Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 54

Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 54
54 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING SIGURÐUR JÓNSSON Sigurður Jónsson fæddist í Ærlækjarseli í Axarfirði 18. júní 1899. Foreldrar hans voru hjónin Sigurveig Sigurðardóttir og Jón Gauti Jónsson frá Gautlöndum, bóndi og kaupfélagsstjóri. Sig- urður kvæntist Krist- jönu Hafstein árið 1931. Börn þeirra eru: Jón Hannes, verk- fræðingur, Ragnheið- ur, húsmóðir, Örn, arkitekt, og Hrafn, viðskiptafræðingur. Kristjana lést árið 1952. Síðar kvæntist hann Þóru Havstein og skildu þau skömmu síðar. Þriðja eiginkona Sigurðar og ekkja hans er Ragna G. Ragnarsdóttir. Sonur þeirra er Ragnar, tryggingaráð- gjafi. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1922 og prófi í byggingarverkfræði með fossvirkjun sem sérgrein, frá Nor- ges Tekniske Hojskole í Þránd- heimi 1926. Sigurður var bæjarverkfræðing- ur Akureyrar 1926- 1928 og starfaði sem verkfræðingur hjá Kampmann Kjerulf og Saxild í Kaupmanna- höfn 1928-1932. Hann hafði m.a. umsjón með byggingu Grófar- bryggju í Reykjavík- urhöfn og hafnar- bakka Siglufjarðar- hafnar. 5. ágúst 1932 var Sigurður ráðinn for- stjóri Slippfélagsins í Reykjavík. Þá hófst framfaratímabil í sögu félagsins með byggingu nýrra dráttarbrauta. Fram að því höfðu íslenskir togarar farið utan til smávægilegra viðgerða og hreinsana, eða þeim verið lagt í fjöru og látið fiæða undan þeim. Mánuði eftir að Sigurður tók til starfa hjá Slippfélaginu hóf hann byggingu nýrrar dráttarbrautar og hafði sjálfur eftirlit með fram- kvæmdum. Brautin var tilbúin á ótrúlega skömmum tíma, eða 19. desember. Sama ár var fyrsti tog- arinn tekinn í slipp. Brautin nýtt- Gœðavara Gjafavara - matar-og kdffistell Allir veróflokkar. Heimsfrægir hönnuöir m.a. Gianni Versace. ri//ÚX\\\v\V-;, VERSLUNIN Lnugavegi 52, s. 562 4244. ist stærstu fískiskipum, því hún bar allt að 600 tonnum. Önnur og stærri braut var byggð ári síðar og bar hún skip allt að 1.000 tonnum. Árið 1946 stóð Sigurður fyrir byggingu 1.100 tonna dráttar- brautar með hliðarfærslu fyrir þrjú 900 tonna þung skip. 1954 var byggð braut fyrir 2.000 tonna þung skip og tveimur árum síðar braut fyrir 300 tonna þung skip með tveimur hliðarfærslum. Þá gátu átta skip staðið í slipp í einu. Auk þess sem Sigurður annaðist byggingu dráttarbrauta stóð hann að byggingu húsnæðis fyrir skrif- stofur, trésmíðaverkstæði, timbur- sölu, vélasal, verslun og fleira. Húsið var 2.500 fermetrar að stærð og var starfsemi félagsins flutt úr litlum timburkofa í stór- hýsi á íslenskan mælikvarða árið 1940. Sigurður stóð einnig að stofnun málningarverksmiðju Slippfélagsins árið 1951. Hún er nú stærsta málningarverksmiðja landsins. Velferð Slippfélagsins má fyrst og fremst þakka þvi að nýjar og stærri dráttarbrautir voru byggð- ar á sínum tíma. Einnig því, að Sigurður og aðrir stjórnendur fé- lagsins byggðu eftir þörfum, en ekki umfram þarfir. Galdurinn fólst í að feta meðalveginn í fjár- festingu, þar sem mörgum hefur því miður orðið fótaskortur. Sigurður var einn af stofnendum Almennra trygginga hf. og sat í fyrstu stjóm félagsins. Einnig tók hann virkan þátt í starfi Golffélags Islands og fyrsta Rotary-félags hérlendis. Afkomendur Sigurðar koma saman í sumarhúsi fjölskyldunnar við Þingvallavatn í tilefni af 100 ára fæðingardegi hans föstudaginn 18. júní. Stjóm Slippfélagsins í Reykjavík. UMRÆÐAN Fjölmennasti íþróttaviðburð- ur ársins SENN rennur 19. júní upp, einn af merk- isdögum íslenskra kvenna. Fátt hefur markað jafn djúp spor og þegar konur fengu kosningarétt og kjör- gengi. Allt frá þeim degi hafa konur mótað og haft áhrif á samfé- lagið. Það var því skemmtileg tilviljun að einmitt íyrsjta Kvenna- hlaupið á íslandi var haldið þennan dag árið 1989. í ár verður hald- ið Kvennahlaup einmitt þennan sama dag, 19. júní. A tímamótum er vert að líta um öxl og rifja það upp hvað var upp- haf kvennahlaupsins. ÍSÍ lagði til að á íþróttahátíð 1990 væri meðal annars horft til aukinnar þátttöku kvenna í líkams- rækt. Fyrsta kvennahlaupið var haldið í Garðabæ íýrir tilstuðlan ÍSÍ og tókst það í alla staði mjög vel. Meginmai-kmið hlaupsins þá og nú er að hvetja aUar konur, ungar sem eldri, til að vera með. Allar geta verið með, ganga, hlaup eða skokk - allt eftir getu hvers þátttakanda. Með aðeins eitt að meginmarkmiði; að taka þátt í kvennahlaupinu og með því að Laufey Jóhannsdóttir hvetja til aukinnar hreyfingar og hollra lífshátta í góðum fé- lagsskap. I kvennahlapinu eru allir þátttakendur jafnir, vegalengdin skiptir ekki máli, tíma- lengdin ekki heldur, en í maridnu verða all- ir sigurvegarai-. Óhætt er að fullyrða að kvennahlaupið hef- ur fyrir löngu sannað gildi sitt. Óteljandi göngu-, skokk- og úti- vistarhópar eiga einmitt upphaf sitt að rekja til samveru- stunda í kvennahlaupinu. Nýr Iífsstfll Með aukinni atvinnuþátttöku kvenna hafa orðið miklar breyt- ingar á hlutverki þeirra í samfé- lagi nútímans. Konur sinntu áður umönnunarhlutverkinu að mestu leyti, í hlutverki móður, dóttur, ömmu og frænku, en með aukinni atvinnuþátttöku hefur orðið mikil breyting á. Lengd viðvera barna í skóla, lengri leikskólavist og síð- ast en ekki síst aukin menntun hefur stuðlað að því að flestar konur eru virkar í atvinnulífinu í dag. Með þátttöku sinni sinna þær vitaskuld fjölþættum störfum og 17. júní í Kópavogi Víðavangshiaup - skrúðganga - barnasamkoma kl: 09:30 - 10:00 Fánahylling og lúðrablástur á Kópavogsvelli. Skátafélagið Kópar stjómar fánahyllingu. SkólahljómsveitKópavogs leikur. Stjómandi Össur Geirsson. Upphitun fyrir víðavangshlaup Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks. kl: 10:00 Víðavangshlaup Breiðabliks 400 m. Keppt verður í 6 aldursflokkum (1-6 bekkur) Allir fá viðurkenningu. Skráning á staðnum. kl: 10:50-11:00 Skrúðganga frá Kópavogsvelli að Digraneskirkju. Skátafélagið Kópar og slagverkssveit Skólahljómsveitar Kópavogs fara fyrir göngunni. Á bílpalli um bæinn 'kl: 10:00-11:30 Dixflandbandið Öndin ekur um Kópavog og heilsar Kópavogsbúum með lúðrablæstri og léttum lögum. kl: 11:00-12:00 Bamasamkoma í eða við Digraneskirkju. Prestur Séra Gunnar Siguijónsson. Kór leiðir sönginn. Brassband kemur við og bætist í tónlistarhópinn. Skrúðganga kl: 13:00 - 13:30 Safnast saman við Menntaskólann í Kópavogi Dixilandhljómsveit leikur fram að göngu. kl: 13:30. Gengið að Rútstúni. A Rútstúni verður Leikfélag Kópavogs með séraðstöðu fyrir böm, leiki og uppákomur. Trúðar og furðuvemr á sveimi. Hestamannafélagið Gustur verður með hesta. Vinnuskóli Kópavogs sér um skreytingar, margskonar leiktæki, andlitsmálun, kassabflar, veltibfll, hoppkastali, krafttæki, þrautarbraut Hjálparsveitar skáta o.fl. Kaffisala, sölutjöld, leikir og skemmtiatriði. Dagskrá á Rútstúni. kl: 14:00 - 16:00 Bæjarstjórinn í Kópavogi Sigurður Geirdal setur samkomuna. Skólahljómsveit Kópavogs leikur og Kórar flytja ættjarðarlög. Fjallkonan flytur ljóð. (Þórey H. Vilhjálmsdóttir) Ávarp nýstúdents. (Gunnar Karl Pálsson) Skemmtidagskrá. Stopp leikhópurinn, Dansfélagið Hvönn, Öm Ámason, Laddi, Halldóra Geirharðs. sem trúðurinn Barbara, félagar úr þjóðdansafélaginu sýna og hljómsveitin Papar skemmtir. Skrúðganga - Knattpsyrna kl: 16:00 Skrúðganga frá Rútstúni að Kópavogsvelli. kl: 16:30 Knattspymuleikur 4. flokks HK og Breiðabliks. Minningaleikur um Daða Sigurvinsson. Hátíðardagskrá eldri borgara kl: 16:00 - 17:00 Hátíðardagskrá fyrir eldri borgara í félagsheimili Kópavogs. Stjómandi Guðlaug Erla Jónsdóttir. Strengjaflokkur leikur skosk og sænsk lög. Hulda Jóhannesdóttir og Jóhanna Stefánsdóttir skemmta. Kvöldskemmtun á Rútstúni Tónleikar - skemmtiatriði kl: 20:30 - 23:30 Unglingahljómsveitir úr Kópavogi hita upp, Pétur Pókus töframaður sýnir listir sínar. Söngvaramir Helgi Bjömsson, Andrea Gylfadóttir, Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson koma fram, einnig Ólafur Þórðarson, Helga Braga Jónsdóttir og Steinn Ármann Magnússon. Kynnir: Jóhannes Kristjánsson. Gleðilega þjóðhátíð! Tkm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.