Morgunblaðið - 11.07.1999, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.07.1999, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 3ií JAKOB HALLGRÍMSSON + Jakob Hall- grímsson fædd- ist í Reykjavík 10. janúar 1943. Hann lést í Reykjavík 8. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 18. júní. Er við hjónin vorum nýkomin í sumarleyfi á Mallorca barst okkur fregnin: „Hann Jakob okkar er dáinn.“ í svip- inn verður allt kalt og það er eins og tíminn standi kyrr. Síðan fara innri augu okkar að sjá ýmsar myndir samferðamannsins. Það var íyrir mörgum árum, að Jakob kom til mín á Akranes, en þá var vaknaður áhugi hans á að nema organleik, jafnframt því að vera fiðlukennari við Tónlistarskólann. Mér er hann minnisstæður sem einn hinn allra nákvæmasti nem- andi sem ég hef haft um dagana. Eftir vetunnn skildu leiðir og hann fluttist til Isafjarðai’ og þá sérstak- lega til að geta notið handleiðslu hins mikilhæfa kennara Ragnars H. Ragnars á Isafirði. Eg átti eftir að komast að raun um að orgelnámið hjá Jakobi var ekki einhver bóla, heldur var þar al- vara á bak við, sem lauk með 8. stigi í orgelleik. Frá ísafjarðardvöl sinni hafði Jakob margt að segja bæði af skólahaldi og kennsluháttum. Ragn- ar H. var þekktur fyrir að smita nemendur sína af krafti, dugnaði og áhuga. Hrós frá hans hendi var mikil upphefð. Einum af nemendum Ragnars hafði gengið erfiðlega á vikulegum tónfundi og var hann yfirheyrður af kennara sínum með svofelldum orð- um: „Hvað æfir þú þig lengi á dag?“ „Ég, ég héma, sko, æfi mig tvo klukkutíma á dag,“ svaraði hinn skelkaði nemandi. „Það er ekki satt,“ mótmælti þá kennarinn, „og farðu heim og æfðu þig og spilaðu svo sóma- samlega næst.“ Jörðin snerist sem fyrr, og aftur var kominn sunnudagur. Drengur- inn spilaði nú lýtalaust og af öryggi og festu - „eins og engill", eins og Jakob sagði, og þegar drengurinn hafði upp- skorið lófaklapp, hneigt sig í spari- fötunum, því þannig urðu allir að vera klæddir á tónfundum, var hann gripinn á leið í sæti sitt, og fékk nú ræðu sem nú var í öðrum dúr. Sú ræða byrjaði á orðunum: „Þú átt alla mína aðdáun og virðingu ..." og nú sveif nemandinn í sætið. Slíkar sögur sagði Jakob mér oft af hinum frábæra kennurum er hann hafði haft kynni af um dagana. Lífs- reynsla hans var mikil á því sviði, enda hafði hann notið kennslu í Moskvu í hinni frægu Tónlistaraka- demíu þar. Ég held að það séu ekki margir sem hafa notið þess að hlýða á jafn marga fágæta snillinga og Jakob í Moskvudvöl sinni. Það voru þeir Richter, Gilels, Rostropovitch, Kogan og Oistrakh, svo að nokkrir séu nefndir, en þetta voru, eins og allir vita, frábærir hljóðfæraleikar- ar, sem opnuðu mönnum undursam- lega heima hver á sinn sérstæða hátt. Þegar Jakob er farinn, spyr mað- ur sig, hvers vegna fræddist maður ekki meira og lét hann segja sér betur og meira frá námi sínu og reynslu? Og maður finnur hvað mínúturnar hefðu getað orðið dýr- mætar - sem ekki voru nýttar. Þekkingu sína og reynslu bar hann nemendum sínum, sem hann sinnti af alúð í Tónskóla þjóðkirkj- unnar og víðar. Þegar hlé varð á kennslunni greip hann oft í orgelið og notaði tímann. Undraðist ég hvemig hljóðfærið gat hljómað í höndum hans, en það var stríðsframleiðsla frá 1943. Svo var kannske farið út í bakarí og keypt kaka og sest yfir kaffibolla og jafn- vel kveikt í vindli, ef vissir kennarar voru hvergi nálægh’. Þannig var allt þægilegt og heimilislegt í kringum Jakob. Mjög gott var að leita til Jakobs með marga hluti og nýttist vel hljómfræðikunnátta hans ef á þurfti að halda. Dag nokkurn bar fyrir augu mín lítið lag, en það var: 0, undur lífs, er á um skeið að auðnast þeim, sem dauðans beið. Þetta lag er eitt af þeim frækom- um, sem Jakob lét eftir sig. Ég verð að viðurkenna að það opnaðist mér ekki við fyrstu heyrn, en hefur orðið mér æ kærara er stundir hafa liðið. Sálmurinn og lagið eru sem tvær dýrmætar perlur sem lýsa skært í þeim sviptingum sem oft geta orðið í lífinu. Þorsteinn Valdimarsson kemst þannig að orði í sálminum: Ég svara, Drottinn, þokk sé þér! Af þínu Ijósi skugginn er... Þetta verða þau að reyna eigin- konan og bömin hans ungu, sem í einni svipan hafa misst skilningsrík- an félaga og vin, sem svo ríkur var af öllu - nema veraldarauði. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) I þeirri vissu er kær vinur, kenn- ari og listamaður kvaddur. Haukur Guðlaugsson. ARIGUÐBRANDUR ÍSBERG + Ari Guðbrandur fsberg fæddist 16. september 1925 á Möðrufelli í Hrafna- gilshreppi, Eyjafirði. Hann lést 27. júní síðastliðinn. Utför hans fór fram 5. júlí. Skjótt hefh’ sól bragðið sumri. Jóns- messan var tæpast lið- in með bjartri nóttu og sólríkum dögum þegar Stefán Sörensson fyrr- verandi háskólaritari flutti þá harmafregn að Ari ísberg hefði fengið slag og óvíst hversu fara mundi. Hinn 27. júní barst svo hel- fregnin. Veikindin og andlátið kom því óvænna því að fáum kvöldum áð- ur ræddum við saman símleiðis. Ari var þá glaður og reifur og við rædd- um nokkra stund um daginn og veg- inn áður en við tókum á okkur náðir. Á komandi hausti er liðin hálf öld og fimm vetrum betur frá því fund- um okkar bar fyrst saman í fjórða bekk máladeildar í MA haustið 1944. Við vorum lengst af sessu- nautar þrjá vetur, þar til við braut- skráðumst vorið 1947. Leiðir okkar lágu saman á ný um haustið því að við urðum herbergisfélagar á Gamla-Garði fyrsta veturinn og fram yftr jól þann næsta. Enda þótt við stunduðum ekki sömu lærdóms- grein héldum við norðanmenn og sambekkingar hópinn og stundum saman var unað við gamanmál og aðra skemmtan, en leiðigjörnum námsbókum ýtt til hliðar. Margs er að minnast frá þessum löngu liðnu dögum og „endurminningin merlar æ í mánasilfri það sem var“. Þessi orð ber ekki að skilja svo að við hefðum vanrækt námið, enda vor- um við Ari samferða í ársbyrjun 1953 að þreyta lokaprófin hvor í sinni grein. Leiðir okkar skildu þegar hinum æsku- glöðu stúdentsárum lauk. Það var ekki fyrr en undir lok áratugar- ins að þær lágu saman að nýju hér í Reykja- vík. Állt hafði þá annan róm en áður og hið áhyggjulausa stúd- entalíf heyrði sögunni til. Ari hafði þá bætt ráð sitt og gengið að eiga Halldóru Pálsdóttur Kolka 7. maí 1955 og hálfu öðru ári áður varð hann lögfræðingur við Iðnað- arbanka íslands. Vinátta okkar og samneyti hélst óbreytt alla tíð, enda var Ari mikill vinur vina sinna og tryggðatröll. Okkur kom alla tíð einkar vel saman og alltaf var leitað til hans ef einhvern vanda bar að höndum. Foreldrar Ara voru Áraína Hólm- fríður Jónsdóttir og Guðbrandur Is- berg sýslumaður í Húnavatnssýslu. Ai-i var fjórða bara þeirra, en alls voru þau níu. Það hafa verið daprir dagar á heimili sýslumanns þegar Árnína lést frá barnahópnum þegar yngsta baraið, Arngrímur, vai’ ein- ungis fjögurra vetra. Ari ísberg var einkar dagfar- sprúður, en dulur í skapi og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Eg man varla til að hann nefndi móður sína á nafn. Samt hafði eg á tilfinningunni að móðurmissirinn hefði verið hon- um næsta þungbær. Eg vildi heldur ekki brydda upp á því umræðuefni að fyrra bragði þó að margt væri rætt á þeim dögum þegar við fylgd- umst næstum daglega að. Ari var mikill hamingjumaður í einkalífi. Þau Halldóra eignuðust þrjá syni og barnabömin fluttu með sér Ijós og líf í heimilið í Tómasar- haga 11 þegar kveldaði dögunum. Dóra og hann vora glaðvær og gestrisin heim að sækja. Þær mörgu ánægjustundir sem við vinir þeirra áttum þar er ljúft að muna og skylt að þakka við leiðarlok. Fyi-ir hönd samstúdenta frá MA vorið 1947 leyfi eg mér að þakka fyrir samfylgdina og áratuga vin- áttu og votta eiginkonu, börnum og ættmennum öllum einlæga samúð. Aðalgeir Kristjánsson. t Alúðarþakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, móður og ömmu, HELGU A. CLAESSEN, Grandavegi 47, Reykjavík. Friðrik P. Dungal, Helga K. Bjarnason, Leifur Björn Dagfinnsson, Hlín Bjarnadóttir. JÓN KRISTJÁNSSON + Jón Kristjánsson fæddist í Vest- mannaeyjum 26. febrúar 1929. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli í Reykjavik 18. júní síðastliðinn og útför hans fór fram frá Fossvogskirkju 25. júní. Heiðursmaður hefur kvatt. Það duldist eng- um sem Jóni kynntist hve vönduð og heil- steypt manneskja hann var. Þar fór óvenju mikið ljúfmenni sem snerti streng í hjarta samferðafólks síns og var ég þar engin undantekning. Ég kynntist Jóni og hans miklu manngæsku í gegnum 7 ára sam- búð með yngsta syni hans Krist- jáni. Fljótt varð mér ljóst að hval- reki minn birtist ekki eingöngu í vönduðum syni hans heldur ekki síður í þeim tengdaforeldum sem mér hlotnaðist að kynnast og njóta ógleymanlegra stunda með. Jón var skemmtilegur og mannblend- inn maður sem lét félagsmál sig miklu varða og starfaði í þágu ann- arra af miklum dugnaði. Það voru ófáar stundirnar þar sem kímni Jóns fékk notið sin og var hann oft agalegur brandarakall sem fékk fjölskyldu sína til að kút- veltast í sófanum. Barnabörn Nonna fóru ekki varhluta af þeim grallara sem vaknaði í hjarta hans þegar þau bar að garði. Það er ógerlegt að minnast Nonna án þess að sjá hann fyrir sér í „moldvörpubún- ingi“ sínum að bar- dúsa í garðinum uppi í sumarbústað og allir litlu „gimsteinarnir" hans í kringum hann að „vinna með afa“, þá var Nonni ánægðast-, ur. Hamingjusamur kom hann í snjáðu flauelsbuxunum sínum, forugur upp fyrir haus að fá kaffisopa og gleðin skein úr hverjum andlits- drætti. Svo var hann rokinn aftur og barnaskarinn fylgdi honum fast á hæla, það var svo margt að gera í garðinum. Og þannig tel ég Jón hafa litið lífið sjálft. Jón ræktaði ekki bara garðinn sinn í sumarbústaðnum, heldur lagði alúð við að rækta þau blóm sem spretta upp af vináttunni. Við ylinn af minningunni um einstakt ljúfmenni rækta ég nú það blóm sem spratt í þvi spori sem Jón skildi eftir í hjarta mínu. Takk fyrir allt og allt. Hvíldu í friði, elskulegi vinur. Elsku Inga, Kalli, Þóra og Krist- ján, tengdabörn og bamaböm. Minning um heiðursmann lifir í hjörtum okkar allra. Rebekka Rán. ÁGÚSTA SIF HÓLMS TEINSDÓTTIR + Ágústa Sif Hólmsteinsdótt- ir fæddist á fæðingardeild Landspítalans 11. mars 1999. Hún lést 3. júlí siðastliðinn. Útför hennar fór fram 8. júlí. Það er kveðjan: kom til mín! Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum hólpin sál með ljóssins öndum. (Bjöm Halid.) Okkur langar í örfáum orðum að kveðja þig, elsku litla Ágústa Sif. Þó svo að við hefðum ekki fengið tækifæri til að kynnast þér eins mikið og við hefðum viljað, þótti okkur mjög vænt um þig og erum þakklát fyrir þau fáu skipti sem við hittumst. Hvað þú varst yndisleg og falleg lítil stelpa munum við aldrei gleyma þó þú sért farin frá okkur. Guð hefur haft einhverja ástæðu til að taka þig svona snemma og við vitum að hún er góð, og þér líður vel. Vertu sæl elsku Ágústa Sif og megi Guð gæta þín og vernda. Hví var þessi beður búinn barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Elsku Hólmsteinn, Elín og Ei- ríkur Jón, megi Guð hjálpa ykkur í gegnum sorgina með gæsku sinni og styrk. Samúðarkveðjur, Haukur, Rakel Dögg og Helga Lind. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.r Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Halldóra Kolka ísberg, Baldur Ingi fsberg, Páll Kolka fsberg, Ásta Bárðardóttir, Guðbrandur Árni fsberg, Bjarni V. Sigurðsson og barnabörn. Lokað veröur mánudaginn 12. júlí frá kl. 8.20—13.00 vegna jarðarfarar EYJÓLFS SVERRISSONAR. Þjóðhagsstofnun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.