Morgunblaðið - 20.06.1999, Page 47

Morgunblaðið - 20.06.1999, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1999 47 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Sumarkveðja frá Hallgríms- kirkju Hvað þú, minn Guð, ert góður, þú gafst mér líf og skyn og fóður minn og móður og margan góðan vin, og líka ljós og yl og skjól og fót og fæði og fleiri dýrmæt gæði, já, allt sem á ég til. (Valdimar Briem.) ÞEGAR sól hækkar á lofti og við fögnum sumri er gott að taka undir orð Valdimars Briem í þakklæti til Guðs sem allt gefur. Þakkargjörð er orð sem kannski best lýsir því sem framundan er í Hallgríms- kirkju í sumar, og það er sannar- lega ástæða til að þakka og gleðjast yfír þeim fjölmörgu sem á liðnum vetri hafa lagt safnaðarstarfinu lið með einum eða öðrum hætti. Gleðj- ast yfír blessun Guðs sem hvilt hef- ur yfír því fjölbreytta starfi sem fyllir hús hans í viku hverri. Og enn er hátíð. A Jónsmessunótt, 23. júní, verður miðnæturmessa sem hefst klukkan 23. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson mun þjóna fyrir altari og flytja hug- leiðingu, Mótettukórinn leiðir safn- aðarsönginn undir stjórn Harðar Áskelssonar organista og Kanga- kvartettinn flytur tvö lög auk þess sem Gaile Sokka, ung kona frá Kon- só í Eþíópíu, les 23. Davíðssálm sem kveðju frá söfnuði íslenska kristni- boðsins í Konsó. Fastir liðir safnaðarstarfsins í sumar eru messur alla sunnudaga klukkan 11, fyrirbænastundir á þriðjudögum klukkan 10.30 og org- eltónlist í hádeginu á fimmtudögum og laugardögum frá 12-12.30 í tengslum við Kirkjulistahátíð 1999. Kirkjulistahátíð var sett í Hall- grímskirkju sunnudaginn 6. júni og stendur hún yfir til 29. ágúst, en á hverju sunnudagskvöldi eru tónleik- ar og í forkirkjunni er myndlistar- sýning Georgs Guðna. Sumarið er tími vaxtar og þroska, þann tíma viljum við nota vel í Hall- grímskirkju og opna dyr helgidóms- ins fyrir þeim sem vilja leita hans. Ollum er velkomið að taka þátt í safnaðarstarfi Hallgrímskirkju og kirkjan er opin til bæna eða kyrrð- arstunda alla daga frá 9-18. Frekari upplýsingar um dagskrá sumarsins eða starfsfólk má finna á heimasíðu Hallgrímskirkju, en slóð- in er: http:/Avww.hallgrimskirkja.is Gleðilegt sumar. Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju. Friðrikskapella. Kyi'rðarstund í há- degi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Fella- og Hólakirkja. Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkj- unni. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkj- unni alla daga frá kl. 9-17 í síma 587 9070. Hal'narfjarðarkirkja. Æskulýðs- starf, yngri deild, kl. 20.30-22 í Há- sölum. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel- komnir. Hvammstangakirkja. TTT-starf (10-12 ára) mánudag kl. 18. Æsku- lýðsfundur á prestssetrinu mánu- dagskvöld kl. 20.30. Fríkirkjan Vegurinn. Samkoma kl. 20. Lofgjörð, prédikun og fyrirbæn. Komum saman í húsi drottins. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Hreinn Bernharðsson. Almenn samkoma kl. 20. Lofgjörðarhópur- inn syngur. Vitnisburðir frá ungu fólki sem er að koma af unglinga- móti. Ath. breyttan samkomutíma. Til leigu á Skúlagötu Nýtt verslunarhúsnæði við miðbæinn. Um er að ræða tvö aðskilin rými á jarðhæð, 260 m2 og 200 m2 sem leigjast hvort í sínu lagi. Rýmin eru laus til afhendingar nú þegar, tilbúin til innréttinga með gólfefnum að vali leigjanda. Húsnæðinu verður skilað með fullfrágenginni sameign og lóð. Frábært húsnæði fyrir þá sem vilja nýtt húsnæði í hjarta bæjarins. Leiguverð tilboð. IP Sbeigi SKIPHOLTI 50B, EIGULISTINN SÍMI511 1600.’ Guðmundur Bjöm Steinþórsson lögg. fiisteignasali Pálmi B. Almarsson lögg. fásteignasali Andrés Pétur Rúnarsson sölumaður igústaHauksdóttir ritaii h r u m i / / i h a u n e n tl a o MRRRWÍHIb Vegmúla 2 • Sími 533-3344 -Fax 533-3345 OPIÐ HÚS I DAG, SUNNUDAG. MILLl KL. 14 OG 16 Á EFTIRTÖLDUM EIGNUM: Maríubakki 8, 3. hæð t.v. Falleg 100 fm 4ra herb. íbúð með parketi, 3 svherb. í góðu fjöleigna- húsi. íbúðin er öll í toppstandi og með óviðjafnanlegu útsýni. María og Friðrik taka vel á móti ykkur. Veghús 27A 2. hæð t.v. Rúmgóð 3ja herb. 90 fm íbúð ásamt bílskúr í góðu húsi. Parket og flísar á öllu. George tekur á móti ykkur. Verð 10,2 millj. Engihjalli 25, 6. hæð (efsta) Virkilega falleg 4ra herb. 97,4 fm íbúð í góðu fjöibýli. 3 svherb., góð stofa, parket, frábært útsýni til 3ja átta. Þvottahús á hæð. Verð tilboð. Heimir og Stefanía taka á móti ykkur. .....—....... " Sunnudaginn 20. júní frá kl. að Skipholti 9 Eigum eftir örfáar nýjar glæsilegar íbúðir á besta stað í Reykjavík. / Ibúðirnar afhendast fullbúnar með fallegum innréttingum, og vönduðum heimilistækjum, án gólfefna. Lokaður inngarður. Til afhendingar nú þegar. Allt frá stúdíóíbúðum til 4ra herbergja lúxusíbúða If Byggingaraðili: HARRI ehf Suðurlandsbraut 16*3. hæð • 108 Reykjavík sími 588 8787 • fax 588 8780

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.