Morgunblaðið - 20.06.1999, Side 34
34 SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
BOKMENNTASAGA
ÚR GÖMLUM HEIMI
I.
Á DÖGUNUM var Jakob Ás-
geirsson að hnýta í nýja kennslubók
handa framhaldsskólanemum,
„Sögur, Ijóð og líf - íslenskar bók-
menntir á 20. öld“ eftir
Heimi Pálsson (útg.
Vaka/Helgafell, 1998),
fyrir þá sök að þar
væri ekki getið um
Kristján Karlsson.
Ádrepan var auðvitað
réttmæt og fleiri
stungu niður penna um
vanrækslusynd
kennslubókarhöfund-
arins. Það flökraði
reyndar að undirrituð-
um að þessi gleymska
væri gerð af ráðnum
hug svo að minnsta
kosti einn galli yrði á
bókinni, en eins og við
vitum er það heilög
skylda þegar efnt er í
bók, já, eða leikrit, að fella að
minnsta kosti einn ágalla inn í verk-
ið til þess að storka ekki guði, sem
einn hefur heimild til að smíða
gallalaust verk.
Nýlega varð mér á að glugga í
umrædda kennslubók og hnykkti
við. Virtist mér umfjöllun Heimis
gamalkunnug, allt að því fornleg, og
allar forsendur svipaðar eða þær
sömu og í Straumum og stefnum,
eldri kennslubók hans að hluta til
um sama efni. Lesandi nýju bókar-
innar kynni að álykta sem svo að
litlar bókmenntasögulegar rann-
sóknir hafí farið fram síðan Straum-
ar og stefnur kom út og yfirgrips-
mikil bókmenntasaga hafí ekki ver-
ið skrifuð - sem þó er amk. raunin
um tímabilið fram til 1918 - og að
þungamiðja bókmenntalífsins hafi
staðið óhögguð þau ár sem liðin eru
frá útkomu þess rits 1979 (4. útgáfa
1990). Þá má ætla af þessari nýju
bók að engar leiklistarsögulegar
rannsóknir hafi heldur farið fram,
en það vita þeir sem vilja vita að
umtalsverð gróska er orðin í þeim
fræðum.
Fátt nýtt hefur að mati Heimis
borið við frá útgáfu Strauma og
stefna, og engar nýjar tilfinningar
bærast til að mynda í ljóðlistinni
eftir hádag atómskáldanna, svo
dæmi sé tekið, og hin félagslega rót-
tækni sem var áberandj í ljóðlistinni
um og upp úr 1970 er að hans mati
markverðust nýjunga á þeim vett-
vangi. Þetta má glöggt sjá þegar
kemur að yngstu ljóðlistinni, þeirri
sem ætti að standa framhaldsskóla-
nemum næst og þakklátt væri að
gera skil; þar virðist bókarhöfundur
enga skýringu kunna aðra en þá að
allt megi rekja til svonefndrar „firr-
ingar“ nútímamannsins. Eg held
reyndar það væri ekki ógagnlegt, að
minnsta kosti um ein-
hvern tíma, að banna
þeim sem fjalla um
bókmenntir að taka sér
nafnorðið „firring“ í
munn, og hafa eins
konar skyndilokun á
því orði svo að merk-
ingarstofn þess, ef ein-
hver er eftir, megi
jafna sig.
Þá er bókin ekki laus
við staðreyndabrengl
og hér er meðal annars
jórtruð sú gamla tugga
að Fjalla-Eyvindur hafi
verið frumuppfærður í
Kaupmannahöfn. I eitt
skipti fyrir öll: það var
Leikfélag Reykjavíkur
sem fyrst færði leikritið upp og var
frumsýningin haldin á jólum 1911.
II.
Þegar ég fletti bók Heimis gaum-
gæfði ég einkum hlut leikritunar,
þeirrar bókmenntagreinar sem mér
Það er því illt í efni,
segir Árni Ibsen, ef
þessi nýja kennslubók
á að verða lykill að
grunnmenntun bók-
menntafræðinga
framtíðarinnar.
stendur síst á sama um. Er
skemmst frá að segja að sú furðu-
lega „gleymska“ að láta Kristjáns
Karlssonar ógetið er léttvæg sök
hjá þeirri að ganga nánast á snið við
heila bókmenntagrein, eins og
Heimir gerir. Það eitt gerir bókina
ónothæfa sem kennslugagn í bók-
menntasögu. Leikritunar er reynd-
ar getið og fáein leikskáld eru
nefnd, en naumast meira en til
málamynda.
Höfundur hefur litla sem enga til-
burði til að fjalla náið um einstök
leikskáld eða verk, ekki einu sinni
leikrit Jóhanns Sigurjónssonar.
Þama er engin greining á einu ein-
asta leikriti hvað þá að reynt sé að
setja verk í samhengi við sinn tíðar-
anda, eins og þó er gert við fjölda
skáldsagna og eitthvað af ljóðum og
ljóðabókum, þó að oftar séu ljóð ein-
faldlega birt í heild án nokkurra
skýringa eða umfjöllunar. Leikrit
Guðmundar Kambans eru naumast
nefnd, en raunar má virða höfundi
til vorkunnar að tilfinnanlega skort-
ir fræðilega ævisögu þess leikskálds
og jeikstjóra.
Áhersla bókarinnar er þannig öll
á skáldsögur og ljóð, en þriðja bók-
menntagreinin, leikritun, er sett til
hliðar. Það er reyndar plagsiður ef
bókmenntafræðingar setja saman
yfirlit um bókmenntasöguleg efni,
að þeir meta leikritun til fárra fiska.
Það er sem þeir telji að einungis
skáldsögur og ljóð lýsi tíðarandan-
um, felli andrúmsloft og orðræðu
samtímans í listrænt form, en virð-
ist fyrirmunað að láta sér detta í
hug að leikrit geri það líka og takist
það jafnvel betur á stundum.
Þess er getið í bók Heimis - og þá
gjarnan hnýtt aftan við umfjöllun-
ina - ef téðir höfundar hafa samið
leikrit, auk skáldsagna og/eða ljóða,
líkt og þar hafi orðið slys. Breytir
þá engu þótt þessir höfundar hafi
ekki síður lagt rækt við leikritun en
aðrar bókmenntagreinar. Þannig
segir til dæmis um Sigurð Pálsson:
„Sigurður hefur einnig skrifað
nokkur leikrit" (bls. 147). Ekki er
þetta þó algilt. Þannig er þess til
dæmis í engu getið að Svava Jak-
obsdóttir er merkilegt leikskáld og
hefði enginn talið óeðlilegt að nefna
að minnsta kosti tvö leikrita hennar,
Hvað er í blýhólknum? og Lokaæf-
ingu. Hvort um sig standa þessi
verk reyndar á miðju sviði bók-
mennta síns tíma.
Umsagnir eru oft nánast ósæmi-
legar í nekt sinni, naumhyggju og
fátækt. Dæmi um Birgi Sigurðsson
á bls. 124: „Hóf feril sinn sem ljóð-
skáld (Réttu mér fána 1968) en
langkunnastur sem skáldsagna- og
þó einkum leikritahöfundur. Hefur
m.a. samið leikritin Pétur og Rúnu
(1973), Skáld-Rósu (1977), Dag von-
ar (1987) og Óskastjörnuna (1998).“
Svo mörg voru þau orð. Og hvað
með Böðvar Guðmundsson? Heimir
segir: „Skrifaði einnig leikrit, eink-
um sögulegs efnis“ (bls. 126). Var
ekki ómaksins vert að reyna að
staðsetja verk á borð við Skollaleik?
En ég hygg að Böðvar gjaldi þess
hér, eins og margir fleiri, að hafa
samið sín verk fyrir önnur leikhús
en Þjóðleikhúsið eða Leikfélag
Reykjavíkur. Það er víðar England
en í Kaupmannahöfn, Heimir!
Þegar bókarhöfundur kemst end-
anlega í þrot gagnvart því verkefni
að fjalla um leikskáldskapinn grípur
hann til þess neyðarúrræðis að
nefna eingöngu fjölda þeirra leik-
verka sem skáldin hafi átt „á sviði
Reykjavíkurleikhúsanna“ (bls. 119),
eins og segir í tveggja blaðsíðna
undirkafla um leikritun - hálf blað-
síða þar af er reyndar tilvitnun, og
virðist þá eingöngu hafa Þjóðleik-
húsið og Leikfélag Reykjavíkur í
huga. Þar með brenglast líka tölur
um heildarfjölda verka þessara höf-
unda. Þannig meðhöndlun fá til
dæmis bæði Agnar Þórðarson og
Jónas Árnason. Hefði ekki mátt
gera þessum höfundum betri skil?
Eða eru þeir ef til vill ekki þess
verðir fyrir þá bókmenntalegu höf-
uðsynd að hafa náð merkum árangri
sem gamanleikjaskáld?
I þeim tveggja blaðsíðna undir-
kafla sem hér var getið og ber fyrir-
sögnina Leikritun standa þessi orð:
„Fljótt eftir stofnun Þjóðleikhússins
tók að færast mikið líf í íslenska
leikritun og þegar á sjötta áratugn-
um voru frumsýnd ein þrettán ný
íslensk leikrit. Fáir höfundar hafa
að vísu helgað sig leikritun einni en
margir skrifað eitt eða fleiri leikrit
og fengið þau sýnd.“ (sic!) Þama
eru tvær setningar, hvorug upp-
lýsandi eða gagnleg og báðar tekn-
ar orðrétt upp úr Straumum og
stefnum. Mega þær standa sem
dæmi um hversu yfírborðskenndur
og illa ígrundaður þessi texti Heim-
is Pálssonar er.
I fyrsta lagi hafði Þjóðleikhúsið
lítil áhrif á leikritun í landinu íyrstu
10 til 15 árin sem það starfaði; þessi
bókmenntagrein hafði meir að segja
stundum verið öflugri en á árunum
milli 1950 og 1960. Raunveruleg
endurreisn átti sér ekki stað í grein-
inni fyrr en með nýrri kynslóð um
og upp úr 1960, þó svo að Agnar
Þórðarson og Jónas Árnason væra
þá báðir komnir fram og Halldór
Laxness hefði samið Silfurtúnglið
með stóra svið Þjóðleikhússins í
huga. Umtalsverður flokkur leik-
skálda kom fram kringum 1960 og
lögðu þau öll megináherslu á leikrit-
un þó að stök prósaverk hafi líka
komið frá þeim. Flokkinn þann
fylltu Guðmundur Steinsson, Erl-
ingur E. Halldórsson, Oddur
Björnsson, Jökull Jakobsson og
Birgir Engilberts. Af þessum fær
aðeins Jökull ofurlitla klisjukennda
umfjöllun, og þrjátíu leikrita höf-
undurinn Oddur Björnsson fær of-
urlítinn spássíutexta um sig. Guð-
mundur Steinsson virðist að mati
Heimis helst hafa unnið sér til
ágætis að hafa átt leikrit á fjölum
erlendra leikhúsa.
Og úr því það sýnist votta um
getuleysi að sinna ekki leikritun ein-
göngu, eins og ætla má af texta
Heimis, hvers vegna þá ekki að
fjalla um þau leikskáld sem sannan-
lega hafa eingöngu sinnt þessari
grein bókmennta? Ég nefni bara
Kjartan Ragnarsson, Hlín Agnars-
dóttur, Þórunni Sigurðardóttur og
Ragnar Amalds. Drjúgur hópur
sinnir leikritun einvörðungu og bók-
arhöfund virðist ekki einu sinni
grana að aðstæður leikskálda séu
allt aðrar en þær voru fyrir tam. 30-
40 árum og nú eygi þau betri von
um afkomu. Við þetta má bæta að
gott betur en þrettán ný íslensk
leikrit hafa komið fram hvern ára-
tug síðast liðin 30-40 ár; sélnasta
áratug losa þau að minnsta kosti
hundraðið. Varlega áætlað eru það
trúlega á fjórða hundrað ný íslensk
leikrit sem atvinnuleikhúsin hafa
frumuppfært frá 1960. Þó ekki sé al-
gilt að vinsældir séu vísbending um
gæði, hefði alveg mátt geta þess að
trúlega er leikritun langvinsælasta
bókmenntaform íslendinga. Um það
vitna aðsóknartölur sem era eins-
dæmi í hinum vestræna heimi.
Þegar kemur að leikskáldum eftir
1980 verða gloppurnar í bók Heimis
ennþá yfirgripsmeiri. Þannig er
Ólafs Hauks Símonarsonar til dæm-
is getið vegna afkasta, en samfé-
lagslegt erindi verka hans og vin-
sældir liggja nokkurn veginn milli
hluta. Þá virðist yngsta kynslóð
leikskálda ekki vera til. Það eru að
vísu engin unglömb sem heyra til
yngstu kynslóðarinnar, en kynni sú
staðreynd ef til vill að benda til þess
að greinin sé snúnari viðureignar en
aðrar bókmenntagreinar og allar
aðstæður hennar erfiðari? Ég læt
nægja að nefna tam. Bjarna Jóns-
son, Hrafnhildi G. Hagalín, Karl
Ágúst Úlfsson, Kristínu Omarsdótt-
ur og Þorvald Þorsteinsson. Hrafn-
hildar er að vísu getið í framhjá-
hlaupi - vegna þess að hún hlaut
Leikskáldaverðlaun Norðurlanda -
um leið og reynt er að klóra yfir
sekt „bókmenntastofnunarinnar“ í
afstöðu til skáldkvenna almennt, en
sú nafnbirting er í takt við annað í
bók Heimis; og raunar fær Kristín
Ómarsdóttir rúm á spássíu og tölu-
vert jákvæðari tón í frásögninni en
þeir sem standa Heimi nær í aldri,
en hún hefur reyndar „einnig skrif-
að“ sitthvað fleira en leikrit.
III.
Umfjöllun Heimis Pálssonar um
íslenska leikritun bendir til að hann
hafi ekki fylgst með í greininni,
þrátt fyrir að hann hafi í eina tíð
verið í hópi leikhúsgagnrýnenda.
Aldrei hvarflar til dæmis að honum
að á meðal verka þeirra höfunda
sem hafa „líka skrifað leikrit" sé ef
til vill að finna þau verk sem mestu
máli skipta í heildarframlagi þeirra
til bókmenntanna, hvað þá að leik-
ritun sé mikilsverður þáttur í bók-
menntalífinu í heild. Kynni fordæmi
Agnars Þórðarsonar og jafnvel
Jónasar Árnasonar að vera for-
senda þess að Jökull Jakobsson
sneri sér að leikritun? Hvers vegna
skrifaði kynslóð Jökuls eins og hún
gerði? Hvaða áhrif hafði það á
prósaskáldskap Halldórs Laxness
að hann sneri sér tímabundið nær
óskiptur að ritun leikrita? Það eru
ótal spurningar af þessu tagi sem
kennslubók í bókmenntasögu ætti
að takast á við, en bók Heimis Páls-
sonar brýtur hvergi nýtt land í
þessum efnum.
Á bls. 130 er undirkafli sem heitir
Bókmenntir í nýrri samkeppni. Þar
er getið um nýja miðla á borð við út-
varp og sjónvarp, óttann við þá fyr-
irfram og síðan það gagn eða ógagn
sem þeir hafa gert bókmenntunum.
Þar er ekki minnst á leikritun, en
þó hefur tam. Útvarpsleikhúsið
stundum verið vettvangur nýrrar
íslenskrar leikritunar. í sama kafla
segir að „mjög fáir rithöfundar"
geri „umtalsverðar tilraunir til að
skrifa „talmál" fyrr en komið er
fram á sjöunda áratuginn“. Þetta er
bull. Þessi hugleiðing hefði væntan-
lega orðið öðruvísi ef kennslubókar-
höfundurinn hefði verið betur að sér
í íslenskum leikbókmenntum, en
þarna sem víðar brestur hann þekk-
ingu á viðfangsefni sínu.
Til að gæta réttlætis er nauðsyn
að nefna að bók Heimis Pálssonar
hefur einn kost umfram aðrar
kennslubækur um þessi efni, en það
er samantekt í bókarlok um ýmis
verðlaun og viðurkenningar sem
einstökum rithöfundum hafa hlotn-
ast. Þó að þar vanti að visu skrá yfir
yiðurkenningar úr Rithöfundasjóði
íslands 1968-1997 og fleiri sjóðum,
einhverra hluta vegna, veit ég ekki
til að upplýsingar af þessu tagi megi
fá svona í einum pakka á öðram
stöðum. Nafnaskrár era að auki af-
ar skilmerkilegar, og stafsetning og
málfræði með miklum ágætum.
Heldur hefði ég þó kosið gott inni-
hald en fagrar umbúðir.
Undanfarin misseri hefur svo-
nefnd „bókmenntastofnun" hlotið
ótal ákúrar, verðugar og óverðugar,
fyrir að gera lítið úr hlut kvenna í
íslenskri bókmenntasköpun, eins og
Heimir ræðir sjálfur lauslega á bls.
126 og næstu síðum. Vanrækslu-
syndir þessarar „stofnunar" era
vitaskuld margvíslegar og álitamál
á hverjum tíma hverjar þær era.
Hin nýja kennslubók Heimis Páls-
sonar í bókmenntasögu vitnar um
vaxandi tilhneigingu „stofnunarinn-
ar“ til að rýra hlut leikskálda í ís-
lenskri bókmenntasköpun og þátt
leikritunar almennt. Það er því illt í
efni ef þessi nýja kennslubók á að
verða lykill að grunnmenntun bók-
menntafræðinga framtíðarinnar.
Jafn gölluð vara er ekki boðleg
ungu námsfólki og lítt vænleg til að
efla áhuga þess á íslenskum sam-
tímabókmenntum.
Höfundur er rithöfundur og for-
maður Leikskáldafélags íslands.
GUINOT
PARIS
LITUM VEL UT I SUMAR!
Þegar þú kemur í Guinot-andlitsmeðferð færð þú Guinot-
augnkælimaska að gjöf. Maskinn er frískandi og dregur ú baugum og
þrota, þú getur notað hann aftur og aftur. Fróbær í fríið!
Eftirtaldar snyrtistofur bjóða upp á Guinot-andlitsmeðferðir:
Snyrtislofan Hrund Grænatúni, Kópavogi. Sími 554 4025. Snyrtistofan Fatimo Þverholti 2, Mosfellsbæ. Simi 566 6161. Myrra snyrtistofa Austurvegi 4, Selfossi. Simi 482 1774. Snyrtistofa Birgittu og Soffiu Brúarási 15, Reykjavik. Sími 587 8369. Snyrtistofan Saloon Ritz Laugavegi 66, Reykjavík. Sími 552 2622. Snyrtistofan Gyðjan Skipholti 70, Reykjavik. Simi 553 5044. Snyrtistofan Ársil Grímsbæ v/Bústaíaveg, Reykjavík. Sími 553 1262. Snyrtistofa Lindu Hafnargötu 61, Keflavfk. Sími 421 4068. Snyrtistofa Ágústu Guðnadóttur Hilmisgötu 2a, Vestmunnaeyjum. Sími 481 2268. Ginó snyrtistofa Hornbrekkuvegi 16, Ólafsfiröi. Sími 466 2166. Snyrtistofan Þema Reykjavikurvegi 64, Hafnarfirði. Sími 555 1938. Snyrtistofan Fegurð Brekkugötu 9, Akureyri. Sími 462 6080. Snyrtistofan Birta Grensásvegi 50, Reykjavik. Simi 568 9916. Snyrtistofan La Rosa Garðalorgi, Garðabæ. Simi 565 9120. Snyrtistofa Ólafar Ingólfs Gljúfraseli 8, Reykjavík. Simi 587 1664. Snyrtistofan Ásýnd Starmýri 2, Reykjavik. Sími 588 7550. Snyrtistofa Lilju Guðnadóttur Dynskógum 6, Hveragerði. Sími 483 4535.