Morgunblaðið - 20.06.1999, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
TÖLVUSTÓLL eftir fínnsku hönnuðina Eppo Asikainen og Likka Ter-
ho. Setjist gesturinn í hann hefur hann tækifæri til að kynna sér vef-
síður ýmissa merkra hönnuða, sem þýðir framlengingu sýningarinnar.
Af hönnun
aldarinnar
LIST OG
HÖNJMM
Epal, Skeifunni 6
HÖNNUN
HEIMSÞEKKTIR HÖNNUÐIR
Opið alla daga á afgreiðslutíma versl-
unarinnar. Til mánaðamóta.
Aðgangur ókeypis.
NOKKRUM sinnum hefur rýnir-
inn átt upplífgandi stundir á fágæt-
um hönnunarsýningum í húsi Epal
að Faxafeni 3, en íyrir tveim árum
flutti verslunin um set að Skeifunni
6. Er hann nálgaðist svæðið á dögun-
um var það í fyrsta skipti eftir flutn-
inginn, sem honum var alls ókunnugt
um, og var satt að segja alveg bit í
fyrstu, en með aðstoð símaskrár í
annarri húsgagnaverslun komst
hann um síðir á sporið. Þetta sagt til
að aðrir lendi ekki í sömu viliu, húsið
að Faxafeni klæðskerasaumað fyrir
starfsemina og menn hér síður varir
um sig. Nýja húsnæðið er á einni
hæð og nokkru minna, og má gera
ráð fyrir að krepputímabilið hafl ráð-
ið nokkru, en nú er flest á uppleið
aftur. Kannski ekki mest fyrir upp-
ganginn í efnahagslífinu sem þjóðin
á meintu eitruðu kjötmeti í útlandinu
öllu öðru fremur að þakka, heldur
vaxandi áhuga ungu kynslóðarinnar
og fólks almennt fyrir gildri hönnun,
hvor tveggja módemískri sem því
allra ferskasta, að ógleymdri antík-
inni.
Hér er brýn þörf á að beina sjón-
um enn einu sinni að þeim borðleggj-
andi staðreyndum, að í kreppunni
féllu húsgögn ekki í verði líkt og mál-
verk, í öllu falli ekki antík né eftir
stórmeistara aldarinnar, hvað sem
segja má um fjöldaframleiðsluna og
rúmfatalagera heimsins. Uppboðs-
markaðurinn var alla tíð í jafnvægi
og frekar á uppleið en hitt, helst fyr-
ir þá sök að síður var mögulegt að
braska í húsgögnum og myndlist, en
þar var boginn spenntur alltof hátt
og hratt, hún mun háðari sveiflum á
fjármagnsmarkaðinum og spákaup-
mennsku hvers konar.
Oheiðarleikinn yfírþyrmandi og
stöðugt eru nýjar upplýsingar að
koma fram þar að lútandi í listtíma-
ritum, einkum varðandi mál-
verkafalsanir, en hér skulu menn
engu síður á varðbergi um hönnun.
Oprúttnir nota sér ekki síður áhuga
fáfróðra og hrekklausra með fjölda-
framleiddri og rangfeðraðri hönnun
og antík og eru hér stórtækir.
Dönsk antík er þannig sögð geta
verið frá Póllandi, jafnvel verk-
smiðjuframleidd!
Epal byggir alla tilveru sína á ekta
vöru íslenzkri sem erlendri og þá
helst eftir nafnkennda starfandi list-
hönnuði. Mikið til danska og er sýn-
ingin að nokkru borin uppi af þeim,
ekki síst Arne Jacobsen (1902-1971),
sem um sína daga var einn af risun-
um í danskri húsagerð og hönnun.
Athyglisvert að fyrir rúmum 40 ár-
um teiknaði hann tvo stóla fyrir
SAS-hótelið í Kaupmannahöfn sem
frægir urðu, Eggið og Svaninn, sem
eru báðir á sýningunni. Og sennilega
er það dæmigert um rughð og fá-
fræðina hérlendis, að kunnáttumað-
ur rakst á Svaninn í verslun á Grens-
ásveginum og keypti á 25.000 krón-
ur, sem var uppsett verð, en mark-
aðsverð hans er komið upp í 370.000
krónur samkvæmt uppboðsverði í
Kjöben! Hér á almenningur enga
sök heldur rangsýni menntakerfisins
á gildi sjónmennta í kennslukerfinu,
að ekki sé minnst á hjörðina í leik-
húsinu við Austurvöll. Þannig þurfti
víðfræg verslun Islenzks heimihsiðn-
aðar að hrökklast úr Fálkahúsinu í
Hafnarstræti fyrir rekstrarörðug-
leika sem voru ekki nema örlítið
brotabrot af kostnaðinum við að
rembast og strembast við að koma
vinnunni til fólksins á landi hér. Hins
vegar er öllu minna hugsað um að
styrkja þá sem koma til vinnunnar,
en það eru þeir sem skapa hvarvetna
auðlegðina. Með lokun verslunarinn-
ar missti fjöldi dugmikilla hönnuða
möguleika á að koma vöru sinni á
framfæri og miðborgin þokkafyllstu
verslunina. Um leið þá sem var
helsta prýði borgarinnar út á við og
skilaði ómældum óbeinum hagnaði,
ókeypis auglýsingu á íslenzkri ull og
hönnun í öllum heimshornum. Þetta
gerist á sama tíma og allsstaðar í
stórborgum Evrópu er peningum
mokað í staði er styrkja gilda og
virka framningu þjóðreisnar.
Þessum staðreyndum ber að
halda glaðvakandi þar til menn taka
við sér, því hér er ekki einungis um
verkmenntina eina að ræða heldur
skarar einnig sjálft tungumálið,
þetta tvennt fylgist að. Léleg verk-
mennt er systir fáfræðinnar, fæðir
af sér vont og bjagað mál eins og
dæmin sanna og mannkynssagan er
til vitnis um.
Einmitt fyrir ofanskráð er framtak
Epal svo mikilvægt og hvað íslenzka
hönnun áhrærir eru menn þar á bæ
ófeimnir við að lyfta undir hana. Að
þessu sinni er fulltrúi landsins hin
unga Erla Sólveig Óskarsdóttir, með
létta og meðfærilega stóla sem
komnir munu í framleiðslu erlendis.
Það er margsannað að hæfileikamir
eru hér nógir og áhuginn eftir því,
færri en vilja komast að hönnunar-
námi í skólum þótt hönnun sé ekki
viðurkennd gild til námslána, að ég
best veit. Hér eru á ferð skyldir hæfi-
leikar og í hugbúnaði, sem sldla nú
þjóðinni milljörðum króna árlega, en
markaðssetning hönnunar mun hæg-
ari og vandasamari.
Þótt sýningin í Epal sé ekki stór
kennir þar margra grasa á afmörk-
uðu sviði, einfaldleikinn í fyrirrúmi.
Kemur einkar vel fram í afar
traustu og persónulegu sófasetti
eftir Erik Jörgensen, sem er algjör
andstæða þeirra dúnmjúku og vin-
sælu sófa og sófastóla sem menn
sökkva í og rýnirinn hefur tiihneig-
ingu til að nefna óskadraum at-
vinnulausa hnykklæknisins.
Og þá er að taka fram regnhlífina
og skunda í Epal þar sem sólin
skín...
Bragi Ásgeirsson
SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 17
Þúsundir íslendinga hafa treyst okkurfyrir daglegri vellíðan
sinnL Áralöng reynsla okkar og sérþekking starfffólks mun
auðvelda þér valið. Markmið okkar er að þú sofir vel og eigir
góða daga.
fl
VISA
Raðgreiðslur í 36 mán.
HÚSGAGNAHÖLUN
Bíldshöfði 20 - 112 Reykjavík Sími 510 8000
-þcgar þú vilt sofa vel!
Uppáhalds dýnur Norðurlandabúa
SCANDI SLEEP er einstök li'na af úrvals boxdýnum frá stærstu dýnuframleiðendum á Norðurlöndum.
Yfirburðir SCANDI SLEEP kerfisins eru rökrétt heild, allir finna dýnu sem passar þeim. Pær tryggja þér
væran nætursvefn, þar sem líkaminn hvílist og nýtur fullkomins stuðnings, sem er forsenda fyrir algerri
hvíld. Allar SCANDI SLEEP dýnurnar eru prófaðar með tilliti til langrar notkunar. Við erum viss um
gæðin, eftir 20 ára reynslu í sölu og veitum þvf allt að 15 ára ábyrgð. Húsgagnahöllin býður upp á 10
mismunandi SCANDI SLEEP boxdýnur, allar einstaklega þægilegar, hver á sinn hátt. Líttu inn og prófaðu
SCANDI SLEEP boxdýnu strax í dag. SCANDI SLEEP er trygging fyrir réttu vali á dýnu.
andi
ileer.
Boxdýnan er næstum því rúm, aðeins vantar fætur eða meiða,
mismunandi verð eftir vali og rúmgafl ef óskað er. Mörg venjuleg
rúm eru einnig framleidd með boxdýnur í huga. Boxdýna er botn
og dýna í einu og það er einkennandi fyrir flestar boxdýnur að þær eru byggðar f
kringum tvö fjaðralög á trégrind. Boxdýnurnar leysa málin hvort sem er fyrir
einstaklinga eða hjón, dýnurnar eru einfaldlega festar saman svo ekkert bil verður.
B90 x L200 sm. kr. 115.160
B90 x L2IOsm. kr. 147.150
SCANDI SLEEP 3015 boxdýna með þykkri
yfirdýnu. Millistíf dýna sem hentar flestum. Sérstak-
lega valin fyrir börn og ung!inga.Tvöföld fjöðrun.
B80 x L200 sm. kr. 27.230
B90 x L200 sm. kr. 27.230
B105 x L200 sm. kr. 38.690
B120 x L200 sm. kr.41.120
BI40 x L200 sm. kr. 46.760
SCANDI SLEEP 3020 boxdýna með þykkri
yfirdýnu. Millistíf dýna sem lagar sig vel eftir
likamanum og hentar flestum.Tvöföld fjöðrun.
B80 x L200 sm. kr. 39.980
B90 x L200 sm. kr. 39.980
B105 x L200 sm. kr. 51.860
B120 x L200 sm. kr. 57.950
BI40 x L200 sm. kr.63.120
SCANDI SLEEP 3025 boxdýna með þykkri
yfirdýnu. Millistíf dýna sem lagar sig fulikomlega
eftir líkamanum. Pocketfjaðrir. Góð fyrir bakveika.
Tvöföld fjöðrun.
B80 x L200 sm. kr. 47.820
B90 x L200 sm. kr. 47.820
B105 x L200 sm. kr. 58.960
B120 x L200 sm. kr. 66.560
BI40 x L200 sm. kr. 72.210
SCANDI SLEEP 3026 boxdýna með yfirdýnu
úr kaldsteyptum svampi. Millistíf dýna með
svæðaskiptum Pocketfjöðrum.Tvöföld fjöðrun.
SCANDI SLEEP 3030 boxdýna með þykkri latex
yfirdýnu. Millistif dýna, sérlega þægileg. Pocketfjaðnr.
Tvöföld fjöðrun.
B80 x L200 sm. kr. 79.860
B90 x L200 sm. kr. 79.860
B105 x L200 sm. kr. 92.320
B120 x L200 sm. kr. 106.130
BI40 x L200 sm. kr. 123.750
SCANDI SLEEP 3035 boxdýna með þykkri latex
yfirdýnu. Stif dýna sem hentar vel þungu fólki sem
WÍMiSTtlHMS kýs að sofa á stlfri dýnu.Tvöföld fjöðrun.
Dýnusett
B90 x L200 sm. kr. 47.630
BI40 x L200 sm. kr. 62.590
B180 x L200 sm. kr.91.190
■r..-ý SCANDI SLEEP 3050 Continental dýna með
i T-'--y ITXSS þykkri yfirdýnu. Stif dýna sem sameinar boxdýnu
* með einfaldri fjöðrun og lausa dýnu.Tvöföld
fjöðrun.
Dýnusett
B90 x L200 sm. kr. 72.960
BI40 x L200 sm. kr. 105.420
BI80 x L200 sm. kr. 132.620
;íb wmm
SCANDI SLEEP 3060 Continental dýna með
þykkri latex yfirdýnu. Millistíf dýna sem sameinar
boxdýnu með tvöfaldri fjöðrun og lausa dýnu
með svæðaskiptum Pocketfjöðrum. Þreföld
fjöðrun.
B80 x L200 sm. kr. 12.360
B90 x L200 sm. kr. 12.360
B105 x L200 sm. kr. 15.900
B120 x L200 sm. kr. 17.400
BI40 x L200 sm. kr. 19.750
SCANDI SLEEP 3010 boxdýna með yfirdýnu.
Stíf dýna sem hentar vel léttu fólki sem kýs að
sofa á stlfri dýnu. Einföld fjöðrun.
B80 x L200 sm.
B90 x L200 sm.
105 x L200 sm.
20 x L200 sm.
B140 x L200 sm.
kr. 19.200
kr. 19.200
kr.27.180
kr. 29.960
kr. 34.880
B80 x L200 sm.
B90 x L200 sm.
BI05 x L200 sm.
B120 x L200 sm.
BI40 x L200 sm.
A
kr. 59.710
kr. 59.710
kr. 77.970
kr. 82.230
kr. 89.760
fP flt SCANDI SLEEP 3045 boxdýna með yfirdýnu.
l í T Millistíf dýna sem hækka má án þrepastillingar við
höfða- og fótalag. Allar stillingar eru rafstýrðar.
Svæðaskiptar Pocketfjaðrir.Tvöföld fjöðrun.