Morgunblaðið - 20.06.1999, Page 24
24 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
SJALFBÆR ÞROUN
VERÐI LEIÐARLJÓSIÐ
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra: „Hér ríkir hvorki hreinræktuð friðunarstefna né hreinræktuð
byggðastefna þannig að allt sé réttlætt í nafni hennar."
Morgunblaðið/Kristinn
Mikilvægt er að kanna vand-
lega öll rök með og á móti þeg-
ar framkvæmdir geta spillt
náttúrunni, að sögn Sivjar Frið-
leifsdóttur umhverfisráðherra.
Hún segist í viðtali við Kristján
Jónsson telja ólíklegt að breyt-
ing verði á þeirri afstöðu ríkis-
stjómarinnar að Fljótsdals-
virkjun þurfi ekki að fara í lög-
formlegt umhverfísmat.
EFLA þarf náttúruvemd en jafn-
framt verður að láta skynsemina
ráða þegar gripið er til aðgerða
sem miða að bættu umhverfí, seg-
ir nýr umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdótt-
ir, sem einnig fer með samstarf við Norður-
löndin. „Eg er baráttuglöð fyrir hönd um-
hverfismála og vO að skynsemin ráði,“ segir
Siv. Hún segist ekki telja að fyrirhuguð
Fljótsdalsvirkjun fari í lögformlegt um-
hverfismat, virkjanaleyfið, sem veitt hafi
verið Landsvirkjun á sínum tíma og staðfest
enn frekar með lögunum um mat á um-
hverfisáhrifum 1993, muni gilda. Ríkis-
stjórnin hafi ekki þá stefnu að taka virkjun-
arréttinn af Landsvirkjun. En hver er
stefna nýja ráðherrans, hver verða helstu
áhersluatriðin og forgangsröðin á kjörtíma-
bilinu?
„Steínan í umhverfismálum gengur út á að
skapa jafnvægi milli manns og náttúru
þannig að ekki sé gengið um of á hlut annars.
Mér finnst mikilvægt að móta öfluga stefnu
um sjálfbæra þróun. Ríkisstjómin sam-
þykkti á sínum tíma áætlun um slíka þróun
og þessa áætlun þarf að endurskoða, því
starfi á að vera lokið árið 2000. Þá tekur ný
áætlun við og þetta er mjög spennandi verk-
efni. Þama togast margt á, hagsmunir
mannsins og hagsmunir náttúrannar, hvem-
ig hægt sé að finna jafnvægi þannig að ekki
sé valdið náttúruspjöllum og fundin sátt sem
við getum unað við.
Um þetta þarf að vera samstarf milli ríkis-
valdsins, sveitarfélaganna, atvinnufyrirtækj-
anna og einstaklinganna. Þetta er því um-
fangsmikil áætlun og verður ekki hrist fram
úr erminni. Umhverfisráðuneytið hefur sam-
ræmingarhlutverki að gegna og staða þess í
stjómskipuninni er að sumu leyti öðmvísi en
hinna fagráðuneytanna. Starfið krefst í
mörgum tilvikum samstarfs við önnur ráðu-
neyti; sem dæmi má nefna að samgöngu-
ráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið verða
að koma að ákvörðunum sem snerta losun á
gróðurhúsalofttegundum.
Loks nefni ég mikilvægi þess að viðhalda
ímynd íslands sem hreins lands og kanna
sóknarfærin sem gefast á því sviði. Nú er
nýbúið að gefa út sérfræðingaskýrslu svo-
kaliaðs AMSUM-hóps á vegum ráðuneytis-
ins þar sem teknar era saman rannsóknir
frá áranum 1989-1998. Þær staðfesta að um-
hverfið er hér veralega hreinna en í ná-
grannalöndum okkar. Hafið og afurðir þess
era hreinar, landbúnaðarafurðir einnig,
mengun er hverfandi lítil í gróðri. Þessa sér-
stöðu þurfum við að varðveita eins vel og við
getum.
Það er líka markmið ráðuneytisins að upp-
fræða fólk um umhverfismál og stuðla að
aukinni umhverfisvitund með átaki á ýmsum
sviðum."
Langtímahugsun
sé grundvöllurinn
Er náttúran takmörkuð auðlind sem ber
að umgangast sem slíka? Er rétt að taka
gjald fyrir nýtinguna?
„Við nýtum fískistofnana með sjálfbæra
þróun í huga og göngum ekki á þá, sama hugs-
un á að gilda um náttúrana alla. Langtíma-
hugsun þarf að vera grundvöllurinn þegar við
grípum til ráðstafana sem eiga að tiyggja að
við getum notið hennar. Þar með er ekki sagt
að við megum hvergi hreyfa okkur, ég er ekld
að boða hreinræktaða friðunarstefnu. Þá
mættum við aldrei draga flsk úr sjó!
Ég tel að við þurfum að svara þeirri
spumingu hér á landi eins og annars staðar
hvort við viljum beita frekari umhverfis-
gjöldum. Reynslan sem við höfum lofar góðu.
Við tökum nú skilagjald fyrir drykkjaram-
búðir og innheimtum líka svonefnt spilliefna-
gjald vegna eyðingar rafgeyma og annarra
hluta. Gjaldið er lagt á í innflutningi eða
framleiðslu vörannar, menn borga fyrirfram
fyrir förgunina.
Þetta er hagstjórnartæki sem hefur geng-
ið vel að nota enn sem komið er. Spumingin
er hvort við þurfum ekki að beita því í aukn-
um mæli til þess að hafa áhrif á hegðun fyr-
irtækja, einstaklinga og opinberra stofnana.
Hins vegar er ljóst að við verðum að gera
þetta þannig að heildarskattlagning aukist
ekki. Það þyrfti því að skoða að lækka
skatta og aðrar álögur á móti eins og Danir
hafa t.d. gert, þeir lækkuðu sína tekjuskatta
um 1% á ári í fimm ár meðan þeir vora að
leggja á orkuskatta til að breyta hegðun
manna og hvetja fólk til að verða umhverfis-
vænna.
Það er flókið að breyta áherslum í þessum
efnum með hagstjórnartækjum því að ráð-
stafanir af þessu tagi geta haft áhrif á sam-
keppnisstöðu fyrirtækja. Þess vegna er
æskilegt að ná pólitískri samstöðu um svona
aðgerðir og sátt við atvinnulífið eins og náð-
ist um spilliefnagjaldið.“
Á að láta greiða aðgangseyri þar sem
ágangur á viðkvæmum svæðum er talinn of
mikill, t.d. í Herðubreiðarlindum?
„Mér finnst að fólk eigi að geta notið nátt-
úrannar og á erfítt með að sjá fyrir mér að í
framtíðinni geti þeir einir notið ákveðinna
svæða, Herðubreiðarlinda, Geysis eða ann-
arra staða, sem era efnaðir. Lág þjónustu-
gjöld finnst mér þó ekkert óeðlileg, þau geta
verið notuð til að standa undir nauðsynleg-
um framkvæmdum og stýra umferðinni eftir
göngustígum. En fari svo, einhvem tíma í
fjarlægri framtíð, að takmarka verði fjöld-
ann með einhvers konar aðgerðum fyndist
mér ótækt ef einungis þeir efnameiri hefðu
aðgang að náttúrunni.
Þessi staða er sem betur fer ekki komin
upp ennþá en ef það gerist getur þurft að
endurskoða þessi mál.“
Ýmsir ráðamenn, þ. á m. Halldór Ásgríms-
son, hafa sagt að ekki sé tími til að fara út í
lögformlegt umhverfismat vegna virkjana á
Austurlandi fari svo að hugmyndin um álver
á Reyðarfirði verði að veraleika. Ertu sam-
mála?
„Málið kom til kasta Alþingis í vikunni og
ljóst að skiptar skoðanir era um Fljótsdals-
virkjun þar. Ég fagna allri málefnalegri um-
fjöllun en tek eftir því að þeir sem ákváðu
1993 að Fljótsdalsvirkjun væri undanþegin
umhverfismati og bera ábyrgð á því hvemig
málið er statt í dag tala nú með allt öðram
hætti.
Því hefur ranglega verið haldið fram að
síðasta ákvörðun um Fljótsdalsvirkjun hafi
verið tekin fyrir 16 áram. Hið rétta er að
umhverfisnefnd Alþingis lagði árið 1993
fram breytingartillögu um að m.a. Fljóts-
dalsvirkjun skyldi undanþegin umhverfis-
mati. I atkvæðagreiðslu Alþingis samþykktu
menn eins og Steingrímur J. Sigfússon,
Hjörleifur Guttormsson og Össur Skarphéð-
insson að virkjunin skyldi undanþegin um-
hverfismati. Þessi breytingartillaga var sam-
þykkt án mótaatkvæða.
Nú talar Samfylkingin í Reykjavík um
lögformlegt umhverfismat og þar fara
fremstir í flokki þeir sem vora á öndverðri