Morgunblaðið - 12.08.1999, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
DEILDARMYRKVI SÓLAR
Morgunblaðið/Júlíus
9:45. ÞRJÁTÍU og sjö mínútur
liðnar síðan tunglið byrjaði
að narta í sólina.
10:00. STUNDUM rann skýjahul-
an alveg frá og deildar-
myrkvinn varð greinilegur.
10:10. TUNGLIÐ færðist hratt
yfir eða um kflómetra á
sekúndu.
10:30. SOLIN minnir einna helst
á geislabaug af rússneskri
helgimynd.
10:40. ÞRJÁTÍU og þrjár mínút-
ur þangað til deildar-
myrlwa lýkur.
Fjöldi manna skoðaði deildarmyrkvann
Víða rættist
úr tvísýnni
veðurspá
FYLGST var með deildarmyrkva
sólar af miklum áhuga í gærmorgun
víða um land. Ekki voru þó skilyrðin
alls staðar upp á það besta og herma
fregnir að sólin hafí gefíð lítil færi á
sér á Austfjörðum og Vestfjörðum. í
Reykjavík rættist úr heldur tvísýnni
spá og var hægt að fylgjast með
deildarmyrkvanum nær allan tímann
meðan hann stóð, frá kl. 9:08 til
11:13, þótt stundum drægi fyrir sólu
í stutta stund.
Þótt tilstandið hafí verið heldur
minna í sniðum en erlendis, þar sem
milljónir manna fylgdust með al-
myrkva sólar, var ekki laust við eft-
irvæntingu í loftinu meðal þeirra
sem söfnuðust saman fyrir framan
Raunvísindastofnun háskólans þar
sem þeir Þorsteinn Sæmundsson
stjörnufræðingur og Jón Sveinsson
rafmagnsfræðingur höfðu komið sér
fyrir með stjörnukíki, pappa, blöð og
dökkar filmur til að fylgjast með
myrkvanum.
Auk þeirra Þorsteins og Jóns, sem
hélt á pappírnum fyrir framan kíkinn
í ríflega tvær klukkustundir svo að
aðrir gætu notið myrkvans, voru inn-
an við tíu manns sem íylgdust með
frá fyrstu stund en fieiri dreif að úr
nálægum byggingum þegar dró að
hámarki deildarmyrkvans, kl. 10:10,
og voru á milli fjörutíu og fimmtíu
manns á staðnum þegar mest var.
Sólmyrkvi mögnuð tilviljun
Dökkar fílmur og sjónaukar gengu
á milli manna en stjömusjónaukinn
gaf góða mynd af deildarmyrkvanum
og ekki sakaði að hafa sérfræðing á
staðnum til að lýsa fyrirbærinu.
Benti Þorsteinn viðstöddum t.d. á
sólbletti sem komu fram á myndinni
en hurfu síðan undir skugga mánans.
Ekki gafst honum færi á að stað-
reyna útreikninga sína um upphaf
deildarmyrkvans nákvæmlega þar
sem ský huldi sólina fyrstu tíu sek-
úndurnar eða svo.
Menn slógu á létta strengi, milli
þess sem þeir létu fróðieiksmola
falla um sólmyrkva og önnur nátt-
úrufyrirbæri. „Það er annars mögn-
uð tilviljun," sagði Þorsteinn um sól-
myrkva, „að tungl og sól skuli vera
jafn stór á himni. En ef það væri
ekki, sæist ekki það áhugaverðasta
við fyrirbærið, sem er rauða lithvolf-
ið í kringum tunglið." Stjörnufræð-
ingnum fannst „furðu lítið um sól-
bletti“ þar sem búið var að spá að
þeir næðu hámarki um aldamót.
Fuglar þögnuðu
Ýmsir rifjuðu upp reynslu sína af
sólmyrkvum og kvaðst Hörður Fil-
ippusson lífefnafræðingur hafa orðið
vitni að myrkvanum 1954 þar sem
hann var staddur á bæ undir Eyja-
fjöllum. „Ég var niu ára þegar þetta
var en man þetta enn mjög skýrt.
Fugiarnir þögnuðu og dýrin höguðu
sér eins og það væri fallin á nótt.“
Á sama tíma sagðist Þorsteinn
hafa verið staddur á Reynisfjalli, við
Vík í Mýrdal, til að fyigjast með
myrkvanum og Ingvar Árnason var
þá ungur staddur á Skógum.
Næsti sólmyrkvi verður að sögn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
TALSVERT var um að fólk rýndi í gegnum filmubúta á deildarmyrkva
sólu í gærmorgun. Víða mátti sjá fólk við þessa iðju og gengu sjónauk-
ar og dökkar filmur á milli manna.
Þorsteins árið 2003 en þá verður
„hringmyrkvi", þ.e. tunglið verður
minna á himni en sól og sést þá allt
innan sólarkringlunnar. „Þessi sól-
myrkvi verður sérstaklega fyrir ís-
lendinga en hann sést hvergi annars
staðar,“ segir Þorsteinn.
Sást ekki til sólar
Kennari og tveir nemendur við
Verkmenntaskóla Austurlands á
Neskaupstað ætluðu að taka myndir
af deildarmyrkvanum með sérstakri
myndavél í gærmorgun og setja á
heimasíðu sína, í samstarfí við þrjá
skóla í öðrum löndum. „Við gátum
ekki sent annað en fallega mynd af
bænum, því það sást ekki votta fyrir
sólinni á þessum tíma,“ segir Jóhann
Zoega, kennari við Verkmenntaskól-
ann.
Hann segir að skýjað hafí verið
allan daginn, en öðru hverju sést til
sólar. Meðan deildarmyrkvinn stóð
var þó alskýjað, og næst sást í sólina
hálftíma síðar.
Formaður skipulagsnefndar um niðurfellingu byggingarleyfís
Akveðinn dómur
yfír málsmeðferðinni
ARNI Þór Sigurðsson, formaður
skipulagsnefndar Reykjavíkurborg-
ar, segir að þeim finnist mjög baga-
legt að byggingarleyfí vegna Lauga-
vegar 53b skuli hafa verið fellt úr
gildi Öðru sinni. Farið verði mjög ít-
arlega yfír niðurstöðu Úrskurðar-
nefndar skipulags- og byggingar-
mála í þessum efnum og eftir það
metið hvernig staðið verði að fram-
haldi málsins. Sömuleiðis verði á nýj-
an leik farið yfir deiliskipulagstillög-
una sem nú sé í auglýsingu, meðal
annars í ljósi þessa úrskurðar.
„Okkur þykir auðvitað mjög miður
að byggingarleyfið skuli aftur felit
úr gildi og í því felst vitaskuid ákveð-
inn dómur um að ekki hafi verið
staðið að málum af hálfu borgaryfir-
valda með fullkomlega réttum hætti.
Það er auðvitað hlutur sem við verð-
um líka að fara yfir hér innanhúss
hjá okkur hvar veilurnar í málsmeð-
ferðinni liggja. Það er þá væntanlega
eitthvað sem við getum dregið lær-
dóm af,“ sagði Árni Þór.
Hann sagði að rétt væri að taka
fram, vegna fullyrðinga í ijölmiðlum
um að það felist breyting á landnotk-
un í þessari deiliskipulagstillögu, að
það væri ekki rétt. Deiliskipulagstil-
lagan gerði ekki ráð íyrir neinni
breytingu á landnotkun, enda gæti
hún það ekki.
Aðalskipulagið kvæði á um land-
notkun á þessu svæði. í því væri allt
þetta svæði skilgreint sem miðborg-
arsvæði en ekki sem íbúðasvæði.
Þannig væri íbúðarhús Jóns Kjell
Seljeseth að Laugavegi 53a ekki á
íbúðarsvæði. Það væri hins vegar
íbúðarhús á miðborgarsvæði og
menn yrðu að gera sér grein fyrir að
það væri líklegt að íbúðarbyggð á
miðborgarsvæði verði alltaf víkjandi
í skipulagi frekar en ríkjandi.
Kann að eiga rétt á
einhverjum bótum
í Morgunblaðinu í gær kom fram
að byggingaraðili hússins að Lauga-
vegi 53b íhugar að krefjast bóta.
Árni sagði aðspurður um þetta að
það kynni auðvitað vel að vera að
hann ætti rétt á einhverjum bótum
vegna þeirra tafa sem hann hefði
orðið fyrir vegna þess að hann hefði
fengið byggingarleyfi sem ekki
hefðu síðan staðist. Þetta væri vænt-
anlega eitthvað sem hann myndi
ræða við lögfræðinga borgarinnar.
Auk þess hefði byggingaraðilinn
óskað eftir að fá að funda með borg-
arstjóra þegar hún kæmi úr sumar-
leyfi og hann reiknaði með að það
yrði fyrsta stig þess máls.