Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Gylliboð frá
Nígeríu
berast enn
ENN er eitthvað um að íslenskum
fyrirtækjum eða einstaklingum berist
bréf frá nígerískum fyrirtækjum með
gylliboðum um skjótfenginn gróða
þótt ekki virðist meira um það nú en
undanfarin ár. Að sögn Birgis Ár-
mannssonar skrifstofustjóra hjá
Verslunarráði íslands fær ráðið
fjöldamargar fyrirspumir út af bréf-
um sem þessum á ári hverju, þar sem
menn eru m.a. að velta því fyrir sér
hvort eitthvað sé mark á þeim tak-
andi. Birgir ráðleggur mönnum að
sinna hvorki bréfunum né láta þau
raska ró sinni.
Bréfin sem um ræðir eru gjarnan
merkt Nígeríumanni sem sagður er
forstöðumaður opinbers fyrirtækis og
fer hann þess á leit við viðtakanda að
hann veiti aðgang að bankareikningi
sínum fyrir peningaþvætti gegn ríf-
legri þóknun.
Að sögn Birgis eru bréfasendingar
sem þessar þekkt vandamál víða um
heim og segir hann að menn séu hvar-
vetna varaðir við að taka mark á inni-
haldi þeirra. ,Alþjóða verslunarráðið
hefur beitt sér töluvert til þess að
ráða bót á þessum vanda, enda eru
dæmi um að fyrirtæki og einstakling-
ar á Vesturlöndum hafi tapað fé vegna
svika af þessu tagi,“ segir hann.
Morgunblaðið/RAX
Slysið við Kotá
Á gjörgæslu
en fer
batnandi
LIÐAN mannsins, sem slasaðist
á vélhjóli við Kotá í Norðurárdal
í Skagafirði sl. mánudag fer
batnandi. Hann er enn á gjör-
gæsludeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri.
Að sögn lækna hlaut hann
fjöláverka og hefur gengist und-
ir aðgerðir vegna þeirra. Líðan
hans er nú nokkuð stöðug og
virðist ganga í rétta átt til hins
betra og er hann ekki lengur tal-
inn í lífshættu.
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra skoðaði ohumengun frá E1 Grillo á Seyðisfírði í gær í fylgd fulltrúa bæjaryfirvalda.
Umhverfísráðherra kynnir sér sjónarmið íbúa Austurlands til umhverfísmála
Náttúruvernd og atvinnu-
sköpun geta farið saman
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra kynnti sér umhverfismál á
Austurlandi í gær, m.a. viðhorf
Austfirðinga til stóriðju- og virkj-
anaframkvæmda og fundaði í því til-
efni með fulltrúum sveitarfélaga á
Austurlandi og náttúruverndarsam-
tökum. Þá fundaði ráðherra með
hreindýraráði og hreindýraeftirlits-
mönnum og skoðaði olíumengun úr
flaki E1 Grillo í Seyðisfirði.
Siv Friðleifsdóttir sagði í samtali
við Morgunblaðið að fundirnir hefðu
verið sér gagnlegir og sér þótt mjög
Stofnun samtakanna Verndum Laugardalinn
Um 350 manns á stofn-
fundi samtakanna
UM 350 manns mættu á stofnfund
samtakanna Vemdum Laugardalinn
sem haldinn var í gær. Kosinn var
fimmtán manna stjóm og formaður
samtakanna, Skúli Víkingsson jarð-
fræðingur hjá Orkustofnun.
Fundurinn hófst á því að Þorgeir
Ástvaldsson bauð gesti velkomna og
lýsti ánægju sinni með þann fjölda
gesta sem mættur var. Þorgeir sagði í
ávarpi sínu fyrirhuguð byggingará-
form í austurhluta Laugardals ramm-
falskan tón í Laugardalssinfóníunni,
Laugardalurinn hefði hingað til vaxið
og dafnað í nafni íþrótta, útivistar og
fjölskyldunnar og byggingamar féllu
ekki að byggðaþróun dalsins.
Þorgeir sagði stofnun samtakanna,
Verndum Laugardalinn, ekki beint
gegn þeim fyrirtækjum sem hlut eiga
að máli. Ekki heldur efaðist hann um
að rétt hefði verið staðið að málsmeð-
ferð í borgarstjóm.
Samtökin sprottin úr
grasrótinni
Þorgeir sagðist viss um að undir-
skriftasöfnun gengi vel, þegar hefðu
7.000 manns skrifað undir þá lista sem
Stefán Aðalsteinsson hefði dreift upp
á sitt eindæmi. Þorgeir lagði að lokum
áherslu á að samtökin væm grasrót-
arsamtök og ekki stofnuð að undirlagi
Sjálfstæðisflokksins eins og einhverjir
vildu halda fram.
Að loknu máli Þorgeirs tók Ellert
B. Schram við fundarstjóm og bar
Morgunblaðið/Jim Smart
HLUTI fundargesta á stofnfundi samtakanna Vemdum Laugardalinn,
en á milli þrjú og fjögur hundruð manns mættu á fundinn.
samþykktir fyrir samtökin undir
fundargesti sem samþykktu þær ein-
róma. Einnig var ályktun um vemdun
Laugardalsins samþykkt. Að því
loknu var stjóm samtakanna kosin, en
hana skipa þau Þorgeir Ástvaldsson,
Bergþór Pálsson, Gunnar Jón Ingv-
arsson, Öm Andrésson, Skúli Vík-
ingsson, Bergdís Una Bjömsdóttir,
Stefán Aðalsteinsson, Halldór Guð-
mundsson, Þorgrímur Þráinsson, Eg-
gert Magnússon, Árdís Þórðardóttir,
Sigrún Thorlacius, Andrés Pétur
Rúnarsson, Jón Gunnarsson og Ragn-
heiður Ásta Pétursdóttir. Skúli Vík-
ingsson var síðan kosinn formaður.
Skúli tók til máls að lokinni kosn-
ingu og hvatti hann fundarmenn til að
sinna undirskriftasöfnun þannig að
vilji borgarbúa kæmist til skila. í
samtali við Morgunblaðið sagðist
Skúli handviss um að fjöldi undir-
skrifta yrði slíkur að ekki færi á milli
mála að borgarbúar væm á móti
byggingaráformum. Skúli sagðist
vænta þess að borgaryfirvöld yrðu
við óskum borgarbúa, en undir-
skriftalistar verða afhentir að lokinni
söfnun. Skúli benti á að auk hefð-
bundinna undirskriftalista sé hægt að
skrá sig á heimasíðu Vemdum Laug-
ardalinn.
mikilvægt að heyra sjónaiTnið
heimamanna frá fyrstu hendi, svo
sem eins og í „hitamálum" eins og
orku- og stóriðjuframkvæmdum þar
eystra. Hún sagði að sú skoðun hefði
komið skýrt fram meðal fulltrúa
sveitarstjóma á Austurlandi að fyr-
irhugaðar virkjana- og stóriðjufram-
kvæmdir myndu hafa jákvæð áhrif á
byggðina í fjórðungnum.
Hjá fulltrúum náttúmverndar-
samtaka hefði hún orðið vör við
þveröfug sjónarmið, þar væm ríkj-
andi efasemdir um að stóriðja væri
það sem byggðin þarfnaðist. Ráð-
herra sagðist styðja stefnu stjórn-
valda í málinu og benti á nýlega
samþykkt ríkisstjómarinnar um
framgang álversframkvæmda á
Reyðarfirði og undirritun samkomu-
lags þess efnis við Norsk Hydro.
Byggðasjónarmið átt erfítt
uppdráttar í virkjanaumræðu
Spurð að því hvort sér þætti hún
knúin til að hlusta á raddir almenn-
ings varðandi kröfur um umhverfis-
mat á Fljótsdalsvirkjun sem nýskip-
aður ráðherra sagði hún að náttúm-
vemd og stuðningur við tækifæri til
atvinnusköpunar gætu vel farið
saman og ekki bæri að stilla þeim
möguleikum upp svart á móti hvítu.
Meta þyrfti slíka hagsmuni hverju
sinni þegar þeir toguðust á.
Hins vegar gæti farið svo að lög
um virkjunina yrðu tekin upp á Al-
þingi í haust þar sem aðilar innan
stjórnarandstöðunnar hefðu boðað
að þeir myndu leggja fram þá tillögu
að virkjunin fari í lögformlegt um-
hverfismat.
Þorvaldur Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands sveitarfé-
laga á Austurlandi, sagði að á fund-
inum hefðu heimamenn lagt áherslu
á að byggðasjónarmiðum yrði gert
hærra undir höfði en hingað til hefði
verið gert í umræðu um stóriðju- og
virkjanamál á Austurlandi.
„60% þjóðarinnar býr á suðvest-
urhorninu og byggðasjónarmið okk-
ar hafa átt ákaflega erfitt uppdrátt-
ar í umræðunni um virkjanir og
stóriðju á Austurlandi. Við báðum
ráðherra að skoða byggðalegu rökin
og leggja þau á vogarskálarnar á
móti rökum náttúruverndai'sinna.
Hálendið okkar er einstakt en
mannlífíð er það líka. Það er spurn-
ing um að skoða málið frá báðum
hliðum," sagði Þorvaldur eftir fund-
inn með ráðherra.
Karen Erla Erlingsdóttir, tals-
maður Félags um verndun hálendis
Austurlands, sagði að fulltrúar fé-
lagsins hefðu brýnt fyrir ráðherra
þá viðhorfsbreytingu sem hefði átt
sér stað í þjóðfélaginu síðan lög um
mat á umhverfisáhrifum voru sam-
þykkt árið 1993 og bentu á að
stjómvöld þyrftu að taka það til at-
hugunar. „Félagið vill að Fljótsdals-
virkjun verði innifalin í rammaáætl-
un um nýtingu vatnsfalls og jarð-
hita. Ráðherra sagði að til þess
þyrfti lagabreytingu og við sögðum
að lagabreyting væri vel möguleg ef
vilji væri fyrir hendi,“ sagði Karen
Erla.
„Olíuflekkirnir stærri en ég
hafði gert mér í hugarlund"
Auk þess að kynna sér orku- og
stóriðjumál og ræða við hreindýra-
ráð og eftirlitsmenn, skoðaði ráð-
herra olíumengun sem borist hefur
undanfarna daga úr flaki E1 Grillo á
botni Seyðisfjarðar. Töluvert var af
olíubrák í firðinum og tjáðu heima-
menn ráðherra að mengunin væri
misjafnlega vel sjáanleg eftir veðri.
Brákin sást þó greinilega í bátsferð
ráðherra. Ólafur Sigurðsson, bæjar-
stjóri Seyðisfjarðar, sagði að menn
hefðu mestar áhyggjur af æðarfugli
í firðinum en töluvert væri þar af
honum og væri þar rekið að minnsta
kosti eitt æðarbú. Á þessum árs-
tíma væru kollurnar með unga sem
kæmi sér mjög illa og gæti leitt til
alvarlegri afleiðinga olíumengunar-
innar.
Ráðherra sagði að olíuflekkirnir
væru stærri en hann hefði gert sér í
hugarlund. „Það er brýnt að fara út
í aðgerðir sem fyrst til að núverandi
leki dreifi sér ekki frekar út í um-
hverfið. Stýrihópur sem ég skipaði
fyrir skömmu mun skila mér tillög-
um á næstu dögum um hvernig
hemja eigi núverandi leka og hef ég
lagt áherslu á að þetta mál verði
Ipvst ‘
> frrrct u sncrríi vtíríhprTa