Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 74

Morgunblaðið - 17.06.1999, Page 74
74 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM KVIKMYNDIR/Sambíóiii hafa tekið til sýningar myndina Lolita með Jeremy Irons, Melanie Griffith, Frank Langella og Dominique Swain í aðalhlutverkum. ' Sagan um Lolitu Frumsýning HUMBERT Humbert er hæfi- leikaríkur maður; menntað- ur, fyndinn, snjall og ótrú- lega aðlaðandi í augum kvenna. Hann er prófessor í frönskum bók- menntum, nýkominn til Nýja Eng- lands þar sem hann ætlar að taka við nýrri stöðu. Hann gerist leigjandi myndarlegrar ekkju, Charlotte Haze * (Melanie Griffith). I hennar augum er þessi menntaði og myndarlegi maður sá sem hana hefur dreymt um. En draumastúlka Humberts reynist vera 12 ára dóttir Charlotte, Lolita (Dominique Swain). Meðan Charlotte reynir við Humbert er hann að reyna við Lolitu. Sagan er byggð á einni af þekktari skáldsögum aldarinnar, Lolitu eftir Vladimir Nabokov, sem kom út árið 1958. Leikstjórinn Adrian Lyne, sem áður hefur gert Jacob’s Ladder, Fa- tal Attraction og fleiri myndir, gerir myndina ásamt framleiðandanum Mario Kassar. „Skáldsagan á sér engan líka,“ segir Lyne. „Lýsingar Nabokovs eru svo náttúrulegar, svo áþreifanlegar að hann segir manni eiginlega hvem- ig eigi að taka myndina. Meðan ég las bókina sá ég fyrir mér hvar ég ætti að stilla upp myndavélinni. Þetta er fyrsta skáldsagan sem ég hef lesið sem mér hefur fundist að ég gæti unnið beint með sem kvik- myndagerðarmaður, án verulegra breytinga. Bókin, sem fjallar um áráttukenndar ástríður og dauða- dæmda ást manns á ungri stúlku, er í senn hjartnæm og ótrúlega fyndin." Lyne er Breti og segir að munur- inn á evrópskum og amerískum leik- stjórum sé sá að þeir amerísku vilji helst gera kvikmyndir um hetjur. „Evrópskir leikstjórar vilja fást við þversagnakennda og við- kvæma karaktera.“ Hann segir að í sínum huga hafi aldrei leikið vafi á hver væri rétti leikarinn í hlutverk Humberts; óskarsverðlauna- hafinn Jeremy Irons. „Hum- bert,“ segir Lyne, „er kurteis, úrkynjaður, góður við sjálfan sig en samt viðkvæmur og óöruggur þegar þráhyggjan tekur af honum völdin. Hann gerir grín að sér og tekur sig ekki of alvar- lega. Jeremy var rétti maðurinn til að fara með þetta hlutverk.“ „Ég hef alltaf dregist að karakter- um sem eru ráðgátur; sem eru svo margbrotnir að áhorfendur eru í vafa um hvort þeir eru góðir eða vondir, hvíti riddarinn eða svarti púkinn," segir Irons. „Það er mjög athyglisvert svæði að vinna á og ein- beita sér að, finnst mér.“ KÁTIR.KfiAKKAR. I GOÐUM SUMARSKOM Fætur í örum vexti -• > fara vel í barnáskóm frá Scholl MJÚKUR SOLI FOTLAGA BOTN SEM VERNDAR BAKIÐ LEDURINNLEGG OG YFIRLAG Cb LYFJA - Lyf á lágmarksverði LáCjtTIÚId, S&tbBTQÍ OQ HdlTirdbOTQ Stutt Upprisa á rútuþaki ►MAÐUR nokkur í Argentínu, Mario Paz, fótbrotnaði og hand- leggsbrotnaði þegar hann í hræðslu sinni hoppaði af þaki rútu sem var á ferð. Hann hafði farið upp á þakið til að fá sér frískt Ioft og mátti finna þar ýmislegt dót, þar á meðal lík- kistu. í líkkistunni lá bóndi sem hafði lagst ofan í hana til að fá sér blund. Bóndinn vaknaði við bröltið í Paz, lyfti lokinu af lík- kistunni og spurði hvort það væri nokkuð kalt úti. Paz brá svo í brún að hann stökk rak- leiðis niður af þakinu með fyrr- greindum afleiðingum. Vafasamur brúð- kaupskynnir ►KARA Noble er konan sem seldi breska blaðinu Sun myndir af Sophie Rhys-Jones berbrjósta og fyrir vikið var hún rekin úr starfi sínu sem dagskrárgerðarkona á út- varpsstöð í London. En nú hefur önnur bresk út- varpsstöð, Talk Radio, boðið henni að verða sérlegur kynnir stöðvar- innar á brúðkaupsdegi Sophie og Edwards Bretaprins og á hún að lýsa athöfninni og öllu sem henni tengist í beinni útsendingu. „Við töldum að Kara yrði senni- lega á lausu á laugardaginn og fannst að hún gæti lífgað upp á um- fjöllun okkar um brúðkaupið," sagði Bill Ridley, útvarpsstjóri stöðvarinnar. Evrópuþingið stjörnum prýtt ►SÖNGKONAN Dana, sem vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1970, var kosin á Evrópuþingið sem full- trúi Irlands, en sem kunnugt er bauð hún sig fram til forseta þar í landi fyrir tveimur árum og beið ósigur. Italska kvikmyndastjarnan Gina Lollobridgida vildi líka komast á Evrópuþingið en hlaut ekki náð fyrir augum kjósenda. Finnski ökuþórinn Ari Vatanen náði hins vegar kjöri en hann var fremstur í sinni röð um margra ára skeið í rallíi og varð meðal annars heimsmeist- ari árið 1981. Alnafni og sonarsonar fyrr- verandi Frakklandsforseta Charles De Gaulle tekur einnig sæti á Evrópuþinginu. Hann var lengi vel í meðlimur í stjórnmálaflokki afa síns en hefur nýlega gengið til liðs við þjóðernisflokk Jean-Marie Le Pen, fjölskyldu sinni til mikillar gremju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.