Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Dýraglens
Grettir
YE5, MÁAM..IT U)A5 A 60OP 5TORT..THAMK YOU FORRÉADIN6ITTOU5..
(ijH; f§ \s/ ;:;:ii:^iÆr £ *4 T 5-ZS \
U)AKE UP,RERUM..THÉ
5T0RY'S 0\/ER.,Y0U MI55ED
THE 600D PART5..
Já, kennari..þetta var góð saga..
þakka þér fyrir að lesa hana
fyrir okkur..
*
Vaknaðu, Rabbi..
sagan er búin..
þú misstir af góða kaflanum..
Voru góðir kaflar í henni?
KÓRINN fyrir utan dómkirkjuna í Flórens eftir messusöng
Sungið, ferðast
og glaðst
-Italía sótt heim
Frá Gerði Bjamadóttur:
DAGANA 6.-16. júní var Kór Graf-
arvogskirkju á tónleikaferð um ítal-
íu. Ferð sem þessi verður að vera
hæfileg blanda af skemmtan og al-
vöru. Takist vel til hvetur það til
dáða, eflir samheldni og styrkir
starfið í kjölfarið. Óhætt er að segja
að í þessari ferð hafi þetta tekist
framar öllum vonum. Söngur, saga,
vín og matur, náttúrufegurð og
byggingarlist tvinnuðust einstak-
lega vel saman í ferðinni um norð-
anverða Ítalíu, frá Riva við Garda-
vatnið í norðri til Písa í suðri.
Handsnúið orgel
Kórinn hélt þrenna tónleika í
ferðinni. Fyrstu tónleikarnir voru í
Kirkju heilagrar Maríu á hæðinni,
sem er í fjallaþorpinu Bassano del
Grappa við rætur Dolomítaalpana í
norðaustanverðri Italíu á bökkum
árinnar Brenta. Þaðan er einmitt
hinn frægi drykkur Itala, grappa,
upprunninn. Ekki var látið undir
höfuð leggjast að reyna hann og
sýndist mönnum sitthvað um ágæti
hans. Aður en kirkjukórinn hóf dag-
skrá sína söng karlakór staðarins
Edelweiss þrjú ljúf og falleg lög.
Orgel kirkjunnar vakti sérstaka at-
hygli, rúmlega tvö hundruð ára og
handsnúið. Var þá gott að hafa í för
fíleflda maka til þess að annast
snúninginn. Tónleikamir tókust vel
þrátt fyrir hita og nokkra ferða-
þreytu kórsins.
Sungið í virkinu
Næst var sungið í Riva sem er við
norðurenda Gardavatns. Þar er
ólýsanleg náttúrufegurð, fjallarisar
gnæfa yfir bænum. Fm-ðu vakti
kapella í snarbröttum klettóttum
hlíðum og virtist varla fært neinum
þangað nema fuglinum íljúgandi. Á
vatninu léku seglbrettakappar listir
sínar en aðrir flatmöguðu á strönd-
inni og létu sólina sleikja sig. Ekki
er að undra að Riva er vinsæll
ferðamannastaður. Hér var sungið
að kvöldlagi undir berum himni í
garði virkisins Rocca við góðar und-
irtektir. Svo skemmtilega vildi til að
Bamakór Stafholtstungna með
stjórnanda sinn í broddi fylkingar,
Hilmar Agnarsson, var þarna á ferð
og varð það úr að hann tæki þátt í
tónleikunum. Bamakórinn söng
þrjú lög einstaklega fallega.
Ánægjuleg heimsókn
Það bar til tíðinda á ferð kórsins
frá Riva til Flórens að Sigurjóna
Sverrisdóttir, sem er búsett við
syðrihluta Gardavatnsins, bauð
kórnum til sín. Þar var gerður
stuttur stans og þegnar höfðingleg-
ar veitingar í fallegum garði við hús
Sigurjónu. Þar var leikið á als oddi
og sagði Sigurjóna margar
skemmtilegar sögur úr daglega líf-
inu á Italíu, m.a. af ólíkum viðhorf-
um kynjanna hvors til annars á Ital-
íu og Islandi. Heimsóknin til Sigur-
jónu var skemmtileg enda er hún
höfðingi heim að sækja. Þess má
geta að Sigurjóna er eiginkona Kri-
stjáns Jóhannssonar söngvara.
Fyrstur í Flórens
Hápunktur ferðarinnar var án
nokkurs vafa söngur kórsins við
kaþólska messu í dómkirkjunni í
Flórens. Þetta var í fyrsta skipti
sem lúterskum kirkjukór er boðið
að syngja í þessari frægu kirlq'u.
Við skildum ekki nema brot af því
sem presturinn sagði í predikun
sinni en þó nóg til þess að heyra að
hann bauð Kór Grafarvogskirkju
velkominn og sagði að prestar dóm-
kirkjunnar, sem era milli 30 og 40,
hefðu samþykkt að taka á móti okk-
ur. Hann sagði að Guð væri einn og
þá skipti ekki máli hvaða trúardeild
menn tilheyrðu. Dómkirkjan í
Flórens er sú fjórða stærsta í Evr-
ópu og tekur víst tuttuguþúsund
manns í sæti. Messan var í einni af
kapellum kirkjunnar og þar var
hvert sæti skipað. Það er stórkost-
legt að syngja þar sem hljómar
svona vel, tónninn lifir og endur-
kastast í margar sekúndur. Það var
líka gaman að syngja við kaþólska
messu sem er að ýmsu leyti frá-
bragðin því sem tíðkast í lúterskum
sið. Ekki var vart við annað en að
kirkjugestir kynnu vel að meta söng
gestanna frá Islandi.
Flúr og mold
Auk kórsins sjálfs vora með í för
makar, sóknarpresturinn, séra Vig-
fús Þór Amason, stjórnandi kórs-
ins, Hörður Bragason, undirleikar-
inn Hrönn Helgadóttir og einsöngv-
arinn Valdimar Haukur Hilmars-
son, en söngur hans var skemmtileg
viðbót við kórsönginn og vakti ávallt
hrifningu viðstaddra. Ítalía er ótrú-
lega sjarmerandi land. Menningar-
verðmæti og saga á hverju homi.
Það er ótrúlegt til þess að hugsa að
þegar ítalir byggðu borgir með
stræti, torg og glæsilegar kirkjur
skreyttar ótrúlegum listaverkum og
flúri hírðust Islendingar í moldar-
kofum sínum og áttu eftir að gera
um aldir. Það er víst að margir úr
Kór Grafarvogskirkju hafa fullan
hug á að sækja Italíu heim að nýju.
GERÐUR BJARNADÓTTIR,
formaður Kórs Grafarvogskirkju.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.