Morgunblaðið - 20.06.1999, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Hvorki hippar
né öfgafólk í
hestakerrum
Sumir eru þeirrar skoðunar að þeir séu lítils
megnugir og geti hvorki bætt umhverfí sitt
né annarra. En til er fyrirbæri sem heitir
vistmenning þar sem ábyrgðin er þegnanna.
Helga Krístín Einarsdóttir blaðamaður og
Jim Smart ljósmyndari sáu vistmenningu
í verki á Sólheimum í Grímsnesi.
Sá varkárasti ráði för
Umhverfisverndarsinnar
hafa þroskast, umhverf-
isstefna sem lýtur sömu
lögmálum og góðgerða-
starfsemi getur ekki gengið til
lengdar,“ segir Graham Bell
kennari í vistmenningu og ráð-
gjafi um sjálfbæra þróun. Bell er
staddur hér á landi í þriðja sinn
til þess að kenna áhugafólki um
umhverfismál vistmenningu og
kemur, sem fyrr, á vegum
Fræðslumiðstöðvar sjálfseignar-
samfélagsins Sólheima.
Graham Bell rekur ráðgjafar-
fyrirtæki um sjálfbæra þróun og
vinnur að rannsóknum og tilraun-
um í samvinnu við yfirvöld í
Skotlandi, Englandi og innan
Evrópusambandsins. Fyrirtæki
hans hefur aðstöðu í Tweed
Horizon, sem er þróunarmiðstöð
þar sem stuðlað er að sjálfbærri
tækni í smáfyrirtækjum og iðnaði.
Hann heldur hádegisfyrirlestur
um vistmenningu í Kornhlöðunni
þriðjudaginn 22. júní, þar sem
hann mun meðal annars fjalla um
fólksflótta af landsbyggðinni.
Þátttakendur á námskeiðinu í
ár enj 12 og koma úr ýmsum
starfsgreinum og mismunandi átt-
um. Og þegar innt er eftir náms-
efninu, segist Graham Bell ekki
vita hvað hann er að kenna nem-
endum sínum. Síðan segist hann
hjálpa þeim til þess að átta sig á
því sem þeir sjálfir vita. Raðar
hann þeirri vitneskju svo saman
upp á nýtt og lætur þeim aftur í
té. „Ég held ekki fyrirlestra held-
ur reyni að draga fram þekkingu
nemendanna, skilning þeirra og
hæfni með tilteknum spumingum
um þá sjálfa, fjölskyldur þeirra,
samfélag og samastað. Að því
búnu get ég sýnt þeim fram á
hvemig þeir fara að því að ná
markmiðum sem þeir setja sér
sjálfir. Að mínu viti er betra að
varpa orðfæri eins og að „maður
eigi“ eða „maður verði“ út fyrir
borðstokkinn. Allt er þetta spurn-
ing um val og forræðishyggjan er
í raun besta leiðin til þess að að
koma í veg fyrir árangur," segir
hann.
Yfirskrift námskeiðsins er vist-
menning, permaculture, hugtak
sem til er orðið úr permanent
culture og permanent agriculture
og vísar til hringrásar náttúrann-
ar í samfélagsháttum og ræktun.
Vistmenning kallar á nýja lífs-
hætti og Bell líkir henni við end-
urnýjun þar sem umhverfið er
skoðað í nýju ljósi og menn hall-
ast á sveif með náttúranni. Vist-
menning og sjálfbær þróun era af
sama meiði, þar sem í báðum til-
vikum er miðað við að sýna nán-
asta umhverfi sínu og samferða-
fólki virðingu. „Hugmyndin er sú
að bæta umhverfið og skila jörð-
inni tilbaka í jafngóðu, ef ekki
betra ástandi fyrir næstu kyn-
slóðir. Fyrir 20 árum var aðalá-
herslan á umhverfið á kostnað
hins félagslega, í dag er komið til
móts við hvorttveggja. Þá fóra
milljónir í göngur til þess að mót-
mæla umhverfisógnum, án þess
að leggja annað til málanna. Nú
er unnið að því að bæta lífsskil-
yrði og ná hámarks árangri með
aðstoð nútímatækni en án þess að
tortíma náttúranni. Það er enginn
að leggja til að við hverfum aftur
til fortíðar, hestsins og kerrann-
ar. Hér era heldur engar öfgar á
ferðinni. Vistmenning er ferli ekki
endanleg niðurstaða þar sem allir
hafa eitthvað til málanna að
leggja,“ segir hann.
Raunveruleg fyrirtæki
sem skila hagnaði
Sólheimar í Grímsnesi urðu til
árið 1930 þegar Sesselja H. Sig-
mundsdóttir opnaði heimilið fyrir
börn og fatlaða. Fyrir þremur ár-
um útnefndu alþjóðasamtökin
Global Eco Village Sólheima opin-
berlega sem fyrsta sjálfbæra
byggðarkjarnann á Islandi og í
dag era Sólheimar ekki stofnun
heldur sjálfseignarsamfélag 100
íbúa, segir Óðinn Helgi Jónsson
forstöðumaður. Starfsemi heimil-
isins hefur breyst mjög í áranna
rás og tekur Graham Bell það
sem dæmi um vistmenningu í
verki.
„Sólheimar era reistir á mjög
sterkri undirstöðu. Hlutverk þess
hefur breyst eftir því sem skiln-
ingur á veraleika fólks með sér-
þarfir hefur aukist úti í samfélag-
ÞÁTTTAKENDUR á námskeiði Fræðslumiðstöðvar Sólheima koma víða að.
„Lykilorðið hvað þetta varðar
er jafnvægi. Ekki ætla ég að
standa fyrir því að fólk hætti að
VISTMENNINGARSINNAR eru ekki handhafar stóra sannleikans f umhverfismálum. Graham Bell, ráðgjafi
og kennari í vistmenningu.
ÓÐINN Helgi Jónsson, forstöðumaður Sólheima, og Graham Bell.
inu. Hér ríkir jafnvægi milli fatl-
aðra og ófatlaðra og nú er svo
komið að hér era rekin raunveru-
leg arðbær fyrirtæki sem senda
vörar á markað, svo sem kerti og
lífrænt ræktað grænmeti. Ef
markaðurinn fyrir þessa vöru
mettast á íslandi er ekkert því til
fyrirstöðu að selja hana til Evr-
ópu. Eftirspurnin þar er mjög
mikil því hér er um að ræða
gæðaframleiðslu sem til verður án
þess að umhverfinu stafi hætta
af,“ segir hann.
A döfinni er að byggja fyrsta
lífræna fráveitukerfið á íslandi á
Sólheimum innan tíðar segir Óð-
inn Helgi. „Verkefnið er á hönn-
unarstigi en framkvæmdir hefjast
vonandi árið 2000. Þá er miðað við
að kerfið verði tekið í notkun árið
2001. Um er að ræða tilrauna-
verkefni hérlendis um nýtanlegar
lausnir fyrir fráveitu í þorpum og
smáum sveitarfélögum og stofn-
kostnaður kemur til með að verða
lítill, sem og viðhaldskostnaður
þegar upp er staðið,“ segir hann.
Þegar vistmenning er annars
vegar er leikur einn að bæta lífs-
skilyrði fólks þar sem vandamálin
eru stór og mörg. Erfíðara reynist
hins vegar að sýna fram áþreifan-
legar úrbætur þar sem þegnarnir
lifa almennt góðu lífi og umhverfið
er hreint. Ekki svo að skilja að ís-
lendingar standi ekki frammi fyrir
erfiðum valkostum þar sem óspillt
náttúra landsins er í húfi. Graham
Bell er inntur eftir áliti sínu á fyr-
irhuguðum virkjunarframkvæmd-
um og fleiri álverksmiðjum.