Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.06.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR Kristjánsson, Sonja B. Jónsdóttir, Guðbergur Davíðsson og Halldóra Káradóttir. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins NYJA BIO HELDURI VÍKING TIL NOREGS VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGi ► Guðmundur Kristjánsson fæddist í Reykjavík 15. júní 1955. Hann nam kvikmyndatöku við The American Film Institute í Los Angeles og hefur unnið við fjölmargar bíómyndir, bæði hér og í Bandaríkjunum, verið aðaltökumaður við nokkur sjón- varpsleikrit og fjölda sjónvarpsþátta og stjórnað upptökum á sjónvarpsþáttum og þáttaröðum. 1989 stofnaði hann ásamt fleirum kvikmyndafélagið Nýja bíó og rekur það enn ásamt konu sinni, Sonju B. Jónsdóttur, og Guðbergi Davíðssyni. Guð- mundur og Sonja eiga soninn Birki Kristján. Fyrir átti Sonja dóttur, Hörpu Rut Sonjudóttur, sem nú er látin. ► Guðbergur Davíðsson fæddist í Reykjavík 3. júní 1956. Hann er með BA-gráðu í kvikmyndagerð frá San Francisco Art Institute. Hann vann við dagskrárgerð hjá Sjónvarpinu í þijú ár og stofnaði Myndbandagerð Reykjavíkur 1986 ásamt fleir- um. Fyrirtækið flutti til Noregs 1989 og starfaði þar í nokkur ár. Guðbergur hefur unnið sjálfstætt um árabil að heimilda- myndum, sjónvarpsþáttum og þáttaröðum. Hann stofnaði kvik- myndagerðina Garp 1992 sem sameinaðist Nýja bíói 1997. Guð- bergur og kona hans, Halldóra Káradóttir, eiga tvo syni, Davíð og Egil Kára, og Guðbergur á dótturina Evu Bergþóru, frétta- mann á Stöð 2. eftir Jón Ásgeir Sigurvinsson VIKMYNDAFÉLAGIÐ Nýja bíó fagnar 10 ára rekstrarafmæli í ár. Fyr- irtækið var stofnað 1989 af Guðmundi Kristjánssyni, Sonju B. Jónsdóttur, Hilmari Oddssyni og Þorgeiri Gunnarssyni. Hilmar og Guðmundur voru að vinna saman að gerð myndar fyrir Sjónvarpið, fengu nokkur verkefni í viðbót og ákváðu að slá til og stofna fyrirtæki. Tveim árum eftir stofnun Nýja bíós var ákveðið að færa út kvíamar og flytja í húsnæði sem hentar kvik- myndagerðarfyrirtæki sérstaklega vel, í hús Ljósmyndavara, Skipholti 31.1 húsnæðinu er stúdíóaðstaða og Sjónvarpshúsið næsta hús fyrir neð- an og því var fyrirtækið prýðilega staðsett. Nýja bíó hefur framleitt fjöldann allan af sjónvarpsmyndum, heim- ildamyndum, auglýsingum og kynn- ingarmyndum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Sem dæmi um framleiðsl- una má nefna heimildamyndina Mengun í Norðurhöfum sem til- nefnd var til norrænu „Nordpris“-verðlaunanna 1993 og varð í öðru sæti. Fyrirtækið fram- leiddi einnig í samvinnu við Þóreyju Sigþórsdóttur leikara og Kristínu Bogadóttur ljósmyndara 50 leiknar Ijóðmyndir sem sýndar voru í Sjón- varpinu sl. vetur undir nafninu „Ljóð vikunnar.“ Einnig framleiddi Nýja bíó heimildamyndina Feður í fæðingarorlofi fyrir Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar með stuðningi Evrópusambandsins. Hluti afurð- anna eru ýmis kennslu- og fræðslu- myndbönd, svo sem Öruggara kyn- líf, fræðslumynd um alnæmi og aðra kynsjúkdóma, og þrjú kennslu- myndbönd um golf. Margir muna ef- laust eftir auglýsingaherferðinni Danmörk-ísland 14-2 þar sem tveir Danir fóru með aðalhlutverk en Nýja Bíó fékk einmitt fyrstu verð- laun fyrir hana ásamt auglýsinga- stofunni Góðu fólki. Erfið byijun Frá stofnun Stöðvar 2 hafði allt verið á uppleið í kvikmyndagerðinni og því var hugur í mönnum að sögn Guðmundar, en frá 1989 var allt á niðurleið. Guðmundur segir rekstr- arumhverfi fyrirtækja á þessu sviði hafa verið mjög erfitt á þeim tíma. Síðustu tvö til þrjú árin hefur leiðin legið upp á við aftur. Þegar í byrjun unnu 5-6 starfs- menn hjá fyrirtækinu. Ólafur Tryggvi Magnússon klippari kom fljótlega til starfa hjá fyrirtækinu og varð hluthafi síðar. í gegnum tíðina hafa orðið mannaskipti í fyrirtæk- inu, nema hvað Guðmundur og Sonja eru búin að starfa við það frá byrjun. Fyrir tveim árum sameinuð- ust síðan Nýja Bíó og kvikmynda- gerðin Garpur undir nafni Nýja bíós. Við sameiningu fyrirtækjanna urðu Guðbergur og Halldóra, kona hans, hluthafar í Nýja bíói ásamt Guðmundi og Sonju. Þau voru öll samstarfsmenn hjá Sjónvarpinu fyr- ir hálfum öðrum áratug; Sonja, Guð- mundur og Guðbergur unnu saman á fréttastofunni en Halldóra var rit- ari dagskrárstjóra. Sameining fyrirtækjanna tvöfald- aði veltu Nýja bíós en annars er hún afar misjöfn frá ári til árs eftir því hvers lags verkefnum fyrirtækið er að sinna. Reksturinn er því kannski ekki mjög stöðugur miðað við aðrar atvinnugreinar heldur veltur hann á einstökum verkefnum. „Rekstur okkar byggist á íhlaupafólki," segir Guðmundur. „Það er ákveðinn kjarni fastra starfsmanna en eftir því sem verkin verða stærri þurfum við fleira íhlaupafólk." Bíó hið nýja Nafnið Nýja bíó tengist líklegast kvikmyndahúsinu Nýja bíói í hugum flestra sem náð hafa 25 ára aldri. En Guðmundur neitar því að nafngift fyrirtækisins hafi nokkuð með það að gera. „Sagan á bak við þetta er þannig að Hilmar hafði framleitt mynd með Jóni Ólafssyni og þeir voru með fyrirtæki sem þeir kölluðu Bíó og er enn í eigu Jóns Ólafssonar. Og þegar við vorum að hugsa um að stofna nýtt fyrirtæki, þá var það ein- faldlega nýtt Bíó og nafnið Nýja bíó var á lausu. Þegar Hilmar ákvað að einbeita sér að leiknum myndum var ákveðið að hann tæki með sér dótt- urfyrirtæki Nýja bíós, Tónabíó, sem við stofnuðum vegna framleiðslu á kvikmyndinni „Tár úr steini". Rfkið erfiðasti hjallinn Þegar farið er að tala um rekstr- arumhverfi og hlut ríkisins kemur í ljós að það brennur mjög á þeim Guðmundi og Guðbergi. Hér er um hitamál að ræða svo sem kemur fram í máli Guðmundar: „Ríkið er líklega erfiðasti hjallinn fyrir kvik- myndagerð í landinu. Sjónvarpið framleiðir sjálft 80-90% af öllu ís- lensku efni. Svo framleiðir Stöð 2 lít- ið eitt. Sjálfstæðir framleiðendur vinna því í raun mjög lítið fyrir Sjónvarpið og það má segja að Sjón- varpið varpi stórum skugga á okkar markað. Við teljum jafnframt mjög óeðlilegt að ríkið sé stærsti og áhrifamesti framleiðandi afþreying- arefnis fyrir sjónvarp." Guðbergur bætir við að Sjónvarpið sé svo stórt og hafi svo stóran hluta af veltunni á markaðnum að það ráði geysilega miklu, þar á meðal verði á sjón- varpsefni. „Menn eru yfirleitt knún- ir í einhvers konar nauðungarsamn- inga við Sjónvarpið. Segjum að mað- ur vilji gera mynd og hún kosti þrjár milljónir. Sjónvarpið segist kannski vera tilbúið til að þorga 1,5 milljónir og þá fyrir ótakmarkaðan einkarétt í sjónvarpi. Til þess að af framleiðsl- unni geti orðið neyðist maður til að selja Sjónvarpinu myndina á þessu verði og verður síðan að reyna að merja hina einu og hálfu milljónina annars staðar. Síðan fæst kannski helmingurinn af því þannig að laun- in til okkar eru á endanum lítil sem engin.“ Óeðlileg samkeppni Þeir félagar eru þeirrar skoðunar að staða Sjónvarpsins gagnvart sjálfstæðum framleiðendum sjón- varpsefnis sé mjög óeðlileg. Sjón- varpið hefur sína tækni- og dag- skrárdeild sem framleiðir sjón- varpsefni. Guðmundur segir að þeg- ar kostnaður við gerð sjónvarps- þátta sé metinn sé kostnaður tækni- deildar ekki reiknaður með í dæm- inu. „Dagskrárdeildin fær alla vinnu frítt hjá tæknideildinni þannig að þegar við komum til dagskrárstjóra og segjum: „Heyrðu, við erum hér með góða hugmynd; hún kostar milljón," þá segir hann: „Ég get framkvæmt hana hér innan stofnun- arinnar fyrir tvö hundruð þúsund,“ því hann fær alla tæknivinnuna og leikmyndavinnuna endurgjaldslaust. Þannig að við erum að keppa í mjög óeðlilegu umhverfi. Félagið okkar, Félag framleið- enda, kærði Sjónvarpið á sínum tíma fyrir Samkeppnisstofnun. Við unnum það mál en þá var úrskurð- urinn kærður til yfirnefndar Sam- keppnisstofnunar og felldur þar á þeim rökum að útvarpslögin væru æðri samkeppnislögunum; þau eru sérlög en samkeppnislögin almenn lög. I dóminum var mælt með þeim breytingum sem við lögðum til en sagt að það yrði að gerast pólitískt. Pólitískir valdhafar hafa bara ekki aðhafst neitt í málinu.“ Sjónvarpið hefur margfaldað starfsmannafjölda sinn síðan 1984 að sögn Guðmundar. „Þetta er eins- dæmi í Evrópu,“ segir hann. „Frá 1984 hafa flestar sjónvarpsstöðvar í Evrópu fallið frá þessu fyrirkomu- lagi og fækkað starfsmönnum um allt að 60-70%. Við erum eina þjóðin sem hefur farið í öfuga átt. I Þýska- landi er allt boðið út, sjónvarps- stöðvarnar framleiða ekki neitt sjálfar. I Bandaríkjunum eru lög sem kveða á um að þeir sem fái út- sendingarleyfi fái ekki framleiðslu- leyfi.“ - Mynduð þið vilja sjá eitthvað svip- að fyrirkomulag á íslenska mark- aðnum? „Við vildum sjá að Sjónvarpið framleiddi minna sjálft," segir Guð- bergur; „sæi hins vegar um útsend- ingu og keypti efnið af sjálfstæðum aðilum. Þannig fengi Sjónvarpið miklu meira fyrir peningana. Ég get séð fyrir mér að það yrðu 3-10 öflug fyrirtæki sem gætu séð um alla framleiðslu á innlendu efni.“ En reyndin hefur verið sú að Sjónvarpið hefur boðið mjög fá verk út og Stöð 2 engin að sögn þeirra félaga, og það þrátt fyrir að þetta eina verk sem boðið var út í fyrra hafi kostað 5,5 milljónum minna en kostnaðaráætl- un hljóðaði upp á, þ.e. 15,5 milljónir, en kostnaðaráætlun Sjónvarpsins hljóðaði upp á 21 milljón. „Af þess- um sökum er í raun mjög lítið um beina samkeppni á milli fyrirtækj- anna að ræða, þar sem þau bítast um verkefni. Auglýsingamarkaður- inn er einnig í mjög fóstum skorðum og lítil raunveruleg samkeppni þar; auglýsingastofurnar hafa sína föstu kúnna og samstarfsfyrirtæki. Sam- keppnin felst aðallega í því að reyna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.