Morgunblaðið - 11.07.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 47
FOLK I FRETTUM
ERLENDAH
Páll Óskar Hjálmtýsson
tónlistarmaður fjallarum
nýjustu plötu TLC, FanMail.
Kryddið sem vant-
ar í Spice Girls
JÆJA, þá er ég búinn að fínna
geislaplötuna sem mun snúast í spil-
ai-anum hjá mér fram á næstu öld!
Venjulega er ég ekkert voðalega
hrifinn af þessu dæmigerða amer-
íska R&B (upprunaleg merking er
Rhythm and Blues, takk fyrir), en
amerísku þrumu-pæjumar í stelpu-
tríóinu TLC eru aftur mættar á
svæðið eftir 5 ára hlé - og biðin var
vel þess virði!
Staðreyndin er sú að píurnar hafa
ekki átt sjö dagana sæla þessi síð-
astliðin 5 ár. Þær komu sér á popp-
kortið með metsöluplötunni „Cr-
azySexyCool" árið 1994 - sem inni-
hélt smelli eins og „Waterfalls",
„Creep“ og „Diggin’ On You“. En
samningurinn sem þær gerðu á
unga aldri við plötufyrirtækið sitt
var víst út í hött. Þær fengu nær
ólöglega lítið uppúr krafsinu fyrir
þessa mest seldu „kvennahljóm-
sveita“-plötu allra tíma, og höfðu
hreinlega ekki efni á því að vera
þessar amerísku stórstjörnur sem
þær urðu í kjölfarið, með lífvörðum
og húsum með rafmagnsgirðingum!
Sagan segir að hún „Left Eye“,
TLC-pían sem rappar svo listavel,
hafi fríkað út og kveikt í húsi
kærasta síns - sem reyndar var inn-
anbúðarmaður plötufyrirtækisins
sem lék þær grátt. En viti menn,
vinkonur hennar í hljómsveitinni
stóðu með henni þrátt fyrir glappa-
skotið, og að lokum urðu þær sam-
mála um að lýsa sig gjaldþrota.
Þetta gerðu þær líka til að komast
undan þessum fáránlega samningi
sem þær skrifuðu undir þegar þær
voru fátækir unglingar sem hefðu
skrifað undir klósettpappír ef því
hefði verið að skipta. Það er víst ein-
hver klausa í bandaiískum lögum
sem heimilar ekki gjaldþrota fólki
eða fyrirtækjum að vera á samningi
hjá einhverjum öðrum vinnuveit-
anda þannig að þær ákváðu að byrja
aftur uppá nýtt!
Stelpurnar þrjár fundu sér fullt
að gera til að safna saman krónun-
um þessi fimm ár í frystikistunni.
Lisa „Left-Eye“ Lopes (rapparinn)
vann sem kynnir á MTV ásamt
fleiru. Tionne „T-Boz“ Watkins
(söngkonan með DJÚPU röddina)
vann fyrir sér sem fatahönnuður og
setti loks á fót eigin fatafyrirtæki.
Hún sér um viðskiptahliðina á nú-
verandi rekstri TLC - og hannar
auðvitað hverja spjör sem þær klæð-
ast. Rozonda „Chilli" Thomas er
söngkona og danshöfundur tríósins.
Hún var líka að eignast strák með
kærastanum sínum, honum Dallas
Austin, en hann er einn aðal laga-
höfundur og útsetjari plötunnar
úsamt TLC.
Nýja platan er tileinkuð öllum að-
dáendum hljómsveitarinnar sem
nenntu að bíða þolinmóðir í 5 ár,
enda kallast hún: „FanMail" (mjög
fallega gert af þeim). Platan er
fersk, mjög vel útsett rafrænt
í-yþma-popp, sem lætur mann fá það
ú tilfinninguna að það sé að koma
árið 2000. Hún er líka „kúl“, og inn-
tak textanna er fyrst og fremst
mjög feminískt. Það er eins og
stelpur séu að fatta það að þær
þurfa á nýrri kvennabyltingu að
halda - ef allt á ekki að fara í sama
horf og fyrir 1975! í þetta sinn þurfa
stelpur eins og TLC ekki að brenna
brjóstahaldarana sína. Þær klæðast
þeim bara einum fata og verða enn
máttugri kvenímyndir fyrir vikið!
Kvenfyririitning er jú enn sjáan-
leg í samfélaginu. Karlmenn ganga
oft að konum „vísum“ og verða
hræddir við þær ef þær hafa frum-
kvæði. Og er til dæmis búið að
redda þessu með launamálin milli
karla og kvenna? Ekki það, nei?
Hvernig líst ykkur á það, stelpur?
TLC eru líka þátttakendur í ósýni-
legasta karlaheimi veraldar,
skemmtana-bransanum. Þær taka
karlmenn duglega í gegn í lögum
eins og „No Scrubs“, „Silly Ho“ og
„I’m Good At Being Bad!“.
í rauninni er plötunni skipt í
tvennt. Fyrstu 10 lögin eru ekkert
nema „hittarar", með flottari popp-
lögum sem maður hefur heyrt í
langan tíma. Ég er mjög hrifinn af
ryþma-pælingunum í þeim flestum,
og hvernig þau eru byggð upp. Mjög
framsækið og töff! (Ég sakna þó að
heyra ekki rapp-kaflann hennar
Left-Eye í „No Scrubs“-laginu, en
hann fylgir víst bara með tónlistar-
myndbandinu við það lag, en ekki á
plötunni sjálfri. Bú-hú!) - Seinni
helmingurinn er svo frekar venju-
legt, næstum því „instant" kókómalt
R&B! Ballöður og eitthvað yfir-
“pródúserað“ jarm. Hmm... þá flögr-
ar athygli mín út um gluggann. En
maður fyrirgefur þeim þetta vegna
dúndursins í fyrri helmingnum.
Uppáhaldslögin mín eru „FanMail",
„Silly Ho“, „No Scrubs", „If They
Knew“, „Unpretty" og „I’m Good At
Being Bad“.
Þegar öllu er á botninn hvolft eru
stelpurnar í TLC allt kryddið sem
vantar í Spice Girls. Þetta er ekki
„Girl Power“ útum allt. Þetta er
ekki „Konur-eru-líka-menn“, heldur
„Við-komumst-áfram-af-því-að-við-
erum-konur!“. Þetta eru þroskaðar
stelpur sem hafa lent í ýmsu um æv-
ina og eru að nota þessa tegund tón-
listar til að miðla af reynslu sinni.
Áfram TLC!
(áður Regnhlífabúðin)
GlŒsileqap töskup, samfellup,
toppap, pctjsup, skapt,
slœáup oq fleipa fpá Papís
Fpábœpt vepS
OpiS lauqapdaqa fpá Id. 10-16
/i
(Guðrún í Spes)
Laugavegi 11 - sími 551 3646
Eru rimlagardínurnar óhreinar!
Vib hreintum:
Rimla, sh-imla, plíseruS og sólargluggatjöld.
Setjum afrafmagnandi bónhúð.
Sækjum og sendum ef óskað er.
ttBkmbmmmin
ftéiheimer 39 * ftimli 933 3934 • OftMi 19f 3634
KRINGLUNNI - LAUGAVEGI
1
í