Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ
^48 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999______________________
MINNINGAR
S VANBERG UR
ÓLAFSSON
Svanberg'ur
Ólafsson fæddist
á Akranesi 12. júní
1936. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 10. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Svanbjörg
Davíðsdóttir og Olaf-
ur Magnússon á
Akranesi. Svanur
átti fimm alsystkini
og eina uppeldissyst-
ur. Magnús er elstur
en síðan koma Sig-
ríður, Margét, en
hún er látin, Dag-
björt, Guðrún og Kristín Magnús-
dóttir uppeldissystir hans.
títfór Svanbergs fer fram frá
Fossvogskapellu á morgun, föstu-
daginn 18. júní og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Elsku Svanur bróðir.
Mig langar í örfáum orðum að
þakka þér fyrir allai' dásamlegu sam-
verustundimar sem við áttum saman
á bemskuheimili okkar í Krókatúni
þar sem ást og umhyggja vafði okkur
örmum, hversu lánsöm við voram,
elsku Svanur minn. Ekki var hægt að
hugsa sér betri bróður. Góðvildin og
umhyggjan var þér ásköpuð. Gjaf-
mildari mann hef ég ekki þekkt, allir
hlutir voru sjálfsagðir ef þú gast rétt
einhverjum hjálparhönd þá stóð ekki
á því. Þú varst með eindæmum glað-
lyndur og hafðir gaman af góðlátlegri
stríðni. Þótt lífið léki þig grátt var
stutt í brosið og alltaf var allt í lagi
hjá þér. Þú varst yndislega bamgóð-
ur og það var alltaf tilhlökkun hjá
dætram mínum þegar von var á
Svani frænda í heimsókn. Þá var
^alltaf hlegið og gert að gamni sínu.
Elsku Svanur, þín er sárt saknað.
Hoggið er skarð í litlu fjöldskylduna
sem ekki verður fyllt. Eg bið góðan
Guð að geyma þig, elsku Svanur
minn, þegar þú er horfinn á burt til
betri heima þar sem enginn þjáning
er til og öllum líður vel. Vertu sæll,
elsku bróðir.
Kristm Magnúsdóttir.
Svanur átti ekki mörg ár í faðmi
fjölskyldu sinnar því hann missti
móður sína þegar hann
var aðeins fjögurra ára
gamall og við það áfall
leystist fjölskylda hans
upp og systkinin fóru
hvert í sína áttina. En
er það ekki oft þannig,
að þegar neyðin er
stærst þá er hjálpin
næst? Svanur átti þá því
láni að fagna að einstak-
lega góð hjón á Akra-
nesi tóku hann í fóstur.
Þau hétu Laufey Ósk
Jónsdóttir og Magnús
Jónsson, kennd við
Krók Akranesi. Varla er
hægt að segja að Svanur hefði getað
fengið betri foreldi-a því alla tíð með-
an þau lifðu var hann umvafinn slíkri
ást og umhyggju að eftir var tekið.
Það má líka segja um Svan að hann
endurgalt ást og tryggð foreldra
sinna og kunni vel að meta þá gæfu
að vera fóstursonur Laufeyar og
Magnúsar.
Hann var aðeins fjórtán ára þegar
hann byrjaði sjómennsku, þá með
föður sínum Magnúsi. Hann reyndist
afbragðs sjómaður og samstarfs-
menn hans bera honum allir góða
sögu fyrir dugnað og hæfileika við öll
störf sem hann tók sér fyrir hendur,
eftirsóttur í hvaða skipsrúm sem var
og því oft á góðum aflaskipum. Neta-
gerðarmaður var hann af Guðs náð
og þar kom vel fram handlægni hans
og iðjusemi. íþróttir stundaði Svanur
ungur að árum og í glímu, brids og
skáklistinni var hann með fremstu
mönnum. Svanur bjó um tíma með
Guðrúnu Sigurðardóttur og bjuggu
þau sér fallegt heimili á neðri hæð
foreldra hans að Krókatúni 5 á Akra-
nesi. Þau fluttu svo til Reykjavíkur
og áttu þar heima fáein ár og ráku
saman fiskbúð af miklum myndar-
skap en slitu síðan samvistum. Eftir
það bjó Svanur alla tíð einn í Reykja-
vík. Og eftir því sem árin liðu og ald-
ur færðist yfir varð æ erfiðara fyrir
hann að rata hinn breiða veg og líf
hans varð þrautarganga allt þar til
hinn miskunnsami Guð leysti hann til
sín fimmtudaginn 10 þ.m.
Eg minnist mágs míns og vinar
með söknuði og harm í hjarta. Inni-
legar þakldr flyt ég Svani fyrir sam-
verustundimar og sérstaklega fyrir
hveru góður og vel hann reyndist
frænkum sínum, dætrum mínum.
Gjafmildi hans og velvilji til allra
vora einstaklega mikil. Nú þegar þú,
elsku vinm', ert allur yljum við okkur
við minningamar og allar myndimar
sem þú tókst af fjölskyldu okkar. Það
er ómetanlegur aifui'. Vertu sæll,
Svanur. Blessuð sé minning þín.
Asta dóttir mín, búsett í Frakk-
landi, getur ekki verið viðstödd
kveðjustundina en sendir þér sér-
staka kveðju sem hljóðar svo:
Elsku frændi, elsku Svanm-.
Loksins kom byrinn sem gaf
vængjum þínum styrk til að fljúga til
betri heima. Eg mun aldrei gleyma
hlátrinum þínum og prakkaralegu
augnaráðinu.
Þín frænka, Ásta.
Ingibjartur Þórjúnsson.
Að fæðast í þennan heim, lifa hér
og fara héðan er okkar hlutskipti,
eitthvað sem við getum ekki flúið.
Og þegar við fáum engu um það ráð-
ið hvernig málum okkar er háttað
hér í heimi, reynum við einfaldlega
að sætta okkur við þau hlutverk sem
okkur era falin. Við bara eram hér,
lifum hér og hrærumst og lærum að
taka því sem okkur ber, breytum því
sem við getum breytt og biðjum um
vit til að greina á milli þess sem við
fáum breytt og þess sem við breyt-
um ekki.
Allar spumingar um hvers vegna
veruleikinn er eins og hann er, þær
verða aðeins spumir sem svör ná
aldrei að eyða.
Þegar við höfum fæðst, lifað og að
kveðjustundu kemur þá era það
minningarnar sem ýfa hugann og
láta okkur hvert og eitt finna hvers
virði það var að fá að deila lífi með
vinum. Og þegar vinir okkar kveðja
og fara yfir móðuna miklu, þá er sá
ríkur sem eftir situr með góðar
minningar, og þá er nóg að hafa eina
góða minningu, eina góða mynd af
þeim sem kveður, eitt augnablik
sem ekkert getur grandað.
Þegar ég kveð þig, frændi minn,
þá fær söknuðurinn á sig einkenni-
lega mynd og það er sem sorgin gefi
af sér nýja sýn, nýjan skilning, því
sorg og söknuður verða svo lítils
virði þegar sú bjargfasta trú er tek-
in með í reikninginn, að þín bíði nú
betra líf á betri stað. Laus úr viðjum
óttans og laus við áþján efnisheims-
ins ferðu nú á stað þar sem vín og
vanlíðan hafa ekkert vægi.
Eg sat hjá þér nokkram klukku-
stundum áður en þú fórst, ég kvaddi
þig og talaði við þig. Ég sagði þér
hvernig þú reyndist mér alltaf góð-
m-, hversu margt þú gafst mér, og
ég sagði þér að í mínum huga ættir
þú alltaf eftir að lifa sem Svanur
frændi, fyrirmyndin sem ég sá þeg-
ar ég var lítill. Ég talaði um árin í
Kópavogi, þegar ég gat leitað til þín
með öll mín mál, hvernig ég gat
treyst þér og hvernig þú studdir
mig þegar eitthvað bjátaði á. Ég sat
þarna við rúmstokkinn og talaði við
þig og ég var viss um að þú heyrðir
hvert einasta orð. Og þegar ég sagð-
ist vera viss um að þín biði nú betra
líf og að héðan í frá yrðir þú aldrei
einn, þá fann ég að ég_ talaði ekki
fyrir daufum eyrum. Ég fann að
Svanur frændi, sá sem alltaf hafði
verið mér góður, sá sem alltaf trúði
á það sem ég var að bauka, sá Svan-
ur frændi sem að mínu mati var of
góður íyrir þennan heim, þessi góða
sál var hjá mér.
Þótt ég geti ekki útskýrt það með
oi’ðum, hvemig tilfinning það er að
kveðja frænda sinn og vin, liggjandi
máttvana í sjúkrarúmi, þá get ég
samt sem áður sagt að ég fann þeg-
ar ég kvaddi þig að þér leið vel. Sál-
in hraust og voldug, lífsreynd og
sátt, kvaddi án orða. Þungur andar-
drátturinn og þögul sálin sögðu mér
að þrátt fyrir allt þætti þér gott að
vita að nú myndi þetta líf brátt fjara
út og annað betra flæða að.
Að eiga eina góða endurminningu
gerir mann ríkan. Að geta deilt
slíkri minningu með öðrum gerir
mann enn ríkari. Og þegar ég hugsa
um þig, frændi minn, þá á ég svo
margar ljúfar endurminningar og
svo margar hlýjar hugsanir að ríki-
dæmi mitt nær lengra en ímyndunin
sjálf. Þessu ríkidæmi vil ég deUa
með þeim hinum sem kynntust
gæsku þinni og þinni einlægu, göf-
ugu sál.
Á rifi niðrí fjöru
var stór og mikill steinn
sem straumar hafsins færðu oft á kaf,
mér fannst hann lflqast manni
þvi alltaf stóð hann einn
í öldunum við lífsins bláa haf.
Og dagurinn og nóttin
þau helltust yfir hann
um himin fóru bæði tungl og sól.
Já, steinninn niðrí fjörunni
hann minnti oft á mann,
hann mátti til að finna betra skjól.
Og ég sem hafði lifað
sem stór og þungur steinn
+ Guðrún Ragn-
heiður Benja-
mínsdóttir fæddist á
Skagaströnd 14.
febrúar 1957. Hún
Iést á krabbameins-
lækningadeild
Landspítalans 10.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Lára Loftsdótt-
ir, f. 1925, og Benja-
•*- mín Sigurðsson, f.
1917. Guðrún var
yngst þriggja
systra. Þær eru:
Pálfríður, f. 1946,
gift Hákoni Erni Halldórssyni,
og Sóley B. Fredriksen, f. 1950,
í sambúð með Knud-Erik Jen-
sen. Guðrún eignaðist Einar Þór
23.9. 1973, með Guðmundi
Bjarnasyni, f. 9.1.1953. Sambýl-
iskona Einars Þórs er Elva
Dröfn Sveinsdóttir, f. 16.7. 1977.
Guðrún var tvígift. Fyrri maður
mt hennar var Óskar Hanson, f.
20.1. 1949. Böni þeirra: Lára
Ósk, f. 6.11. 1979, og Benjamín
Magnús, f. 27.4. 1984. Eftirlif-
andi eiginmaður Guðrúnar er
Að leiðarlokum er margt er renn-
ur í gegn um hugann, myndir og at-
rtk liðinna þriggja áratuga og fjór-
um árum betur. Fyrstu kynni okkar
Jörgen Pétursson, f.
10.1. 1948. Barn
þeirra Jörgen Pét-
ur, f. 2.3. 1988. Börn
Jörgens af fyrra
hjónabandi eru: Sól-
rún, f. 20.6. 1967.
Hennar börn eru
Tandri Hrafn, f.
28.7. 1988, Þórey
Hrund, f. 25.9. 1991,
Jökull Rúnar, f.
14.4. 1994, og
Hrafnkell, f. 25.9.
1995; Pálína, f. 15.3.
1970. Sambýlismað-
ur hennar Tómas
Ingp Tómasson, f. 20.8. 1969.
Þeirra börn eru: Tómas Helgi, f.
20.4. 1993, Styrmir Þór, f. 2.10.
1994, og Bjarney Sól, f. 24.8.
1998; Finnbogi, f. 8.6. 1972.
Sambýliskona hans er Bylgja
Dögg Ólafsdóttir, f. 11.10. 1976.
Börn þeirra: Hanna Björk, f. 7.8.
1995, og Karen Ýr, f. 24.5. 1998.
Útför Guðrúnar Ragnheiðar
fer fram frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði föstudaginn 18.júní
og hefst athöfnin klukkan
15.00.
vora á Skagaströnd, þar sem fjöl-
skyldan bjó, en ég kom að heim-
sækja systur hennar, konuefni mitt.
Guðrún var þá átta ára og afar for-
vitin að sjá mannsefni systur sinn-
ar. Hafði hún hlaupið þorpið á enda
til að vísa piltinum veginn að húsi
þeirra. En bílstjórinn ók hjá án þess
að taka eftir henni. Varð hún því að
hlaupa til baka. Man ég vel er hún
geystist inn í stofuna til að heilsa,
eldrauð í framan af hlaupunum.
Hefur mér æ síðan þótt vænt um
þessa litlu systur konu minnar.
Sumarið eftir er við vorum að ferja
bíl pabba þeirra systra yfir á Str-
andir fékk Guðrún að sitja í bflnum
með mér. Eitthvað voru dekkin lé-
leg því fljótlega sprakk á einu
þeirra. Athugasemd Guðrúnar var
eitthvað á þá leið hvort ekki væri
varadekk með í ferðinni, það væri
ekkert annað að gera en skipta.
Afram var haldið og rétt fyrir norð-
an Prestbakka sprakk aftur. Aftur
gerði Guðrún þá athugasemd að all-
ir góðir bflstjórar væru með bætur
með sér, a.m.k. segði pabbi hennar
það. Til allrar lukku voru til bætur í
bílnum og er slangan var bætt
læddi Guðrún út úr sér að betra væi
að prófa hvort hún væri ekki þétt.
Til þess varð allstór pollur, fyrir of-
an veginn, fyrir valinu. Missti ég
slönguna út á pollinn, en Guðrún sá
við því og lét smásteinum rigna á
slönguna, þar til slangan náði landi
hinum megin. Þannig var hún alla
tíð fljót að hugsa og framkvæma og
umfram allt glaðleg og létt í lund.
Norður á Ströndum eiga foreldrar
hennar jörðina Eyjar I, fyrir innan
Kaldbakshornið. I stórbrotnu lands-
lagi Strandanna undi hún sér löng-
um. Fyrir réttum sjö árum greind-
ist hún með illvígan sjúkdóm. Af
æðruleysi tók hún á móti og barðist
af öllum mætti fyrir lífi sínu. Náði
hún nokkrum bata eftir erfiða að-
gerð, þar til á síðasta ári er sjúk-
dómurinn tók sig upp aftur. Fjarri
var Guðrúnu að gefast upp. Dyggi-
lega studd, sem fyrr, af manni sín-
um var tekist á við nýjar aðgerðir
og virtist sigur vera að vinnast, er
enn eitt áfallið dundi yfir, sjúkdóm-
urinn kominn á kreik einu sinni enn.
Guðrún tók því sem fyrr af kjarki
og dug sem aðdáunarvert er. Átti
hún ætíð huggunarorð fyrir aðra.
Fyrir nokkru er við hjónin heim-
sóttum hana í Breiðholtið sat hún
fárveik við að útbúa skírnarkjól á
væntanlegt bamabarn. Kom fram
hjá henni að hún vonaðist til að geta
lokið honum áður en yfir lyki. Mun-
ið gott fólk að lífið hefur tilgang þó
alltof stutt sé á stundum, það sann-
ar hún Guðrún svo vel. Læknum og
hjúkrunarfólki krabbameinslækn-
ingadeildar Landspítalans eru
færðar alúðarþakkir fyrir hjúkrun
Guðrúnar. Aðstandendum öllum
votta ég mína dýpstu samúð og þér
Jörgen minn sendi ég sérstakar
kveðjur og þökk fyrir fómfúsa bar-
áttu við hlið Guðrúnar.
Blessuð veri minning Guðrúnar
Ragnheiðar Benjamínsdóttur.
Hákon Órn Halldórsson.
Elsku Gunna.
Ég sendiþérkærakveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Guð geymi þig.
Gróa Halla og Gunnar Örn.
GUÐRUN
RAGNHEIÐUR
BENJAMÍNSDÓTTIR
á ströndinni við lífsins bláa haf,
í huga mínum fannst mér
égaldreiveraeinn,
ég átti mína von sem lífið gaf.
(K.H.)
Elsku besti frændi minn, þegar ég
var lítill þá leið mér vel þegar ég var
nálægt þér. Arum saman sagði ég
strákunum í götunni frá því þegar
ég dvaldi hjá þér uppá Skaga. Þótt
dvölin sú væri ekki löng þá var hún
mér mikils virði. Og svo þegar þú
fluttir í Kópavoginn fannst mér sem
okkur tengdu órjúfanleg bönd.
I dag get ég bara þakkað þér fyiir
allt sem þú hefur gefið mér, en allt
sem þú átt eftir að gefa mér með
minningunum, verð ég að þakka þér
fyrir einhvern tíma seinna.
Þér leið ekki alltaf vel á meðan þú
varst héma megin fljótsins, en núna
líður þér vel. Nú hefurðu öðlast
þann frið sem hugurinn þráði, þá
fegurð sem hjarta þínu hæfir og þá
sátt sem sál þín leitaði að.
Bless, elsku besti frændi.
Kristján.
Elsku Svanur, ég mun alltaf
minnast þín sem góða frænda, en ég
sem bam hélt alltaf að þú værir
mjög ríkur því alltaf varstu að
stinga einhverjum gjöfum að okkur
systrunum. En þitt ríkidæmi fólst
ekki eingöngu í gjafmildi þinni held-
ur glettninni, hlýjunni og ástinni
sem alltaf geislaði af þér.
Kæri Svanur, það var besta gjöfin
sem þú gafst okkur, hún er mér
kærust.
Laufey Ingibjartsdóttir.
Elsku Svanur frændi.
Nú ertu farinn. Það er erfitt að
hugsa til þess en vonandi líður þér
vel þar sem þú ert núna. Ég man
alltaf spenninginn sem sat innra
með mér þegar ég vissi að þú ætlað-
ir að dvelja hjá okkur um jólin. Jólin
komu aldrei almennilega nema þeg-
ar þú varst hjá okkur. Alltaf varstu
mjög gjafmildur, bæði kom það
fram hvað þú gafst mikið af þér til
okkar systra og einnig í sjálfum jóla-
pökkunum. Þú fylgdist alltaf vel
með tækninni og keyptir þér góðar
myndavélar sem varð til þess að all-
ar myndirnar sem til eru af okkur
systrum eru þér að þakka. Það þarf
ekki annað en að líta í augu okkar
systra á myndunum og sjá brosið
sem við sendum þér að þú varst
barngóður maður. Vertu sæll elsku
frændi og Guð veri með þér.
Þórdís Ingibjartsdóttir.
Vinur minn, Svanberg Ólafsson,
er nú horfinn til æðri og betri heima.
Þar veit ég að honum líður vel. Und-
anfarin ár hafði hann átt mjög erfitt.
Hann bjó hjá mér í tvo mánuði, þá
gat ég útvegað honum íbúð. Eftir
það hrakaði honum mikið. Svanberg
var gull af manni og vildi öllum vel.
Hann var oft of greiðvikinn og fór
stundum illa út úr lífinu vegna þess.
Svanberg trúði á Jesú Krist og veit
ég að vel hefur verið tekið á móti
honum í ríki föðurins. Svanberg var
á sjó frá 16 ára aldri og var eftirsótt-
ur sjómaður.
Ég vil votta systkinum hans og
mökum þeirra mína dýpstu samúð,
svo og öllum vinum og ættingjum.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta,
á grænum grundum lætur hann
mig hvílast,
leiðir mig að vötnum, þar sem ég
má næðis ry'óta.
(Davíássálmur 23.
Eggert Böðvar Sigurðsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.