Morgunblaðið - 11.07.1999, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Nick Wright, leikmaður Watford, um afmælisleikinn gegn KR í kvöld á Laugardalsvellinum
Enski knattspyrnu-
maðurinn Nick Wright
varð samstundis hetja í
borginni Watford er
hann skoraði glæsilegt
mark fyrir liðið gegn
Bolton á Wembley-leik-
vanginum 31. maí sl.
Björn Ingi Hrafnsson
ræddi við kappann á
dögunum á Vicarage
Road, heimavelli
Watford.
Mark Wrights á Wembley var
raunar sérlega glæsilegt -
hnitmiðað bogaskot efst upp í mark-
ið við fjærstöngina. Þetta var fyrra
mark Watford í 2:0-sigri á Bolton,
liðinu sem talið hafði verið sigur-
stranglegra svona fyrirfram. En það
segir ekki allt og skipulag, barátta
og viljinn var meiri meðal lærisveina
Grahams Taylors í Watford og öll-
um að óvörum var úrvalsdeildarsæt-
ið því þeirra.
„Eg verð að viðurkenna að það er
einstök tilfinning að skora á
Wembley," sagði Wright. „Þetta er
eitthvað sem ungir drengir láta sig
dreyma um og í mínu tilfelli held ég
að mér hafi tekist að láta þann
draum rætast og kannski rúmlega
það. Ég man gjörla eftir markinu en
sá knöttinn aldrei fara inn, vissi að-
eins að ég hitti knöttinn einstaklega
vel og að hann stefndi upp í vinkil-
inn. Síðan þyrptust félagarnir allt í
einu að mér - brjálaðir af fögnuði og
þá vissi ég það.“
Leikmenn Bolton þurftu að bíta í
það súra epli að sitja áfram í 1.
deildinni, en leikmenn Watford
héldu ævintýrinu áfram. Þeir voru
nýliðarnir í 1. deild, með þokkalegan
leikmannahóp, frábæran knatt-
spymustjóra og stjórnarformann
(Elton John) sem lét sér annt um
gamla félagið og reyndi að styrkja
það með einhverjum hætti. A ríflega
einu ári hafði þeim tekist að komast
upp um tvær deildir og það er ekki
lítill árangur í Englandi þar sem
mjög sterk lið þurfa að bíða lengi í 1.
deildinni eftir sínu tækifæri. Dæmi
um það er Ipswich, það fornfræga
lið, sem lengst af var í toppbaráttu
deildarinnar á síðustu leiktíð, gaf
svo eftir undir lokin og missti - enn
einu sinni - af sætinu í úrvalsdeild-
inni. Ekki aðeins heiðrinum sem því
fylgir, heldur og þeim geysilegu
fjármunum sem fylgja í kjölfarið.
„Nú er tímabilið að hefjast að
nýju - við hlökkum allir til,“ sagði
Wright við Morgunblaðið á miðviku-
dag eftir þriðju æfingu liðsins á
nýrri leiktíð. „Raunai- held ég að all-
ir íbúar Watford hljóti að vera yfír
sig spenntir, lið þeirra hefur aldrei
leikið í úrvalsdeildinni eftir að hún
var tekin upp og fólk er smám sam-
an að gera sér grein fyrir breyting-
unni sem verður á umfjöllun um litla
liðið þeirra. Við leikmenn munum
líka fara að finna fyrir þessu; sviðs-
ljósið á okkur verður meira og þótt
það verði aldrei eins og á leikmönn-
um stærstu liðanna verður þetta
mikil breyting fyrir okkur,“ segir
hann.
Wright segir að aukinn áhuga
megi merkja á ýmsan hátt, t.d. hafi
ársmiðar selst eins og heitar lumm-
ur og allir hlakka til fyrsta leiksins.
Það breytir því þó ekki að Watford
LEIKMENN Watford á æfingu á KR-vellinum í gærmorgun.
Eflaust
mikið fiör
um af hliðarlínunni, m.a. í úrslita-
leiknum eftirminnilega á Wembley.
„Þarna hafa helstu eiginleikar Jó-
hanns komið í ljós,“ bendir Wright
á. „Samkeppni okkai- um stöðu hef-
ur ekki komið niður á samskiptum
okkar og menn hafa tekið eftir því
að Jóhann hefur komið að máli við
mig og hvatt mig til dáða og sam-
fagnað er vel hefur gengið. Þetta
segir mjög mikið, þarna er kominn
leikmaður sem hugsar lengra fram á
veginn en flestir og ber hag liðsins
fyrir brjósti. Hann veit líka að Ta-
ylor ætlar honum stórt hlutverk í
þessu liði og bíður þess vegna þolin-
móður. Hans tími mun koma,“ segir
Wright um þennan íslenska félaga
sinn. Hann bætir því við að Jóhann
sé eiginlega sígilt dæmi um leik-
mannasmiðju Grahams Taylors.
„Hann er keyptur ungur og nánast
óþekktur fyrir lítinn pening. Síðan
tekur hann miklum framförum og
mun innan tíðar spila sig inn í liðið
og verða einn af lykilmönnum þess.
Svona ferli tekur yfirleitt tvö til þrjú
ár.“
KR-ingarnir sterkir
Wright segist hlakka til leiksins
gegn KR, enda verði þetta fyrsti
leikur Watford síðan maídaginn
góða á Wembley. „Nú kitlar alla í
tæmar að byrja aftur og kannski
hefðum við getað fengið léttara
verkefni svona í byrjun, en leik gegn
liði sem er í toppsæti deildarinnar í
sínu heimalandi og í Evrópukeppn-
inni. En það er kannski eins gott að
við förum strax að hafa fyrir hlutun-
um, ekki veitir af, því stutt er í átök-
in í úrvalsdeildinni. Leikurinn gegn
KR verður því eflaust mjög erfíður,
en við ætlum okkur þó að vinna
hann og sýna íslenskum knatt-
spyrnuáhugamönnum styrk okkar.
Það er skemmtilegt að tveir leik-
menn liðsins æfðu með okkur í vetur
[Bjarni Þorsteinsson og Sigurður
Örn Jónsson] og svo veit ég að tví-
burabróðir Arnars Gunnlaugssonar
[Bjarki] er í liðinu. Þetta verður því
eflaust mikið fjör.“
er lítill klúbbur á enskan mæli-
kvarða en þó frægur. „Það er ekki
spurning,“ samsinnir Wright. „Við
erum taldir líklegir að falla aftur
niður í 1. deildina, rétt eins og verið
hefur um önnur lið undanfarin ár.
Lið eins og Bolton og Nottingham
Forest hafa komist upp í úrvals-
deildina með glæsilegum hætti -
miklum yfirburðum - og samt fallið
aftur næsta vor. Við erum hins veg-
ar ákveðnir í að sanna tilverurétt
okkar, vitum að engar stjörnur eru í
liði okkar. Sumir segja að það sé
galli, en á móti kemur að það getur
einnig verið okkar mesti kostur. I
liði okkar vilja allir leika fyrir félag-
ið; hugsa fyrst um það og svo um
sig sjálfa. Þannig eru allir tilbúnir
að leggja á sig mikla vinnu fyrir
stjórann og liðið og meiðist einhver
eru menn tilbúnir að koma inn í
staðinn. Það er mikil samkeppni um
stöður í liðinu, en hún eyðileggur
alls ekki liðsandann og það er í
sjálfu sér merkilegt. Við erum með-
vitaðir um að titilinn verður ekki
okkar í vor, en við erum jafnframt
staðráðnir í að falla ekki og ætlum
okkur raunar ekki að vera í fallbar-
áttu.“
Spenntur fyrir
íslandsferðinni
Wright segist spenntur fyrir ís-
landsferðinni, enda hafi Jóhann B.
Guðmundsson, leikmaður liðsins,
sagt sér frá landi og þjóð. „Ferðin
verður eflaust mjög skemmtileg,
enda leggur stjórinn [Graham Ta-
ylor] mikið upp úr ferðum á undir-
búninstímabilinu svo leikmenn
kynnist og nái að þjappa sér saman.
Við höfum áður farið slíkar ferðir,
t.d. til ísraels og Japans. Nú förum
við til íslands, en einnig írlands og
eyjarinnar Manar. Á íslandi hittum
við Jóhann fyrir og það verður mjög
gaman,“ segir hann.
Jóhann er geysilega góður dreng-
ur, að mati félaga síns Wrights.
„Þetta segi ég ekki um alla, en í til-
felli Jóhanns á þetta svo sannarlega
við. Hann er frábær knattspyrnu-
Morgunblaðið/Jim Smart
JÓHANN B. Guðmundsson og Nick Wright.
maður, geysilegt efni og er bæði
leikinn með knöttinn og getur leikið
á menn. Stjórinn hefur ekki leynt
því að Jóhann er einn af framtíðar-
mönnum liðsins og raunar fékk hann
tækifærið í nokkrum leikjum á síð-
ustu leiktíð. Hann nýtti tækifærið
sérstaklega vel í fyrsta leik; skoraði
þá tvö mörk gegn Port Vale. Það er
varla hægt að óska sér betri byrjun-
ar.“
Þeir Jóhann og Wright hafa að
nokkru leyti átt í samkeppni um
stöður í liðinu og er Jóhann fékk
tækifæri þurfti Wright stundum að
bíða fyrir utan. Á seinni hluta tíma-
bilsins breyttist það og Jóhann
þurfti að fylgjast með félögum sín-
Elton John gekkst undir skurðaðgerð
ELTON John, popptónlistarmað-
urinn frægi og stjórnarformaður
Watford, hefur gengist undir
skurðaðgerð þar sem gangráði
var komið fyrir. Hann segist þjást
af minniháttar hj artsl áttartru 11 -
unum. Ennfremur segist hann
miður sín yfir að hafa þurft að af-
lýsa tónleikahaldi vegna þessarar
aðgerðar.
Elton John, sem er 52 ára, var út-
skrifaður af Wellington sjúkra-
húsinu í London í gær. „Þetta
breytir engu nema því að ég mun
fá sérstaka meðhöndlun á flug-
völlum“, sagði Elton við blaða- og
fréttamenn. „Þetta varð mér
hálfgert áfall“, sagði hann enn-
fremur áður en hann yfírgaf
sjúkrahúsið í glæsivagninum súi-
um. „En aðgerðin var einföld og
það eina sem mig tekur sárt er að
hafa þurft að aflýsa tónleikum."
Elton segir aðdáendur sína
hafa sýnt sér mikinn stuðning og
hann lofar því að allir þeir tón-
leikar sem hann þurfti að aflýsa
verði haldnir síðar. Sögusagnir
voru á kreiki um hugsanlega fs-
landsferð söngvarans vegna
komu Watford, en umrædd veik-
indi komu alveg í veg fyrir það
og raunar gat hann heldur ekki
verið viðstaddur hinn árlega
kynningarfund liðs síns í Watford
á miðvikudag.
Forsala
FORSALA á leik KR og Wat-
ford fer fram í KR-heimilinu og
Shell-stöðvunum við Birkimel
og Suðurströnd. Miðaverð er
1000 kr., 300 kr. fyrir börn 12-
16 ára og frítt fyrir böm yngri
en 12 ára.