Morgunblaðið - 22.06.1999, Side 30

Morgunblaðið - 22.06.1999, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýtt þjóð- leikhúsráð Menntamálaráðherra hefur skipað þjóðleikhúsráð; formað- ur er Matthías Johannessen rit- stjóri, Haraldur Ólafsson pró- fessor, varaformaður, og Krist- ín Astgeirsdóttir, fyrrv. alþing- ismaður, skipuð án tilnefningar, Jóhann Sigurðarson leikari, til- nefndur af Félagi íslenskra leikara, og Þórhallur Sigurðs- son leikstjóri, tilnefndur af Fé- lagi leikstjóra á Islandi. Varamenn eru Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, Jón Karl Helgason bókmenntafræð- ingur og Hjörtur Pálsson skáld, skipuð án tilnefningar, Guð- mundur Ólafsson leikari, til- nefndur af Félagi íslenskra leikara, og Viðar Eggertsson leikstjóri, tilnefndur af Félagi leikstjóra á Islandi. Samkvæmt nýju lögum er þjóðleikhúsráð skipað fímm mönnum. Félag íslenskra leik- ara tilnefnir einn fulltrúa og Félag leikstjóra á Islandi annan en þrír eru skipaðir án tilnefn- ingar. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Ráðherra skipar formann og varaformann úr hópi ráðsmanna. Ráðið er skip- að til fjögurra ára í senn, þó þannig að starfstími þeirra full- trúa sem skipaðir eru án til- nefningar takmarkast við emb- ættistíma ráðherrans sitji hann skemur. 1 i Fréttir á Netinu /§> mbl.is ALLTAf= GITTHVAÐ A/ÝT7 Vefsýningar Gallerís Foldar GALLERÍ Fold hefur opnað vef- svæðið sitt, http://www.artgall- eryfold.com. Þar er að finna upp- lýsingar um listamenn, sýningar og uppboð sem galleríið stendur fyrir. Listamaður mánaðarins á vefsíð- um gallerísins er Haraldur Bilson. Hann er fæddur í Reykjavík 1948 en fluttist snemma til Bretlands. Hann hefur dvalist í Asíu, Ástraliu og í Evrópu við listskoðun sína og frá árinu 1969 hefur hann sýnt verk sín í fjölmörgum löndum í öll- um heimsálfum að Afríku undan- skilinni, segir í fréttatilkynningu. Haraldur sýnir 31 olíumálverk sem hann hefur unnið á þessu ári og því síðasta. Lýður Sigurðsson sýnir nú í sameiginlegu sýningarsvæði Gall- erís Foldar og Kringlunnar mál- verk, húsgögn og skálar unnar í steinsteypu. Ennfremur er sýning hans á vefnum. Sýningu Lýðs lýkur í dag, þriðjudag, í Kringlunni en verður áfram aðgengileg á vefnum. SUMARFERÐIR '99 Sunnudaginn 4. júlí nk. mun Morgunblaðið gefa út 52 síðna ferðahandbók í þægilegu og handhægu broti, smáformi. ( handbókinni er að finna áhugaverð- ar upplýsingar fyrir íslenska ferðalanga og til nánari glöggvunar verður birt stórt íslandskort þar sem vísað er á upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar á landsbyggðinni. Einnig verður fjallað um ýmsar skemmtanir og menningar- viðburði sem eiga sér stað um land allt í sumar. Meðal efnis: • Ferðir • Gisting • Siglingar • Hestaferðir • Jöklaferðir • Bátaferðir • Gönguferðir • Tjaldsvæði • Sundstaðir* Fuglaskoðun • Hvalaskoðun • Krossgátur* O.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 fimmtudaginn 24. júní Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111. AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Dreifing í rúmlega 60.000 þúsund eintökum. Áskrifendur Morgunblaðsins fá ferðahandbókina með Morgunblaðinu en auk þess verður henni dreift á helstu lausasölustaði og upplýsingamiðstöðvar um land allt þar sem hún mun liggja frammi. Gallerí Garður Morgunblaðið/Sig. Fannar. GRÉTAR Hjaltason sýnir í Gallerí Garði á Selfossi. Grétar Hjaltason í sumarskapi Selfossi. Morgunblaðið. HINN 11. júní hófst sýning Grét- ars Hjaltasonar í Gallerí Garði, Miðgarði, Selfossi. Myndirnar á sýningunni eru olíumálverk frá síðustu þremur árum. Grétar er borinn og barnfæddur Selfyss- ingur og er að mestu sjálfmennt- aður í dráttlist. Grétar hefur sýnt víða, m.a. í Borgarnesi, Hvera- gerði, ísafirði og á Selfossi. Það er stefna Gallerís Garðs að hafa sýningamar fjölbreyttar og veita sem flestum tækifæri á að sýna list sína. Sýningar leikskóla- barna vöktu athygli en sýning á verkum þeirra fór fram á dögun- um. Gallerí Garður nýtur æ meiri vinsælda og er nánast fullbókað út þetta ár. Afgreiðslutími Galler- ís Garðs er á virkum dögum frá kl. 9-18 og laugardaga kl. 10-13. Sýningu Grétars lýkur 14. júlí. Nýjar bækur • „A PIECE ofHorse Liver, Myth, Ritual and Folklore in Old Icelandic Sources," er safn rít- gerða eftir Jón Hnefil Aðalsteins- son prófessor emerítus í þjóðfræði. I bókinni eru átta fræðilegar ritgerðir, þar af hafa sjö upphaf- lega verið fluttar sem fyrirlestrar við erlenda háskóla eða á ráðstefn- um. Fyrirlestrarnir voru fluttir á síð- ustu tveimur áratugum og hafa birst áður í ýmsum vísindatímarit- um og ráðstefnuritum víðsvegar. Nú hafa þeir allir verið endurskoð- aðir og samtengdir og nýjum rann- sóknum aukið við þar sem um slíkt var að ræða. I tilefni útgáfunnar hefur einnig verið ritaður sérstak- ur inngangur auk formála. Ritgerð- imar eru á ensku, en hverri þeirra fylgir ítarlegt ágrip á íslensku. í hverri ritgerð er tekið fyrir sér- stakt rannsóknar- verkefni sem heiti þeirra gefa að nokkru leyti til kynna, en þau eru: Hræsvelgur í nýju ljósi; Bót og þing; Biti af hrosslifur og landslög staðfest; Helgispjöll í hjónarekkju; Goðsögur og helgisiðir í Glúmu og Hrafnkötlu; Jötnar og álfar í goð- sögum og þjóðsögum; Glíman við drauginn; Draugurinn sem glímdi við Guðmund. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er 187 bls., kilja, og kostar kr. 2.900. Voyager LX kerra m/bakka 02 svuntu Úrvalid er hy á okkur kr. 14 S I M I 5~5 3 3 3 6 6 G L Æ S I B Æ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.