Morgunblaðið - 11.07.1999, Side 26

Morgunblaðið - 11.07.1999, Side 26
26 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI í UMS VIFAMIKL UM REKSTRI VEDSKIPn AIVINNULÍF Á SUIMNUDEGI ►Birgir S. Bjarnason er fæddur í Bandaríkjunum árið 1962, sonur hjónanna Bjarna V. Magnússonar og Stefaníu Þóru Árnadóttur. Hann kom til íslands ásamt foreldrum sínum ell- efu mánaða gamall og er alinn upp í Reykjavík. Hann lauk við- skiptafræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1986 og fór þá í nám til Bandaríkjanna og tók MBA-próf frá Boston University 1988. Hann starfaði í eitt ár hjá Álafossi og var eitt ár sölumaður hjá íslensku umboðssölunni, en tók síðan við framkvæmdastjóra- stöðu hjá Loðskinni hf. á Sauðárkróki 1991. Þar starfaði hann þar til í fyrra er hann kom aftur til starfa hjá Islensku umboðs- sölunni og nú sem framkvæmdastjóri. Sambýliskona Birgis er Kristín Porter nuddari. Þau eiga tvö börn. BIRGIR S. Bjarnason. eftir Guðrúnu Guðlougsdóttur ISLENSKA umboðssalan er umsvifamikið fyrirtæki í ís- lensku viðskiptalífí og hafa umsvif þess farið sívaxandi frá því það var stofnað 1970. Stofnandi þess er Bjami V. Magn- ússon sem er stjómarformaður fyr- irtækisins í dag og starfar enn sem söiustjóri á saltfiskafurðum hjá fyr- irtækinu. Sonur hans, Birgir Sveinn, tók við stjóm fyrirtækisins sem ffamkvæmdastjóri í fyrra. „Þetta er fjölskyldufyrirtæki," sagði hann í upphafí samtals við blaðamann Morgunblaðsins. „Það var stofnað til þess að vinna að út- fiutningi á fiskafurðum, til mótvæg- is við stóm sölusamtökin sem em Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna, Sjávarafurðadeild SÍS og SÍF. Þetta var mjög lokaður markaður á þeim tíma þar sem fáir aðilar fengu almennt leyfi til útflutnings á þess- um afurðum." - Hver eru ykkar helstu við- skiptalönd? „Við seljum vörur út um allan heim, Spánn og Portúgal em okkar helstu viðskiptalönd fyrir saltfiskaf- urðir, Bandaríkin og Bretland fyrir frosnar afurðir. Þetta em helstu markaðimir en til viðbótar er tölu- vert flutt af afurðum til Asíu og einnig Nígeríu. Fyrirtækið var á sínum tíma þekktast fyrir að flytja út skreið til Nígeríu. Sá markaður hefur hins vegar minnkað mikið og þangað em nær eingöngu fluttir út þurrkaðir þorskhausar í dag.“ Markaður opnari en áður var „í upphafi var baráttan aðallega við stóra sölusamtökin og að fá op- inberar heimildir til útflutnings á fiskafurðum, nú til dags er þessi markaður mun opnari þar sem einkaleyfi til útflutnings hafa að mestu verið felld niður og margir smærri aðilar bæst í hópinn. Starfs- umhverfið hefur því mikið breyst þar sem allt er opnara en áður og viðskipti velta á því hver getur boð- ið fiskframleiðendum bestu og hag- stæðustu verðin og greiðslur á hverjum tíma. - Hvernig gengur að fá vörur til sölu? „íslenska umboðssalan hefur á þrjátíu ára tímabili byggt upp viða- mikinn viðskiptamannahóp erlend- is. Þetta gerir okkur kleift að bjóða fiskframleiðendum gott verð og kjör enda hefur verið nokkuð stöðug aukning á útflutningi fyrir- tækisins allt þetta þrjátíu ára tíma- bil, einkum á þetta við um síðustu ár.“ Fimm systkini að störfum saman „Við vinnum þama saman við fyr- irtækið fimm systkinin auk föður okkar þannig að ekki er ofmælt að þama sé um fjölskyldufyrirtæki að ræða. Uppbygging fyrixtækisins í gegnum tíðina hefur skapað systkinunum aðstöðu til þess að skipta með sér verkum innan rekst- ursins. Auk Islensku umboðssöl- unnar tengjast fyrirtækin Vélar og þjónusta og Sportbúð Titan heildar- rekstrinum í gegnum eignarhald. Systir mín, Guðrún Inga Bjama- dóttir, rekur Sportbúð Titan sem er alhliða sportvömverslun á Seljavegi 2 og hefur verið mest áberandi fyrir sölu á fellihýsum og tjaldvögnum að undanfömu. Elsti bróðirinn, Ami Þór Bjamason, starfar ásamt föður okkar sem sölustjóri á fiskafurðum hjá íslensku umboðssölunni. Gunn- ar Viðar Bjarnason er fram- kvæmdastjóri hjá Vélum og þjón- ustu, sem fást við innflutning og sölu á vélum og tækjum, einkum fyrir landbúnaðar- og verktakageir- ann. Stefán Bragi Bjamason sér um fjármálastjóm allra fyrirtækjanna. Sjálfur er ég eins og fyrr kom fram nýlega tekinn við framkvæmda- stjóm íslensku umboðssölunnar. Auk fjölskyldunnar starfa að jafnaði um áttatíu manns við ofangreind fyrirtæki þrjú. Rekstri þessara fyr- irtækja er haldið aðgreindum og hvert þeirra rekið sem sérstök ein- ing.“ Aukastj ómarfundur á íjölskyldumótum -Veldur það aldrei eríiðleikum í einkalífí fjölskyldunnnr að hafa svona náin starfs- og fjármálaleg tengsl? „Það veldur í sjálfu sér engum erfiðleikum en maður spyr sjálfan sig að því stundum hvað þetta „einkalíf' fjölskyldunnar sé? Að minnsta kosti hvað okkur varðar snýst það um viðskipti. Þegar fjöl- skyldan hittist má ef til vill segja að um aukastjómarfund sé að ræða og þau málefni sem efst era á baugi á hverjum tíma séu rædd. Auðvitað reynum við samt að halda þessum hlutum í skefjum utan vinnunnar, og tekist hefur í gegnum allan þennan tíma og mikla vinnu að halda góðu sambandi - og friðinn, sem er mikilvægast. Við segjum í: Útsalan hefst á morgun • Útsala

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.