Morgunblaðið - 11.07.1999, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 17
Sumartónleikar Listasafns
Sigurjóns Olafssonar
Með spænskt
blóð í æðum
_ Morgunblaðið/Jim Smart
GUÐRIÐUR St. Sigurðardóttir píanóleikari
og Guðrún Jóhanna Jónsdóttir sópransöng-
kona halda tónleika í Stykkishólmskirkju í
dag og í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á
þriðjudagskvöld.
Á FYRSTU tónleikun-
um í hinni árlegu röð
Sumartónleika Lista-
safns Sigurjóns Ólafs-
sonar nk. þriðjudags-
kvöld flytja þær Guð-
rún Jóhanna Jónsdótt-
ir sópransöngkona og
Guðríður St. Sigurðar-
dóttir píanóleikari
sönglög eftir bresk og
spænsk tónskáld. Þær
stöllur halda einnig
tónleika í dag í röðinni
Sumartónleikar í
Stykkishólmskirkju,
þar sem þær flytja ís-
lensk og spænsk verk.
Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem Guðrún
spreytir sig á spænskri
tónlist. Hvaðan skyldi
sá áhugi koma? „Það er
eitthvað við rytmann
og flæðið í músíkinni
sem mér fínnst
skemmtilegt," segir
hún. „Hún hefur mikla
hreyfiþörf, hún Guð-
rún,“ segir píanóleikar-
inn, Guðríður St. Sig-
urðardóttir, og Guðrún
neitar því ekki. „Það
hefur reyndar oft verið
sagt um okkur Islend-
inga að við höfum
spænskt blóð í æðum.
Eg veit ekki hvað þetta er, en hjá
mér byrjaði það strax í mennta-
skóla þegar ég ákvað að taka
spænsku frekar en frönsku," segir
Guðrún. Það hefur æxlast þannig
að hún hefur gjarnan unnið með
fólki í tengslum við Spán. Leik-
stjóri sem hún hefur unnið með í
London á hús á Spáni og þýsk
söngkona sem hún syngur mikið
með hefur verið í spænskunámi.
„Við fórum saman á tónlistarhátíð
suður við Miðjarðarhaf í fyrra og
þar kviknaði ennþá meiri áhugi.
Nú förum við þangað aftur í ágúst
og verðum í þrjár vikur,“ segir
hún.
Spænskur og íslenskur
tilfinningahiti
Samstarf þein-a Guðrúnar og
Guðríðar á sér alllangan aðdrag-
anda, því Guðrún lærði á píanó hjá
þeirri síðarnefndu um margra ára
skeið. „Hún var fyrsti píanónem-
andinn minn eftir að ég kom heim
frá framhaldsnámi," segir Guðríð-
ur. „Þannig að hún lagði eiginlega
grunninn að minni tónlistarmennt-
un,“ segir Guðrún. „Og ég losna
ekkert við hana,“ segir kennarinn
hennar og undirleikarinn og hlær
dátt. „Við höfum alltaf haldið sam-
bandi. Svo eru nokkur ár síðan við
fórum að velta því fyrir okkur að
spila og syngja saman,“ segir Guð-
rún. Nú hafa þær tekið upp þráð-
inn og að beggja sögn hefur sam-
starfíð gengið eins og í sögu allt frá
íyrsta degi.
Eins og áður sagði koma þær
Guðrún og Guðríður að þessu sinni
fram á tvennum tónleikum, í
Stykkishólmskirkju í dag, sunnu-
dag, kl. 17 og í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar á þriðjudagskvöld kl.
20.30. í Stykkishólmi flytja þær ís-
lensk og spænsk verk, en Guðrún
segir fara einkar vel á að blanda
þeim saman, þar sem þau séu um
margt lík, og nefnir í því sambandi
ákveðinn tilfinningahita. Spænsku
lögin eru eftir tónskáldin Manuel
de Falla, Jesus Guridi, Xavier
Montsalvatge og Joaquin Turina,
og þau íslensku eftir Pál Isólfsson,
Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einars-
son og Jón Þórarinsson. „Eg valdi
þekkta höfunda og lög sem fólk
hefur gaman af. Markmiðið er að
áheyrandinn fái að njóta skemmti-
legrar og fallegrar tónlistar,“ segir
Guðrún.
Á tónleikunum í Sigurjónssafni
á þriðjudag er spænski hluti efnis-
skrárinnar sá sami og í Stykkis-
hólmi en í stað íslensku laganna
verða verk eftir ensk tónskáld, þá
Roger Quilter, Ceeil Armstrong
Gibbs og Frank Bridge. „Mér
fannst tilvalið að syngja enska
tónlist hér heima. Eftir fimm ára
dvöl í Englandi hef ég heillast af
breskum sönglögum. Textinn og
tónlistin draga fram ljóslifandi
myndir af bresku umhverfi," segir
Guðrún.
„Klassísk tónlist er ekki bara
stíf og formföst"
Guðrún hefur verið við nám og
störf í London nokkur undanfarin
ár, frá 1997 við The Mayer-Lis-
mann Opera Center, þar sem hún
hefur m.a. sungið aðalhlutverkið í
óperunni The Turn of the Screw
eftir Benjamin Britten. Hún hefur
komið fram á tónleikum víða í
Englandi og söng m.a. Vier letzte
Lieder eftir Richard Strauss í St.
John’s Smith Square. Næsta stóra
verkefni Guðrúnar, ásamt tveimur
stöllum hennar, þýskri söngkonu
og breskum píanóleikara, er sýning
er kallast Diva Delight. Þær flétta
saman söngleikja- og óperutónlist,
með búningum, dansi og leikrænni
tjáningu. „Við viljum sýna fólki að
klassísk tónlist er ekki bara stíf og
formföst,“ segir hún. Diva Delight
verður sett upp á Spáni og víða um
Bretland á hausti komanda. „Og
hver veit nema við komum líka
heim tfl íslands einhvem tíma,“
segir Guðrún. Hún segir þær hafa
verið mjög heppnar með bæði leik-
stjóra og umboðsmann, sem hafi
unnið gott starf í því að koma þeim
á framfæri. Umboðsmaðurinn heit-
ir Valerie Leon en hún hefur m.a.
unnið sér það til frægðar að vera
íyrrverandi Bond-stúlka.
WBRlSCC
- ííí.jj'f'J
V';
/ ir rrtlir sameiiui betur imllustu og gwöi en
kjötsúpu úrfersku vítamínríkú grteiimetí og
Ijújfangu lambakjöti. Sú/>an er mutreidd árt áþarf
jltu ag í he.nrti varöveitasl all jxiu nteringar vg
bragöefni srm síust úr muttiuni við suðu.
Víkurskáli
Vík í Mýrdal
Fossnesti
Selfossi
Kringlukráin
Reykjavík
Skaftárskáli
Kirkjubœjarklaustri
Shellstöðin
Brúartorgi
Borgarnesi
Hyrnan
Borgarnesi
Mótel Venus
Borgaifirði
Hótel Skaftafell
Freysnesi
Veitingaskálinn
Víðigerði
Hvammstanga
Lindin
Akureyri
Hótel Eldborg
Laugagerðisskóla
Borgarfiröi
Ferðaþjónustan
Lýsuhóli
Snœfellsnesi
Áskaffi
í Byggöasafni Skagfiröinga
Glaumbœ
Veitingasalan
Fjarðarborg
Borgarfiröi eystri
Shellstöðin
Húsavík
Ferðaþjónustan
Jökulsárlóni
Gamli Baukur Veitingaskálinn Brú
Húsavík Hrútafiröi
F erðaþj ónustan
Sveinbjarnargeröi
Veitingahúsið Ósinn Kaffi Krókur
Höfn í Hornafiröi Sauöárkróki
Hreðavatnsskáli
Borgarfiröi
ÍSLENSKIR
SAUÐFJÁRBÆNDUR