Morgunblaðið - 20.06.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 20.06.1999, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNARSKRÁIN var afhent á þjóðhátið á Þingvöllum. Myndin sýnir Grím Thomsen flytja Kristjáni IX ávarp, en hann varð fyrstur konunga Islands til að sækja Iandið heim. Siðfeysi og ókirkjuleg- ur trúarsetningar 125 ár síðan trúfrelsi var lögfest s I ár verða 125 ár liðin frá því að trúfrelsi s / var tryggt á Islandi með löfflim, þegar Is- lendingar fengu stjómarskrá árið 1874. Með henni var aldalangt bann við iðkun annarra trúarbragða en kristni afnumið. Jdn Asgeir Signrvinsson kannaði aðdrag- anda þess að kveðið var á um trúfrelsi í stjómarskránni og spjallaði við Pétur Pét- ursson prófessor um stöðu kirkjunnar í dag. EINAR Ásmundsson bóndi og al- þingismaður krafðist trúfrelsis í áskorun til Alþingis 1863 og 1865. KRISTJÁN konungur IX færði ís- lendingum stjórnarskrána 1874. NÝ stjómarskrá (Grund- loverí) var sett í konungsrík- inu Danmörku 1849 í kjölfar þess að konungurinn afsal- aði sér einveldinu, en öldur stjóm- arbyltingarinnar í Frakklandi árið áður gengu yfir Evrópu um þær mundir. Með stjómarskránni nýju var dönskum þegnum tryggt trú- frelsi, þannig að nú voru íbúar Dan- merkur frjálsir að því að tilheyra öðm trúarsamfélagi en hinni evang- elísku lúthersku ríkiskirkju. En þótt konungur biði ekki boð- anna heima fyrir, þá náðu þær breytingar, sem Grundloven hafði í för með sér, ekki til íslands. Þegar tveir mormónatrúboðar komu til Vestmannaeyja árið 1850 vom enn í gildi lög sem bönnuðu starfsemi annarra trúfélaga en ríkiskirkjunn- ar. Ríkiskirkja er réttnefni um hina evangelísku lúthersku kirkju á þessum tíma því trú og menning, kirkja og ríki, vom ein heild að lög- um og í reynd. Óblíðar viðtökur Mormónarnir áttu ekki sjö dag- ana sæla í Vestmannaeyjum. Um það vitnar blaðagrein frá 1853, sem segir frá því að sýslumaður hafi haldið réttarrannsóknir yfir þeim og prestur safnaðarins áminnt þá margsinnis. „Er nú um það rætt, að hafin verði málaferli gegn mormónum í Vestmannaeyjum fyr- ir að halda samkomur og prédika fyrir fólki ókirkjulegar trúarsetn- ingar, og fyrir að reyna að afvega- leiða fólk,“ segir í greininni. Trú- boðarnir tveir vom Vestmanney- ingar sem höfðu tekið mormónatrú í Danmörku, Þórarinn Hafliðason og Guðmundur Guðmundsson. Nokkrir Vestmanneyingar tóku þessa nýju trú þrátt fyrir að yfir- völd reyndu hvað þau gætu til að koma í veg fyrir það. Einn trú- skiptinga var vel stæður bóndi sem valinn hafði verið til þátttöku á þjóðfundinum í Reykjavík 1851. Þegar trúskipti hans urðu kunn var þegar fallið frá því að senda hann. Til dæmis um hina harkalegu andstöðu sem mætti mormónunum af hendi yfirvalda er það, að pró- fastur skipaði prestinum í Vest- mannaeyjum að koma í veg fyrir að mormónar kæmust upp á megin- landið til að útbreiða trúna. Var öll- um sem vildu sigla til meginlands- ins gert að framvísa skilríkjum sem sýndu að viðkomandi væri trúr hinni evangelísku lúthersku kirkju. Eitt var það mál í sambandi við mormónana í Vestmannaeyjum sem plægði örlítið far í þann akur sem að fullu átti eftir að plægja með stjómarskránni 1874. Það var hjónavígslumálið sem margir ef- laust kannast við. Arið 1873 gaf prestur þeirra mormóna saman hjón að mormóna sið. Sóknarprest- urinn brást ókvæða við og ráðgað- ist við yfirmenn sína varðandi lög- mæti ráðahagsins og hvernig ætti að bregðast við þessum atburði. Biskup Islands, Helgi G. Thorder- sen, fordæmdi sambúð parsins og lýsti hana ólöglega og siðlausa. Amtmaður Suðuramts, sem jafn- framt var stiftsamtmaður, vildi nú nema hjónavígsluna úr gildi en það var erfiðleikum bundið. Parið krafðist þess að sóknarpresturinn gæfi það saman en hann þvertók fyrir það sakir trúar þeirra. Málið var þar með komið í ógöngur sem einungis æðra vald gat leitt það út úr. I konungsbréfi var sýslumann- inum í Vestmannaeyjum gert að gefa parið saman í borgaralegri vígslu í samræmi við lög sem sett höfðu verið í Danmörku 1851. Um- ræðan um þetta mál í íslenskum blöðum var öll á þann veg að með ákvörðun sinni hefði danski ráð- herrann brotið íslensk lög þar sem dönsku lögin hefðu aldrei verið sett á Islandi. Seinna var þessi ákvörð- un þó lýst lögleg með vísan í stjóm- arskrána 1874. Kaþólikkar á Reyðarfirði Önnur tilraunin til trúboðs í land- inu á þessum árum var gerð þegar franskur prestur að nafni Bernard steig á land í Fáskrúðsfirði 1857. Með honum var ungur kaþólskur Islendingur, Ólafur Gunnlaugsson að nafni, en hann hafði verið tekinn upp í kaþólsku kirkjuna af for- stöðumanni nýstofnaðs Postullegs umdæmis norðurheimskautsland- anna, fóður Djunkovsky. Djunkov- sky var sennilega fulljóst að danska stjórnarskráin gilti ekki á Islandi og því væri óheimilt að stunda trú- boð á íslandi. Sendi hann Bernard því til Islands undir þeim formerkj- um að hann ætti að þjónusta franska sjómenn sem voru að veið- um á Islandsmiðum. Þeir Bernard og Ólafur fluttu fljótlega til Reyðarfjarðar, hvar þeir dvöldu hjá dönskum verslunar- stjóra. Næsta ár kom síðan annar kaþólskur prestur til landsins, Je- an-Baptiste Baudoin. Keyptu þeir jörðina Landakot við Reykjavík 1860 en þeir töldu eðlilega að best væri að stjórna trúboðinu frá höf- uðstaðnum. En þrátt fyrir að vera komnir til Reykjavíkur var þeim ekki hægt um vik. Bernard þurfti brátt að fara af landi brott til ann- arra starfa þannig að Baudoin var einn efth'. Hann mátti hvorki messa opinberlega í kapellu þeirri sem þeir félagar höfðu reist né sýna kaþólsk helgitákn utandyra. Það kemur því ekki á óvart að þegar hann yfirgaf ísland 1875 hafði hann ekki snúið einum einasta íslending til kaþólskrar trúar. Það er þó í raun Baudoin að þakka að síðar var nokkur grunnur á íslandi til að byggja kaþólskan söfnuð á. Fyrir hans tilstilli fóru tveir drengir utan til náms árið 1870. Það vom þeir Jón Sveinsson, Nonni, og Gunnar Einarsson. Tóku drengirnir báðir kaþólska trú í Danmörku. Jón varð síðar jesúíti og frægur rithöfundur sem kunn- ugt er en Gunnar Einarsson flutti heim til Islands. Hann stofnaði fjöl- skyldu sem varð kjarninn í fmm- söfnuði kaþólsku kirkjunnar á Is- landi. Annað sem Baudoin gerði var að hann kom í veg fyrir að Landa- kot yrði selt þegai- hann fór af landi brott. Þetta tryggði það að síðar höfðu kaþólskir prestar, sem komu til landsins, vísan samastað. Sjálfstæðisbaráttan krafðist einsleitni Islenskt samfélag á 19. öld var afar einsleitt; trú og menning sem og kirkja og ríki vora ein heild. I guðfræðinni var lútherskur rétt- trúnaður, kenndur við Martensen Sjálandsbiskup, ríkjandi. Skv. Mar- tensen heyrði öll menningin, tækn- in og vísindin til sköpun Guðs og því var eðlilegt að prestar tækju þátt í stjómmálum. Það gerðu þeir enda á Islandi. Dr. Pétur Pétursson prófessor bendir á í doktorsritgerð sinni, Church and Social Change, að íslenskir prestar höfðu sömu klassísku menntunina og aðrir menntamenn og forkólfar sjálf- stæðisbaráttunnar og vora mikil- vægir þátttakendur í þeirri baráttu. Prestarnir voru einnig tengiliðir sjálfstæðisbaráttunnar við íslenska alþýðu og gott samband milli menntamanna og presta og presta og almennings var því nauðsynlegt til að afla sjálfstæðisbaráttunni al- menns stuðnings. Trúarleg eins- leitni þjóðarinnar styrkti einnig samstöðu hennar og var akkur fyrir sjálfstæðisbaráttuna. Því var það að þótt guðfræði kirkjunnar nyti lítils stuðnings meðal mennta- manna, þá var kirkjan sögulegur verndari tungu og menningar og þess vegna var stofnanaleg upp- bygging hennar mikilvæg fyrir sjálfstæðisbaráttuna frekar en guð- fræðin. Hræringar í frelsisátt Kröfur um trúfrelsi komu einna fyrst frá Einari Asmundssyni Gíslasonar að Þverá í Dalsmynni. Hann stóð tvisvar fyrir því að senda áskoran til Alþingis þess efn- is, 1863 og 1865. í bæði skiptin var kröfunni hafnað af miklum meiri- hluta þingheims. Aðeins konungs- fulltrúar ásamt örfáum öðram þing- mönnum vildu verða við áskorun- inni. Sumir andstæðingar hug- myndarinnar um trúfrelsi héldu því fram að það gæti verið hættulegt fyrir andlega velferð þjóðarinnar og slík lög gætu jafnvel valdið ýms- um félagslegum vandamálum. Bisk- up landsins var þeirrar skoðunar oð einskis væri vant í trúfrelsi á Is- landi og þótt slík löggjöf væri sett í öðram löndum þyrftu Islendingar ekki að fylgja þvi dæmi. Rektor Prestaskólans sagði íslenskar að- stæður slíkar, að hugmyndir um trúfrelsi væra óviðeigandi á þess- um tíma. Benti hann á að hagur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.