Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 136. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Eftirvænting við Windsor-kastala SNEMMA í gærmorgun hafði fólk komið sér fyrir hjá Windsor-kast- ala, skammt vestan Lundúna, til þess að tryggja sér gott útsýni við brúðkaup Játvarðs prins og Sophie Rhys-Jones, er fram fór síðdegis í gær. Játvarður er yngsti sonur Elísabetar Englands- drottningar, og var brúðkaupið sagt vera helsti viðburðurinn í bresku samkvæmislifi á árinu. Til- kynnt var í Buckingham-höll í gær, að Játvarður fengi titilinn jarl af Wessex og muni erfa titil Filippusar föður síns, hertogi af Edinborg. Rhys-Jones mun fá tit- ilinn hennar konunglega hátign, greifynja af Wessex. ■ Birtir loks til/6 Tórínó 2006 BORGIN Tórínó á Ítalíu varð í gær fyrir valinu sem vettvangur vetrar- ólympíuleikanna 2006. Var þetta ákveðið á fundi Alþjóðaólympíu- nefndarinnar í Seoul. Lokaatkvæðagreiðslan stóð á milli Tórínó og Síon í Sviss og féllu atkvæði þannig, að Tórínó fékk 53 atkvæði, en Síon 36. Valið fór fram samkvæmt nýjum reglum sem nefndin setti sér í kjölfar hneykslis- málanna sem komu upp í Salt Lake City í Bandaríkjunum sl. vetur, en þar fara leikarnir fram veturinn 2002. Aðrar borgir sem kepptu um að halda leikana 2006 voru Helsinki, Klagenfurt í Austurríki, Poprad- Tatry í Slóvakíu og Zakopane í Pól- landi. ------♦♦♦----- Austur-Tímor Samið um afvopnun Dili á Austur-Tímor. Reuters. SAMEINUÐU þjóðimar fögnuðu í gær friðarsamkomulagi stríðandi fylkinga á Austur-Tímor, en ítrek- uðu að enn væri margt ógert áður en hægt yrði að efna til atkvæða- greiðslu um sjálfstæði héraðsins. Leiðtogi sjálfstæðissinna á A- Tímor, Xanana Gusmao, og for- maður héraðsyfirvalda, Domingos Soares, skrifuðu undir samkomu- lagið í Jakarta, höfuðborg Indó- nesíu, á fóstudag. Kveður sáttmáli þeirra á um, að báðir aðilar skuli leggja niður vopn og stuðla að friði og öryggi í héraðinu. Soares er fylgjandi áframhaldandi yfirráðum Indónesíu í A-Tímor. Tugir héraðsbúa hafa fallið og þúsundir orðið að flýja heimili sín frá því í janúar sl., er herskáir fylg- ismenn indónesískra yfirráða í hér- aðinu hófu baráttu gegn sjálfstæð- issinnum. Áætlað er að SÞ muni skipu- leggja atkvæðagreiðslu um sjálf- stæði héraðsins frá Indónesíu í ágúst nk., en fulltrúar SÞ hafa ítrekað sagt að staða mála í hérað- inu sé slík, að ekki sé unnt að halda kosningamar. Samkomulagið sem undirritað var á fóstudag gengur lengra en samningur sem gerður var í apríl sl. Sá samningur kvað ekki á um afvopnun og varð ekki til þess að stöðva blóðsúthellingar. Samið um þátt Rússa í friðargæslunni Ihlutun Jeltsíns réð úrslitum Moskvu, Pristína. AP, Reuters. RÚSSAR náðu samkomulagi við seta, sagði að Helsinkisamkomu- Atlantshafsbandalagið (NATO) um þátttöku í friðargæslu f Kosovo vegna beinnar íhlutunar Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta á síðustu stundu, að því er háttsettur emb- ættismaður greindi frá í gær. ígor Ivanov utanríkisráðherra og Igor Sergeijev vamarmálaráðherra komu til Moskvu í gær eftir að sam- komulagið náðist í Helsinki á fóstu- dagskvöld. Sergei Prikhodko, aðstoðar- starfsmannastjóri Rússlandsfor- 700 prent- villur Aminan. AFP. JÓRDANSKUR barnabóka- höfundur varð allt annað en ánægður þegar honum barst í hendur eintak af nýrri bók sinni, sem menntamálaráðu- neytið í Jórdaníu gefur út. Kom nefnilega á daginn að yf- ir sjö hundruð prentvillur var að finna í bókinni, sem þó er ekki nema fimmtíu blaðsíðna löng. Issa Garagirah, sem skrifað hefur tuttugu og þrjár bækur, kvartaði sáran yfir slælegri frammistöðu menntamála- ráðuneytisins í utgáfumálum og sagði útilokað að lesa bók- ina vegna þess gífurlega íjölda prent- og stafsetningarvillna sem í henni væri að finna. „Hvemig eiga börn að geta lært nokkum skapaðan hlut ef bækur þeirra em uppfullar af mistökum?" spurði Garagirah. Mun menntamálaráðuneyt- ið jórdanska hafa samþykkt að hætta dreifingu bókarinnar eftir að höfundurinn bar fram kvartanir sínar. lagið hefði orðið „að veruleika vegna leiðbeininga frá Borís Jeltsín". Prikhodko tjáði fréttastof- unni ITAR-Tass að Ivanov og Sergeijev hefðu rætt við Jeltsín í síma þegar hlé hefði verið gert á fundahöldunum í Helsinki, og hefði forsetinn gefið þeim fyrirmæli sem hafi gert þeim kleift að ná sam- komulagi. Helsta deiluefnið var sú krafa Rússa að friðargæsluliðar þeirra í Kosovo lytu ekki forráðum NATO. Samkomulagið kveður á um að rússnesku sveitirnar verði undir rússneskri stjórn en í samstarfi við foringja NATO á gæslusvæðum Bandaríkjanna, Frakklands og Þýskalands í Kosovo. Ekkert tiltek- ið gæslusvæði mun koma í hlut Rússa. Brottflutningi að ljúka Haft var eftir háttsettum emb- ættismanni hjá NATO í gær að serbneski herinn væri að ljúka brottflutningi allra sveita sinna frá Kosovo og væri útlit fyrir að allar yrðu á brott hálfum sólarhring fyrr en kveðið var á um í samkomulagi NATO og Júgóslava. Um hádegi í gær voru um fimm þúsund serb- neskir hermenn enn í Kosovo, að sögn embættismannsins, en hann taldi að þeir yrðu allir famir um há- degi í dag. Fregnir af hefndarárásum kos- ovo-albanskra skæruliða á serb- neska borgara í Kosovo hafa orðið til þess að NATO hefur heitið því að fjölga herlögreglumönnum í hér- aðinu til þess að vemda Serba er flýja nú þaðan þúsundum saman. Þá var ætlunin í gær að NATO gerði samkomulag við Frelsisher Kosovo (UCK) þar sem tilgreind væm skilyrði fyrir því að herinn legði niður vopn. Var þetta haft eft- ir talsmanni NATO. Itrekað hafa borist fregnir af því að slegið hafi í brýnu milli UCK-liða og Serba, og hafa hermenn NATO sett upp vegatálma í Pristína og lagt hald á vopn. Framtíðin óliós ó fjórmálamarkaði ÁLFBÆR ÞRÓUN VERÐI LEIÐAR- LJÓSIÐ 22 NÝJA BÍÓ HELDUR í VÍKING TIL NOREGS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.