Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 60

Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 60
60 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Sjáumst ... Undirbúningsncfnd og fyrirtækin sem tóku þátt í færeysku iðnaðarsýningunni RekTór ’99 í Perlunni 6. - 8. maí 1999, þakka hér meö Islendingum og Færeyingum kærlega fyrir mótt0kur- nar. Sérstakar þakkir til Utflutningsráðs Islands, Aflvaka, Eimskips, Perlunnar og Reykjavíkurborgar. Við vonum og trúum, að þetta átak efli samvinnu landanna tveggja, íslands og Færeyja. Fyrir hönd undirbúningsnefndarinnar og fyrirtækjanna MENNINGARSTOVAN Utfiutningsráð Færeyja Bryggjubakki 12 • P.O. Box 1287 FO-110 Tórshavn • Færeyjar Tel +298 313028 • Fax +298 310459 e-mail: menningarstovan@ms.olivant.fo heimasíða: ms.olivant.fo I I l FRÉTTIR FRÁ fundi nfu félagasamtaka um Eyjabakka á þriðjudag. Askorun um verndun Eyjabakka Byggingafull- trui annast manntal í Hafnarfirði MANNTAL fyrir Hafnarfjörð færist frá og með 1. júní 1999 til embættis byggingafulltrúa, þar sem er að flnna t.d. eftirlit með byggingaframkvæmdum, fast- eignaskráningu, yfirferð eigna- skiptasamninga og nú síðast manntal, segir í fréttatilkynningu frá byggingafulltrúa Hafnarfjarð- ar. Manntalsskrifstofan er flutt af 2. hæð á 3. hæð Strandgötu 6 til umhverfis- og tæknisviðs og þar er opið frá kl. 9:30 til 15:30 alla virka daga. Lilja Ólafsdóttir tekur við starfi manntalsfulltrúa frá og með 1. júní en LiJja hefur áður starfað sem rit- ari í Innkaupum hf. Vesturlands- vefur kynntur VESTURLANDSVEFURINN var opnaður síðastliðinn vetur. Hann er heimasíða fyrir allt Vest- urlandskjördæmi og sameiginlegt markaðstæki landshlutans í víðum skilningi. Formlega verður Vestur- landsvefurinn opnaður á atvinnu- vegasýningunni Vesturvegi sem haldin verður í íþróttahúsinu í Stykkishólmi um næstkomandi helgi. Formaður SSV, Björg Ágústsdóttir, mun með aðstoð full- trúa yngri kynslóðarinnar opna vefinn formlega kl. 15.15, fóstudag- inn 18. júní Félagsfundur Parkinson- samtakanna FÉLAGSFUNDUR Parkinson- samtakanna á Islandi verður hald- inn í Áskirkju laugardaginn 19. juní kl. 14. Flutt verða erindi og Ástríður Alda Sigurðadóttir leikur á píanó. Kaffiveitingar. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá níu félaga- samtökum: „Fundur fulltrúa fjölmargra um- hverfis-, útivistar- og hagsmunasam- taka haldinn 15. júní 1999 skorar á ríkisstjórn íslands að láta meta um- hverfisáhrif af fyrirhuguðum fram- kvæmdum við Fljótsdalsvirkjun með hliðsjón af lögum nr. 63/1993. Þegar Alþingi samþykkti heimOdarlög fyrir virkjuninni 1981 voru viðhorf til áhrifa stórframkvæmda á viðkvæma náttúru íslands allt önnur en síðar hefur orðið, og varúðarreglan óþekkt, sem nú er ætíð höfð að leið- arljósi við allar framkvæmdir. Það er því ótvíræð siðferðileg skylda ríkis- stjórnarinnar að láta slíkt mat á um- hverfisáhrifum fara fram. Fundurinn telur óeðlilegt, að á sama tíma og stjórnvöld lýsa vilja sínum til að leita sátta um verndun og nýtingu orku- linda landsins, sé ráðist í jafn um- deildar framkvæmdir og Fljótsdals- virkjun. Éyjabakkar eru dýrmætt gróður- lendi og einstakt griðland fugla. Það yrði óbætanlegt tjón fyrir komandi kynslóðir ef þeim yrði sökkt, auk þeirrar neikvæðu ímyndar, sem það myndi skapa íslandi á alþjóðavett- vangi. Slík gjörð væri í andstöðu við samþykktir Ríóráðstefnunnar og sáttmálann um vemdun votlendis (Ramsar), sem ísland er aðili að. Fundurinn lýsir yfir fullum skiln- ingi á því að treysta þarf byggð og styrkja atvinnulíf á Austfjörðum, en það má ekki verða til þess, að ein dýrmætasta náttúruperla íslands verði eyðilögð. Því skorar fundurinn á ríkisstjórnina að láta kanna alla þá kosti til hlítar, sem leyst gætu málin í sátt við íslensku þjóðina. Félag leiðsögumanna, Félag um verndun hálendis Austurlands, Fuglaverndarfélag íslands, Hið ís- lenska náttúrufræðifélag, Land- vernd, Náttúruverndarsamtök Is- lands, Samtök útivistarfélaga, Sjálfboðaliðasamtök um náttúru- vernd og Umhverfisverndarsamtök íslands." Þjóðhátíðar- gsrnga Utivistar FERÐAFÉLAGIÐ Útivist stendur fyrir dagsferð í dag, 17. júní. Farið verður með rútu frá Umferðarmið- stöðinni við Vatnsmýrarveg kl. 10.30. I fréttatilkynningu segir að ekið verði um Þingvelli að Dímon en það- an gengið á Dímon að Tintron og leitað að Stelpnahelli áður en gengið verður að Gjábakka. Frá Gjábakka eru gengnir fornir stígar að Al- mannagjá en þar gefst tækifæri til að skoða Öxarárfoss. Útivist stendur fyrir dagsferðum alla sunnudaga en næsta sunnudag verður genginn hluti Selvogsgötunn- ar frá Bláfjallavegi að Hafnarfirði. „Græni herinn“ á Vest- fjörðum um helgina GRÆNI herinn verður á Vestfjörð- um helgina 18. og 19. júní, nánar til- tekið á Patreksfirði á föstudaginn og Isafirði á laugardaginn. I fréttatilkynningu segir að dag- skráin á Patreksfirði hefjist á hádegi á fóstudaginn með herkvaðningu, en þá mæta hermenn Græna hersins í félagsheimilið og þiggja súpu og brauð og gera léttar Mullers-æfingar undir stjóm Jakobs Frímanns Magn- ússonar áður en skundað er til vinnu kl. 13. „Græni herinn er síðan við störf til kl. 16 en þá er tekið kaffihlé þar sem boðið verður upp á veitingar og glens og gaman á vel völdum stað í bænum. Að fengnu kaffi skundar Græni her- inn aftur til vinnu og er að störfum til kl. 19, en þá er grillveisla fyrir her- mennina. Úm kvöldið er hermönnun- um boðið á Stuðmannaball í félags- heimilinu. Dagskráin á Isafirði verður með svipuðu sniði, en þar eiga hermenn Græna hersins að mæta til leiks á 4. hæð Stjómsýsluhússins. Um kvöldið verður Stuðmannaball í félagsheimil- inu í Hnífsdal. Hægt er að skrá sig í Græna her- inn á heimasíðunni www.graeniher- inn.is sem og hjá samstarfsaðilum hersins, en það em íslandsflug, Toyota, Landssíminn, Sparisjóðimir, Olís, Samskip, og Ríkisútvarpið/Sjón- varp,“ segir í fréttatilkynningu. Leiðrétt Rangur titill í VINNSLU blaðsins á athugasemd Skeljungs í blaðinu í gær er Jón Ög- mundur Þormóðsson titlaður stjómarmaður Flutningsjöfnunar- sjóðs. Það er ekki rétt. Jón er stjómarmaður í Flutningsjöfnunar- sjóði. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Villandi fyrirsögn FÉLAG Sögukennara er ekki að mótmæla nýrri námsskrá eins og skilja hefði mátt á fyrirsögn þeirri sem var yfir ályktun þeirra í blaðinu á þriðjudag. I fréttinni var hnykkt á ályktun þeirra frá því í janúar sl. um nauð- syn þess að til komi nýjar náms- bækur með gildistöku nýrrar náms- skrár. Beðist er velvirðingar á mis- sögninni. í Langadal í FRÉTT um árekstur þriggja bif- reiða í blaðinu í gær var ranghermt að óhappið hefði átt sér stað við Mó- berg í Laugardal. Áreksturinn varð við Móberg í Langadal í grennd við Blönduós. Entrapment í Borgarbíói KVIKMYNDIN Entrapment er sýnd í Borgarbíói á Akureyri en ranghermt var í blaðinu í gær að hún væri sýnd í Nýja-bíói og er beðist velvirðingar á því. Einnig sagði að Lolita væri sýnd í Háskóla- bíói en hún er í raun sýnd í Bíóborg- inni. Hefðbundinn 17. júní á Eyrarbakka HATIÐARHOLD á þjóðhátíðar- daginn 17. júní em með hefð- bundnu sniði á Eyrarbakka að þessu sinni. Kvenfélag Eyrarbakka hefur umsjón með hátíðarhöldun- um. í fréttatilkynningu segir að há- tíðin hefjist kl. 11 með guðsþjón- ustu í Eyrarbakkakirkju. Prestur er sr. Úlfar Guðmundsson prófast- ur Árnesinga. Kirkjukór Eyrar- bakkakirkju syngur og organisti er Haukur Gíslason. Kl. 14 verður há- tíðardagskrá við Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. Fjallkonan flytur ávarp og Friðrik Erlingsson rithöf- undur flytur hátíðarræðu. Farið verður í leiki og boðið upp á skemmtiatriði. Kl. 17-22 verður Ljósmyndasýn- ing frá hátíðarhöldum á 17. júní á Eyrarbakka - „Þjóðhátíð í 55 ár“. Kirkjukórinn syngur Eyrarbakka- lög við opnun sýningarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.