Morgunblaðið - 12.08.1999, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Nýtt
Festir knatt-
spyrnumörk
ÞORBJÖRN Ásgeirsson hefur
hannað búnað sem hann nefnir jarð-
ankeri og festir tímabundið niður
knattspyrnumörk. Búnaðurinn á að
tryggja að mörkin falli ekki fram yf-
ir sig og valdi slysum. Þorbjörn seg-
ir að jarðankerin eigi líka að
tryggja að samkomu- og veitinga-
tjöld standi af sér óveður og síðan
megi tjóðra hesta við ankerin. Nota-
gildi búnaðarins á einnig við um
aðra hluti sem þarf að festa niður.
Jarðankerið er úr heit-galvaniser-
uðu stáli. Pinninn er úr hertu stáli
og uggamir úr bílfjöður.
Morgunblaðið/Golli
ÞORBJORN Ásgeirsson sem
hannaði jarðankeri.
HELLUSTEYPA JVJ
Vagnhöfða 17
112 Reykjavfk
Sfmi: 587 2222
Fax: 587 2223
Gerið verðsamanburð
Tölvupústur: sala@hellusteypa.is
Nýkaup í Kringlunni tekur stakkaskiptum á næstu mánuðum
Italskt kaffíhús og aukin
áhersla á tilbúna rétti
VIÐSKIPTAVINIR Nýkaups í
Kringlunni geta með haustinu tyllt
sér niður á ítölsku kaffihúsi í Ný-
kaupi, fengið sér ítalskt kaffi og sér-
pantaðar kökur frá Ítalíu. Segi
svengdin til sín verður hægt að
kaupa sér pítsu á Pítsa Hut sem
verður inni í versluninni, fá sér
smurt brauð eða sushi og tylla sér
niður eða taka með heim. Alls mun
ný veitingaaðstaða í Nýkaupi rúma
um 50 manns í sæti. Þetta kemur í
ljós þegar teikningar bandaríska
fyrirtækisins Charles Sparks &
Company eru skoðaðar en það fyr-
irtæki var fengið til að endurhanna
verslunina í Kringlunni. Innlendu
fyrirtækin Frostverk, Smíðagallerí
og Nota Bene sjá síðan um að sér-
smíða innréttingar, gera skilti og
svo framvegis.
Sömu fyrirtæki komu að vinnu
við Nýkaupsverslunina á Eiðistorgi
sem þegar er búið er að taka í gegn
og verður útlit verslunarinnar í
Kringlunni svipað og þar.
Inngangurinn stækkaður
Inngangurinn í verslunina verður
stækkaður um helming og gengið
verður beint inn í deild þar sem að-
aláhersla er lögð á ferskar matvör-
ur og tilbúna rétti. Strax við inn-
Morgunb]aðið/Árni Sæberg
INNGANGURINN verður stækkaður um helming og strax og komið er inn munu blasa við ferskar vörur og
tilbúinn matur.
STOR HUMAR
Glæný laxaflök 790 kr. kg.
Vestfirskur harðfiskur
Stórlúða - Skötuselur - Stórar rækjur
Höfðabakka 1
sími 587 5070
- Gæðanna vegna -
ganginn verður myndarlegt blóma-
torg en til stendur að auka úrvalið
af ferskum blómum til muna. Þar
verður einnig hægt að kaupa ferska
ávexti og grænmeti. Aukin áhersla
er lögð á tilbúinn mat tO að borða á
staðnum eða grípa með sér heim.
Meðal nýjunga er heitur kín-
verskur matur en áfram verður líka
seldur venjulegur heimilismatur
eins og boðið hefur verið upp á og
úrval tilbúinna kjúklingarétta.
Finnur Árnason framkvæmdastjóri
Nýkaups segir að þessar breytingar
séu í takt við tíðarandann. „Við
finnum að viðskiptavinir okkar
kaupa í auknum mæli tilbúna eða
hálftilbúna rétti. Skyndibitar hafa
undanfarin ár lækkað mjög mikið í
verði og við ætlum okkur að mæta
þessari þörf viðskiptavina okkar,
fjölga réttum og auka úrvalið en
jafnframt bjóða áfram upp á fjöl-
breytileika í ferskri matvöru. Ný-
kaup í Kringlunni er ein stærsta
matvöruverslun landsins og gefur
okkur færi á að vera með mjög
breitt vöruúrval."
Alþjóðleg matargerð
I miðri versluninni verður komið
fyrir svæði þar sem alþjóðleg mat-
argerð verður í hávegum höfð. „Al-
þjóðleg matargerð hefur vaxið mjög
ört og við finnum fyrir miklum
áhuga á hráefni sem tengist henni.
Við höfum því ákveðið að bæta við
ýmsum vörum sem tengjast t.d.
mexíkóskri, ítalskri, kínverskri og
indverskri matargerð."
Gleraugnaverslun
og apótek
Breytingar á Nýkaupi í Kringl-
unni eru þegar hafnar og þar sem
sérvörudeild Nýkaups hefur verið
fram til þessa er nú verið að reisa
apótek og gleraugnaverslun. „Við
gerum ráð fyrir að þær deildir verði
opnaðar seinni hluta september-
mánaðar.
Við fylgjum þeirri þróun sem hef-
ur átt sér stað í Bretlandi og þó sér-
staklega í Bandaríkjunum. Þar er
ýmis þjónusta tengd matvöruversl-
unum eins og t.d. lyfjaverslanir."
Finnur telur að með þessari fram-
kvæmd sé verið að koma tO móts við
óskir viðskiptavina og gera þeim
verslunarferðina þægilegri. Hann
segir að Vífilfell komi einnig til með
að setja upp Coca-Cola verslun sem
mun selja aðrar sérvörur en drykkj-
arvörur. Þegar hefur Coca-Cola fyr-
irtækið sett á stofn slíkar verslanir
m.a. í New York og Atlanta.