Morgunblaðið - 17.06.1999, Síða 59
(TiQt TqT/rrjpqn>/[
MORGUNBLAÐIÐ
i
I
i
___________________UMRÆÐAN
Skrúður á Núpi í Dýra-
fírði - þjóðarminnismerki
AÐ ALAST upp á af-
skekktum stað fylgja
þau forréttindi að þang-
að koma brautryðjend-
umir oftar en ekld. í
bamsminni mínu leiftrar
minning um heimsókn
þeirra Jóhanns Gunnars
sýslumanns á Isafírði,
Kjartans læknis og séra
Sigtryggs á Núpi bjart-
an sumardag í Vigur. Ef
til vill vom fleiri í fór, en
þessir menn era mér
minnisstæðastir. Lík-
lega vegna þess að allir
voru þeir silfurhvítir á
hár. Séra Sigtryggur
skar sig enn frekar úr,
auk þess að vera langsamlega elstur
þeirra ahra hafði hann sítt, hvítt
skegg og bar ekki hatt eins og hinir,
heldur húfupottlok.
Eins og siður er í Vigur var gengið
með gesti út á eyju. En öldungurinn
séra Sigtryggur fór fetið, enda orðinn
níræður, og lét nægja að fara út á
Ærhúshól og Börðin með sjö-átta ára
strákinn, sem hér skrifar nú, að
fylgdarsveini. Ekki man ég orðræður
okkar, en mildur málrómur hans, full-
sterkur þrátt fyrir aldurinn og fastar
áherslumar sitja enn í eyram mér.
Líklega hefur hann spurt mig eitt-
hvað um fuglavarp og kríuunga, enda
var ungatíð, en sérstakan áhuga
sýndi hann litlum trjáreit sem fóstri
minn hafði komið upp á Börðunum og
skoðaði hverja hríslu gaumgæfilega.
Af þessum trjáreit fóstra míns er
ekkert eftir nú nema minningin ein
og breiða af bleiku komblómi.
Tíu áram eftir fráfall séra Sig-
tryggs kom ég í garðinn hans, Skrúð,
í fyrsta sinn. Garðurinn
var þá í góðri umsjá
Þorsteins Gunnarssonar
og skartaði sínu feg-
ursta. Næstu fjögur
sumur lagði ég leið mína
nokkrum sinnum í
Skrúð og naut þess að
finna gróskuna og
styrkinn í honum. Svo
kom langt hlé á heim-
sókrúr mínar í þennan
garð. Ég var á öðrum
slóðum í öðram görðum,
erlendis sem hérlendis.
Vorið 1988 kom í
minn hlut að gera sjón-
varpsþáttaröð um ís-
lenska garða og frí-
stundaræktun. Þáttaröðin hélt áfram
árið eftir og auðvitað var áætlað að
gera Skrúði skil í heilum þætti það
sumar. En þegar þangað kom var
Skrúður
Garðurinn Skrúður er
lífvera, segir Hafsteinn
Hafliðason, og allar lif-
andi verur þurfa viður-
væri og umönnun.
mér brugðið. Tímar höfðu breyst og
engin hönd nálæg til að sinna þessu
þjóðarminnismerki sem skyldi. Garð-
urinn var fallinn í órækt. Því var
heldur lítið myndað í honum, og það
htla sem var, í þröngum sjónvinklum
eða úr fjarlægð.
Eftir þessa upptökuferð gerðist ég
nokkuð þrásetinn við símann minn og
hringdi í alia sem ég taldi að hefðu
hugsanlega áhuga á garðinum Skrúði
og ástandi hans. Hvort sem þessi sím-
töl mín höfðu nokkuð með það að
gera, líklega var þrautseigja Vilborg-
ar Guðmundsdóttur áhrifameiri,
fagnaði ég mjög þegar ég frétti að
Garðyrkjuskóli ríkisins, félög lands-
lágsarkitekta og skrúðgarðyrkju-
meistara ásamt nokkram öðram
áhugamönnum um varðveislu Skrúðs
hefðu tekið sig saman um að endur-
gera hann til besta horfs. Síðan hef ég
fylgst með og komið í Skrúð af og til
undanfarin sumur. Þar er allt komið á
betri veg og unun að sjá hve vel hefur
verið að verki staðið. Eignarhalds-
saga Skrúðs eftir daga séra Sig-
tryggs er nokkuð snúin. Séra Sig-
tryggur ánafnaði Vestur-ísafjarðar-
sýslu garðinn og stjómendur Núps-
skóla sáu um viðhald hans. Svo vora
Isafjarðarsýslur sameinaðar, skóla-
starf á Núpi varð svipur hjá sjón og
er nú, að ég best veit, aflagt. Byggðir
Dýrafjarðar hafa sameinast í sveitar-
félag með ísafjarðarkaupstað og telj-
ast nú til hverfa í ísafjarðarbæ. Sam-
kvæmt því fellur eignarhaldið, rekst-
ur og viðhald Skrúðs nú undir eignir
og fjárhag Isafjarðarbæjar. Og enda
þótt nokkuð sé til garðsins lagt á fjár-
lögum bæjarins, dugar það hvergi til
að halda honum í því horfi sem vera
ber.
Garðurinn Skrúður er garður af því
tagi sem kallar á stöðuga nærvera
nærfærinna handa og hann er verð-
mæt þjóðareign sem er ekki síður
mikilvæg en handritin okkar. Garður-
inn Skrúður er þjóðarminnismerki.
Séra Sigtryggur var um fiest afar
merkilegur maður sem hafði áhrif á
Hafsteinn
Hafliðason
píipr tv?r'n vr 8?
FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 59
------------------------------1
Ljósmynd Skógræktarfélag íslands
SKRÚÐUR á Núpi í Dýrafirði.
og mótaði þá kynslóð manna sem
sköpuðu það þjóðfélag sem við höfum
búið við obbann af þeirri öld sem er
að líða.
En séra Sigtryggur var ekki einn.
Hann var sannur aldamótamaður
sem hógvær, en fylginn sér, varðaði
leiðina fyrir almenna fræðslu, þekk-
ingu og jöfnuð meðal manna. Islensk
alþýða á honum mikið að þakka. Án
hans hefði félagsleg þróun um miðbik
aldarinnar orðið hægari. Séra Sig-
tryggur var ekki pólitíkus, en hann
kenndi pólitíkusum sem síðan höfðu
áhrif.
Líklega hefur séra Sigtryggur
ekki, fremur en aðrir samheijar hans,
jafnokar og samtímamenn, ætlað að
bylta þjóðfélaginu á jafn róttækan
hátt og raun varð á. Samt verður ekki
hjá því komist að sjá að hann hefur
verið á sömu braut og danski prestur-
inn, heimspekingimnn og skáldið
Grundtvig markaði um miðbik fyrri
aldar og hafði áhrif á allt daglegt líf
fólks á Norðurlöndum og er grand-
völlur þjóðfélagsgerðar alh-a norrænu
þjóðanna eins og hún er nú. Jónas
Hallgrímsson náttúrufræðingur og
skáld varð einnig fyrir áhrifum af
kenningum Grundtvigs sem og aðrir
andans menn og foringjar þeirra
þjóðfélagsumbóta sem mörkuðu við-
horf aldamótakynslóðarinnar sem
séra Sigtryggur tilheyrði. Séra Sig-
tryggur á Núpi var framkvöðuU af
sama tagi og séra Bjöm í Sauðlauks-
dal, Eggert Ólafsson eða Torfi í
Ólafsdal og Sigurður á Hvítárbakka
öllu síðar.
Garðurinn Skrúður er því ekki ein-
ungis minnisvarði um séra Sigtrygg,
eins og hann óskaði sér helst, heldur
er hann minnisvarði um alla þá sem
raddu brautina í framfaramálum
þjóðarinnar. Þess vegna verðum við
að taka höndum saman og búa svo
um hnútana að Skrúði verði haldið við
sem þjóðarminnismerki um aldur og
ævi.
Tryggjum fjárframlög til garðsins
svo hægt sé að sinna um hann með
aðkeyptri hjálp eins og þörf krefur.
Stofnuð hafa verið Hollvinasamtök
Skrúðs. Með því að skrá okkur í þau
samtök og taka með því á okkur smá-
vægilega skuldbindingu upp á örfáar
krónur á ári getum við í sameiningu
lagt það til sem sköpum skiptir í
virkri vemdun þeirrar þjóðargersem-
ar sem garðurinn er. Garðurinn
Skrúður er lífvera og allar lifandi ver-
ur þurfa viðurværi og umönnun. Upp-
skeran er ást, friður og sátt við allt og
alla!
Höfundur er garðyrkjustjóri
i Snæfellsbæ.
I-
BMW
Compact Sport Edition
• Aukabúnaður á mynd: álfelgur.
Grjótháls 1
söludeild 575 1210
Glæsilegur BMW sportbíll!
Glæsilegur BMW, hlaðinn aukahlutum
og búnaði, með aksturseiginleika sem
aðeins BMW státar af.
Sérstakur búnaður:
• M-leður/tau áklæði á sætum
• M-leðurklætt stýri
• M-fjöðrun
• M-spoilerar allan hringinn
• 10 hátalara hljómkerfi
• Þokuljós
• Fjarstýrðar samlæsingar og ræsivörn
BMW ánægja og öryggi:
• BMW útvarp með geislaspilara
• ABS og ASC+T spólvörn
• 4 loftpúðar, 5 höfuðpúðar
• Vökva- og veltistýri
• Frjókornasía í loftræstingu
1 .948.000 kr.
Engum líkur