Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 58

Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 58
58 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Drengskapur * og daglegt mál t Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGI er vert að gefa því gaum hvernig tungunni | farnast, hvar ásókn lágkúru rífur L skörð í varnargarða, hvar veitt er ► viðspyrna og hvar látið undan síga. Þess gætir nú mjög að æðri mennta- i stofnanir hopa úr varðstöðu sinni um móðurmál. „Daglegt mál“, þátt- ur Ríkisútvarpsins, sem verið hefír á ‘ dagskrá um áratuga skeið hefir þegjandi og hljóðalaus verið felldur niður. Orðagjálfur, síbylja og froðu- snakk fær óheftan aðgang. Fjöldi þáttargerðarmanna lætur móðan mása. Hirðir ekki um að vanda mál- far sitt. Það hendir jafnvel hina bestu menn að hirða eigi um að þýða á móðurmál sitt svokölluð lykilorð, er þeir fjalla um í fyrirlestrum sín- um. Nýverið flutti stjórnmálafræð- ingur ágætt erindi. Hann þrástagað- ist á orðinu „identitet", án þess að nefna íslenskt heiti á því hinu sama. „Nostalgia11 er annað orð, sem þrá- faldlega heyrist. Sveinbjörn Egils- son rektor lét sér nægja að tala um saknaðartilfínningu í skólaræðu sinni. í sjónvarpi og út- varpi heyrast daglega ambögur af munni starfsmanna og við- mælenda. Einn talaði um tveggja ára „afmæli morðsins". Einnig um „fellibylinn sem var uppá sitt besta“. For- ystumaður nýs flokks sagði að „flokkurinn væri kominn á kopp- inn“. í daglegum útvarps- og sjónvarpsþáttmn heyrast nær aldrei gömul og góð orð. Þeim er útrýmt, en önnur lágkúrulegri og neikvæðari koma í þeirra stað. Rík- isútvarpið á ekki að fá hundruð milljóna til þess að valsa með og sóa í innréttingar meðan það sker við nögl fé til dag- skrárgerðar. Sigurður Nordal sat í öndvegi og stóð i stafni meðan hans naut við. Orstuttur kafli er hann birti í riti sínu, íslensk menning árið 1942 nefndist: Heiðinn dóm- ur. Þar segir m.a.: „Is- lenzk tunga varðveitir enn í dag orð úr heiðn- um sið, sem gild ástæða er tO þess að telja með dýrustu eignum þjóðar- innar. Það er orðið drengur - ásamt orðun- um drengskapur, drenglyndi, drengileg- ur; orðasamböndum eins og „dreng- ur góður“, „mestur drengur" o.s.fn'. Þó að þetta orð sé eldra en Islands byggð, hefur það auðgazt hér að Pétur Pétursson Málfar Þegar talað er um drengskap, segir Pétur Pétursson, leikur um orðið heiður blær óspilltrar æsku, hrein- lyndis og trausts. merkingu og lifir ekki annarsstaðar í sama skilningi, verður ekki þýtt til hlítar á neina erlenda tungu fremur en t.d. enska orðið gentleman. Það er eitt þeirra orða, sem vaxið hefur utan um lítinn kjarna eins og perla um sandkorn, - þar sem hugsjón hefur kristallazt svo, að hún geymist frá kynslóð til kynslóðar. Slík orð er torvelt að skilgreina fyrir öðrum en þeim, sem aldir eru upp við þau. Þegar talað er um drengskap, leikur um orðið heiður blær óspilltrar æsku, hreinlyndis og trausts. Allir munu fúsir að trúa, að kjarninn sé skír, úr því að hann hefur aukizt á þessa lund. Flestir ættu líka að geta fallizt á annað, sem máli skiptir fyrir það efni, sem hér er um rætt. I ís- lenzkum fornsögum er svo lýst dæmum drengskapar, að vér finnum varla nein ljósari né fullkomnari frá síðari öldum, þótt nýjar og jafngild- ar manndyggðir kunni að koma þar til sögu.“ Sigurður Nordal nefnir í ritgerð sinni enska orðið „gentleman". Is- lenskir stjómmálamenn og fjöl- miðlamenn, sem virðast ekki þekkja orðið drengskaparheit, né önnur áþekk, hafa burðast við að þýða „gentlemans agreement" og nefnt það „heiðursmanna-samkomulag“. Þeim virðist sjást yfír orð Nordals, er hann telur með „dýrustu eignum þjóðarinnar“. Forseti Islands hefir ferðast víða á íyrstu embættisárum sínum. Flest má gott telja við þær ferðir. Eitt er þó aðfínnsluvert. Það eru ávarpsorð er hann beinir til barnanna er fagna komu hans. Forseti íslands á ekki að tala um stráka og stelpur þegar hann ávarpar yngstu þegna lands- ins. Ef það teldist gott og gilt þá ætti hann einnig að tala um kalla og kellingar í ræðum sínum. Það er undarleg meinloka hjá höfðingjum ef þeir halda að þeir nálgist almúg- ann, almenning á vinnustað, börn í leikskólum, sjómann í verstöð eða fiskvinnslustúlku í frystihúsi, með því að stíga „niður“ á lægra svið. Á dögum Jóns Thoroddsens hétu ung- mennin piltur og stúlka, Jónas Hall- grímsson ritaði um börn, drengi, pilta, stúlkur. „Ó, þér unglingafjöld og íslands fullorðnu synir.“ í Grasa- ferð má sjá dæmi um rithátt Jónas- ar. Orðið strákur hefur víðasthvar neikvæða merkingu. „Betra er að vera laukur í lítilli ætt en strákur í stórri." „Illt er að heita strákur, en þó verra að vera það.“ „Oft er strák- ur í dánumannsætt.“ Hliðstæð og þaðanaf verri dæmi mætti nefna um stelpur. Það vakti undrun marga er tilkynnt var um ráðstefnu á vegum Rannsóknarstofu í kvennafræðum er bar heitið „Stelpur og strákar í náttúrufræði- stofunni." Þar var í forsvari „hand- hafí nýsköpunarverðlauna forseta Islands". Eimskipafélag Islands var óskabarn þjóðarinnar. Enginn talaði um krakka, strák eða stelpu. Illa er komið íslenskri þjóðtungu og móðurmáli ef öndvegisnemendur villast þannig af vegi á akri mennta og lista. Ætlar Háskóli íslands að snúa baki við drengskap og taka til við strákapör? Eru forsvígismenn æðstu menntastofnunar landsins svo heillum horfnir að þeir ætli að hefja til vegs og virðingar heiti, sem gleyma, en geyma ekki? Fella niður fornu sæmdarheitin drengur og drengskapur? „Bergþóra var drengur góður.“ Forseti Islands á að vera drengilegur maður og drenglundaður. Nemendur Háskóla Islands eiga að kappkosta dreng- skap. Þeir eiga ekki að fremja strákapör. Stúlkur eiga að standa jafnfætis piltum og mega jafnvel vera þeim fremri. Höfundur er þulur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.