Morgunblaðið - 20.06.1999, Side 8

Morgunblaðið - 20.06.1999, Side 8
8 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Kannveig Guðmundsdóttir um húsnæðismál Samfylkingarinnar íllíl'iiwiiíííii:!'!]!!!'!! iíi liiji:'11j i 'i 11111•! I; íiii,1 mms!'""' Eb ) G-AÚU/nÍC^ ' „GÆTTU tungu þinnar, kona, þú ert að tala við fornkappa hina mestu en ekki venjulegar framsóknarbullur.“ Ríkið endurgreiði 6,9 m.kr. skatt HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ís- lenska ríkið til að greiða fyrirtækinu Boðeind 6,9 milljónir króna með vöxtum frá 1995. Agreiningur var milli eigenda fyr- irtækisins og skattyfirvalda um hvort fyrirtækið skyldi teljast sjálf- stæður skattaðili. Mál vegna álagn- ingar ársins 1988 var til meðferðar hjá skattyfirvöldum og dróst að nið- urstaða fengist til loka ársins 1994 að niðurstaða fékkst. Á meðan skil- aði fyrirtækið inn skattframtölum vegna áranna 1989-1992 en skatt- stjóri lagði ekki gjöld á fyrirtækið og tilkynnti ekki um ástæður þess að það var ekki gert. Hæstiréttur telur að íyrirtækið hafi ekki getað litið á sinnuleysi skattstjóra um að sýna framtals- skilum þess viðbrögð sem ótvírætt merki um að gjöld yrðu lögð á í einu lagi þegar álitaefni um sjálf- stæða skattaðild ársins 1988 hefðu verið leidd til lykta eins og gert var. „Gat skattstjóri því ekki geymt sér á þennan hátt með öllu að leggja á stefnda gjöld árið 1989 og síðar í því skjóli einu að óútkljáð væri deila um hvort hann gæti verið sjálfstæð- ur skattaðili," segir í dómi Hæsta- réttar. Ennfremur segir að þrátt fyrir þessi álitaefni um skattaðild hafi ekki verið á framtölunum annmark- ar sem girt gátu fyrir að gjöld yrðu að öllu leyti lögð á samkvæmt þeim. Því var fallist á með fyrirtækinu að skattstjóri hefði aðeins haft tveggja ára frest til að endurákvarða skatt- ana og var heimildin til endurá- kvörðunar áranna 1989-1992 því talin fallin niður í desember 1994. Því var úrskurður yfirskatta- nefndar, frá árinu 1996, sem verið hafði tilefni dómsmálsins, felldur úr gildi og ríkið dæmt til að greiða fyr- irtækinu 6.909.314 krónur með vöxt- um, auk 600 þúsund króna máls- kostnaðar. ÆlasCopco Mat á arðsemi hálendissvæða Náttúran hefur tilfínn- ingalegt gildi FYRIR skömmu var í Reykjavík haldin ráðstefna á vegum Umhverfisvemdarsam- taka Islands þar sem fjallað var um mat á arð- semi hálendissvæða. Um- hverfisvemdarsamtök Is- lands voru stofnuð í janú- ar á þessu ári með um 130 stofnfélögum. Þau eiga að vera vettvangur fyrir alla þá sem vilja vinna að um- hverfismálum og vernda þau lífsgæði sem felast í náttúru Islands. Meðal markmiða samtakanna er að stuðla að endurheimt landgæða, beita sér fyrir því að viðkvæm svæði á hálendinu verði sem minnst skert á ókomnum áram og styðja fram- kvæmd alþjóðasamninga um verndun umhverfis. Formaður samtakanna er Steingrímur Her- mannsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra. - Hvað var það helsta sem fram kom á ráðstefhunni? ,Á henni var fjallað um við- leitni til að meta gildi hálendis- svæða. Undanfarið hefur mikið verið rætt um hvort hægt væri að slá einhvers konar mati á það sem fórnað er þegar hálendi er lagt undir vatn, að mæla huglægt gildi náttúrannar ekki síður en efnislegt. Talað hefur verið um fórnarkostnað í því sambandi. Margir telja unnt að meta þenn- an kostnað og var ráðstefnan haldin til þess að kynna og ræða þær aðferðir sem fram hafa kom- ið sem viðleitni í þessa átt. Það sem kom mér hvað mest á óvart var hve langt þau sem þarna töl- uðu era komin í að þróa aðferðir til þess að meta fórnarkostnað- inn. I erindi sem fulltrúi frá Um- hverfismálastofnun Bandaríkj- anna hélt kom fram að þar hefur verið reynt að meta hvort það væri þess virði að rífa niður stífl- ur og endurheimta land. Niður- stöður slíks mats á stíflum í Col- umbia-ánni hafa yfírleitt orðið þær að rétt væri að fjarlægja mannvirkin og koma ánni sem næst í upphaflegt ástand. Hér er þetta að sjálfsögðu á hinn veginn, hér þarf að meta hverjar afleið- ingarnar verða ef byggð eru ný raforkuver, en þetta varpar ljósi á að víða er verið að fást við sams konar vandamál og þau sem við eigum við að stríða. Geir Odds- son auðlinda- og umhverfisfræð- ingur og Stefán Gíslason um- hverfisskipulagsfræðingur kynntu aðferðir sínar til þess að meta fórnarkostnað og Sigríður Ásgrímsdóttir, raf- magnsverkfræðingur og hagfræðingur, skýrði frá tilraun sem hún gerði í Skagafirð- inum til að fá fram hvað fólk vildi í raun borga fyrir að halda svæðum ósnortnum. Niðurstöður hennar sýndu að fólk er tilbúið til að greiða þó nokkra upphæð til þess. Sjálfur væri ég tilbúinn að borga vera- lega upphæð til þess að halda ýmsum svæðum á hálendinu ósnortnum. Ég hef alla tíð verið mikið fyrir hálendið. Ég finn hvergi slíka friðsæld og ánægju sem þar. Reynslan sýnir enn- fremur að fólk leitar í auknum mæli burt úr ys og þys borgar- innar í rólegt umhverfi. Ég las nýlega í National Geographic, að Steingrfmur Hermannsson ► Steingrímur Hermannsson er fæddur í Reykjavík árið 1928. Hann Iauk stúdentsprófi frá MR 1948 og BS-prófi í rafmagns- verkfræði frá Illinois Institute of Technology í Chicago 1951. Hann lauk MS-prófi frá Cali- fornia Institute of Technology í Pasadena 1952. Hann var formaður Framsókn- arflokksins, dóms- og kirkju- málaráðherra, landbúnaðarráð- herra, sjávarútvegs- og sam- gönguráðherra, utanríkisráð- herra, forsætisráðherra og síðast seðlabankastjóri. Steingrímur tók þátt í stofnun Umhverfisverndarsamtaka ís- lands og var kjörinn formaður á stofnfundi þeirra í janúar á þessu ári. Eiginkona hans er Edda Guð- mundsdóttir. Hægt að meta gildi hálendis- svæða svæði í Bandaríkjunum sem era mjög illa aðgengileg hafa verið mjög mikið sótt undanfarið. Fólk leitar þangað, ekki á bílunum sín- um, heldur vill fá að vera með sinn bakpoka í kyrrð og ró. Það er mikill misskilningur að taka ekki einnig tillit til þessara hug- lægu verðmæta sem náttúran fel- ur í sér.“ -Hver var helsta niðurstaða ráðstefnunnar? „Meginniðurstaða fundarins, þótt ekki hefði verið gerð nein ályktun, var að hægt er að meta fórnarkostnað og hann ber að taka inn í lögbundið umhverfis- mat. Allir vora sammála um að það væri þess virði að halda áfram að vinna að þróun á slíkum aðferðum og að þrýsta yrði á að þær yrðu teknar inn í umhverfis- mat.“ - Hvaða verkefni eru framund- an hjá samtökunum? Við höfum hugsað okkur að starfa að umhverfisverndar- málum á mjög breið- um vettvangi og verk- efnin era fjölmörg. Eitt þeirra er framtíðarskipulag hálendisins. Við viljum einnig ein- dregið beita okkur fyrir því að Is- lendingar verði aðilar að Kyoto- bókuninni. Jafnframt eru fjöl- mörg umhverfisvemdarmál, sem era mun almennari. Það þarf t.d. að vinna í því að vekja Islendinga til umhugsunar um umhverfis- mál, ekki síst stjórnvöld, sem að mínu mati eru allt of sofandi í þessum efnum. íslendingar geta orðið í fararbroddi í umhverfis- málum í heiminum og geta með því skapað sér virðingu annarra þjóða og sérstöðu."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.