Morgunblaðið - 17.06.1999, Síða 53

Morgunblaðið - 17.06.1999, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 5^ MINNINGAR + Laufey Inga- dóttir fæddist í Reykjavík 2. sept- ember 1969. Hún lést á líknardeild Landspítalans hinn 4. júní siðastiiðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju ll.júní. Elsku Laufey. Eða á ég að kalla þig „Luffu“ eins og ég var vön að kalla þig þegar við vorum ung- lingar. Eg trúi því varla að þú sért farin. Eg vissi að þú værir mikið veik, en einhverra hluta vegna meðtók ég það ekki að þú værir dauðvona, eða kannski hef ég bara ekki leyft mér að hugsa það. Ekki grunaði mig að ég væri að sjá þig í síðasta sinn þegar ég heimsótti þig síðast uppá spítala og sé ég mikið eftir því að hafa ekki hitt þig oftar. Við höfum ekki haft mikið samband síðustu árin en vorum mikið saman þegar við vorum yngri. Þegar ég hugsa til þeirra ára streyma minningamar fram. Við vomm alltaf að fínna uppá einhverju til að vekja á okkur athygli og ekki vantaði hug- myndaflugið. Einu sinni ákváðum við að gabba krakkana í hverfinu og láta sem ég væri frænka þín ut- an af landi. Þetta var allt saman þaulskipulagt. Við breyttum hár- greiðslunni minni, ég fór í föt af þér og gengum við meira að segja svo langt að búa til nafn á mig og skrifa það inn í úlpuna þína (he he he). Þetta átti nefnilega að vera sönnun fyrir því að ég væri þessi frænka þín. Einu sinni límdum við upp á okkur nefið með glæra lím- bandi þannig að nefbroddurinn vísaði upp og fórum svo út í göngutúr, öllum sem gengu fram- hjá okkur til mikillar furðu. Já, ég gæti haldið endalaust áfram með sögur af prakkarastrikunum okk- ar. Manni bregður við þegar svona ung, gáfuð og falleg manneskja er tekin svona í burt frá okkur, en maður gerir sér líka grein fyrir því hve tíminn okkar hér á jörð er í raun og vera dýrmætur og ætti maður að nýta sér hann til hins ýtrasta. Lifa hvern dag sem hann sé okkar síðasti. LAUFEY INGADÓTTIR Þegar ég sagði sex ára syni mín- um að æskuvinkona mín væri látin, þá sagði hann ósköp kæraleysis- lega: „Þá er hún engill." Mér fannst það ósköp falleg hugsun og minnti það mig á það hvað þú hafð- ir mikið dálæti á englum. Heimilið þitt var mjög fallegt og til íyrir- myndar í alla staði og þar vora englar mjög áberandi. Elsku Laufey mín, ég mun aldrei nokkumtíma gleyma þér og því sem við áttum saman. Eg veit að þú hlýtur að eiga að gegna mjög mikilvægu starfi þarna hinum megin, sennilega sem ráðgjafi eða eitthvað slíkt því svo sterkan skiln- ing hefur þú á mannlegum tilfinn- ingum. Eg kveð þig að sinni, Luffa mín, við hittumst svo næst þegar minn tími er kominn. Fjölskyldu, vinum, ættingjum og sérstaklega bömum Laufeyjar sendi ég mínar innilegustu og dýpstu samúðarkveðjur og bið guð um að styrkja þau í sorg sinni. Sigrún Linda Karlsdóttir. Skilafrestur minning- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf gi-einin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þm-ft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. KENNSLA Framlengdur umsóknar- frestur til 24. júní! Getum tekið við nokkrum nemendum í viðbót, yngri sem eldri. Hafið samband strax! Upplýsingar og innritun í síma 487 8850, fax 487 8858. ~ Hestabrautin í Skógum: 2 ára nám í hesta- mennsku á framhaldsskólastigi. Almennt nám í Skógum: 1 —2ja ára almennt fjölbrautaskólanám. Framhaldsskólinn í Skógum, Skógum undir Eyjafjöllum. Námskeið í slökunarnuddi frá Hawaii verður haldið helgina 19.—20. júní í Sjálfefli í Kópavogi. Einnig verður námskeið á Sólheimum, Grímsnesi, helgina 10.-11. júlí. Upplýsingar í símum 895 8258 og 554 1107. UPPBOÐ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, Isafirði, þriðjudaginn 22. júní 1999 kl. 14.00 á eftirfarandi eignum: Aðalstræti 13, efri hæð og ris, 0201, Isafirði, þingl. eig. Hálfdán Daði Hinriksson, gerðarbeiðandi Samvinnulífeyrissjóðurinn. Austurvegur 12, 0102, (safirði, þingl. eig. Ingibjörg Hallgrímsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Fiskimjölsverksmiðja á Þingeyrarodda, Þingeyri, þingl. eig. Rauðsíða ehf., gerðarbeiðendur ísafjarðarbær og Set ehf. Fjarðargata 16, Þingeyri, ísafjarðarbæ, þingl. eig. Kristín Auður Elías- dóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Hafnarbakki 1, ásamt rekstrartækjum, Suðureyri, ísafjarðarbæ, þingl. eig. Bátasmiðja Vestfjarða ehf., gerðarbeiðandi SparisjóðurÁrnes- hrepps. Neðra fiskhús, sambyggð skreiðarhús á Oddanum, Þingeyri, þingl. eig. Rauðsíða ehf., gerðarbeiðandi Isafjarðarbær. Skreiðargeymsla Þingeyrarodda, Þingeyri, þingl. eig. Rauðsíða ehf., gerðarbeiðandi Isafjarðarbær. Sæból II, Mýrahreppi, ísafjarðarbæ, hluti Elisabetar Pétursdóttur, þingl. eig. Elísabet Anna Pétursdóttir og fleiri, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður ríkisins og Vátryggingafélag íslands hf. Þvergata 3,0101, Isafirði, þingl. eig. Ragnar Ingólfsson, Vignir Guð- mundsson og Anna Málfríður Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Bygging- arsjóður ríkisins og ísafjarðarbær. Sýslumaðurinn á Isafirði, 16. júní 1999. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Vanefndauppboð: Mánagata 6A, 0201, e.h., ísafirði, þingl. eig. ÓlafurÁsberg Árnason, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins húsbréfadeild, Epsilon ehf. (P'67 ehf.) og Vátryggingafélag íslands hf., þriðjudaginn 22. júní 1999 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á fsafirði, 16. júní 1999. Uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp á Hamraendum 5, Stykkis- hólmi, föstudaginn 25. júní 1999 kl. 11.00. Marine Mach ígulkerahreinsivél árg. 1995. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi, 16. júní 1999. NAUÐUNGARSALA Lausafjáruppboð Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp í Aðalstræti 92, Patreks- firði, Vesturbyggð, fimmtudaginn 24. júní 1999 kl. 14.00: HH 736 JL 952 XU 824 Greiðsla áskilin við hamarshögg. Ávísanir ekki teknar gildar nema með samþykki uppboðshaldara. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 16. júní 1999. TILKYNNINGAR A KÓPAVOGSBÆR Auglýsing um breytt deiliskipulag í Kópavogi Vesturvör 30 Tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 30 við Vesturvör auglýsist hér með samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. í tillögunni felst að í stað einnar byggingar um 60x100 m að flatarmáli er gert ráð fyrir þremur stakstæðum byggingum um 22x57 m (tvær byggingar) og um 26x68 m að flatarmáli (ein bygging). Þakhæð verður um 8 m. Uppdrættir ásamt skýringarmyndum verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fanna- borg 2,4. hæð, frá kl. 9—15 alla virka daga frá 21. júní til 21. júlí 1999. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa borist eigi síðar en kl. 15 miðvikudaginn 6. ágúst 1999. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, telj- ast samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Kópavogs. TILBOO/UTBOO Jónsmessuferð Jónsmessuferð Fáks og Harðar á Skógarhóla föstudaginn 18. júní nk. Farið frá félagsheimili Fáks kl. 17.00, frá Harðar- bóli kl. 18.30 og Skeggjastöðum kl. 20.00. Far- angurtekinn við Fák kl. 17.00 og Harðarból kl. 18.00. Riðið um þjóðgarðinn á laugardag, kvöldvaka um kvöldið. Grillað og farið í leiki. Fáksmenn fjölmennið, við höfum bikar að verja. SMÁAUGLÝSINGAR FELAGSLIF H.illvnigarstig 1 • simi 561 4330 Dagsferð fimmtudaginn 17. júní Frá BSÍ kl. 10.30. Barmaskörð — Þingvellir. Skemmtileg þjóðhá- tíðarganga um Þingvelli. Verð 1.500/1.700. Dagsferð sunnudaginn 20. júní Frá BSf kl. 10.30. Selvogsgatan. Gengið frá Bláfjallavegi að Hafnarfirði. Verð 1.400/1.600. Næstu helgarferðir 18. —20. júní Skjaldbreiður — Hlöðufell - Úthiíð. Gengið að Skjaldbreið. Næsta dag er gengið að Hlöðufelli og á sunnu- degi er gengið um Brúarskörð niður I Úthlíð. Gist í skálum. 18.—20. júní. Fimmvörðuháls. Uppselt. 18. —20 júní. Básar. Gönguferð- ir, varðeldur og góð stemmning. Tilvalin ferð fyrir alla fjölskyld- una. Um helgina fer fram árlegt kvennahlaup í Básum. 19. —20. júní. Fimmvörðuháls. Gengið frá Skógum á laugar- dagsmorgni. Gist í Fimmvörðu- skála. Á sunnudegi er gengið í Bása við Þórsmörk. Jónsmessunæturganga 25.-27. júnf. Hin árlega Jónsmessunætur- ganga verður 25.-27. júní. Næturganga yfir Fimmvörðu- háls. Gist í Básum fram á sunnudag. Varðeldur, grill- veisla og góð stemmning f Básum um Jónsmessuhelgi. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Útivistar eða á heimasíðu: www.utivist.is. íomhjólp Samkoman fellur niður I kvöld vegna þjóðhátíðar. Samhjálp. Kaffisala kl. 14—18. Dagskrá um kvöldið frá kl. 21.00. Allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MORKINNI 6 - SlMI 568-2533 Fimmtudagur 17. júnf kl. 10.30 Leggjabrjótur, göm- ul þjóðleið. Laugardagur 19. júnf kl. 8.00. a. Haukadalsskarð — Hauka- dalur (Eiriksstaðir) Um 5 klst. ganga um gamla þjóðleið. b. Dalir — Eiríksstaðir, sögu- slóðir. Ökuferð. Göngudagur FÍ er á sunnu- daginn. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Sjá textavarp: bls. 619 og heimasfðu www.fi.is. __ ________________________L mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.