Morgunblaðið - 17.06.1999, Side 45

Morgunblaðið - 17.06.1999, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 45 er ég staddur í huganum í forstofu að nýrri íbúð þeirra mjög vistlegri í blokk vestur á Hjarðarhaga. Sumh- veggimir hafa verið málaðir dimm- um litum, aðrir ljósir en þó með dökkum myndum upp úr flatarmáls- fræðinni. Innan úr herbergi Jakobs næst inngöngudyrum hljómar stef Pugnanis, aukið löngum trillum, fyrst ferundarstökkið frá fortóni á frumtón, þá fímmundarbil og loks hápunkturinn, glaðleg sexundin og slær smiðshöggið á þessa dularfullu verðandi undir formerki vaxandi hamingju og styrks. Ellegar, milli svefns og vöku, að mér þykir ég aft- ur vera kominn inn á þröngan gang- inn uppi á lofti í Prúðvangi við Lauf- ásveg og anda að mér hinni óviðjafn- anlegu lykt hússins og gegnum dyrnar að bjartri kennslustofu Bjöms Ólafssonar konsertmeistara, og vissi út að garði með trjám og blómum, smjúga margir hljómar, hver á eftir öðrum, óbrotnir, fjórii- tónar í senn, leiknir á alla strengi fiðlunnar í einu: síðustu tilbrigðin að mig minnir. Við vorum svo áhugasamir um músíkina og duglegir að æfa okkur, að oft fengum við lánaðan lykilinn að Þrúðvangi hjá Guðmundi gamla húsverði í Ingólfsstrætinu, þegar allt var lokað og læst og húsið mannlaust, og laumuðumst þangað inn á laugardögum og jafnvel sunnudögum. Einu sinnu heyrðum við greinilega, að flygillinn inni hjá Birni Ólafssyni spilaði sjálfur. Við vomm fyrsta kynslóð bama á Islandi, sem hlaut tónlistarmennt- un. Edelstein, Róbert Abrahám, Urbancic og Ingólfur Guðbrands- son vom meðal lærimeistara okkar, allir afbragðs kennarar. Oft hefí ég velt því fyrir mér hvort og þá hvernig krakki sem fær innsýn í músík lítur öðmm augum en aðrir á lífið og heiminn seinna meir. Nemendahljómsveit Tónlistar- skólans hélt tvisvar í viku æfíngar undir stjórn Björns í samliggjandi fyrram stofum Einars skálds í Þrúðvangi. Þar vora rósettur úr gipsi kringum þær ríkmannlegar ljósakrónur, sem eitt sinn höfðu verið, en vora nú horfnar, og í loft- um skrautlegir kverklistar af sama. Við höfum varla verið miklu fleiri en tuttugu, hljóðfæraleikararnir. Lengi æfðum við Divertimentó í D- dúr fyrir strengjasveit eftir Moz- art. Fyrsta fiðla spilaði upphafs- stefið, en hin hljóðfærin klifuðu í sí- fellu á hljómnótum í áttundapört- um, uns lágfiðlan lék loks brotinn þríhljóm í fjórða taktinum: það er vel þegin tilbreyting og heyrist mjög greinilega í verkinu. Þá var ófrávíkjanlega litið kankvíslega um öxl til lágfiðluleikarans, sem oftast var einn síns liðs, en hann hleypti brúnum að sínu leyti og brosti við. Við voram full af ærslum og leik- araskap meðfram og höfðum stór- gaman af þessu. í Jólakonsert Cor- ellis fara tvær fiðlur og celló með einleikshlutverk og við Jakob og Helga Hauksdóttir lögðum okkur mjög fram um þetta, lokuðum aug- unum í andakt og létum jafnvel snörla í nefinu á okkur. Seinna voram við saman í Sinfón- íuhljómsveitinni í mörg ár. Þegar við byijuðum í hljómsveitinni vora æfingar í Góðtemplarahúsinu, Gúttó sem kallað var. Mér veitist auðveldast að kalla fram í hugann ljósmynd af Jakobi ungum, ef ég reyni að sjá hann fyr- ir mér. Svo mun það gjarnan um þá, sem við höfum umgengist mest. Það er hægara að muna mynd af þeim heldur en þá sjálfa. Þetta er talið stafa af því, að við höfum séð þessi andlit svo oft, í ótal afbrigðum tilfinninga og skapsmuna, að eng- inn einn svipur hefur náð að festast okkur í minni,_ en það gerir Ijós- myndin aftur á móti. Þetta er all- stór mynd í ramma og stendur í bókahillu í stofu foreldra hans á Hjarðarhaganum, tekin þegar Jak- ob er á að giska 14 ára, þó ekki fermingarmynd. Ég hafði hana fyr- ir augunum á hverjum einasta sunnudagsmorgni áram saman, þar sem hún stóð í hansahillunni innan um Islendingasögurnar og heildar- útgáfu á verkum Halldórs Laxness. Á öðram stöðum á heimilinu vora fleiri bækur. Ég var lengi heimagangur hjá Hallgrími og Margréti. Á hverjum sunnudagsmorgni spiluðum við pía- nótríó með Eygló Helgu, Kolbrúnu eða Jónasi og Margrét kom alltaf með dýrlegar góðgerðir og Hall- grímur mælti með framúrskarandi bókum, eins og t.d. „Det forsomte forár“ eftir Scherfig. Og nú var kominn afbragðs flygill í stofuna, spánnýr, ilmandi og undursamleg- ur. Þetta var mitt annað heimili, og ekki af lakari endanum. Fyrir um- hyggju þeirra hjónanna og hlýju árin öll stend ég í þakkarskuld sem ekki verður goldin. Á flyglinum heima hjá Jakobi lá áram saman Píanótríó eftir finnska tónskáldið Toivo Kuula. Þetta vora mjög fínar nótur, nýjar og sléttar og ónotaðar, í stóra broti. Af ein- hverjum ástæðum varð aldrei úr því að við spiluðum þetta tónverk. Eftir nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík fór Jakob til Moskvu og lagði stund á fíðluleik við konservatóríið. Hann sagði mér, að austur þar hefði sig sárvantað hug- blæ íslenska ríkisútvarpsins í býtið á sunnudagsmorgnana, því að Rússar spiluðu ekki Bach í morg- unútvarpinu hjá sér. Jakob náði í grammófón og hlustaði eftir það á kantötur fimmta guðspjallamanns- ins, á meðan hann reykti pípu sína og drakk úr seinni bollanum, og kom sér þannig upp sinni eigin út- gáfii af gamaldags íslenskum sunnudagsmorgni með fagurlega sungnum biblíuversum, trambu, trómeti og öllu saman. Hann tók snemma að semja sönglög, sem eru persónuleg og skera sig úr og bera greinilegt höf- undarmark, sem ekki er auðvelt að skilgreina, en felst kannski umfram allt í mikilli næstum barnslegri ein- lægni og einfaldleika. I útvarps- messunni frá Hallgrímskirkju í morgun heyrði ég að sunginn var sálmur Þorsteins Valdimarssonar við einkar sérstætt og fagurt lag Jakobs: Ó, undur lífs! Seinna lágu leiðir okkar enn saman, þegar við urðum samkenn- arar hjá Ragnari H. Ragnar við Tónlistarskólann á ísafirði á átt- unda áratugnum. Þau ár vora góð, og þá varð til Kammersveit Vest- fjarða og það var indæll félagsskap- ur. Ragnar og Sigga stóðu fyrir nær óslitnu gestaboði á menningar- legu heimili sínu við Smiðjugötuna og hvöttu hina ungu til dáða og kynni af þeim og börnum þeirra vora ævintýri og ógleymanleg. Jak- ob kenndi á fiðlu en fór í píanótíma til Ragnars og kvaðst síðar hafa lært af honum þolinmæði í kennslu. Þau Helga Sveinbjarnardóttir stoftiuðu heimili á Isjafjarðaráran- um, sem nú stendur hlýlegt og gest- risið á Aðalbóli við Starhaga, þar sem þau hafa lengi búið með böm- um sínum tveimur. Guð blessi þau, styrki og huggi í sorginni. Þeim, Margréti móður Jakobs og ástvin- um hans öðrum sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Ég kveð minn gamla vin með söknuði og þakklæti fyrir langar og góðar samvistir. Gunnar Björnsson. Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri. Þessi orð listaskáldsins komu mér í hug, þegar mér voru sögð þau dapurlegu tíðindi, að Jakob Hall- grímsson væri látinn. Þótt nú sé sólargangur langur og dagarnir bjartir hið ytra, verður skyndilega dimmt í huga manns við þessar að- stæður. Jakob var æskuvinur minn, og ég á margar bjartar, góðar og fagrar minningar um hann. Hér skal hans minnst í fáeinum orðum. Ég kynntist Jakobi Hallgríms- syni á sjötta áratug þessarar aldar. Við voram þá nemendur í Austur- bæjarskólanum og nutum þar m.a. ágætrar kennslu Jóns Þórðarsonar frá Borgarholti. Síðar lá leið okkar beggja í Vesturbæinn, og við stund- uðum nám í Gagnfræðaskólanum við Hringbraut, en þar vora margir góðir kennarar. Við bundumst traustum vináttuböndum á þessum áram. Séra Jón Thorarensen fermdi okkur í Neskirkju vorið 1957, og við voram mjög trúaðir ungir piltar. Við Jakob ræddum oft á þessum áram um trúmál, en einnig sitthvað fleira, m.a. um stjórnmál. Voram við um hið síðar- nefnda oftast ósammála, en það hafði engin áhrif á vináttu okkar. Mér era minnisstæðar ýmsar ferðir sem við fóram. Eitt sinn hjól- uðum við að Tröllafossi og tjölduð- um svo þar í fögra umhverfi. Feg- urðin þar er mér enn í fersku minni og gleður hugann, þótt langt sé um liðið. Á þessum áram og einnig síð- ar kom ég alloft á heimili foreldra Jakobs, þeirra Margrétar Árna- dóttur og Hallgríms Jakobssonar. Þar vora menningarleg viðhorf ríkjandi og mannleg hlýja. Ég hygg, að hinar örvandi aðstæður á æskuheimilinu hafi haft mikil áhrif á Jakob. Hann stundaði tónlistar- nám, bæði hér heima og erlendis, og varð lærður maður á þessu sviði. I lokaprófi frá Tónlistarskólan- um lék Jakob á fiðlu með nemenda- hljómsveit skólans hinn 9. maí 1964. Þetta var konsert fyrir fiðlu og hljómsveit eftir J.S. Bach. Jakob hafði áður legið yfir verkinu, margæft sig og hlustað oft á fiðlu- leik Leonids Kogans á hljómplötu. Ég var stundum viðstaddur, og það var fróðlegt að fylgjast með æfing- um hans. - Er ég átti afmæli nokkrum dögum síðar, kom Jakob, blessaður vinur minn, til mín og gaf mér hljómplötu með flutningi Kog- ans. Hann áritaði plötuumslagið með hlýlegri kveðju, en bætti svo við til gamans þessum orðum: „Þekkirðu verkið, 01i?“ - Og er ég nú skoða þetta gamla umslag og les þessi orð Jakobs, er sem ég heyri hljómþýða og notalega rödd hans sjálfs. Það er eins og hann sé ná- lægur, og það mun hann vera í huga mínum um ókomna tíð. - I fyrra er við Dóra voram í heimsókn hjá honum og konu hans, Helgu Sveinbjarnardóttur, setti hann sömu plötu á fóninn. Þá brá fyrir glettni í svip hans, er hann spurði, hvort ég kannaðist við verkið. Jakob Hallgrímsson var einstak- ur gæfumaður. En mesta gæfa hans í lífinu var, þegar hann eign- aðist Helgu Sveinbjarnardóttur, en þau eignuðust einkar efnileg börn, Einar og Laufeyju. Mér fannst ég skynja, að líf hans hefði nú öðlast meiri dýpt, fyllingu og hamingju en áður. Jakob lét sér mjög annt um velferð sinna nánustu, og hann var góður og tryggur fjölskyldufaðir. Við Jakob hittumst alloft á föm- um vegi, enda nágrannar, en stund- um einnig í boðum, afmælum - og á jólaböllum fyrir börn í gamla MR, en Jakob var svo vinsamlegur að spila við þau tækifæri um tveggja áratuga skeið ásamt sameiginlegum vini okkar beggja, Bjama Gunnars- syni enskukennara. Mörg era þau bömin, sem „hljómsveit hússins" gladdi á þessum jólaböllum, og fyrir það skal þakkað nú. Jakob Hall- grímsson var einhver minnisstæð- asti maður sem ég hef kynnst. Hann var yfirleitt glaður í bragði, hógvær og háttvís, næmur á mannlegt eðli, traustur í vináttu, einkar viðfelldinn og návist hans þægileg. Yfir honum var einhver birta, heiðríkja og feg- urð, sem erfitt er að lýsa í venjuleg- um orðum, en þetta kemur skýrt fram í tónverkum hans. Og hinn listelski vinur minn var, frá því að hann var ungur piltur, traustur leið- sögumaður í ferð um töfrandi feg- urðarheima. Hef ég búið að því alla tíð, og er gott að geta leitað þangað, þegar dimmt verður í mannheim- um. Ég tel það mikla persónulega gæfu að hafa átt hann að vini. Ég sendi að lokum innilegar sam- úðarkveðjur til Helgu, Einars, Laufeyjar, Margrétar, móður hans, svo og til systkina hans og annarra ástvina. Guð blessi minningu hins góða drengs og mikilhæfa manns, Jakobs Hallgrímssonar. Ólafur Oddsson. • Fleirí minnmgargreinar um Jak- ob Hallgrímsson bíða birtingar og munu birtast i blaðinu næstu daga. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR TRYGGVASON, Vfðihlíð, Mývatnssveit, lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík þriðjudaginn 8. júní sl. Jarðarförin fer fram frá Reykjahlíðarkirkju laug- ardaginn 19. júnf kl. 14.00. Hólmfríður Pétursdóttir, Héðinn Sverrisson, Sigrún Sverrisdóttir, Friðrik Lange Jóhannesson, Kristín Þ. Sverrisdóttir, Daníel Sigmundsson, Gísli Sverrisson, Lilja Sigríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Móðir okkar, dóttir og systir, SIGRÚN JÓNSDÓTTIR, Lindargötu 28, lést á Sjúkrahúsi Reykjavikur mánudaginn 31. maí sl. og hefur verið jarðsungin í kyrrþey að eigin ósk. Þökkum öllum sem sýndu okkur hlýhug og stuðning. Sérstakar þakkir færum við Karitas hjúkrunarþjónustunni og Féiags- þjónustunni í Skógarhlíð. Starfsfólk Kaffi Reykjavíkur fær einnig kærar þakkir fyrir veittan stuðning. Erik og Víkingur, Jón Sævar Jónsson, Birna Lárusdóttir, Lorrane Lee. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ERNA SIGURÐARDÓTTIR, Grundartúni 8, Akranesi, lést á Vifilsstaðaspítala mánudaginn 7. júní. Að ósk hinnar látnu hefur útförin farið fram í kyrrþey. Magnús Guðmundsson, Sigríður Magnúsdóttir, Jón Magni Ólafsson, Skúli Magnússon, Sigríður O. Jónsdóttir og barnabörn. t INGIBJÖRG HJÁLMARSDÓTTIR, Snorrabraut 42, Reykjavik, lést fimmtudaginn 3. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Aðstandendur. t ÞÓRHtLDUR ÁRMAÐÓTTIR, Þiljuvöllum 29, Neskaupstað, lést á Sjúkrahúsinu Neskaupstað mánudaginn 14. júní. Börn, tengdaböm og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Reynivöllum 9, Selfossi, sem lést sunnudaginn 13. júní sl., verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 18. júnínk. kl. 14.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Ljósheima á Selfossi. Inga Eiríksdóttir Kristján Jóhannesson, Áslaug Eirfksdóttir, Kristján Jónsson, Guðmundur Eiriksson.Guðfinna Ólafsdóttir, Bertha Sigurðardóttir, Tryggvi Magnússon, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.