri list aukið vægi á flestum sviðum þjóðlífsins, ekki síst í menntakerfinu, atvinnulífinu - og í fjárlögunum. Ef íslensk menning á að geta verið gildur þátttakandi í alþjóðlegri samræðu þá þarf hún aukið rými heimafyrir. Hinn eilífi samanburður við útlönd á öllum mögulegum sviðum hefur löngum verið mikil íþrótt á meðal þjóðarinnar og þó að hann hafi iðulega verið svolítið skondinn, enda oft á hæpnum forsendum, þá hefur hann líka verið þjóðinni hollur, og sennilega aldrei sem nú. Hugtakið heimsþorpið var fyrst notað á sjöunda áratugnum og spáði fyrir um að rafvædd samskipti myndu breyta veröldinni í lítinn þéttbýliskjarna. Með fjölmiðla- og tölvubyltingunni hefur þessi spádómur ræst. ísland er ekki lengur afskekkt eyja úti í miðju hafi nema í landfræðilegum skilningi, hvað samskipti varðar erum við stödd í miðju heimsins. Þessar breyttu aðstæður hafa sett, eða öllu heldur þeytt þjóðinni inn í það alþjóðlega samhengi sem hún hefur ætíð viljað skoða sig í. Þessi gríðarlegu umskipti sem orðið hafa á fáum árum hafa með öðrum orðum gert Islendingum kleift að taka meiri og beinni þátt á hinu alþjóðlega markaðstorgi viðskipta, hugmynda, menntunar, menningar o.s.frv. o.s.frv. Hinn alþjóðlegi samanburður getur því ekki lengur verið bara í nösunum á okkur og á annarlegum forsendum, - hann verður að vera raunhæfur og það sem meira er, við verðum að standast hann; öðruvísi höldum við ekki hinu torsótta og dýrmæta sjálfstæði okkar. Þessi öra þróun á sviði fjölmiðlunar og tölvuvæðingar hefur reyndar orðið eitt meginþemað í umræðum um sjálfstæði þjóðarinnar síðustu ár. Einkum hafa menn haft áhyggjur af menningarlegu sjálfstæði hennar og bent á lakari stöðu íslenskrar tungu því til áréttingar. Þessar áhyggjur eru vissulega ekki ástæðulausar enda er mikill hluti þess efnis sem berst okkur í gegnum fjölmiðla og Netið á erlendum málum, þó fyrst og fremst ensku. Mikil verndarhyggja hefur einkennt viðbrögð Islendinga við þessum auknu áhrifum enskrar tungu og menningar. Með eðli miðla á borð við gervihnattasjónvarp og Netið í huga er hins vegar ljóst að varnir duga skammt. Mun vænlegra til árangurs virðist vera að viðurkenna þann veruleika sem fjölmiðla- og tölvutæknin býr okkur og neyta jafnframt allra bragða til að efla og styrkja íslenska tungu og menningu til þess að gera þær í stakk búnar til þess að standa af sér sífellt aukin áhrif erlendis frá. Sjálfstæði íslenskrar menningar getur vart byggst á verndun og einangrun heldur á virkri þátttöku í alþjóðlegri menningarsamræðu. FBA, Landsbanki, Búnaðarbanki og Hof hafa eignast 17% hlut í DeCQDE Genetics Stefnt að skrán- ingu IE á markaði fyrir árslok Morgunblaðið/Sverrir SAMNINGUR um kaup á sex milljarða kr. hlut í DeCODE, eignarhaldsfélagi Islenskrar erfðagreiningar, var undirritaður í Listasafni Islands í gær. F.v. Sigurður Gísli Pálmason fyrir hönd Hofs, Bjarni Ármannsson, for- sljóri FBA, Kári Stefánsson, forsljóri Islenskrar erfðagreiningar, Halldór J. Krisljánsson, bankastjóri Lands- bankans og Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans. Meðaleinkunnir úr samræmdum prófum 1993-1998 Hátt hlutfall leið- beinenda úti á landi ✓ Utkoma úr samræmdum prófum er lélegri úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Það sem nefnt er til skýringar er hærra hlutfall leiðbeinenda úti á landi, minni námshvatning og annað samfélagsmynstur. Samningur var undirrit- aður í gær um kaup Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins (FBA), Landsbankans, Búnaðar- bankans og eignarhalds- félagsins Hofs á hluta- bréfum í DeCODE Genetics, eignarhaldsfé- lagi Islenskrar erfða- greiningar (IE), fyrir rúma sex milljarða króna. Með þessum kaupum hafa Islendingar eignast tæplega 70% hlut í fyrirtækinu. Er þegar hafinn undirbúningur að sölu bréfanna í áföngum til innlendra fjárfesta. Forstjóri IE segir stefnt að skráningu fyrirtækis- ins á alþjóðlegum mark- aði fyrir lok ársins. SAMNINGURINN sem und- irritaður var í gær felur í sér kaup FBA, Landsbankans, Búnaðarbankans og Hofs á nær helmingi af eignarhlut sjö bandarískra fjárfestingaríýrirtækja í Islenskri erfðagreiningu, sem lögðu fé í fýrirtækið við stofnun þess. Kaup- verðið er rúmir sex milljarðar kr. og eftir kaupin er eignarhlutur bankanna og Hofs nálægt 17% af heildarverð- mæti íýrirtækisins. FBA keypti 50% hlutabréfanna Skipting hlutafjárins milli kaupend- anna er með þeim hætti að FBA kaup- ir 50%, Búnaðarbankinn 24%, Lands- bankinn 20% og Hof 6%. Var kaup- samningurinn undii'ritaður í Lista- safni Islands af Bjarna Armannssyni, forstjóra FBA, Halldóri J. Kristjáns- syni, bankastjóra Landsbankans, Stefáni Pálssyni, bankastjóra Búnað- arbankans, Sigurði Gísla Pálmasyni fyrir hönd Hofs og Kára Stefánssyni fyrh' hönd IE. Lýstu fulltrúar bank- anna því yfir á fréttamannafundi að lokinni undirritun samningsins að þeir ráðgerðu að selja hlutabréfin áfram í áföngum í lokuðu hlutafjárútboði til innlendra fjárfesta, skv. sérstöku sam- komulagi, sem gert var samhliða kaupunum, m.a. um lágmarksverð. Forsvarsmenn kaupenda viidu ekki upplýsa hvert það væri. Auk þess hyggjast kaupendumir eiga umtals- verðan hlut sjálfir. Fram kom í máli Bjarna Armannssonar að gengi hluta- bréfanna væri trúnaðarmál á milli kaupenda og seljenda. Stofnfjárfestarnir sagðir hafa fengið góðan arð Bandarísku stofnfjárfestamir sem tóku þátt í stofnun DeCODE árið 1996 lögðu upphaflega 12 millj. dollara eða um 850 millj. ísl. kr. í stofnun íýrirtækis- ins, en þeir era Advent International, Alta Partners, Atlas Venture, Arch Venture Partners, Falcon Technologies, Medical Science Partners og Polaris Ventures Partners. Að sögn Kára Stefánssonar er samningurinn gerður að frumkvæði íslenskrar erfðagreiningar en hinir erlendu fjárfestingarsjóðir munu áfram eiga eignarhlut í fýrirtækinu, a.m.k. þar til fyrirtækið verður skráð á almennum markaði. Kári sagði í samtali við Morgunblaðið að ljóst væri að erlendu fjárfestarnir fengju góðan arð af sinni fjárfestingu með sölu hlutabréfanna til íslensku bankanna og Hofs. Vilja selja í sem stærstum eignarhlutum Hlutafjárkaupin í gær em stærstu einstöku hlutafjárviðskipti sem gerð hafa verið hér á landi, skv. upplýsing- um forsvarsmanna IE. Bjarni sagði að þegar væri hafinn undirbúningur á sölu til nokkurra innlendra fagfjár- festa á hluta þess hlutafjár sem bank- inn keypti í IE. Hann kvaðst gera ráð fyrir að verðbréfafýrirtæki sem keyptu myndu svo selja áfram til sinna viðskiptavina. „Við útilokum að sjáfsögðu engan frá því en megin- markmiðið er að selja í sem stærstum eignarhlutum,“ sagði hann. Hann sagði að kaupendurnir vildu með þessum kaupum leggjast á sveif með stjórnendum IE og flytja stærri eignarhluti til Islands. Hann sagði að það væri táknrænt fyrir þá öru þróun sem orðið hefði á íslenskum fjármála- markaði að það skyldi vera hægt að ganga frá kaupum á svo stórum eign- arhlut sem hér um ræðir. Eftir kaupin væri nálægt 70% hlutur í félaginu í eigu Islendinga enda væri IE orðið mjög samofið íslenskri þjóðarsál. Skref í átt að almenningshlutafélagi „Það er kannski táknrænt að með þessum kaupum hafa þrjú af fjöl- mennustu almenningshlutafélögum landsins keypt hlut í Islenskri erfða- greiningu og fyrirtækið er þar með óbeint komið í eignarhlut þúsunda Is- lendinga. Það er markmið Lands- banka íslands að stuðla að því að þeir hlutir sem Landsbankinn hefur keypt, og ég veit að það er í hug- um annarra, verði síðan í sem dreifðastri eign inn- lendra aðila,“ sagði Halldór J. Kristjánsson. Hann sagði æskilegt að stór félög sem gegndu mikilvægu hlutverki væru í sem dreifðastri eign og að stuðlað yrði að því með þessum viðskiptum. „Ég lýsi persónulega mikilli ánægju með að eiga aðild að þessu. Ég hef fylgst með starfsemi ÍÉ í mínu fyrra starfi nánast frá íýrsta degi og það hefur verið einstakiega ánægjulegt að sjá þetta rísa upp. I byrjun sem erlent fjárfestingarverkefni, undir leiðsögn Kára, og að fá hér inn verulegt eigið fé í atvinnuuppbyggingu og hátækni og að síðan sé hægt að fylgja þeirri þróun eftir með því að innlendir aðilar komi að málinu þegar það er komið yfir fyrsta áhættustigið og er komið á það stig að við getum allir komið að mál- inu. Ég lít á þetta sem skref í átt að al- menningshlutafélagi með dreifðri eignaraðild," sagði Halldór. Mikill áhugi á viðskiptum með bréf í DeCODE ,Áhugi okkar beinist fyrst og fremst að því að eignast þarna hlut sem við getum miðlað til okkar við- skiptaaðila. Við finnum mikinn áhuga á viðskiptum með bréf í DeCODE og það sannar að almenningur vill taka þátt í atvinnurekstrinum. Við teljum að með þessum kaupum sköpum við möguleika fyrir okkar viðskiptavini að eignast hlut í DeCODE,“ sagði Stefán Pálsson. Sigurður Gísli Pálmason sagði að Hof ætti fyrir hlut i DeCODE og þessi viðbótarkaup byggðust á þeii'ri trú sem eigendur félagsins hefðu á starf- semi Islenskrar erfðagreiningar. „Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu ævintýri, sem hefur átt sér stað og að vera orðinn meiri þátttakandi í því,“ sagði hann. Sigurður Gísli sagði einnig að hér væri um stórt mál að ræða fyrir Islendinga sem væm skyndilega komnir í fylkingarbrjóst í líftækniiðnaðinum í heiminum. Ekki erfitt að sannfæra erlendu fjárfestana Bjarni Armannsson sagði að hluta- fjárkaupin hefðu átt sér noþkurn að- draganda. „Forsvarsmenn Islenskrar erfðagreiningar höfðu hug á þessum eignartilfærslum þannig að bandarísk- ir stofnanafjárfestar miðluðu hluta þessara bréfa áður en kæmi að al- mennu útboði eða skráningu. Leituðu þeir til okkar og fleiri og upp úr þeim samræðum komst á þetta skipulag sem varð svo endanlega að samkomu- lagi í dag. Þetta hefur líklega tekið meiri hlutann úr árinu,“ sagði Bjarni. Fram kom í máli Kára Stefánssonar að það hefði alltaf verið takmark þeirra sem stóðu að stofnun ÍE að flytja stærri hluta eignarhalds fyrir- tækisins til Islands. „Fyrirtækið byggir sína starfsemi á náinni sam- vinnu við íslenskt samfélag og því fannst okkur eðlilegt að íslenskt sam- félag nyti eins mikils og mögulegt væri af því sem gott gerðist innan fyr- irtækisins. Það var ekki erfitt að sann- færa fjárfestana um þetta. Það var ekki erfitt að sannfæra þá um að þó þeir gæfu eftir um það bil helming af sínum hlutabréfum núna, á því verði sem hér um ræðir, þá yki það líkúrnar á því að þeir fengju sem mest út úr heildarpakkanum að lokum. Það var okkar trú og síðar þeirra trú að með því að flytja þennan eignarhluta yfir til Island þá myndi það auka þann stuðning sem félagið hefði í samfélag- inu. Þó svo að þetta hafi tekið dálítið tíma og umhugsun hjá þeim, þá féllust þeir endanlega á þessar röksemdir,“ sagði Kái-i. Samkomulag um áframhaldandi meðferð hlutanna Fram kom í máli Kára að það væri markmið fyrirtækisins að það yrði sem fyrst skráð á erlendum hluta- bréfamarkaði. Það markaðist m.a. af fjárþörf fyrirtækisins á hverjum tíma og hvernig markaðir væru innstilltir hverju sinni. „Okkar fýrirtæki brúar þetta bil á milli líftækni og upplýs- ingatækni, sem gerir að verkum að við emm síður viðkvæmir fýrir sveiflum á markaðinum. Við vonumst til þess að fara með þetta fyrirtæki á markað fýr- ir lok þessa árs,“ sagði Kári. Fram kom í máli forsvarsmanna bankanna að þeir hygðust eiga um- talsverðan hlut sjálfir í fyrirtækinu skv. sérstöku samkomulagi sem gert hefði verið í tengslum við hlutabréfa- kaupin en þeir vildu ekki upplýsa um hversu stóran eignarhlut yrði að ræða, sem halda á eftir við sölu. „Það er alger samstaða á milli okkar um hvemig við stöndum að kaupunum og um áframhaldandi meðferð hlutanna. Það er hluti af heildarsam- komulagi milli okkar innlendu fyrir- tækjanna,“ sagði Halldór. Tvíþættur áfangasigur Bjarni Armannsson sagðist í samtali við Morgunblaðið líta á samninginn sem áfangasigur. „Annars vegar finnst okkur mikilvægt að fjármagns- fyrirtæki sameini krafta sína og vinni þá að stæm verkefnum en ella. Það er alþekkt á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum,“ segir hann. Hins vegar segist hann líta á það sem sigur að íslensk fyi'irtæki geti yfir höfuð staðið að jafn miklum hlutafjár- kaupum. „Það held ég að hafi verið al- veg útilokað, jafnvel fyrir einum til tveimur árum síðan. Þar held ég að til- Tf koma aðUa eins og FBA hafi skipt miklu máli.“ Bjami segist telja mjög mikilvægt að Islensk erfðagreining sé í eigu inn- lendra aðila. „Persónulega finnst mér að þetta fýrirtæki sé það samofið ís- lensku samfélagi og efnahagslífi, að nauðsynlegt sé að beint eða óbeint njóti íslendingar þess ávinnings sem felst í fýrirtækinu. Þá má ekki gleyma þeirri þjónustu sem það veitir í lyfjagerð og þróun lækningaraðferða,“ segir Bjarni. Bjami vill ekki gefa upp hversu stómm hlut Fjárfestingarbankinn hyggist halda í eigu sinni. Hann sagði að hluti yrði seldur núna strax, til fag- og stofnanafjárfesta, en vegna eðlis FBA sem „heildsölubanka" yrði ekki selt til einstaklinga. Að sögn Bjama hafa kaupin ekki neikvæð áhrif á lausafjárstöðu bank- ans, en Seðlabankinn setti sem kunn- ugt er reglur um lágmarkslausafjár- stöðu hjá viðskiptabönkum í febrúar sl. „Staða okkar er mjög góð, vegna staðlaðra skuldabréfasamninga sem við tókum upp í byrjun árs og öflum fjár í gegnum," sagði hann. Bjarni sagði að þessi hlutafjárkaup kölluðu því ekki á vaxtahækkun bankans. „Einstakt viðskiptatækifæri" Halldór J. Kristjánsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að samningurinn fæli í sér ánægjulegt viðskiptatækifæri. „Tækifærið felst í því að koma að félag- inu áður en það er skráð á hlutabréfa- markað ytra. Á þessu stigi er mest von um verðhækkanir í fyrirtækjum af þessu tagi og þetta er því einstakt við- skiptatækifæri,“ segir hann. Hann sagðist vita að áhugi forsvars- manna ÍE væri mikfil á að fýrirtækið væri í sem dreifðastri eign. „Við mun- um stuðla að því með þessum kaupum og ætlum okkur að miðla hlutafénu tfi innlendra fjárfesta. Fram að skrán- ingu til stofnana- og fagfjárfesta, en um leið og ÍE verður skráð og komið á markað, seljum við ákveðinn hlut til einstaklinga," segir Halldór. Að sögn Halldórs vfil Landsbankinn tryggja að íslepdingar eignist sem stærstan hlut í ÍE, og þá sem flestir. „Það má segja að það sé táknrænt að þrjú af sex stærstu almenningshluta- félögum landsins standa að kaupun- um. Þar með er þessi hluti fyrirtækis- ins kominn í mjög dreifða eign inn- lendra fjárfesta,“ segir hann. Ekki langtímaijárfestir Halldór segir að kaupin, sem sam- kvæmt fréttatilkynningu nema 20% af þeim rúmum sex milljörðum króna sem skipta um hendur, eða um 1,2 milljörðum króna, hafi ekki neikvæð áhrif á lausafjárstöðu bankans. „Meg- infjárhæð viðskiptanna er tfi miðlunar og mörg fyrirtæki koma að viðskipt- unum. Hluti fjárhæðarinnar fer beint áfram til fjárfesta og eftirspurnin er mikil. Landsbankinn lítur ekki á sig sem langtímafjárfesti í Islenskri erfðagreiningu," segir Halldór. Hann segist ekkert geta upplýst um mismun á kaupverði bankans og sölu- verði til fjárfesta. ,A-ð sjálfsögðu fær bankinn þó sína þóknun fýrir sína þjónustu,“ segir hann. Almenningi gefínn kostur á að kaupa eftir skráningu „Við ráðgemm að selja hluta hluta- fjárins til IS 15 sem er sjóður í okkar vörslu,“ sagði Stefán Pálsson í samtali við Morgunblaðið. Sagði hann að ekki væri búið að ákveða hversu stór hluti yrði seldur tfi sjóðsins en líklega yrði það töluverður hluti fjárins. Stefán sagði að þegar búið yrði að skrá DeCODE á verðbréfaþingi erlendis yrði almenningi gefinn kostur á að kaupa hlutabréf, en áður en það yrði gert yrði stofnfjárfestum einungis gefinn kostur á að kaupa hlut af bankanum. Stefán sagði að ekki hefði verið mótuð stefna innan Búnaðarbankans um það hvort miðað yrði við ákveðna lágmarksupphæð þegar hluti bréfanna yrði seldur í lokuðu hlutafjárútboði, en reiknað væri með að þau yrðu seld í dreifðri sölu. Aðspurður um hvort kaup bankans á 24% hlut í DeCode hefðu áhrif á lausafjárstöðu bankans sagði hann að bankinn reiknaði með að selja bréf á móti. „Allir bankarnir era með frekar þrönga stöðu núna en þessi kaup hafa ekki svo mikið að segja fyrir heildina hjá okkur,“ sagði hann. UM HELMINGUR af kenn- uram á Vestfjörðum er leiðbeinendur og er hvergi hærra hlutfall leiðbeinenda en þar. Samkvæmt tölum frá Hag- stofu íslands eru leiðbeinendur úti á landi með minni menntun en leiðbein- endur á höfuðborgarsvæðinu og dæmi era um að fólk með grunn- skóla- og gagnfræðapróf stundi kennslu úti á landi. Amalía Björns- dóttir, lektor í Kennaraháskóla ís- lands og deildarstjóri prófadeildar í Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála, telur líklegt að þetta skýri að hluta til laka útkomu í sam- ræmdu prófunum víða úti á landi. Amalía segir að fréttaflutningur af niðurstöðum úr samræmdum prófum í Patreksskóla á Patreksfirði sé afar neikvæður og særandi gagnvart nem- endunum. Einkunnir nemenda séu trúnaðarmál en með þessum fréttum hafi þær orðið að hluta opinberar og þeir stimplaðir sem fallistar þótt í raun sé ekkert til sem heitir fall í grunnskóla. Velta megi iyrir sér hvort nemendumir þar hafi í raun fengið viðunandi kennslu þau ár sem þeir vora í skóla. Til dæmis mætti spyrja hvort þeir hafi haft réttindakennara. „Vestfirðingar búa við það að í 10. bekk eru kennarar sem hafa litlu meiri menntun en nemendumir sem þeir eru að kenna og það hlýtur að vera hæpið að þeim takist að ná sama árangri og vel menntaður fagmaður jafnvel þótt viljinn til að gera vel sé fyrir hendi,“ segir Amalía. Hún segir að það vilji einnig gleymast í þessari umræðu að mennt- unarstig leiðbeinenda er mun hærra á Reykjavíkursvæðinu en úti á landi. „Mér finnst þetta farið að snúast um mannréttindi þessara barna. Þau eru í skólum þar sem ekki er almennileg kennsla og við lok grannskóla standa þau illa og eiga sum litla möguleika á frekara námi,“ sagði Amalía. Mikili munur á réttindakennara og leiðbeinanda „Við höfum, eins og allir aðrir skól- ar, góða árganga og slaka. Fyrir tveimur árum var hér mjög góður ár- gangur sem var töluvert fyrir ofan meðaltal á Vestfjörðum en í fyrra var slakari árgangur,“ segir Vaigarður Lyngdal Jónsson, aðstoðarskólastjóri í Patreksskóla á Patreksfirði. „Svo hendir það okkur núna að hafa óvenjustóran árgang og innan hans eru mörg dæmi um krakka sem eiga í erfiðleikum með nám af ýmsum orsökum. Þar að auki er þetta ár- gangur sem hefur lent í ýmsum áföll- um í gegnum sína skólagöngu." Valgarður segir að einn réttinda- kennari hafi kennt ensku og íslensku og útkoman úr þeim greinum hafi ver- ið mjög viðunandi. Stærðfræði- og dönskukennararnir hafi hins vegar verið leiðbeinendur og útkoman í þeim greinum hafi alls ekki verið nógu góð. „Þetta er stórt vandamál sem skólar um allt land eiga við að etja. Það skipt- ir öllu máli að hafa réttindakennara og ég held að þetta sé stór hluti skýring- arinnar á lakari útkomu almennt úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Héma á Vestfjörðum er líka annað samfé- lagsmynstur en á höfuðborgarsvæðinu og það er ekki eins námshvetjandi. Margir okkar nemenda í tíunda bekk vora að vinna með skólanum í fisk- vinnslu og öðra,“ segir Valgarður. Rótgróið hverfí og sami kennarahópur Hæsta meðaleinkunn á landinu var í Reykholtsskóla í Biskupstungum en næsthæst var hún í Álftamýrarskóla í Reykjavík. Steinunn Armannsdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla, segist þakka þennan góða árangur góðum efnivið og góðum kennurum. Meðal- einkunn í Álftamýrarskóla var 6,28 og segir Steinunn það mjög viðunandi útkomu. Skólinn hafi oftast verið í hópi þriggja til fimm efstu frá upp- hafi og þar hafi áður verið hæsta meðaleinkunnin meðal skóla í Reykjavík. Einnig sé það fagnaðar- efni að útkoman er góð í öllum grein- um samræmdra prófa. Steinunn telur misjafnt framboð af kennurum líklegustu skýringuna á miklum mun á árangri í samræmdu prófunum milli landshluta. „Við höf- um haft hér sama kennarahópinn í hér um bil tuttugu ár og höfum ekki haft leiðbeinendur. Það hefur verið meiri vandi að fá kennaramenntað fólk til starfa úti á landi og tíð kenn- araskipti hafa einkennt marga skóla þar. Við eram hér líka í rótgrónu hverfi og höfum haft gott samstarf við foreldra. Ég held að þetta sé ' grandvöllurinn að því að ná góðum árangri,“ sagði Steinunn. Hún sagðist meta það mjög mikils að eiga gott samstarf við foreldra og mikil samskipti væra milli umsjónar- kennara og foreldra. Reynt væri að leggja áherslu á að foreldrar ættu auðvelt með að ná í kennara og öfugt ef eitthvað bjátaði á. Steinunn segir að þessi munur á milli höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar í ein- kunnum á samræmdum prófum hafi alltaf verið. Það hljóti einnig að vera fylgni á milli lægri einkunna t.d. á Vestfjörðum og hærra hlutfalls leið- beinenda þar. Námshvatning mikilvæg Orlygur Richter er skólastjóri í Fellaskóla, þar sem samanlögð með- aleinkunn samræmdra prófa var lægst í Reykjavík. Hann segir að út- koman sé ávallt samspil margra þátta og erfitt að segja með vissu hvaða þættir orsaki lága útkomu á sam- ræmdum lokaprófum. Hann segir margt koma til þegar leitað er skýringa á lakari útkomu úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu og þar ráði stærð skóla eða sveitarfélags ekki úrslitum eins og útkoman sýni. Þar megi nefna skort á menntuðum kennurum og hvaða afstöðu menn hafa til náms á viðkomandi svæði. „Námshvatning er mikið atriði í „ þessu sambandi. Sé nám og námsár- angur til umræðu við morgunverðar- borðið hefur það áhrif til góðs. Það er vafalaust misjafnt eftir landshlutum hvað menn setja í forgangsröð. Sums staðar er vinnan sett í fyrsta sæti og námið í annað sæti. I sumum sveitar- félögum er sauðburðurinn miklu merkilegri atburður en vorprófin. Hvatningin skiptir mjög miklu máli,“ segir Örlygur. Hann segir að það eigi ekki að sætta sig við niðurstöðu ef hún er ekki nógu góð. Árgangarnir séu mjög misjafnir og einnig geti þurft að end- * ui'skoða áherslur í kennslunni. Stöðug endurskoðun sé í gangi í flest- um skólum og reynt að bæta úr því sem aflaga fer. Varðandi niðurstöðuna í Fellaskóla segir Öi'lygur að útkoman hafi oft verið betri en nú. Það geti stjórnast bæði af inm-i og ytri aðstæðum. Stefnt að sem dreifðastri eign innan- lands íslendingar njóti ávinnings sem felst í fyr- irtækinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.