Morgunblaðið - 17.06.1999, Side 44

Morgunblaðið - 17.06.1999, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Andspænis „hinum“ „Okkar líkarþurfa að ná forskoti og ráða atburðarásinni, annars koma hinir og fara með okkur eins og þeim sýnist. “ Gúnter Grass: Blikktromman. Hvemig getur mað- ur ákveðið hvað gera skuli þegar maður stendur frammi íyrir fólki sem hugsar eftir leiðum sem eru eins ólíkar manns eigin hug- arheimi og mögulegt er? Pessi vandi kemur líklega hvað gleggst í ljós í sambýli fjar- skyldra trúarheima, líkt og í Palestínu. Þetta er spumingin um mann sjálfan og „hina“. Hún er tví- þætt. I fyrsta lagi snýst hún um hvað geri einhvern annan að „hinum“ - það er að segja, ein- hverjum sem er ekki eins og maður sjálfur. Þetta snýst um það sem ekki VIÐHORF er til orð yfir á _ íslensku, en Arngrímss'on heitir á flest- um erlendum málum „ídentítet". Það er að segja, það sem gerir mann að því sem maður er - til dæmis að Islendingi. Sá, sem ekki hefur sama Jdentítet" og maður sjálf- ur, er einn af „hinum“. I öðm lagi snýst spurningin um þáð hvernig sambýli við „hina“ er mögulegt. Hér koma að minnsta kosti fjórir mögu- leikar til greina. Einn er sá, að maður forðist alla sem teljast til „hinna“. Þetta er yfirleitt kallað einangmnarstefna og er orðið algerlega óframkvæmanlegt nú á tímum. Það em því kannski þrír möguleikar sem má kalla fram- kvæmanlega (þótt þeir séu ekki endilega allir raunhæfir). Bandaríski heimspekingurinn Ardis B. Collins hefur skilgreint eftirtalda möguleika: I fyrsta lagi beinan árekstur, í öðra lagi yfirtöku, og í þriðja lagi sam- ræðu. Kannski er ástæða þess að ekki er til neitt íslenskt orð yfir );ídentítet“ einfaldlega sú, að á Islandi em eiginlega engir „hin- ir“, eins og einhver benti á. Hvort þetta er ákjósanlegt eða ekki, er umdeilanlegt. Sem með- rök mætti nefna að þá verða ekki alvarlegir árekstrar, en mótrök gætu verið þau, að þetta skapi hættu á einsleitni og stöðnun. Hugum að möguleikunum þrem. Beinn árekstur er kannski sá samskiptamáti sem er hvað algengastur, bæði milli einstaklinga og milli þjóða. Hann felur í sér að þeir sem í hlut eiga (yfirleitt kallaðir deilu- aðilar) sjá hvor annan sem eitt- hvað sem þarf að ýta til hliðar, sigrast á, eða í versta falli út- rýma. Hvor um sig lítur svo á, að eigin afstaða útiloki afstöðu hins, og getur því ekki gert hans afstöðu að sinni. Það sem meira (og verra) kann að vera, hvor um sig lítur svo á, að af- staða hins sé bein ógnun við sína afstöðu. Og þegar málið fer að snúast um „ídentítet" getur svo farið að maður skynji tilvist „hinna“ sem ógnun við tilvist manns sjálfs. (Og það er þá sem þjóðemishreinsanir byrja.) Yfirtaka felur í sér að annar aðilinn sölsar afstöðu hins undir sig. Þessi sambýlisháttur er kannski alveg jafn algengur og sá sem hér á undan var nefnd- ur, en það fer yfirleitt minna fyrir honum vegna þess að hann gerist ekki á jafn dramatískan máta. Kjarninn í honum er sá, að sambýli aðilanna er skil- greint eingöngu á forsendum þess sem yfirtekur hinn. Heimsvaldastefna Bandaríkj- anna í menningarmálum er kannski gott dæmi um þetta. Margir - og kannski flestir - sem ganga bandarísku hugar- fari á hönd gera það án nokk- urrar mótspymu, enda er alls ekki sjálfgefið að það sé slæmt. Kosturinn við þennan sam- býlismáta er tvímælalaust sá, að honum fylgja ekki átök, og hann leiðir til eindrægni. Þó hefur verið bent á, að sú eindrægni verði í raun og vem með þeim hætti, að annar aðilinn nær al- geram jrfirráðum yfir hinum. Þá vaknar kannski sú spum- ing, hvort hinum undirokaða verði ekki í rauninni hægt og átakalaust útrýmt. Því hefur til dæmis verið haldið fram, að einmitt þetta sé orðið hlutskipti frambyggja í Norður-Ameríku. Þriðji möguleikinn, sem kenndur hefur verið við sam- ræðu, virðist kannski vera sá óraunhæfasti, en hann er líka um leið sá eftirsóknarverðasti. Helsta einkenni hans er að maður viðurkennir, að „hinn“ er öðra vísi en maður sjálfur og að samskiptin verða ekki skil- greind á forsendum manns sjálfs eða „hins“ eingöngu, held- ur er treyst á að samræða dugi til að gera sambýlið ekki aðeins bærilegt, heldur beinlínis ákjós- anlegt. Það blasir við hvers vegna þessi þriðji möguleiki kann að virðast óraunhæfastur. Það era sterk mótrök að spyrja: Bar okkur að viðurkenna ógnar- stjóm nasista í Þýskalandi, og stjóm Milosevics í Júgóslavíu - og harðstjóra yfirleitt? (Kannski era það harla veik gagnrök að benda á, að kvöðin sé í rauninni á harðstjóranum, að þeir virði þá sem þeir undir- oka.) Það eykur svo á vandann, að þessi möguleiki felur í sér að maður sé viljugur til að breyta - eða að minnsta kosti afsala sér að hluta - eigin hugmyndum til samræmis við hugmyndir „hinna“. En þá er viðbúið að einhverjum finnist hann undir- okaður. Og svo gerir þetta náttúra- lega gífurlegar kröfur til sam- ræðuhæfni manns. Kannski óraunhæfar. (En fyrsta skrefið hlýtur að vera að maður reyni meðvitað að forðast einræður.) En það sem gerir samræðuna að eftirsóknarverðasta mögu- leikanum er þó í rauninni ekki það að hún sé augljóslega hinn eini rétti möguleiki, sem muni leysa allan vanda. Eins og bent hefur verið á blasir við að hún er ekki gallalaus. Það sem gerir samræðuna eftirsóknarverða er fyrst og fremst það, að reynslan virðist benda til þess, að fullreyndir séu þeir möguleikar maður hef- ur hingað til reitt sig á. + Jakob Hall- grímsson fædd- ist í Reykjavík 10. janúar 1943. Hann lést í Reykjavík 8. júní 1999. Foreldrar hans eru Hallgrím- ur J.J. Jakobsson, söngkennari, f. 23.7. 1908, d. 16.3. 1976, og Margrét Árnadóttir, f. 29.9. 1908. Systkini Jakobs eru Hrafn, f. 13.9. 1938, kona hans er Sigurlaug Jóhann- esdóttir og eiga þau tvö börn, en Hrafn á dóttur frá fyrra hjónabandi; Guðrún, f. 5.11. 1941, maður hennar er Bjöm Kristinsson og eiga þau eina dóttur; Jón Armann, f. 5.10. 1947, d. 11.6. 1962; Valgerður, f. 28.6. 1949, maður hennar er Jens A. Guðmundsson og eign- uðust þau íjögur börn, en elsti sonur þeirra er látinn. Kona Jakobs er Helga Svein- bjarnardóttir f. 15. júlí 1949. Foreldrar hennar era Brynhild- ur Svala Einarsdóttir, f. 5.4. 1915, d. 15.5. 1991, og Svein- björn Þorsteinsson, f. 18.3. 1914. Böra Jakobs og Helgu eru Einar Hallgrímur, f. 19.5. 1981, og Laufey, f. 5.10. 1987. Jakob lauk burtfararprófi í fiðluleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1964 og var við 0 undur lífs, er á um skeið að auðnast þeim, sem dauðans beið - adfinnagróagrasviðil og gleði’ í hjarta að vera tii. Hve björt og óvænt skuggaskil! Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr. Mér skilst hve lífsins gjöf er dýr - að mega fagna fleygri tíð við fuglasöng í morgunhlíð og tíbrá ljóss um loftin víð. Og gamaltroðna gatan mín í geislablóma nýjum skín. Eg lýt að blómi í lágum reit og les þar tákn og fyrirheit þess dags, er ekkert auga leit. Eg svara, Drottinn, þökk sé þér! Af þínu ljósi skugginn er vor veröld öll, vort verk, vor þrá að vinna þér til lofs sem má þá stund, er fógur hverfur hjá. (Þorsteinn Vald.) Óhjákvæmilega koma þessar lín- ur upp í hugann er fregnin berst af óvæntu fráfalli Jakobs Hallgríms- sonar frænda okkar en við þær samdi hann undurfallegt lag sem gott er að syngja og snertir ein- hvern streng í hjartanu. Margar minningar koma upp í hugann, enda samgangur mikill í gegnum tíðina, og tengjast þær Hjarðar- haganum þar sem óhjákvæmilegt var að láta hrífast með og tónlist og gleði allsráðandi, en líka Bjalla. „Ö fögur er vor fósturjörð um fríða sumardaga.“ í lítilli stofu í Landsveitinni í bárujárnsklæddum bæ, hvítum með grænu þaki, stend- ur hópur og syngur. Hver með sínu nefi, hátt og snjallt. Látalætisfólk- ið. A.m.k. einhver blómi af því og Kobbi frændi situr við fótstigið org- elið og spilar undir. Úti syngur lóan dirrindí, spóinn vellir, sólin skín, það blæs dálítið á hlaðinu fyrir utan en fjallahringurinn er óslitinn. I stofunni hljóma ættjarðarlögin öll, borðið í baðstofunni svignar af kaffi og kræsingum, í loftinu liggur gleði og hamingja og lítil innskot vekja hlátrasköll. Kobbi hristist af hlátri og það er gaman á Bjalla þegar svo er. Þar líkaði honum að vera til og hélt mikla tryggð við staðinn. Þar var hann í sveit sem strákur og þangað kom hann með Helgu og börnin seinna og sýndi þeim allt. Nú er þessi glaðbeitti, hláturmildi en þó lágværi, hógværi maður all- ur. „Stund, er fógur hverfur hjá.“ framhaldsnám við Konservatoríið í Moskvu 1964-66. Hljómfræði og kontrapunkt nam hann hjá Hallgrími Helgasyni 1976-77 og við Musikhögskol- an í Stokkhólmi 1977-78. Píanónám stundaði hann hjá Ragnari H. Ragnars 1973-76 og 1978-81 og hjá Ásgeiri Bein- teinssyni 1976-77. Hann nam orgelleik við Tónskóla Þjóð- kirkjunnar hjá Hauki Guðlaugs- syni 1976-77 og Pavel Smid frá 1982-89 og einnig hjá Ortulf Prunner 1989-93. Hann lauk námi frá Tónskóla Þjóðkirkjunn- ar 1990. Orgelnámskeið sótti hann hjá prófessor Rose Kirn og dr. Karen de Pastel 1991 og hjá prófessor Gerald Dickel í Ham- borg sumarið 1995. Prófdómara- námskeið tók hann hjá Philip Jenkins 1990. Jakob var tónlistarkennari við tónlistarskóla vfða um land svo sem við Tónlistarskólann á ísa- firði, Tónlistarskóiann í Grinda- vík og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Frá 1982 til dánar- dags var Jakob tónlistarkennari við Tónlistarskóla Selljamarness og frá 1990 við Tónskóla Þjóð- kirkjunnar. Jakob var fiðhdeikari í Sinfóníuhijómsveit Islands Hans er sárt saknað, fjölskyldu hans allri vottum við dýpstu samúð. Katrín, Þóra Fríða, Signý og Soffía. Hversu undarleg er tilveran. Fyrir stuttu var kennari hér í Tón- skóla þjóðkirkjunnar með nemanda sínum að undirbúa hann fyrir æf- ingar sumarsins. Finna metnaðar- full verkefni til að takast á við, enda nemandinn áhugasamur og kennar- inn stoltur eftir árangur vetrarins, fullur tilhlökkunar að taka sér frí eftir miklar annir. Glaðværðin ríkir og mikið er spjallað. Eg fæ hlýtt faðmlag og þakkir fyrir veturinn og þeir ganga saman út í sumarið. Kennarinn hefrn- lok- að hurðinni á eftir sér í síðasta sinn. Þannig kvaddi hann mig, minn kæri vinur og samstarfsmaður, Jakob Hallgrímsson. Á skrifstofu Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar ríkti ávallt glað- værð þegar Jakob var nærri. Málin vora rædd, gantast og sagðar sög- ur, eða þá að verið var að fara yfir útsetningar eða spila annað á hljóð- færið. Tómleikinn fyllir nú hugann og jafnframt hugsunin um það að hann komi ekki hingað aftur, en á móti koma bjartar og góðar minningar um hlýjan og kærleiksríkan mann. Ávallt var hann tilbúinn ef til hans var leitað. Hann var einstakur fé- lagi. Missir okkar, sem þekktum hann, er mikill en þó er hann mest- ur fyrir Helgu konuna hans og börnin þeirra tvö. Megi algóður Guð styrkja og blessa þau, svo og alla aðra ástvini hans á þeim erfiðu tímum sem framundan era. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning þín, elsku vinur. Hafðu þökk fyrir allt. Edda L. Jónsdóttir. Við Jakob áttum báðir heima við Lokastíg þegar við vorum böm. Ég man eftir okkur eitthvað sex eða sjö ára inni í stofu hjá foreldrum hans. Þetta var mikið indælis fólk. Hall- grímur söngkennari, af merkum ættum samvinnumanna í Þingeyjar- sýslum, með reykjarpípuna innan um allar bækurnar, og Margrét, kona hans, spilandi geðþekk, hlátur- 1960-64 og 1966-71 og Kammersveit Vestfjarða 1973-76 og 1978-81. Hann var stofnandi og lágfiðluleikari Sin- fóníuhljómsveitar áhugamanna frá 1990. Hann stjórnaði ýmsum kórum svo sem Árnesingakórn- um í Reykjavík, Kór Trésmiða- félags Reykjavíkur, Kór Menntaskóla Ísaíjarðar og Kór Barnaskólans á ísafirði. Hann stjórnaði Strengjasveit Tónlist- arskóla Seltjarnarness og fór með hana í tónleikaför til Osló- ar 1985. Hann stjórnaði Samkór kirkjukóra Vestfjarða á kristni- boðshátíð á Patreksfirði sumar- ið 1981. Jakob var organisti við Súðavíkurkirkju og stjórnaði samkór Súðavíkur 1979-81. Frá 1989 lék hann við guðsþjónust- ur á Landspítalanum og frá síð- ustu áramótum hefur hann ver- ið organisti við Háteigskirkju. Árið 1995 gerðist hann org- anisti Oddfellowstúkunnar nr. 5, Þórsteins IOOF. Jakob hefur samið mörg tón- verk og raddsett íslensk þjóð- lög. Einsöngslög hefur hann samið við ljóð Davíðs Stefáns- sonar, Halldórs Laxness o.fl. Jólakantötu samdi hann fyrir barnakór og strengjasveit við ljóð Stefáns frá Hvítadal. Lag hans við Ijóð_ Þorsteins Valdi- marssonar, Ó undur lífs, er prentað í síðustu útgáfu sálma- bókar Þjóðkirkjunnar. Þá hefur hann m.a. útsett Passiusálma og fslenskt þjóðlag við Veroniku- kvæði. Utför Jakobs verður gerð frá Fríkirlqunni í Reykjavík föstu- daginn 18. júní 1999 og hefst hún klukkan 13:30. mild og gestrisin, úr stóram og lang- • lífum systkinahópi austan frá Láta- læti í Landsveit. Þarna var Knight- píanetta, sams konar hljóðfæri og hjá okkur í húsinu við hliðina, og Hallgrími þótti við vera músíkalskir drengir og lét okkur spOa saman þetta nýja lag, sem þá var á allra vöram, um manninn sem vildi hann væri orðinn fluga. Á eftir hélt Hall- grímur ræðustúf og bandaði út í loftið með pípunni, en Margrét kom brosandi í stofudymar með svunt- una og dáðist að okkur. Öðra sinni kom hún út í gættina við eldhús- tröppumar með pönnukökuhnífinn í hendinni og setti á tölu yfir okkur strákunum og var heitt í hamsi út af þeirri ósvinnu að fullorðið fólk skyldi vera að gefa krakkaösnum byssur, indíanáhöfuðskraut, kúreka- hatta og stríðstól að hafa fyrir leik- fóng, en þetta dót höfðum við pantað okkur í jólagjöf, og fengið. Hallgrímur var heimakær og ró- lyndur. Langtímum saman gat hann staðið við bókahilluna í stofunni á meðan við Jakob vorum að spila og grúft sig yfir opnuna í bók, hreyf- ingarlaus með öUu, þegar frá er skil- inn reykurinn, sem liðaðist upp úr pípunni hans. Ég hugsaði, að svona vildi ég verða kyrrlátur og bók- hneigður þegar ég yrði fullorðinn. Hallgrímur var lestrarhestur og hafði mikið uppáhald á verkum Halldórs Laxness. Þennan eigin- leika tók Jakob sonur hans í arf og samdi raunar seinna sönglög við ljóð skáldsins. Hann vissi, að sá sem les bók, finnur glöggt, að hann er ekki einn. I bókinni eignast les- andinn trúnaðarvin. Bókin opnar nýjar veraldir hlýju og samheyri- leikakenndar. Sá, sem kann að lesa bækur, verður aldrei einmana, skortir aldrei viðfangsefni, sér í rauninni ekki út yfir það, sem hann hefur að gera. Og góða bók lestu ekki einu sinni, heldur oft, og í hvert skipti sem þú kemur að henni aftur, er það eins og að heilsa göml- um vini, og þú finnur óðara eitthvað nýtt og hrífandi, nokkuð sem þú tókst ekki eftir áður. Og ein bókin minnir á aðra og hvetur til áfram- haldandi lestrar. Þannig verður til heilt vegakerfi óendanlegrar reynslu, vitsmuna og félagsskapar. Ungur hóf Jakob að læra á fiðlu og enn heyri ég hann, fyrir innri eyrum mínum, spUa tUbrigði Kreislers um stef eftir Pugnani. Þá JAKOB HALLGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.