Morgunblaðið - 20.06.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 20.06.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 37 + Friðbjörn Jósafatsson fæddist 12. mars 1921 á Efra Vatns- homi í Vest- ur-Húnavatnssýslu. Hann lést 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hans vom Guðrún Ebenesardóttir og Jósafat Hansson. Systkini Frið- björns era: Ingi- björg Ebba, f. 1919; Seselía, f. 1923, lát- in; Grímur, f. 1924; Hannes, f. 1925; Náttfríður, f. 1927; Ragnhildur, f. 1928, látin og Jósafat, f. 1930. Tveggja ára gamall fór Frið- björn í fóstur til frænku sinnar Ingibjargar Sigurbjörasdóttur og manns hennar Ingvars Sveinssonar sem bjuggu á Grund í Vestur-Hópi. Dætur þeirra og fóstursystur Frið- björns eru: Ragnhildur, f. 1913 og Ingibjörg, f. 1918, látin. Eftirlifandi eiginkona Frið- björns er Sigríður S. Bergmann, dóttir hjónanna Vigdísar Sig- urðardóttur og Sigurðar M. Bergmann sem bjuggu í Fugla- Erfiðar reynast kveðjustundir og hinsta kveðjan svo sár, svo erfítt að fá ekki að sjá þig einu sinni enn. Þú varst svo ljúfur og hlýr. Svo traustur og lífið allt varð léttara með þér. Alltaf varstu boðinn og búinn að hjálpa til ef þú mögulega gast og ófáar ferðirnar sem þú fórst með strákana. Heimili ykkar mömmu var þeim sem annað heim- ili og umvafði þá og okkur öll inni- leika og væntumþykju. Elsku mamma, guð gefi þér styrk í sorginni. Elsku pabbi, með þakklæti í hjarta og góðar minningar kveðj- um við þig. Guð geymi þig. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. vík á Miðnesi. Börn Sigríðar og Friðbjöras eru: 1) Sverrir Bergmann, f. 1951, kvæntur Steinunni M. Bene- diktsdóttur. Þeirra dóttir er Þórdís, sambýlismaður hennar er Magnús Hafliðason, þeirra sonur er Atli Freyr. Sonur Sverris og Guðbjargar Þór- hallsdóttur er Þór- hallur, unnusta hans er Hildur Hjálmars- dóttir. 2) Ingibjörg Vigdís, f. 1954, sambýlismaður hennar er Niels Davidsen. Þeirra synir eru Friðbjöra Naman og Sigurður Samik, unnusta hans er Kristín Birta Jónsdóttir og þeirra dóttir er Sesselja Sól. Árið 1950 hóf Friðbjörn leigu- bílaakstur á Hreyfli og vann við það meðan heilsa og aldur leyfði, að undanskildum nokkrum árum sem hann var vélstjóri á fiskibátum. títför Friðbjöms verður gerð frá Digraneskirlgu í Kópavogi á morgun, mánudaginn 21. júní, og hefst athöfnin klukkan 15. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur síðar. (Jóhannes úr Kötlum). Ingibjörg, Niels, Sigurður og Friðbjörn Síminn hringdi hér úti í Kaup- mannahöfn á mánudagskvöldið. „Hæ, Dísa mín, þetta er pabbi þinn.“ Um leið og ég heyrði þessi orð þá vissi ég að eitthvað hafði komið fyrir, og það passaði, pabbi var að segja mér að afi væri dáinn. Eftir símtalið fór ég að rifja upp minningar um afa. Mínar íyrstu minningar um afa eru frá því þegar ég var lítil stelpa og var í heimsókn í Hlíðai-hvamminum og afi var að spila á harmonikuna og ég syngj- andi hástöfum með. Hann vildi allt fyrir mann gera. Þegar ég gisti hjá ömmu og afa og vildi ekki sofa alein þá færði afi sig svo ég gæti sofið hjá ömmu, og maður fór aldrei tóm- hentur eftir heimsókn hjá ömmu og afa, hvort sem var í Hlíðarhvamm- inn eða Fuglavík. Þegar ég var í ballet og vantaði far inn í Reykjavík þá kom afi suður í Hafnarfjörð til að keyra mig inn í Reykjavík. Ég gæti haldið endalaust áfram því alltaf var afi boðinn og búinn að aðstoða. Eft- ir að Atli Freyr fæddist og ég þurfti að fara að vinna þá komu amma og afi enn og aftur til hjálpar og pössuðu Atla Frey alveg þangað til við fluttum til Danmerkur. Ekki er nema mánuður síðan Atli Freyr var í heimsókn á Islandi og afi snerist í kringum hann og passaði eins og heilsa hans leyfði. Elsku amma, þó missir okkar sé mikill er missir þinn mestur og ég bið Guð að styrkja þig í sorginni. Elsku afi, nú þegar ég kveð þig í síðasta sinn þakka ég þér allar góðu stimdimar og hjálpsemi þína. Minn- ingin um þig mun alltaf lifa. Guð blessi þig. Þórdís. Kæri tengdapabbi, þú varst aldrei gefinn fyrir skrúðmælgi. Því verður kveðja mín til þín laus við allt slíkt. Dulur og fámáll varstu en trúr og traustur þínum. Kletturinn í hafinu. Þrjátíu ár eru liðin síðan ég kom iyrst inn á heimili ykkar hjónanna, 17 ára unglingur, kærastan hans Sverris. Vel var tekið á móti mér, eins og öllum vinum systkinanna. Því var oft glatt á hjalla þegar stórir vinahópamir mættust á heimilinu. Ég gerði mér ekki grein íyrir því fyrr en mörgum ámm seinna hvaða sérstöðu ég hafði í þínum huga en það sýndi sig best í að einu skiptin sem þú lánaðir Sverri bílinn þinn, atvinnutækið sem þú notaðir tii að sjá fjölskyldunni farborða, var ein- göngu svo hann gæti keyrt suður í Hafnarfjörð og heimsótt mig og það löngu áður en ljóst var að ég var komin til að vera í þessari fjöl- skyldu. Þú sinntir fjölskyldunni á þinn hljóðláta hátt og bamabömin og bamabamabömin undu hag sínum vel hjá ykkur enda eftirsótt að heimsækja Siggu ömmu og Bjössa afa í Hlíðarhvamminn eða í Fugla- vík og þig munaði ekki um að bæta systurdóttur minni í hópinn þegar hún vildi fá að eiga þig að sem Bjössa afa. Kallið kom stutt og snöggt í Fuglavík þar sem þú undir þér best. Farþúífriði, friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Blessuð sé minning þín, Bjössi minn. Þín tengdadóttir, Steinunn. FRIÐBJORN JÓSAFA TSSON SVANHVÍT PÁLSDÓTTIR + Svanhvít Páls- dóttir fæddist í Reykjavfk 20. júní 1936. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 26. októ- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akranes- kirkju 3. nóvember. Ég vildi heldur óska vinkonu minni til ham- ingju með afmælið í gegnum síma en skrifa minningargrein. Svana var mamman í götunni fyrir okkur sem áttum okkar mömmur fyrir sunnan. Hún hafði alltaf tíma og ráð í handraðanum og stappaði í mann stálinu ef allt gekk ekki eins og maður vildi. Hún var alltaf glöð og sá björtu hliðarnar á öllum málum. Hún var mjög trúuð og taldi víst að vera okkar hér á jörð væri ákveðið verk- efni sem okkur væri ætlað að vinna. Henni verður örugglega umbunað iyrir vei unnin störf. Svana var ákaflega lífsreynd kona og átti oftsinnis erfitt á sinni ævi, s.s. að missa bam og svo margt fleira sem ekki verður talið upp hér. Samt gat hún alltaf hlustað og gert að gamni sínu. Hún hló oft og sagðist ekld skilja af hveiju hún væri að biðja mig að hjálpa sér í búðinni því ég væri alveg eins og fíll í glerhúsi, ég setti jafn mikið niður eins og ég setti upp, en samt bað hún mig því hún mat viljann íyrir verk- ið. Sonur minn yngsti spurði mig á dögunum hvort Svana væri ekki hjá okkur fyrst hún væri engill núna. Ég jánkaði því, þá sagðist hann geta sofnað sjálfur því hún myndi passa hann. Svönu er sárt saknað, ég við biðja Guð að styrkja Ragga og alla aðstandendur í sorginni um leið og ég votta þeim samúð mína. Díana Ólafsdóttir. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrest- ur sem hér segir: í sunnu- dags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fímmtudags-, föstudags- og laugardags- blað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og iangafi, GUÐJÓN BÁRÐARSON frá Hemru, Fossheiði 48, Selfossi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 17. júní. Björg Jónína Kristjánsdóttir, Brynrún Bára Guðjónsdóttir, Katrín Sigrún Guðjónsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir, Rúnar Viktorsson, Þórir Páll Guðjónsson, Helga Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN SIGURÐSSON, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu- daginn 21. júní kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta Hjarta- vernd njóta þess. Sími 581 3755. Ólöf Jóna Sigurgeirsdóttir, Óiafur Jón Jónsson, Gerður Petrea Guðlaugsdóttir, Ásgeir Jónsson, Elísa Guðlaug Jónsdóttir, Guðjón Bjarki Ólafsson, Ásgeir Ingi Valtýsson, Valtýr Þórisson, Jón Axel Ólafsson, Vignir Daði Valtýsson. + Hjartanlegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu við andiát og jarðarför elskulegrar móður, systur og mágkonu, GUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR, sem lést mánudaginn 7. júní. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar og Landspítalans fyrir frábæra umönnun og alúð undanfarin ár. Guðmundur S. Alfreðsson, Guðfinna Árnadóttir, Atli Örn Jensen, Guðmundur Árnason, Elín Sæbjörnsdóttir, Ágústa Birna Árnadóttir, Þorsteinn Eggertsson, Adda Gerður Árnadóttir, Börkur Thoroddsen. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN THORLACIUS fyrrv. prentsmiðjustjóri, áður til heimilis á Kvisthaga 21, Reykjavík, er iést mánudaginn 14. júní, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. júní kl. 10.30. Edda Thorlacius, Árni Ólafur Thorlacius, Magnþóra Magnúsdóttir, Anna Thorlacius, Guðmundur G. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG BRYNDÍS EIRÍKSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 6. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þórdís Jóhannesdóttir, Hilmar Steingrímsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.