Morgunblaðið - 20.06.1999, Side 25

Morgunblaðið - 20.06.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 25 skoðun 1993. Á Austurlandi hafa Samfylk- ingarmenn allt aðra stefnu, þeir vilja hefja framkvæmdir sem fyrst og vilja ekki lög- formlegt umhverfismat. Umræðan hefur því verið misvísandi. Ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa ekki viljað afturkalla leyfið en það yrði að gera með því að setja sérstök lög á Alþingi. Eg tel að málið sé í eðlilegum farvegi og sé ekki að það verði nein stefnubreyting varð- andi Fljótsdalsvirkjun hjá núverandi ríkis- stjóm. Landsvirkjun hefur leyfi til að virkja, hún er nú að láta gera sömu vinnu og felst í umhverfismati en hefur ekki tekið neina ákvörðun um að fara með þetta í kærumeð- ferðina sem er það sem átt er við með lög- formlegu umhverfismati." Áhersla á vemdun umhverfisins hefur aukist hratt á fáum áram, í Evrópusamband- inu og Bandaríkjunum er mikil andstaða við stórar vatnsaflsvirkjanir vegna jarðrasksins. Hvers vegna skyldu þessir straumar ekki ná hingað og við skipta um skoðun? „Síðustu kosningar era nýjasti mælikvarð- inn sem við höfum á álit almennings þó að ég fullyrði ekki að kosið hafi verið um þetta mál. Það var alveg ljóst hvaða stefnu stjórn- arflokkarnir höfðu íyrir kosningar, þeir vora ekki með það á stefnuskránni að krefjast lögformlegs umhverfismats. Framsóknar- flokkurinn tapaði nokkru fylgi en Sjálfstæð- isflokkurinn bætti við sig, Samfylkingin var með misvísandi stefnu sem ég hef lýst. Úr- slit kosninganna era því engin skilaboð um að þjóðin hafi hafnað Fljótsdalsvirkjun. Þróunin í heiminum er yfirleitt í þá átt að menn vilja íhuga mjög vel allar framkvæmdir enda eiga allar stærri framkvæmdir hér að fara í umhverfismat; um Fljótsdalsvirkjun gildir það sem áður var rakið. Um hana er búið að taka pólitíska ákvörðun oftar en einu sinni, síðast árið 1993 og þannig stendur mál- ið í dag.“ Óttastu að upp geti komið mál í sambandi við virkjanir og stóriðju þar sem skoðanir þínár og Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra muni stangast á? „Það hljóta að koma upp mál þar sem fólk hefur mismunandi sjónarmið og þá verður að setjast niður og rökræða þau til enda. Auð- vitað era fagráðuneytin upptekin af sínum málaflokkum. Mitt hlutverk er að vinna að varðveislu náttúrannar án þess að vera með einhverja óeðlilega óbilgirni eða gera það án þess að styðjast við rök. Það má vel vera að menn muni togast á en ég óttast það ekki.“ Verðmætamat, ráðherra Hvað finnst þér um áætlanir um vegagerð yfir Vatnaheiði? „Framkvæmdin fór lögum samkvæmt í umhverfismat. Það er því ekki rétt fyrir mig að tjá mig afdráttarlaust um þessa fram- kvæmd fyrr en ég er komin með allar upplýs- ingar um málið. Skipulagsstofnun kvað upp úrskurð um matið á þá leið að fara þyrfti fram frekara mat, afla fleiri gagna. Verði úrskurður Skipulagsstofnunar kærð- ur fer málið á borð ráðuneytisins. Þá getur farið svo að verðmætamat þess sem gegnir embætti umhverfisráðherra geti haft sitt að segja. Ráðherra kynnir sér álit Skipulags- stofnunar, Náttúraverndar ríkisins, Vega- gerðarinnar og annarra og reynir að kynna sér allar hliðar málsins. Auðvitað eram við öll manneskjur með til- finningar en það er ekki hægt að taka ákvarðanir í umhverfismálum á tilfinninga- nótunum einum heldur verður að kanna allar upplýsingar og rök.“ Vinnsluleyfi Kísiliðjunnar Fyrir nokkram árum var ákveðið að fara að ráðum vísindamanna sem töldu að námu- vinnsla í Mývatni gæti spillt lífríkinu þar og fella vinnsluleyfið úr gildi, það á að renna út upp úr aldamótunum. Hver er stefna þín í málefnum Kísiliðjunnar við Mývatn og hef- ur eitthvað gerst á undanförnum áram sem knýr á um að endurnýja leyfið? „Mývatn er mikil náttúraparadís sem okkur ber að vemda eftir fremsta megni. Það er nú verið að gera umhverfismat vegna starfsleyfis Kusiliðjunnar en vinnunni er ekki lokið. Ríkis- stjómin samþykkti skömmu fyrir kosningar að erlendir sérfræðingar myndu skoða rann- sóknargögnin og þeir eiga að skila niðurstöð- um um áramótin. Það er því ekki tímabært fyrir mig að segja af eða á um vinnsluleyfið, það verð ég að gera á rökstuddum granni.“ Halldór Blöndal vildi m.a. að vísindamenn fyrir norðan rannsökuðu gögnin um vinnsl- una og lífríkið. Var ekki einfaldlega verið að ýta á undan sér erfiðu máh á Norðurlandi eystra fram yfir kosningar með því að ákveða að láta erlenda sérfræðinga skoða gögnin? „Eg ætla ekki að leggja mat á yfirlýsingar fyrrverandi ráðherra um þetta mál. Við reyn- um að horfa til framtíðar og taka yfirvegaðar ákvarðanir á grundvelli gagna, reynum að skoða öll sjónarmið sem era uppi. Auðvitað takast á mismunandi sjónarmið í öllum svona málum. Það geta verið sjónarmið náttúra- vemdar, geta verið efnahagsleg sjónarmið, byggðasjónarmið. Síðan þarf að vega þau og meta og kanna hvernig þau fara saman við stefnuna um sjálfbæra þróun en það er ekki um að ræða neina trúarstefnu. Hér ríkir hvorki hreinræktuð friðunarstefna eða hrein- ræktuð byggðastefna þannig að allt sé rétt- lætt í nafni hennar. Finna þarf hinn gullna meðalveg." Vísindamennimir sögðu að þama gæti ver- ið mikil hætta á ferð og ekki væri vogandi að láta Mfríkið ekki njóta vafans. „Ef vísindamenn, stofnanir ríkisins og hagsmunaaðilar verða ósammála, ef þeim ber ekki saman um það hvað gera skuli er hugs- anlegt að málið lendi í mínum höndum. í slík- um tilfellum fær ráðherra kaleikinn og verð- Umhverfisráðuneytið hef- ur samræmingarhlutverki að gegna og staða þess í stjórnskipuninni er að sumu leyti öðruvísi en hinna fagráðuneytanna. Við nýtum fiskistofnana með sjálfbæra þróun í huga og göngum ekki á þá, sama hugsun á að gilda um náttúruna alla. Hver sem niðurstaða okkar verður er Ijóst að við verðum að fara að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda hér. Væri ekki hægt að fá sjávarútveginn, landbún- aðinn og fleiri greinar til að taka meiri þátt í að styrkja þannig mengunar- rannsóknir? Þá getum við sagt að við séum með sjávarafurðir sem eru lausar við ýmis óæskileg efni og höfum alltaf tölur til að sanna það sem við erum að segja. mætamat viðkomandi ráðherra og ríkis- stjómar ræður því hvað gert er. Þetta getur verið mjög flókin og erfið staða en einhver verður að taka ákvörðun, til þess eram við í þessu starfi. Ferlið tekur nokkurn tíma. Ég geri ráð fyrir að einhvern tíma á næsta ári sé hugsanlegt að málefni Kísiliðjunnar geti lent á mínu borði en það er ekki sjálfgefið að það komi til minna kasta.“ Undanþágur vegna Kyoto-bókunar ísland hefur ekki staðfest Kyoto-bókunina um losun koldíoxíðs. Hyggstu beita þér fyrir því að við staðfestum hana á næstunni? „Ríkisstjórnin hefur þá stefnu að ísland verði aðili að Kyoto-bókuninni en með þeim fyrirvara að menn hafi náð viðunandi niður- stöðu varðandi sérkröfur okkar. Unnið hefur verið að því að við fáum undanþágur, meðal annars höfum við reynt að fá því framgengt að tekið verði sérstakt tillit til hagsmuna lít- illa hagkerfa og landgræðsla verði álitin jafn mikilvæg og skógrækt við að binda gróður- húsalofttegundir. Við þurfum líka að sjá hvemig reglur verða settar um viðskipti með losunarkvóta. Við höfum ekki ótakmarkaðan tíma til að vinna sérkröfum okkar fylgi, líklega verður gengið frá öllu slíku á næsta ári. Þá þurfum við að svara því hvort við ætlum að vera með. Hver sem niðurstaða okkar verður er ljóst að við verðum að fara að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hér. Nefnd á vegum ráðuneytisins, í henni era átta ráðu- neytismenn, er að gera áætlun sem miðar að því að Island verði fullgildur aðili að bókun- inni þegar hún kemur til framkvæmda árið 2008. Þessi vinna er enn tiltölulega skammt á veg komin en ég hef mikinn áhuga á því að flýta henni. En við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr koldíoxíðlosuninni hér. Norðmenn hafa gert áætlun um slíkan samdrátt, að mig minnir til 2030 og við þurf- um að vinna að þessu á markvissari hátt en kannski hefur verið talið nauðsynlegt fram til þessa. Við losum mikið af koldíoxíði í sam- göngum og sjávarútvegi og ráðuneyti þess- ara málaflokka þurfa að koma að þessu með afgerandi hætti og gera tillögur að því hvem- ig tekið verði á málum. Starfið verður erfitt vegna þess að tæknin býður ekki upp á svo mikið í þeim efnum ennþá. Vetnisvélar era ekki alveg handan við hornið en það er samt erfitt að meta hvenær slíkar nýjungar verða lausnin vegna þess að talsverðu fé er varið í þróun þeirra núna. Og það er mjög ánægjulegt að við Islendingar eram með í skemmtilegu rannsóknarverk- efni á sviði vetnisnotkunar." Gætum við fengið á okkur slæman stimpil hjá umhverfisverndarsinnum og öðram neyt- endum úti í heimi ef við verðum eina vest- ræna þjóðin sem ekld staðfestir bókunina? „Það er stefna ríkisstjórnarinnar að Island verði aðili að Kyoto-bókuninni og ég sé ekki alveg hvemig við getum staðið fyrir utan til frambúðar ef hinar þjóðirnar era með. Við berum auðvitað sömu ábyrgð og aðrir á því að ti'yggja lífvænlega framtíð á jörðinni, get- um ekki leyft okkur að standa fyrir utan al- þjóðasamfélagið í þeim efnum. En auðvitað getur verið erfitt að taka ákvörðun um aðild eingöngu af því að alþjóðasamfélagið heimtar það en ekki vegna þess að maður er sáttur við efnislegu rökin. Fari svo að við fáum ekki neinum sérkröf- um framgengt og allar hinar þjóðirnar stað- festi Kyoto-bókunina verðum við að vega og meta alla hagsmuni okkar, hvað sé í húfi.“ Hvalveiðar með ábyrgum hætti Er rétt að við hefjum hvalveiðar? „Ég studdi tillöguna um að hvalveiðar yrðu leyfðar hið fyrsta, vil að þær verði hafn- ar og held að Islendingar séu flestir innst inni sannfærðir um að það sé eðlilegt að veiða hval. Ég á frekar von á því að veiðamar hefjist á kjörtímabilinu. Við veiðum úr lífrík- inu þorsk, ýsu og fleira, af hverju ekki hval? Það er vegna þess að hluti alþjóðasamfélags- ins er á móti veiðunum og við höfum látið það ráða. Ég er alls ekki viss um að allar hrakspárnar um það sem gerist ef við hefjum veiðar muni ganga eftir. Allt átti að fara hér norður og niður þegar við byrjuðum á vís- indaveiðunum á sínum tíma en það gerðist nú ekki. Við stunduðum hvalveiðar á sínum tíma með ábyrgum hætti. Það er rétt að talsmenn stóra fisksölufyrirtækjanna era á móti því að við hefjum hvalveiðai- en hvað ætla þeir að segja ef umhverfisverndarsamtök fara að beita sér gegn þorskveiðum? Þau hafa sum þegar beitt sér gegn loðnuveiðum á þeim for- sendum að veiðarnar séu ekki vistvænar. Þetta sýnir vel að umhverfismál geta verið flókin að því leyti að alls konar hópar og sam- tök sem telja sig vera mjög umhverfissinn- aða era með miklar ranghugmyndir um nátt- úrana, t.d. með því að berjast gegn hvalveið- um okkar. Það er auðvitað einkennilegt að samtök skuli græða of fjár á því að berjast gegn hvalveiðum með því að lýsa hvölum eins og þeir séu mannlegai- verar. Það er ákveðin firring í þessu.“ Vitum við nógu mikið um mengun á Is- landi og í hafinu við landið? Hvað er t.d. vitað um díoxín i umhverfinu hér? „Sumt er í góðu lagi. Við mælum þrávirk, lífræn efni hér og þungmálma, fylgst er með geislavirkni og AMSUM-nefndin sem ég sagði frá hefur einmitt verið að sam- ræma þessar mælingar og hefur haldið ut- an um þær. Á hennar vegum eru aðilar víða í vísindasamfélaginu að mæla ýmsa hluti eins og kadmíum í móðurmjólk og mosa. Aðstæður hér á Islandi era mjög sérstæðar að mörgu leyti, við erum norðarlega á hnettinum, bergið er öðravísi en annars staðar. Mikið kadmíum í mosa hér þarf t.d. alls ekki að merkja að mikið sé um efnið í náttúra landsins yfirleitt. Menn era stöðugt að afla sér meiri þekkingar á aðstæðum hér. Við mælum hins vegar ekki allt og auðvit- að væri endalaust hægt að búa til verkefni á því sviði en það kostar mikið fé. Nú era þó uppi hugmyndir um að bæta við mælingum eins og t.d. á díoxíni og það finnst mér rétt. Einhverjum gæti dottið í hug, vegna díoxín- málsins í Belgíu, að spyrja okkur hvemig ástandið sé hér. Þá yrði fátt um svör því að það era ekki til mælingar nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Einnig væri mjög æskilegt að fleiri aðilar kæmu að því að fjármagna þessar rann- sóknir og mælingar því að þær era dýrar. Væri ekki hægt að fá sjávarútveginn, land- búnaðinn og fleiri greinar til að taka meiri þátt í að styrkja þannig mengunai'rann- sóknir? Vegna þess að rannsóknirnar geta styrkt stöðu okkar á mörkuðunum. Þá get- um við sagt að við séum með sjávarafurðir sem era lausar við ýmis óæskileg efni og höfum alltaf tölur til að sanna það sem við erum að segja. Þá væram við með gagna- grunn sem menn gætu sótt í upplýsingar og rök fyrir máli sínu. Það væri í þágu hags- muna atvinnulífsins. Hér mælast áhrif í hafinu frá Sellafield- verinu í Bretlandi en þau eru mjög lítil og mun minni en í grannlöndunum. En það er auðvitað mjög alvarlegt mál að Bretar skuli losa þarna efni eins og caesium 137 og fleira í hafið vegna þess að geislavirkni þeirra minnkar svo hægt. Þau berast upp með ströndum Noregs og þaðan smám saman með straumum í Norður-íshaf og loks til okkar. Sem betur fer sýna Bretar þessum áhyggjum okkar meiri skilning en áður og ég fékk nu nýlega tækifæri til að ræða þessi mál við John Preseott, aðstoðar- forsætisráðherra, sem jafnframt er um- hverfisráðherra. Islendingar, Irar og Danir munu leggja fram tillögu síðar í mánuðinum á ráðstefnu í Hull og með henni er reynt að herða á samn- ingi sem gerður var í Portúgal í fyrra um los- un á mengandi efnum í hafið. En við þurfum að halda vöku okkar varðandi geislavirku efnin og það er mjög ánægjulegt að Norður- löndin hafa staðið saman gagnvart Bretum í Sellafield-málinu. Og hætturnar vegna kjarnorkuúrgangs á Kólaskaga era auðvitað miklar, þar er ástandið mjög alvarlegt. Ef stórt kjarnorkuslys yrði á Kólaskaga er mjög trúlegt að það hefði neikvæð áhrif á fiskmörkuðum okkar jafnvel þótt ekkert benti til þess að fiskurinn okkar væri ekki í góðu lagi. Tilfinning neytandans myndi í fyrstu ráða, eins og við sáum í sambandi við ormafárið í Þýskalandi á sínum tíma en þá yrði að bregðast við með rökum. En einmitt af þessum sökum era rannsóknir svo mikil- vægar fyrir okkur, þá getum við alltaf svarað með óumdeildum niðurstöðum um að okkar afurðir séu í lagi.“ Samkeppni og einkavæðing Mikið er rætt um einkavæðingu, þjónustu- gjöld og hlutverk ríkisvaldsins. Kemur til greina að einkavæða einhverjar stofnanir sem heyra undir umhverfisráðuneytið eða hluta þeirra? Hvað með Veðurstofuna? „Ég sé það nú ekki fyrir mér að hún verði einkavædd á næstunni. Ég tel að þjónusta hennar sé þess eðlis að eðlilegt sé að ríkið sjái um hana. Veðurstofan sinnir afskaplega mikilvægri þjónustu og gegnir öryggishlutverki fyrir fólkið í landinu, fyrir sjávarútveginn og þá ekki síst sjómenn á hafi úti, fyrir flugumferð, landbúnað og fleiri greinar. Auk þess sé ég ekki hvernig hægt væri að koma á samkeppni markaðar- ins á þessu sviði, fólk yrði að hafa kost á að versla við einhvern annan til að fá veður- upplýsingar. Á Veðurstofunni era auk þess stundaðar ýmsar rannsóknir á sviði jarðeðlisræði, jarð- skjálftafræði og í fleiri greinum. Þar er snjó- flóðadeild, hafísdeild, gerðar ózónmælingar. Þama er því dálítið vísindasamfélag, ekki einungis bundið við veðurfræði," segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.